Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Kynning á Náttúrufræðahúsi ✓ Háskóla Islands Samstarfsnefnd Háskóla íslands og Reykjavíkurborgar um skipulagsmál á lóð H.í. auglýsir kynningu á fyrirhugaðri byggingu Náttúrufræðahúss á lóð Háskólans í Vatnsmýri. Einnig er til sýnis rammaskipulag að austurhluta háskólalóðar sem unnið hefur verið á sl. árum á vegum samstarfsnefndarinnar og var kynnt almenningi í janúar 1991. —Skipulagið var samþykkt í háskólaráði 30. ágúst 1990 og fjallað var um það án athugasemda í nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar. Kynningin er á afgreiðsluhæð Þjóðarbókhlöðu og stendur hún í fjórar vikur, frá og með 28. júní til 26. júlí. Abendingar eða athugasemdir skulu sendar til Borgarskipulags Reykjavíkur fyrir ld. 16.00 þann 26. júlí 1995. Maggi Jónsson, arkitekt, veitir nánari upplýsingar um hina nýju byggingu ef óskað er í síma 552 1840. RAFIÐNAÐARSAMBAND ÍSLANDS Golfmót rafiðnaðarmanna í R.S.Í verður haldið á Kiðabergi föstudaginn 7. júlí 1995 Farið verður í rútu frá Háaleitisbraut 68 (R.S.Í) stundvíslega kl. 12.00. Þátttökugjald er kr.2.000 Innifalið: Rútferð, vallargjald o.fl. ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Hofið í Hafnarfirði MIG LANGAR að lýsa hrifningu minni á Hofinu sem risið er við Fjörukrána hér í bæ. Flestir Hafnfirð- ingar muna eftir hvernig svæði þetta leit út fyrir u.þ.b. tíu árum. Frá því að byrjað var að gera upp gömlu húsin sem veitinga- staðinn hýsa, hefur útlit þessa hlutar Hafnarfjarðar farið batnandi ár frá ári og nú síðast með tilkomu skrauthýsis þess sem hér er fjallað um. Er ekki nein önnur hús með þessu sniði í öðrum bæjarfélögum á landinu og fær Jóhannes Viðar „prik“ fyrir áræðn- ina og þorið að leggja út í framkvæmd þessa sem setur óneitanlega skemmtilegan svip á bæ- inn. Magrét Linda Gunnlaugsdóttir. Náungakær- leikurinn SVEINN Rúnar Jóhanns- son hringdi og kvað farir sínar ekki sléttar. Hann féli af hjóli sínu neðst í Lindarbergi sl. miðviku- dag. Þrír bílar óku framhjá án þess að athuga hvað hefði skeð þannig að eng- inn kom honum til hjálpar. Hann þurfti að fara upp alla brekkuna til þess að komast heim til sín og veit ekki hvemig hann gat það. Þetta segir sína sögu um náungakærleikann í þjóð- félaginu i dag. Lindar- brekkan er mjög brött og löng með beygju sem er algjör slysagildra fyrir bæði hjólreiðamenn og aðra ökumenn. Sveinn vill koma á framfæri þökkum til foreldra sinna, Hrafn- hildar og Slysadeildar Borgarspítalans fyrir þá hjálp sem þau sýndu. Tapað/fundið Bíllyklar LYKILL að Volvo bifreið á þykkri, vínrauðri leður- lyklakippu með stafnum S fannst í Hljómskálagarðin- um 17. júní síðastliðinn. Lyklinum hefur verið kom- ið til vanskiladeildar Lög- reglunnar og er hægt að vitja hans þar. Veski tapaðist SVART veski tapaðist í síðustu viku. Ekki voru peningar í veskinu heldur persónuskilríki. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 564-2307. Taska týndist TASKA týndist sl. laugar- dag á svokallaðri „flótta- mannaleið“, *’sem er frá Rjúpnahæð og út í Hafnar- fjörð. Taskan er svört, vatnsheld hjólataska og í henni er tjald. Uppl. í síma 557-4755 eða 587-2552. Fundarlaun. Plastpoki týndist HVÍTUR plastpoki sem í var blá sundskýla ásamt fleiru tapaðist sl. miðviku- dag í miðbæ Reykjavíkur. Skilvís finnandi vinsam- lega hafi samband í síma 554-6218. Myndavél fannst AÐ KVÖLDI 17. júní sl. fannst myndavél í poka miðbæ Reykjavíkur. Eig- andinn má vitja hennar í Miðholt 5, Mosfellsbæ eða í síma 566-6579. Kvenmannsúr tapaðist MJÖG vandað og fallegt gullúr tapaðist í miðbæ Reykjavíkur aðfararnótt laugardagsins 24. júní. Skilvís finnandi vinsam- lega hafi samband í síma 566-8799 og er fundar- launum heitið. Skilaboð SKILABOÐ til þess sem tók töskuna mína sem í var meðal annars kjóll og eyrnalokkar: Hvoru- tveggja eru módelgripir og þekkjast auðveldlega. Vin- samlegast komið til skila til lögreglu. Gæludýr Fress í óskilum HÁLFVAXINN gulbrön- dóttur fress, hvítur hér og þar m.a. á fótum, hefur verið í óskilum á Hlíðar- vegi í Kópavogi frá því á laugardag. Hann er gæfur og blíður en var ómerktur. Eigandi hans er beðinn að vitja hans í síma 564-2128. Kettling vantar gott heimili BRÖNDÓTTUR tveggja og hálfsmánaða gamall kettlingur þarf að komast á gott heimili. Uppl. í síma 588-4843. Með morgunkaffinu SKAK Umsjón Marfieir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á helgar- skákmóti Taflfélags Reykja- víkur í byrjun júní. Jóhann H. Ragnarsson (1.825) hafði hvítt og átti leik, en Einar Hjalti Jensson (1.795) var með svart. Svartur lék síðast 29. — Bg7-f8?? í staðinn fyrir 29. — Hxf5! með yfirburðastöðu. 