Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1995 9 FRETTIR ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Víðidalsá vaknar NORÐURÁ í Borgarfirði er með mestu veiðina það sem af er vertíð- inni, um 200 laxar eru komnir úr ánni og hefur veiðst vel að undan- förnu, t.d. hélt eitt hollið heim á leið með 75 laxa. Þverá ásamt Kjarrá kemur næst með um 150 laxa, en markverðast er helst að Víðidalsá hefur tekið ijörkipp. Holl sem lauk veiðum í fyrradag fékk 20 laxa sem er fyrsta „alvöruveiðin" síðan vertíð- in hófst. Mikið vatn, kalt og skol- að, gerir veiðimönnum ennþá lífið leitt, en göngur hafa farið stækk- andi er nær hefur dregið straumn- um þann 29. júní. Lifnar yfir Víðidalsá Gunnar Bollason, kokkur í veiði- húsinu Tjarnarbrekku við Víði- dalsá, sagði að hópurinn sem þá var að hverfa frá ánni hefði dregið 20 laxa á þurrt og hefðu þá verið komnir 30 laxar á land. Allt 10 til 14 punda utan þeir stærstu sem voru 16 punda. Spónn og maðkur hafa verið drýgstir til veiðanna, en vatnið í ánni hefur verið mikið að undanförnu. Að mestu tært þó. „Það er straumur þann 29. júní og íaxinn er greinilega byijaður að tínast inn,“ sagði Gunnar. Enn dauft í Vatnsdal í fyrradag voru aðeins fjórir laxar komnir á land úr Vatns- dalsá, allir 11 punda. Gylfi Inga- son, kokkur, sagði þó bót í máli, að þrír laxana hefðu veiðst kvöldið áður og gæfi það mönnum tilefni til að vona að einhverjar göngur væru að taka sig til með stækk- andi straum. Laxá enn laxlítil Mjög illa hefur gengið í Laxá í Aðaldal og aðeins 30 til 40 laxar komnir á land. Eitt holl fyrir skömmu fékk t.d. aðeins tvo laxa. Að sögn Orra Vigfússonar, for- manns Laxárfélagsins, er enn „rosalega mikið“ vatn í ánni og hún er enn nokkuð skoluð. Aðeins fimm laxar hafa veiðst í ánni ofan við Æðarfossa. Einn 19,5 punda lax hefur veiðst, sá stærsti á land- inu í sumar, og tveir 18 punda að auki. Fyrstu úr FUóti og Bryi\ju Fyrstu laxarnir hafa veiðst í Norðlingafljóti og Brynjudalsá, KRISTÓFER Svavarsson t.h. og Svavar sonur hans með 7 og 9,5 punda urriða sem þeir veiddu í Ytri-Rangá á dögun- um. Góð silungs- og laxveiði hefur verið á svæðinu það sem af er. sem eiga það sameiginlegt að í þær er sleppt villtum hafbeitar- laxi. Sigmar Björnsson, leigutaki fljótsins, sagðist vera búinn að sleppa 200 stórlöxum í ána, en hún væri um tveimur fetum hærri heldur en honum þætti fýsilegt og skoluð að auki. „Það voru nokkrir félagar mínir sem opnuðu ána um helgina og þrátt fyrir ástandið fengu þeir 4 laxa, 11 til 14 punda, BANDARÍKJAMAÐURINN Russel Petterson með stórlax úr Kvörninni í Haffjarðará. á stórar túpuflugur,“ sagði Sig- mar. Friðrik Brekkan, einn leigu- taka Brynjudalsár, sagði ána hafa verið opnaða á sunnudag og hefðu þrír laxar veiðst í ánni fyrsta daginn, 12, 14 og 18 punda. Níutíu löxum hefur verið sleppt, flestum stórum, og á næstu dögum bætast 90 við til viðbótar. Friðrik sagði að þess yrði gætt að 130 til 150 laxar væru jafnan í ánni. Haffjarðará lífleg Um 50 laxar hafa veiðst í Haf- fjarðará sem er prýðileg útkoma miðað við tíma og ástand að mati Páls Jónssonar, eins eiganda ár- innar. Lax er víða um ána, en vatnið hefur verið mikið og laxinn tekið grannt. Menn hafa því misst fleiri fiska en náðst hafa. Hér og þar Tveir laxar og 12 bleikjur veidd- ust tvo fyrstu dagana í Hítará er hún var opnuð fyrir viku. Síðan hafa menn verið að reyta upp fisk og fisk. Á skrifstofu SVFR, sem er leigutaki árinnar, eru menn ánægðir með þessa byijun og telja hana lofa góðu. í fyrrakvöld voru komnir 6 lax- ar á land úr Elliðaánum. Mjög lít- ið hefur gengið af laxi í árnar enn sem komið er, en menn vonast eftir breytingu til batnaðar á næstu dögum. í Núpá á Snæfellsnesi voru komnir 19 laxar á land eftir þriggja daga veiði. Þar af veiddust 12 fyrsta daginn, eða kvótinn á þijár stangir. Stærsti laxinn til þessa var 17 pund. All nokkrir flugulaxar hafa veiðst. Stóruppákoma varð á Veiðidegi fjölskyldunnar við Meðalfellsvatn á sunnudaginn. Þar var margt um manninn, en einn veiðimanna setti í 17 punda grálúsugan hæng. Var laxinn til sýnis á staðnum og dáð- ust margir að. • • Orugg ávöxtun sparifjár Spariskírteini ríkissjóðs með mismunandi gjalddaga • Við bjóðum eldri flokka spariskírteina ríkissjóðs með gjalddaga eftir 1 ár, 2 ár, 3 ár og 4 ár. • Þú getur raðað saman mismunandi flokkum spariskírteina þannig að þú sért alltaf með laust fé þegar þú þarft á því að halda. • Spariskírteini eru tæki til að skapa þann hreyfanleika sem þú þarfnast. Helstu flokkar spariskírteina: Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa og fáðu nánari upplýsingar. Sími 562 6040. 1991 1D5 Gjalddaga 1/2 1996 1992 1D5 Gjalddaga 1/2 1997 1993 1D5 Gjalddaga 10/4 1998 1994 1D5 Gjalddaga 10/2 1999 1995 1D5 Gjalddaga 1/2 2000 Fjölmargir aðrir flokkar spariskírteina eru einnig til sölu. Hafa skal í huga að spariskírteini ríkissjóðs eru markaðsverðbréf sem eru skráð á Verðbréfaþingi íslands, og eru því auðseljanleg á lánstímanum. Kynntu þér möguleika spariskírteina ríkissjóðs. ÞJONUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu) sími 562 6040, fax 562 6068. Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.