Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JLJNÍ1995 53 POLLAMÓT í EYJUM Fjölnismenn meistarar í fyrstasinn TÓLFTA pollamótið sem Týr gengst fyrir i Vestamannaeyjum fór fram um Helgina í misjöfnu veðri. Fresta varð setningu mótsins á miðvikudags- kvöldið vegna rigningar en síðan var þokkalegasta veður og um 900 pollar úr sjötta aldursflokki spörkuðu mikið og gerðu tæplega þúsund mörk i keppninni. Cjölnir sigraði í keppni A-liða á pollamót- * inu í Vestmannaeyjum, en mótinu lauk á sunnudaginn. Þetta er fyrsti sigur Fjöln- is á pollamóti enda félagið Sigfús Gunnar ekki gamalt. Fjölnir lék til Guömundsson urslita við FH og sigraði skrífar 3:1. Gunnar Vignir Skær- ingsson skoraði tvívegis fyr- ir Fjölni og Gunnar Örn Jónsson einu sinni en Atli Jónsson gerði mark FH. Fj'ölnis- menn voru að vonum ánægðir með sigur- inn, en þjálfari liðsins er Margrét Sigurðar- dóttir fyrrum landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður með Breiðabliki. í keppni B-liða léku Fylkir og FH og aftur urðu Hafnfirðingar að játa sig sigr- aða í úrslitum, Fylkir vann 5:2 og er þetta annað árið f röð sem Fylkir vinnur í keppni B-liða en Árbæingar hafa alls sigrað þrí- vegis hjá B-liðunum á þeim tólf árum sem pollamótið hefur farið fram. Leikurinn var hinn skemmtilegasti. Al- bert Brynjar Ingason gerði tvö mörk fyrir Fylki og þeir Kristján Ágúst Jóhannsson og Stefán Kári Sveinbjörnsson sitt markið hvor og eitt marka Fylkis var sjálfsmark. Fyrir FH skoruðu þeir Ámi Freyr Guðna- son og Birgir Reynisson. Keflvíkingar tryggðu sér sinn fyrsta sig- ur á pollamóti er þeir sigruðu Fylki 5:0 í úrslitaleik C-liða og gerði Róbert James Speagle þrennu, Davíð Örn Hallgrímsson eitt og Karl B. Magnússon eitt. Bestir í Eyjum Morgunblaðið/Sigfús FJÖLNISMENN slgruðu í keppnl A-llða á pollamótlnu. Þelr eru í fremrl röð frá vinstrl: Gunnar Örn Jónsson, ívar Björnsson, Þorstelnn V. Einarsson, Óskar Elrfksson og Elnar Markús Elnars- son. Aftarl röð frá vinstrl: Jón Júlíusson liðsstjóri, Þorsteinn I. Valdlmarsson, Ólafur Gauti Ólafsson, Björgúlfur Guðni Guðbjörnsson, Helgl Möller, Gunnar Vignir Skæringsson og Mar- grét Sigurðardóttlr þjálfarl. Keflvíkingar sigurvegarar hjá C-liðum KEFLVÍKINGAR urðu slgur- vegarar keppni C-llða, unnu Fylki 5:0. Melstararnlr frá Keflavík eru f fremri röð frá vlnstrl Pálmi Ketilsson, Finnur M. Erlendsson, Sverrir Orn Leifsson, Róbert James Speagle, Guðmundur A. Þórðarson, Davíð Örn Hallgrímsson og Davíð Örn Oskarsson. í aftari röð eru frá vinstri Guðjón Guð- mundsson þjálfari, Karl B. Magnússon, Þorstelnn Atll Georgsson, Kjartan Þórðar- son, Jóhannes H. Bjarnason, Hörður Þórðarson og Magn- ús Daðason þjálfari. Gerði þijú mörk á afmælinu NIU ára og þrjú mörk. Keflvík- ingurinn Róbert James á heröum Guðjóns Guðmunds- sonar þjálfara síns. Róbert James Seagle, fyrir- Iiði C-liðs Keflavíkur átti níu ára afmæli á sunnudaginn og hélt upp á daginn með því að gera þrjú af fímm mörkum liðsins er það vann Fylki í úrslitaleik. „Við lékum til úr- slita við Fylki og ég fékk bestu afmælisgjöfina sem ég gat hugsað mér, við unnum 5:0 og ég gerði „hat-trick.“ Við erum með langbesta C-liðið og erum búnir að æfa mjög vel í sumar fyrir þetta mót,“ sagði Róbert James eftir úr- slitaleikinn, en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur þátt í pollamóti. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og ér er ákveðinn í að -koma aftur næsta ár. Ég á mér uppáhalds leikmann sem er Roberto Baggio, hann er rosalega góður og ég stefni að því að verða einhvern tíma jafn góður og hann,“ sagði Róbert James og var rokinn til félaga sinna sem sungu afmælissönginn fyrir hann. Hlýðum Margréti þó hún sé stelpa segja Birgir Rafn og Jón Otti úr Fjölni í Grafarvogi m FÉLAGARNIR Birgir og Jón segjast alltaf hlýöa Margréti þjálfara sínum þó hún sé stelpa. Þeir félagar Birgir Rafn Gunnars- son og Jón Otti Sigurðsson úr B-liði Fjölnis, eru báðir níu ára og voru að undirbúa sig fyrir leikinn um bronsið á sunnudaginum þegar Morgunblaðið náði tali af þeim. „Við ætlum okkur að sigra í leiknum um þriðja sætið. Við vitum ekki gegn hvetjum við leikum en það skiptir ekki máli, við ætlum að sigra,“ sögðu þeir félagar. „Við erum búnir að skemmta okk- ur alveg ágætlega þó svo ferðin með Heijólfi hafí ekki verið það skemmti- legasta sem við höfum lent í. Við vorum þó ekki sjóveikir þó litlu mun- aði en það voru margir sem þurftu að nota gubbudallana. Við erum báð- ir búnir að æfa frá því við munum eftir okkur en erum samt á okkar fyrsta pollamóti og þriðja sætið yrði bara hinn besti árangur hjá okkur. Þjálfarinn okkar, hún Magga [Mar- grét Sigurðardóttir], er mjög góður þjálfari og við hlýðum henni alveg þó hún sé stelpa. Það þýðir ekkert annað ef við ætlum að ná árangri," sögðu þeir félagar Birgir og Jón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.