Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1995 33 VALDIMAR JÓHANNSSON í DAG er tengdafaðir minn, Valdimar Jó- hannsson bókaútgef- andi, áttræður og munu vinir og fjöl- skylda fagna þessum tímamótum með hon- um. Valdimar er ætt- aður norðan úr Svarf- aðardal, sonur Jó- hanns Páls Jónssonar og Önnu Jóhannsdótt- ur, yngstur fjögurra barna þeirra og einka- sonur. Systur hans, þær Sigurbjörg, Guð- rún og Jóna Júlíana sé sagt frá. Nútíma- manni þykir ótrúlegt að fyrir nokkrum ára- tugum skuli íslenskur maður hafa verið hnepptur í varðhald vegna skoðana sinna. Þessir atburðir hafa án efa mótað bæði Valdimar og hans nánustu og aukið skilning þeirra á mikil- vægi skoðana- og mál- frelsis. Valdimar og Ing- unn Ágeirsdóttir, kona hans, keyptu árið 1976 land í Reykjadal í Hrunamannahreppi. Þá voru þar aðeins uppblásnir melar og hvergi hríslu að sjá. Þau hjónin réðust af kappi í skógrækt og nú njóta vinir og ættingjar skjóls í skóginum þeirra. Ungviðið hefur fylgst með uppvexti ýmissa trjátegunda og þegið pönnukökur og rabarbaragraut. Heiti potturinn hafði mikið aðdráttarafl og þar var látið líða úr sér eftir erfíði dagsins. Þegar vorar hefjast um- ræður um ástand gróðursins, hvernig landið hafí komið undan snjónum og börnin fylgjast spennt með: Hvenær verður farið í sveit- ina? Við sem fylgdumst með úr fjarlægð skynjuðum hve skóg- ræktin var þeim mikil hvíld. Þar var Valdimar í essinu sínu að skipuleggja landið, gróðursetja og útskýra hlutverk hverrar tegund- ar. Hann er tengdur landinu og ber virðingu fyrir því, hefur gott minni og kann skil á nöfnum allra íjalla og hóla. Oft fylgja sögur af mönnum, þannig landið fær annað yfírbragð. Ég hef undrast þekk- ingu hans á örnefnum, en hann lærði ungur að lesa landakort sér til ánægju og hafa samferðamenn hans notið þess. Á yngri árum fór Valdimar á reiðhjóli um landið, m.a. frá Akranesi og norður í Steingrímsfjörð. Eiginlega var það þrekvirki ef ástand vega er haft í huga. Valdimar veiktist fyrir sjö árum og dró sig í hlé frá amstri bókaút- gáfunnar. Hann hefur náð nokk- urri heilsu og skiptir þar mestu seigla hans; „aldrei að gefast upp“ gætu verið einkunnarorð þessa ljúflings. Þau hjónin hófu bókaút- gáfu með tvær hendur tómar og umsetningin var ekki mikil fyrstu árin, en fýrirtækið varð öflugt og einkum þekkt af fjölbreyttri út- gáfu. Hver þekkir ekki Ævintýra- eyjuna, Aldirnar eða Alistair McLean? Og er þá aðeins stiklað á örfáum bókaflokkum. Bækur hafa verið líf hans og yndi og stytt stundirnar síðustu árin. Hann er sílesandi af sama krafti og ungl- ingurinn forðum og sækir í ís- lenskan fróðleik, sögur af gengn- um mönnum og horfnum bú- skaparháttum: Lýsingar á samfé- lagi sem hann ólst upp við. Ég sendi Valdimar mínar bestu afmæliskveðjur og víst er að marg- ir hugsa hlýlega til hans á þessum merkisdegi. Guðrún Sigfúsdóttir. eru látnar. Allir menn þurfa með einhveij- um hætti að finna lífí sínu farveg og fljótt var ljóst hvert hugur Valdimars stefndi, hann var fróð- leiksþyrstur og las mikið. Á upp- vaxtarárum Valdimars var bóka- eign ekki jafn algeng og nú svo bókelskur unglingur fékk bækur lánaðar eftir ýmsum krókaleiðum. Hann hafði látið sig dreyma um að fara í menntaskóla en veiktist af berklum svo hugmyndir fátæks unglings um langskólanám urðu að engu. Síðar fer hann í Kennara- skólann og lýkur prófí þaðan árið 1937. íslensk menning og þjóðlíf er honum hugleikið eins og ævi- starf hans ber vott um. Hann var m.a. blaðamaður áður en hann stofnaði bókaútgáfuna Iðunni árið 1945. í stuttri grein er erfitt að lýsa langri ævi, hvað þá að tíunda sérkenni margbrotins manns. Þeir sem kynnst hafa Valdimar vita að hann er að upplagi slíkur mað- ur að fylgja sannfæringu sinni af einurð og sterk réttlætiskennd hefur verið leiðarljós í samskiptum hans við ólíka menn. Í stórafmælum er litið yfír far- inn veg og í hugann streyma minn- ingar um samskipti okkar Valdi- mars. Fyrstu búskaparárin bjugg- um við Jóhann Páll í kjallaranum hjá þeim hjónum, Ingunni og Valdimar, á Grenimel 21. Þessi sambúð var um margt sérstök, því fullorðna fólkið lét unga fólkii af- skiptalaust og virtist lítt fylgjast með. Ákveðin lífsafstaða lá tii grundvallar; þeim hjónum er hátt- vísi í blóð borin. Eitt kvöldið sátum við Jóhann og hlustuðum á tón- list, þegar Valdimar knúði dyra og bar fram erindi við son sinn. Eitt leiddi af öðru, allt í einu var Valdimar farinn að segja frá sögu- legum atburðum, þegar hann ung- ur maður var settur í fangelsi vegna greinar sinnar um fiskveiði breskra í íslenskri landhelgi. At- burðarásin er með ólíkindum, en hlustandinn hrífst því frásagnar- gleði Valdimars er grípandi. Var hann að segja sannleikann? Hafði hann verði í fangelsi á jólunum? Frásagnaraðferð Valdimars fylgir kankvíslegur svipur og hann horf- ir útundan sér á viðmælandann, líkt og til að fylgjast með áhrifum orða sinna, þannig að bæði orð hans og athafnir mögnuðu áhrif sögunnar. Hann stekkur upp á loft og nær í dagblöð til að sýna vantrúaðri stúlku að satt og rétt ggggzzmy/aa s Skór fyrir kröfuharða krakka Flottir og þasgilegir Brúnt og evart leður Svart lakk - Rósótt - Gull Stærðir 26-38 Verð kr4.500,- lEN&lABÖRNÍN Bankastrceti 10 sírni 552-2201 'SSSSSS - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.