Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Njarðvíkingar prúðir ÞAÐ er mjög eftirsóknarvert að komast á pollamótið í Eyjum, en þar komast að- eins 24 lið að hverju sinni. Flest félög ríg- halda í sæti sín og koma ár eftir ár og svo eru önnur félög á biðlista og bíða jafn- vel árum saman eftir að koma liðum að. I ár féll Grótta úr leik og það voru Njarð- víkingar sem voru svo heppnir að komast inn. Þeir stóðu sig vel og C-lið þeirra fékk sérstök háttvísis verðlaun enda prúðir og stilltir strákar. Vildu ólmirtaka hornspyrnuna ÞEGAR gestgjafarnir í Tý mættu f A í flokki B-liða, en Skagastrákar unnu 2:0, flautaði dómarinn til leiksloka þegar gest- irnir voru að fara að taka hornspyrnu. Strákunum fannst þetta ekki viðhæfi og vildu endilega fá að taka hornið, en dómar- inn neitaði því þó svo strákarnir færu fram á að fá bara að taka hornspyrnuna, ekkert annað. Stundum sárt að tapa Þ AÐ getur stundum verið sárt að tapa en þó líklega aldrei sárara en í vítakeppni, en það kemur fyrir að grípa þurfi til henn- ar þegar leikið er um sæti. Ekki hefur enn tekist að finna aðra aðferð til að ná fram úrslitum, en ein tillagan hljóðar uppá að það lið sem fyrst skorar í viðkomanadi leik fari með sigur endi leikurinn með jafntelfi, en tillagan er til athugunar. ÍR-ingur aftur bestur EYJÓLFUR Héðinsson úr ÍR var valinn besti leikmaður mótsins að þessu sinn og fetaði hann í fótspor félaga síns, Gunnars H. Kristinssonar úr ÍR sem hlaut þettan titil í fyrra. Félagar Eyjólfs fögnuðu hon- um vel þegar þeir heyrðu tilnefninguna og hreinlega kaffærðu hann í gleðinni, en Eyjólfur stóð þó hress upp. Mikiðpoxað ALLIR þátttakendur á pollamótinu fá ýmislegt fyrir þátttökugjaldið. Auk þess að fara í rútuferð um Heimaey og fá báts- ferð þar sem fuglalífið er skoðað, farið er inn í helli og leikið á hljóðfæri og sung- ið fyrir pollana, þá fá liðin íþróttatösku, derhúfu, bol og að ógleymdum pox-mynd- um. Það var því mikið poxað í Eyjum um helgina og meira að segja keppt I því. Þar sigraði Magnús Haukur Harðarson úr Fjölni og fékk að launum veglega pox- sleggju. Sérstakt lag var samið RÉTT eins og alltaf eru samin þjóðhátíðar- lög í Eyjum er búið að semja sérstakt pollamótslag sem heitir „Sá sigrar sem tekur þátt“. Nafnið á vel við og kemur þeim anda sem ríkir á mótinu vel til skila. Innanhúss- mótinu flýtt VENJULEGA er sérstakt innanhússmót á föstudeginum en því var flýtt fram á fimmtudag að þessu sinni vegna þess að veðurspáin var ekki góð. Urslitaleikirnir fóru þó fram á kvöldvökunni á föstudegin- um. Þar sigraði HK í flokki A-liða, vann Breiðablik 3:2 í framlengdum leik og í keppni B-liða vann Fylkir lið Hauka 3:2, einnig eftir framlengingu. I. 100 trjám plantað SHELL, sem er aðalstyrktaraðili polla- mótsins, gaf 1.100 plöntur sem keppendur plöntuðu í Löngulág. Nú er bara að sjá hvorttrén eiga eftir að dafnajafn vel og strákarnir. Guðni afhenti verðlaunin GUÐNI Bergsson, fyrirliði íslenska lands- liðsins í knattspyrnu, var heiðursgestur á pollamótinu og heilsaði hann uppá leik- menn liðanna sem léku til úrslita og af- henti verðlanuin í mótslok ásamt fleirum. POLLAMÓT í EYJUM Bestu leik- mennirnirá pollamótinu í Eyjum GUÐNI Bergsson landsliðsfyrirliði í knattspyrnu afhenti verðlaun á pollamót- inu í Vestmannaeyj- um, en því lauk á sunnudaginn. Hér sést Guðni ásamt Halldóri Sævari Grímssyni besta varnarmanni móts- ins, en hann er lengst til vinstri á myndinni og kemur úr Tý í Eyjum. í miðj- unni er Eyjólfur Héð- insson úr IR, sem út- nefndur var besti leikmaður mótsins, og Vigfús Adolfsson úr FH var útnefndur besti markmaðurinn, hann er lengst til hægri. Vigfús Adolfsson