Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐTAL MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1995 B 3 Tumi Tómasson, fiskifræðingur, hefur dvalið í Malaví við rannsóknarstörf MALAVÍVATN er þriðja stærsta vatn í Afríku, en það er um 30.000 ferkílómetrar. Tumi Tómasson, fiskifræðingur, var á þar á rann- sóknarskipi sem Þróunarsamvinnu- stofnun gaf þangað 1993 og var stuðningur íslenskra stjórnvalda við stjórnina í Malaví. Hann hóf störf þar sem ráðgjafi í rannsóknum seinni hluta þess árs. Tumi var fyrst og fremst að vinna við stofnstærð- armat á botnlægum tegundum. Annars vegar beindust rannsókn- irnar að svæði norðan til í vatninu þar sem voru litlar veiðar en þó mest að að suðurhluta vatnsins þar sem að veiðarnar eru nú mestar. Tumi segir að þarna séu veidd um 35.000 tonn á ári. Aðalveiðin fari fram í þessum suðurhluta sem er um 10 % af vatninu, um 3.500 ferkílómetrar, og langmest af þeirri veiði sé á enn minna svæði.eða um 500 ferkílómetra svæði. Þar séu veidd um 75% af allri veiðinni í vatninu. „Togarinn eins og ég var á, er stærsti báturinn á vatninu, 40 tonn. Það eru tveir slíkir bátar á vatninu en þeir eru báðir smíðaðir á Akur- eyri. Þróunarsamvinnustofnun gaf annan en hann er sérataklega útbú- inn til rannsókna en hinn var seldur til fyrirtækis í Malaví sem á mest af stærri bátunum sem eru þarna við veiðar. Mest eru það þó eintijánungar sem veiða aðallega í lagnet við ströndina, hringnætur og á færi. Síðan eru heldur stærri bátar með innanborðsvél sem toga, tveir um troll, á grunnu vatni og svo eru fimm til sex bátar sem eru kannske á bilinu 20 - 30 tonn. Þeir eru á togveiðum og hringnótaveiðum. Þegar við byijuðum höfðu menn verulegar áhyggjur af því að svæð- ið væri verulega ofveitt. Okkar hlut- verk var upphaflega að skoða hvað var í uppsjónum, þar sem var lítið nýttur fiskur, og síðan að kanna veiðisvæði norðan til í vatninu. En þegar við erum að bytja þá kemur á daginn að menn telja að þarna sé stunduð mikil ofveiði og að tak- marka þurfi mjög veiðarnar þannig að við vorum settir í að kanna sam- setningu stofnsins, þar sem þessar veiðar eru mestar. Við áætluðum stofnin á 3.500 ferkílómetra svæði í fimm syrpum og höfðum til sam- anburðar athuganir sem að voru gerðar á snemma sjöunda áratugn- um. Það er reyndar erfitt því teg- undirnar eru svo margar. í einu hali vorum við kannske að fá upp í 50 tegundir og engin tegund er meira en 20% af afla. Mörg svæðf verulega vannýtt Við komumst að því að það er röng nýting í Malavívatni og reynd- ar stór svæði sem eru verulega vannýtt. Við áætluðum að í suður- hluta vatnsins mætti veiða önnur 6-8.000 tonn á ári. Það er dálítið mikil aukning miðað við heildarafla upp á 35.000 tonn, eða um 20%. Þetta eru svæði sem að hafa verið mjög lítið nýtt. Báturinn sem var smíðaður hér heima og seldur til þeirra þarna úti, hefur á þessum dýpri slóðum veitt á síðustu 12 mánuðum um 1.200 tonn. Á þeim tíma höfum við gert fjórar stofnstærðarmælingar á því svæði sem hann hefur verið að veiða á og ef eitthvað er hefur stofn- inn verið að stækka á svæðinu sam- hliða þessum veiðum hans. Það er að minnsta kosti alls ekki hægt að merkja neina minnkun. Minnkandi veiðigeta Þessar niðurstöður sem voru að koma útúr fyrri mælingum voru hreinlega minnkandi hæfileiki til að nýta auðlindina. Þetta voru gamlir bátar sem voru alltaf á sama litla blettinum. Menn töldu áður að þeir færu miklu víðar. Sama má segja um þessa menn sem veiða úr eintrjánungum og bátum. Áður var stór hluti báta með utanborðs- mótora, nú hefur þeim fækkað mik- ið. Eintrjánungarnir voru áður upp í tíu metra langir en núna er hend- „Oft vitleysa að vernda smáfiskinn“ Tumi Tómasson, fiskifræðingur, er nýlega kominn heim frá Malaví þar sem hann stund- aði rannsóknir á rannsóknarskipi á Malaví- vatni í tvö ár. Helgi Mar Arnason ræðir hér við Tuma um rannsóknir hans í Malaví og skoðanir hans á nýtingu fiskistofnanna við Islandsstrendur. Tumi Tómasson. ing að sjá eintijáning sem er lengri en