Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1995 13 Ný sundlaug á Egilsstöðum Egilsstöðum - Ný sundlaug var tekin í notkun á Egilsstöðum 18. júní. Fólk safnaðist saman við gömlu sundlaugina kl. 10 að morgni og var hún kvödd. Síðan var gengið fylktu liði til nýju laug- arinnar og stungið sér til sunds. Nýja sundlaugin er 25 m úti- laug með barnalaug, tveimur pottum og á næstu vikum verður sett upp rennibraut. Gamla laugin er 12 m og hefur verið seld Jökul- dalshrepp sem setur hana upp við Skjöldólfsstaðaskóla. Vígslu frestað Vegna veðurs var ekki hægt að vígja laugina 17. júní eins og til stóð og fer formleg vígsla því fram 8. júlí, en þá verður jafn- framt lokið uppsetningu á renni- braut við laugina. Að sögn Hreins Halldórssonar forstöðumanns íþróttamiðstöðvar Egilsstaða komu yfir 500 manns í sund þenn- an fyrsta dag sem opið var, og var ókeypis fyrir alla. Sérstakur gjaldmiðill Jökuldalshreppur keypti gömlu laugina af Egilsstaðabæ og greiddi fyrir hana með traktor. Traktor þessi bar nafnið Undri, en starfsmenn Egilsstaðabæjar nefna hann Sundra hér eftir. Morgunblaoið/Anna Ingóllsdóttir BÆJARBÚAR eru mjög ánægðir með nýju sundlaugina og var mikil örtröð í sund á fyrsta degi. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Keyrir um Mýrdalinn á Ford árgerð 1930 ÞORSTEINN Baldursson sem á sumarbústað í Daladal í Reynis- hverfi í idýrdal keypti núna fyrir skömmu 65 ára gamlan Ford sem er femra dyra bíll. Bílinn keypti hann af Ólafi Jónssyni frá Ásólfs- skála undir Eyjafjöllum. Þor- steinn sagði að margir Eyfelling- ar og Mýrdælingar hefðu lært á þennan bíl á sínum tíma. Gang- verk bílsins er í góðu lagi en „boddí“ er farið að láta á sjá eftir 65 ára notkun. Þorsteinn heldur þetta jafnvel vera fyrsta fólksflutningabil, sem keyrði frá Vík til Reykjavíkur, sem Brandur Stefánsson (Vatna-Brandur) átti. Þessi bíll var góður að göslast í ánum sem vom enn óbrúaðar milli Víkur og Reykjavíkur þótt hann væri bara með afturdrifi en þessir bílar era ekki með neinu mismunadrifi og þar af leiðandi tóku bæði afturhjólin á í einu. „Og nú eru þeir orðnir tveir í Daladal, þessi 65 ára og gamli Willys, sem Einar Einars- son frá Suður-Fossi í Mýrdal átti. Sá bíll er orðinn 50 ára“, sagði Þorsteinn. Hjólreiðahátíð á Hvolsvelli Hvolsvelli - Fyrstu helgina í júll verður árleg hjólreiðahátíð haldin á Hvolsvelli. Hátíðin hefst með íslandsmeist- aramótinu í götuhjólreiðum, „Tour de Hvolsvöllur" en þá er hjólað frá Reykjavík til Hvolsvallar ríflega 100 km leið, ræst verður frá Ölgerð Eg- ils Skallagrímssonar kl. 8.00 á laug- ardagsmorgninum. Einnig verður hægt að velja styttri vegalengdir, frá Víkurskálanum í Vík og Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi en þar verður ræst kl. 9 og frá Búnaðarbankanum á Hellu. Þar verður ræst kl. 11. Þessi fyrirtæki eru einnig styrktaraðilar keppninnar auk fyrirtækja á Hvols- velli svo sem Sláturfélag Suðurlands. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- ráðherra, verður heiðursgestur hátíð- arinnar og hyggst hún hjóla frá Hellu til Hvolsvallar kl. 11 laugar- dagsmorgun. Að sögn Guðjóns Áma- sonar, forstjóra Sælubúsins, ferða- þjónustu á Hvolsvelli, sem hefur veg og vanda af keppninni, verður margt skemmtilegt í boði fyrir alla Qöl- skylduna þessa tvo daga 1. og 2. júlí. „Það er t.d. alveg tilvalið fyrir fólk með eldri börn að hjóla frá Hellu til Hvolsvallar á laugardaginn og taka þannig þátt í íslandsmeist- aramótinu og er nú í fyrsta skipti farið frá Vík og ætla þó nokkrir Hvolsvellingar að hjóla þaðan. Allar upplýsingar um hátíðina og skráningu eru hjá Sælubúinu á Hvolsvelli og vildi Guðjón sérstak- lega hvetja fólk til að láta skrá sig sem fyrst til keppninnar og lagði áherslu á að eitthvað væri í boði við allra hæfi. Morgunblaðið/Steinunn ósk Kolbeinsdóttir UNGIR Hvolsvellingar æfa sig fyrir hjólreiðahátíðina. NOTAGILDIÐ MARGFALDAÐ - margmiðlunarbúnaður fyrir einkatölvur SOUNDBLASTER MULTIMEDIA H0ME 4X I • 16 bita víðóma hljóðkort • Geisladrif - 4X • Hátalarar og hljóðnemi • 24 TITLAR m.a. Encarta, Bookshelf, Works, Publisher, Cinemania ofl. STYÐURWINDOWS9S 45.4QQ Verð kr.1 stgr. m/vsk SOUNDBLASTER DISCOVERY CD -16 Hátalarar • 18 TITLAR Verð kr. 30.900 stgr. m/vsk | * 16 bita víðóma hljóðkort • Geisladrif - 2X 1 • STYÐUR WINDOWS95 l_ HAYES mótöld fyrir Internetib frá kr. 14.900 stgr. m/vsk Hágæöa bleksprautuprentarar frá kr. 19.900 stgr. m/vsk Texas Instruments litaprentarar frá kr. 32.900 stgr.m/vsk Öflugir geislaprentarar frá kr. 39.900 stgr. m/vsk Rekstrarvara, hugbúnabur og geisladiskar í úrvali. VjSA^ RAÐGREIÐSLUR High-Performance Quad-Speed, Multi-Session CD-ROM Dríve" | Stereo Speakers and ,-------___...... 9 5 TOLVUR MEÐ MARGMIÐLUNARBUNAÐI 124 Top-Quality Multimedia SoH . jnnihalda Soundblaster Discovery CD-16 margmiðlunarpakkann fÉasylnstallation ofAÍrC.verðdæmi DAEWOO 486/66Mhz, 4MB minni, 420MB diskur, 14" skjár kr. 131 .90€ stgr. m/vsk _______ DAEWOO Pentium 60Mhz, 8MB minni, 420MB diskur, 14" skjár kr. 166.900 stgr. m/vsk Úrval aukahluta, frí uppsetning í nýjar tölvur TENGT& TILBÚIÐ == EINAR J. SKÚLASON HF uppéctningaþjónusta ejs S Grensásvegi 10, Sími 563 3000 Wlodel 1VIK403c VJS / YJOISVDNKJTXTV flN'Mþi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.