Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 1
 1 1 1 SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLADSINS MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ1995 BLAD Vidtal 3 Tumi Tómasson, fiskifræðingur við Malavivatn Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 0 Danir fluttu út fiskafurðir fyrir 162 milljarða I fyrra Mikiðum tækifæri í Víetnam VÍETNAMAR stefna nú að því að tvö- falda útflutning sjávarafurða fram til ársins 2000 og ná þá verðmætum upp á 63 milljarða króna. Jafnframt stefna þeir að 31% aukningu heildarfram- leiðslu fiskafurða, þannig að heildar- verðmæti hennar nái 100 milljörðum króna. Alþjóðlega sjávarútvegsblaðið Sea- food International skýrir frá þessu og hefur eftir aðstoðar sjávarútvegsráð- herra Víetnam, Vo Van Trac, að mikil tækifæri séu fyrir erlenda fjárfesta í eldi ýmissa sjávardýra, fiskvinnslu og dreifingu í landinu. Flestar fiskvinnslu- stöðvar landsins eru úreltar og tækni á lágu stigi. Því er mest af útfluttum fiskafurðum ferskar eða aðeins hálf- unnar. SH kannar möguleikana Stjórnendur SH hafa þegar rætt mögulega samvinnu við vietnamska ráðamenn og fulltrúi frá Icecon hefur farið til Víetnam á vegum SH til að ræða við við sjávarútvegsráðuneytið þar og stjórnendur fyrirtækja. Mikill áhugi er þar fyrir markaðsetningu sjáv- arafurða inn á Bandaríkin og Evrópu. Þegar hefur verið ákveðin samvinna milli Víetnama og Rússa á sviði sjávar- útvegsins, bæði veiða og vinnslu. Sú samvinna er þó enn á algjöru byrjunar- stigi og því óljóst hve umsvifamikil hún verður. Nýtt fyrirtæki um útgerð Más í burðarliðnum VIÐRÆÐUR standa nú yfir milli sjávarútvegsdeildar Kaupfélags Eyfirðinga og stjórnenda Snæfell- ings í Snæfellsbæ um stofnun sam- eiginlegs fyrirtækis í útgerð og fiskvinnslu. Snæfellingur gerir út togarann Má SH en fyrirtækið er í eigu bæjar- ins. Kvóti Más er 1.400 þorskígildistonn. KEA og Snæfellingur ræða um samvinnu Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, er um að ræða að stofnað verði í Snæfellsbæ sameiginlegt fyrir- tæki KEA og Snæfellings, sem verði í meirihlutaeigu KEA. Fyrirtækið sjái um útgerð togarans Más og reki fisk- vinnslu á staðnum, aðallega byggða á rækjuvinnslu. Utgerð Más hefur gengið erfiðlega nánast allt frá því togarinn kom til landsins og hefur hann selt afla sinn á mörkuðum heima og erlendis. Sjáv- arútvegsdeild KEA seldi í fyrra togar- ann Súlnafell og hefur verið að leita að skipi til hráefnisöflunar í staðinn. Því mun ætlunin að einhver skipti á afla eða aflaheimildum, botnfiski og rækju, komi til við stofnun nýja fyrir- tækisins. Ekki er ljóst um hvaða upphæðir er verið að ræða í þessu sambandi og verjast aðilar málsins allra frétta um gang þess. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er þó vonazt til þess, að niðurstaða fáist í málinu í næsta mánuði. BÚRINN UNNINN Egill Kristjánsson, Baadermaður, um borð i Vestmannaey hausar Búra. íslenzk skip hafa lftið stundað búrann að undanförnu, en erlend skip hafa verið að fá þokkalegan afla langt suður af landinu. Fréttir Markaðir Á búrfiski við Namibíu • í SLENDIN GURINN Hlöðver Haraldsson, skip- stjóri hjá Seaflower Whitef- ish Corp. í Namibíu, lenti aldeilis í því á búraveiðum þar syðra á dögunum. Hann fékk hundrað tonn af búra í einu í trollið, en náði að- eins 30 af því./2 Fá minna fyrir saltfiskinn • VERÐMÆTI þorskút- flutnings Norðmanna fyrstu fimm mánuði ársins reynd- ust 3,7% minni I ár en árið áður. Helzta skýring þess, eru erfiðleikar þeirra á salt- fiskmörkuðunum. Verð- mæti alls útflutnings sjávar- afurða umrætt tímabil er hins vegar um 80 milljarðar króna, sem er aukning upp á 9%./2 Hættir á síld • ÍSLENSKU síldarskipin hafa nú hætt síldveiðum þó enn séu eftir 18.100 tonn af kvóta íslendinga úr norsk-íslenska síldarstofn- inum en þau hafa nú veitt rúm 167.000 tonn af síld samkvæmt tölum frá Sam- tökum Hraðfrystistöðva. Síðustu skipin lönduðu á föstudag og laugardag. Tæp 20.000 tonn voru þá óveidd af kvótanum. Loðnu- veiðar mega hefjast um mánaðamótin og eru skipin að búa sig undir þær./5 Lítil vinnsla í Litháen • FISKVINNSLA í Litháen hefur dregizt verulega sam- an síðustu misserin. Arið 1993 nam fiskframleiðsla í landinu aðeins 9.300 tonn- um, en árið 1991 unnu Litháar alls 32.000 tonn. Talið er að framleiðslan hafi enn dregizt saman á síðasta ári./8 Mest veitt úr Kyrrahafinu • HEIMSHÖFIN eru mis- gjöful. Mestur fiskafli fæst úr Norður-Kyrrahafi eða nærri þriðjungur alls fiskafl- ans. Suður-Kyrrahafið kem- ur næst og loks Norður-Atl- antshaf. I norðanverðu Kyrrahafi er mest um al- askaufsa, en ýmsa uppsjáv- arfiska í því sunnanverðu. Veiðin í heiminum eftir hafsvæðum vBBH Chile eykur laxeldið Útflutingur á laxi frá Chile, þús. tonn • CHILE eykur stöðugt út- flutning sinn af eldislaxi og hefur hann nær tvöfaldazt frá árinu 1991. Mest af lax- inum fer til Japans, en Bandaríkin eru einnig stór kaupandi. Af öðrum mark- aðssvæðum má nefna Evr- ópusambandið og Suður- Ameríku./6 Utvcgstölur fylgja hverju Ægi. Þar er aö hnna allt um allann í sl. mánuði, m.a. alla allra togara, báta og smábáta. Júníblaðið komið út Jón Sigurðsson á Sindra RE í forsíðuviðtali. Loðnuvertíðin 94/95 - uppgjör frá Fiskifclaginu og Hafró. Mengun í sjó. Fáir þing- menn koma úr störfum i sjávar- útvegi. Komur erlendra skipa drjúg búbót. Og fleira og fleira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.