sex til sjö metrar. Það þýðir að þeir sækja styttra þannig að ha- græðingin í veiðunum verður verri og verri. Það kemur niður á því að þeir geta verr og verr nýtt stofn- anna. Þannig að ofveiðin sem menn töluðu um, endurspeglaði að veru- legu leyti minnkandi veiðigetu flot- ans. Endurnýjun flotans verður því að koma til. Það verður að stóla meira á stærri báta til að geta far- ið á meira dýpi þar sem mestu möguleikarnir eru. Mlkfð af smáfiski Fiskitegundirnar í vatninu eru mjög misstórar. Fullorðin fiskur er frá því að vera svona 3 grömm og upp í að vera 50 kílóa fiskar. Allur fiskur er nýttur en stóri fiskurinn er lítið verðmeiri heldur en sá litli. Menn höfðu einmitt áhyggjur af því að það væri einmitt verið að útrýma þessum litlu fiskitegundum og það væri hætta á hruni í veiðunum. massinn á hektara, hefur haldist nánast óbreyttur þrátt fyrir þessar veiðar, nema á þessu 500 ferkíló- metra svæði þar sem veiðarnar eru mestar. Þar er hann lægri en áður að þessar veiðar hófust. Það svæði er sem sagt nokkuð fullnýtt en þarna eru samt um þijúþúsund fer- kílómetrar þar sem við getum ekki merkt nein áhrif önnur en þau að stærðarsamsetningin hefur breyst. Þetta er í raun mjög hliðstætt því sem gerist til dæmis þar sem er bleikja í stöðuvötnum hér á ís- landi. Ef stóri fiskurinn er veiddur ofan af verður smáfiskurinn kyn- þroska smærri en fiskurinn sem var þar áður af því að það verður svo mikil nýliðun og samkeppni um fæðu verður meiri. I Malavívatni gerist reyndar það nákvæmlega sama nema að þar eru smærri tegundir. Þetta sýnir það að ef á að vernda stóra fiskinn á ekki að stækka möskvan heldur smækka hann og hafa veiðiálag á litla fiskinum. Þannig er helst að tryggja bestu nýtinguna og hag- kvæmustu aflasamsetninguna. Það fer eftir stærð fisksins hvað hann getur nýtt sér í umhverfinu. Ef stór fiskur á að nást fram þá verður að úr þessum stofni rýmist á fiskinum, hann vex betur, hann er ekki í þeirri hættu að vera étin af öðrum eins lengi af því að hann vex hraðar og honum líður betur. Þannig að nátt- úrulega dánartalan minnkar. Ef veiðidánartalan er 50% þá er kannski í raun verið að bæta við einungis 10% heildardánartölu í stofninum eða minna.“ Tumi segir að það hafi sýnt sig í Malavívatni, eins og í íslenskum vötnum, að ef ná eigi hámarksnýt- ingu verði að veiða neðar í stærðar- hópunum og beina sókninni í þær tegundir þar sem dánartalan er hæst. Þar geri það minnst til vegna þess að þá lifi miklu meira af því sem eftir er. Tumi segir, að eftir þessar rann- sóknir í Malavívatni, sé næsta stig að reyna að nýta þessa stofna sem þar hafa sést en eru ekkert veiddir eða eru stórlega vannýttir. En telur Tumi að rannsóknir hans í Malaví geti nýst á íslandi og hvert er hans mat á þeim leiðum sem nú eru farnar við nýtingu fiski- stofnanna við ísland? „Ég hef nú ekki fylgst vel_ með því sem er að gerast núna. Ég er þar með ekki að segja að það kvóta- Morgunblaðið/Þorkell Alltaf þegar rannsóknarskipið kom að landi beið þess vegleg móttökunefnd. Menn sáu þó strax 1975 að þá minnkaði hlutfall þess fisks sem innfæddir kölluðu stóran, fiskur um 40 grömm og stærri, en hlutfall smáfisks, 5-20 gramma fullorðins fisks, það óx. Þetta gerðist mjög snöggt og þá var ákveðið að stækka möskva til að vernda stærri fiskinn og þessi stærri möskvi hefur verið notaður síðan. Og þegar við gerum þarna athuganir hefur þróunin samt orðið sú að það er enn meira af smáfiski og hlutfallslega minna af stórum fiski. En það eru ekki færri tegundir í vatninu og stofnstærðin, eða skapa góð' vaxtarskilyrði fyrir smærri fiskinn. Keppni vlð náttúruna Þegar veitt er, er verið að keppa við hina náttúrulegu dánartölu. Það er til dæmis hægt að ímynda sér að af hluta stofns drepist 50% á ári af náttúrulegum orsökum og síðan eru 50% veidd. í þeim 50% sem voru veidd er líka fiskur sem hefði hvort eð er drepist, þannig að það er í raun ekki verið að bæta við nema kannski 25% dánartölu á heildina. Þannig að dánartalan fer uppí 75%. En um leið og veitt