30. Hxf4! - Dxb2 (Eftir 30. - gxf4 31. Bxf7 á svartur ekki aðra vöm við máthótuninni en að gefa drottninguna með 31. — Dg3) 31. Hafl - c3 32. H4f2 - Dþ5 33. Bxf7 - c2 34. Rd4 - Dxa5 35. Rxc2 — Bxd6 36. Dh5 — Bf8 37. Hf6 og svartur gafst upp. Jón Viktor Gunnarsson sigraði glæsilega á mótinu, vann aliar sjö skákir sínar. 2-4. Arnar E. Gunnarsson, Páll Agnar Þórarinsson og Björn Freyr Bjömsson 5 v. 5-8. Sævar Bjarnason, Magnús Örn Úlfarsson, Har- aldur Haraldsson og Jóhann H. Ragnarsson 5 v. o.s.frv. Skráning í síma 568 5010 Skráningu lýkur föstudaginn 30. júní Skráið ykkur tímanlega og endurtökum fjörið frá því í fyrra. pltTgtmWíiliili - kjarni málsins! Víkveiji skrifar... AÐ VAR ekki beinlínis að Vík- veiji fengi það á tilfmninguna eftir að hafa fylgst með fréttaflutn- ingi af prestastefnu í síðustu viku, að það orðaskak og hnippingar sem áttu sér stað á þinginu á milli klerka, m.a. í sjónvarpsviðtölum við einstaka presta og orðahnippingar biskups við ákveðna einstaklinga innan prestastéttarinnar og öfugt, væri til þess fallið að auka vegsemd og virðingu Þjóðkirkjunnar og hennar þjóna. Ætla mætti af þess- um fregnum að fjölmargir kirkjunn- ar þjónar, háir sem lágir, hafi misst sjónir af höfuðhlutverki sínu, þ.e. að boða kærleika, kristna trú og fyrirgefningu syndanna, sem þeir þó hafa tekist á hendur með því að vígjast til prests. XXX VALDA- og kjarabarátta klerkastéttarinnar, ásamt þeirri staðhæfíngu biskupsins yflr Islandi, að jarðir þær sem ríkið keypti af Þjóðkirkjunni fyrir nokkr- um árum hefðu verið seldar langt undir raunvirði, hafa sett kirkjunn- ar þjóna í neikvæðara og verald- legra ljós. Þetta er miður, því Vík- veiji er þeirrar skoðunar að íslensku þjóðinni veiti ekki af því, að geta borið virðingu fyrir kirkju sinni, haft hlýhug í bijósti í hennar garð og að óska henni og hennar þjónum alls hins besta. Með hátterni eins og því sem prestar beruðu á stefnu sinni í síðustu viku eru þeir komnir niður á plan pólitískrar þrætu, sem þeir geta ekki í einni andrá afmáð úr huga manna. xxx EYNDAR fannst Víkveija þó fyrst keyra um þverbak á fimmtudag, þegar þrætur og deilur prestanna voru komnar á það stig, að biskupinn sá sig knúinn til þess að biðja einn prestinn afsökunar á ummælum sínum í sjónvarpi, úr ræðustól, að aðaláhyggjuefni við- staddra skyldi vera það, hvort ekki bæri að endurskoða þá tilhögun, að leyfa fréttamönnum að fylgjast með prestastefnu og flytja þjóðinni fréttir af henni. Undir þessar hug- leiðingar tók biskup heilshugar og taldi að fyrirkomulagið um aðgang fréttamanna bæri vissulega að end- urskoða. Það er eitthvað meira en lítið að í íslenskri prestastétt, ef hún hefur meiri áhyggjur af því að þjóð- in frétti af átökum hennar og deil- um innbyrðis, heldur en þeirri ömur- legu staðreynd að allt skuli loga í átökum innan stéttarinnar. X X x UMRÆÐA um þýðingu þess að sendiráð landa ástundi kynn- ingarstarf á menningu síns heima- lands hefur verið allnokkur að und- anförnu. Víkveiji fregnaði í síðustu ,viku að Tom Söderman, sendiherra Finnlands á íslandi, sendi menning- ardeild Morgunblaðsins kynningar- efni vegna útkomu geisladisks með vinsælum finnskum þjóðlagasöngv- ara, M.A. Numminen sem ber heit- ið M.A. Numminen Goes Tech-No. Söngvarinn sótti ísland heim á liðnu ári og skemmti bæði í Norræna húsinu o g Stúdentakjallaranum. Víkveiji telur að framtak fínnska sendiherrans hafi verið þarft og verðugt til eftirbreytni. Ætla má að íslenskum listamönnum hljóti að vera akkur í því, ef þeir eiga hauka í horni ísienskra sendiráða erlendis, þegar þeir reyna að koma lista- starfi sínu á framfæri á erlendri grund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.