var útnefndur besti markvörður pollamótsins Maður tekur alttaf lýsi til að verða sterkari Vigfús Adolfsson úr FH var valinn besti markvörður pollamótsms enda eins og köttur á milli stanganna. „Ég stefni alltaf að því að vera bestur og það var vikilega gaman að verða fyrir valinu. Eg var valinn í Iandslið mótsins svo mig dreymdi um að eiga möguleika í titilinn besti markvörðurinn," sagði markmað- ur mótsins. „Ef maður ætlar að standa sig vel og verða meðal bestu þá þarf maður að æfa sem mest og hlýða þjálfaranum og vera nógu ákveðinn. Þetta er síðasta pollamótið mitt svo það var toppurinn að enda þetta svona. Ég á tvo uppá- halds markmenn, þá Pagliuca og Stefán Arnar- son hjá FH. Ég ætla alltaf að spila með FH, nema ef ég verð einhvern tíma atvinnumaður. Mig langar að reyna að komast í atvinnu- mennskuna, svo tekur maður alltaf lýsi á morgnana til að verða sterkari.“ Kom mér rosalega á óvarl Eyjólfur Héðinsson úr ÍR var valinn besti leikmaður mótsins, en hann sýndi ótrúlega leikni og hafði góða yfirsýn yfir leikinn. „Þetta kom mér alveg rosalega á óvart. Ég vissi af Gauta í Fjölni og Halldóri í Fram og bjóst við að annar- hvor þeirra yrði valinn, en það er mjög gaman að sigra þá því þeir eru mjög góðir. Það er þó ekki aðalatriðið að sigra, heldur að vera með því þetta er mjög skemmtilegt og þetta mót er búið að vera frábært. Við urðum í ellefta sæti og gekk ágætlega og við erum alveg sátt- ir við árangurinn. Mér finnst Georgi Hagi frá- bær fótboltamaður og vonandi verð ég einhvern tíma jafn góður og hann, en þá þarf maður líka að æfa vel og hafa góðan þjálfara eins og hann Sigurð þjálfarann okkar,“ sagði besti leikmaður pollamótsins. Eins og Heimaklettur í vöminni Heimamaðurinn Halldór Sævar Grímsson úr Tý var valinn besti varnarmaður pollamótsins enda þótti hann jafnt traustur og Heimaklettur í vörninni. „Maður vonaðist eftir þessu. Ég er búinn að æfa fótbolta á fullu í fimm ár og þetta er sko toppurinn. Þetta er búið að vera öfga fjör,“ sagði varnarjaxlinn. „Uppáhalds leikmaður minn er Guðni Bergs- son þannig að það var mjög gaman að taka við verðlaununum frá honum. Kannski næ ég einhvern tíma að verða jafn góður og hann — maður reynir alla vega. Þetta er síðasta polla- Fylkismenn sigruðu í keppni B—liða annað árið í röð, efri röð f.v.: Samúei Kristjáns- son, Stefán Kári Sveinbjörnsson, Halldóra S. Ólafsdóttir, Bjarnl Helgason, fyrirliði, Ragnar Sigurðsson. Neðri röð f.v.: Ólafur Kr. Ólafsson, Ragnar Sigurðsson, Eggert Ellertsson, Kjartan Ágúst Jóhannsson, Einar Pétursson, Kristinn Guðjónsson, Albert Byrnjar Ingason, Halldór Örn Þorsteinsson. mótið mitt þar sem ég fer upp í fimmta flokk næst, en ég hefði alveg viljað vera með næst líka,“ sagði Halldór Sævar brosandi út að eyrum og mjög kátur með út- nefninguna. KRISTJÁN Magnússon tryggði liði sínu 5. sæti, varði tvær vítaspyrnur. Tvö víti varin Kristján Magnússon, sem leikur með A-liði Aftureldingar úr Mosfellsbæ, gerði sér lítið fyrir og varði tvær vítaspyrnur í vítaspyrnu- keppni sem liðið lenti í í leik um 5. sætið gegn Val. „Ég náði að veija tvö víti í vítakeppninni og það var alveg einstök tilfinning og dugði okkur til að vinna þannig að við urðum í fimmta sæti, en það er besti árangur sem við höfum náð,“ sagði Kristján markvörður en hann var á sínu þriðja pollamóti og sagði þetta það besta. Kristján sagðist ekki eiga sér uppáhalds markvörð. „Ég á eigin- lega engan uppáhalds markmann — ætli það sé ekki bara ég! Ég ætla að halda áfram að æfa og vonandi spila ég einhvern tíma með Manc- héster United í atvinnumennskunni þegar ég verð eldri.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.