Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ gg BORGARLEIKHUSIÐ sími 568-8000 LEIKFÉLAG REYKJ AVÍKUR Rokkóperan: Jesús Kristur SÚPERSTAR eftír Tim Rice og Andrew Loyd Webber. Frumsýning föstudaginn 14. júlí. Forsala aðgöngumiða hefst mánudaginn 26. júní kl. 15. Miðasalan verður opin frá kl. 15-20 alla daga og einnig tekið á móti miöapöntun- um í síma 568-8000 frá kl. 10-12 alla virka daga. Faxnúmer er 568-0383. LAUGAVEGI 20 • SlMI 552-5040 FÁKAFENI 52 • SÍMI 568-3919 KIRKJUVEG110 • VESTM. • S. 481-3373 - kjarni málsins! KaííiLeikhú$í<ð Vesturgötu 3 í HLAÐVARPANUM s Herbergi Veroniku í kvöld mið. 28/6 kl. 21 fös 30/6 kl. 21 sun 2/7 kl. 21 A4/ðl m/mat kr. 2.000 Eg kem fró öðrum löndum með öll mín ævinlýri aftan á mer - Guðrún Gísladótrir telcur á móti gestum frumsýning fim. 29/6 kl. 19:30 • Miði m/mat kr. 1.500 123 Eldhúsið og barinn opin fyrir & eftir sýningu Miðasala allan sólarhringinn í sima 551-9055 Viðgerðir á öllum tegundum af töskum. Fljót og góð þjónusta. TÖSKU- VIÐGERÐIN VINNUSTOFA SÍBS Ármúla 34, bakhús Sími 581 4303 Hinn heimsfrœgi danshi fiðlusnillingur Finn Ziegler leikur fyrir gesti f. og 2. júlí 3ja rétta máltíb Kr. 2.790 Aðgangseyrir eftir mat kr. 800 Borðapantanir t síma 551 1440 eða 551 1247 FÓLK í FRÉTTUM Ofurmenmsbúmng urinn ekki til sölu I KJOLFAR útreiðarslyss Ieik- arans Christophers Reeves hef- ur eigandi ofurmennisbúnings- ins ákveðið að selja hann ekki. Setja átti búninginn á uppboð hjá uppboðsfyrirtækinu „Christie’s East“, en eigandi hans, sem vill ekki láta nafns síns getið, hætti við þau áform þegar kom í ljós að Reeve var lamaður fyrir neðan háls. Reeve klæddist fagurbláum búningnum við gerð fyrstu of- urmennismyndarinnar árið 1978. Fyrir slysið var búist við að 600-900 þúsund krónur fengjust fyrir hann, en nú hef- ur búningurinn hækkað um- talsvert í verði. Meðal annarra muna sem seldir verða á uppboðinu má nefna hvítu jakkafötin sem John Travolta klæddist í mynd- inni „Saturday Night Fever“ árið 1977. Búist er við að á milli 1,8 til 3 milljónir fáist fyrir þau. Kvikmyndagagnrýn- andinn Gene Siskel keypti jakkafötin á góðgerðaruppboði á 126 þúsund krónur. Létti sig um 150 kíló á einu ári ► LÍF Amöndu Beer hefur breyst til hins betra upp á síðkastið. Hún hefur létt sig um 150 kíló síðastlið- ið ár. Svo var komið fyrir henni að þegar hún átti að fara í fyrsta ökutímann komst hún ekki upp í bílinn. Vandamálið byrj- aði á unglingsár- unum. Fitandi máltíðir urðu henni ástríða og ekkert gat stöðvað hana á leið hennar til offitu. „Þegar ég var þyngst vó ég 220 kíló. Læknarnir sögðu að ég yrði að létta mig, annars myndi ég deyja. Þá skynjaði ég alvöru málsins. Ég borðaði sal- at og drakk vatn, auk þess að hlaupa úti hvern einasta dag. Nú hef ég náð kjörþyngd, 70 kílóurn," segir Amanda stolt. Clint stofnar útgáfufyrirtæki ► GAMLI kúrekinn Clint Eastwood hefur áhuga á fleiru en leiklist. Hann er mikill djass- áhugamaður og nýlega stofnaði hann sitt eigið hljómplötufyrir- tæki. Það heitir Malpaso Records og mun sérhæfa sig í útgáfu djasstónlistar. Fyrsta útgáfa á vegum fyrirtæk- isins er tónlistin úr Brúm Madi- sonsýslu, nýjustu mynd Eastwo- ods. Á fyrri hluta 9. áratugarins átti Clint útgáfufyrirtækið Viva Records, en það gaf aðallega út sveitatónlist. Mitchell með mænusótt ► SÖNGKONAN Joni Mitchell, sem lifði mænusótt af í æsku, hefur fengið sjúkdóminn á ný. Einkenni sjúkdómsins eru dofi, þreyta, sársauki í liðum og öndunarerfiðleikar. Joni reynir nú af öllum mætti að sigrast á sjúkdómnum, ueð hjálp nýaldarlæknis og „kínversks manns sem er að reyna að segja í mér að ekk- hafi í skorist“. Söngkonan góðkunna hef- ekki gefist upp. Engu er útlitið ekki of bjart hjá henni. „Ég fékk lömunarveiki þegar ég var 9 ára að aldri. Mænan var í slæmu ástandi og ég gat ekki gengið. Ég lamaðist. Núna, 40 árum seinna, snýr veik- in aftur af tvöföldum krafti. Ég verð að spara orkuna,“ segir Joni Mitchell, ein frægasta söng- kona allra tíma. FOLK Loks plata frá Pumpkins NY PLATA er væntanleg frá hljómsveitinni Smas- hing Pumpkins. Ekkert nýtt efni hefur komið frá sveitinni síðan „Siamese Dream“ kom út 1993, en sú plata skráði nafn hljómsveitarinnar í rokksöguna. Nýja platan verður tvöföld og á henni verða 24 lög. Meðal lagatitla verða „Zero“, „Jellybelly" og „Forgive". Ásamt meðlimum Smashing Pumpkins vinna að plötunni framleiðendumir Flood og Alan Moulder og virðist samstarfið hafa gengið vel fyrir sig. Samstarfíð í hljómsveitinni hefur batnað til muna frá vinnslu „Siamese Dream“. „Við höfum lært að vinna saman án þess að vera sífellt að kýta,“ segir Billy Corgan, söngvari og aðallagasmið- ur sveitarinnar. Eins og fyrr segir hefur ekkert nýtt efni komið frá Smashing Pumpkins frá 1993. Aðdáendur hljóm- sveitarinnar ættu því að vera orðnir langeygir eftir nýju plötunni, en hún hefur ekki enn hlotið nafn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.