er kerfi sem við búum við sé í eðli sínu slæmt. Ég hef enga skoðun á því og tel reyndar að með því að beina aukinni sókn í aðra stofna en þorsk sé verið að gera góða hluti. Það er í stefnunni í uppbyggingu stofna sem ég tel að við höfum farið út af sporinu. En ég hef samt í grundvallaratriðum aðrar skoðanir á þeirri fiskveiðistefnu sem hér er rekin. Eins og ég sagði áðan held ég að það sé oft vitleysa að vernda smáfisk. Mín skoðun er sú að það sé skynsamlegt að auka sókn í smáfisk vegnajiess að þar er dánar- talan mest. Ég held að hún sé breytileg og því verr sem fiskurinn vex og því smærri sem fiskurinn er, því hærri er dánartalan. Þess. vegna finnst mér ekki vera nein skynsemi að reyna að sækja bara í stærsta fiskinn. Það verður til þess að það verður meiri smáfisk- ur, hann vex verr, náttúrulega dán- artalan verður hærri og við töpum af þessari framleiðslu. Fiskar eru ekki yfir náttúrulögmál hafnír Auðvitað breytist margt annað með og ég er ekki að segja það að við höfum hrapað úr 400 þúsund tonna ársafla af þorski við íslands- mið í 150 þúsund tonn, bara vegna þess að við erum að vernda smá- fisk. Almennar aðstæður i hafinu og framleiðslu- og burðargeta hafs- ins í kringum Island er kannski minni núna en hún var á árunum 1950 til 1970. Ég sé til dæmis ekki rök fyrir því að það þurfi að vernda físk í Barentshafi vegna þess að hann sveltur, eins og margir hafa áhyggjur af. Fiskur sem sveltur er á vonarvöl og við eigum ekki að vera að vernda svoleiðis fisk. Einu áhrifin sem að við getum haft til að bæta afkomu þessa stofns er að grisja hann. Þetta mál skilja allir þegar kemur að sauðfjárbeit þar sem menn sjá sauðféð og rofabörð. En um leið og farið er að tala um þetta í vatni eða sjó þá halda menn að þessi lögmál breytist eitthvað. Fiskar eru ekki yfir náttúrulögmál- in hafnir. Kynþroskastærð fer eftlr ástandl á hverjum tíma Ef fiskistofn er í jafnvægi má reikna með að til dæmis þorsk- hryggna með einhver milljón hrogn komi á legg tveimur einstaklingum sem ná að hryggna líka. Þá er allt í eðlilegu jafnvægi. Afföllin sem verða á leiðinni úr þessum milljón- um í tvo einstaklinga eru mikil og það er á þessari leið sem við eigum að vera að hirða úr. Þar erum við að keppa við hina náttúrulegu dán- artöiu. Menn tala að byggja upp stofna en það er ekki hægt að byggja upp stofna ef fiskur vex illa. Það er ein- ungis hægt að byggja upp stofna ef þeir hafa verið ofveiddir og ein- kenni ofveiði er mjög smár fiskur sem vex gríðarlega hratt. Það er fiskur sem er í bullandi æti og get- ur ekki nýtt allt það æti sem honum stendur til boða og tútnar út. Það eru ekki einkenni ofveiði eins og til dæmis með ýsuna hér á Faxaflóa sem er komin í vaxtastöðnun pínu- lítil eftir 3-4 ár og er orðin kyn- þroska. Það eru hinsvegar einkenni á fiski sem hefur ekki nóg að éta. Þá verður hann kynþroska stærri því hann leitast við að eiga afkvæmi í næstu kynslóð. Fiskar hafa mikla hæfileika til að breyta um fullorðinsstærð. Þeir breyta um kynþroskastærð eftir ástandi á hveijum tíma, fyrst og fremst möguleikum til fæðunáms. Þetta er þó mjsmunandi eftir teg- undum hve hratt þetta gerist." Það ættl að veiða meiri smáfisk „Ég veit ekki hvort kynþroska- stærð þorks við Islandsstrendur hefur minnkað, en ég myndi ætla það eftir því sem ég hef heyrt. Þar af leiðandi minnka möguleikar okk- ar á að veiða stóran fisk. Leiðin til að breyta þessu er að veiða meira af smáfiski. Þá skapast betri skil- yrði fyrir þá sem eftir eru, því þeir eiga meiri möguleika á að ná betri stærð og meiri afli næst á land vegna þess að þá er verið að keppa við hærri náttúrulega dánartölu. Ég skil því ekki þegar menn reyna að byggja upp stofn á sama tíma og það dregur úr vaxtarhraða. Það er andstætt öllum lögmálum um hámarksafrakstur og ef reiknilíkön sýna eitthvað annað þá þýðir það bara að þau eru röng. Grundvall- armistökin eru að menn gefa sér að náttúruleg dánartala sé óbreyt- anleg,“ segir Tumi að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.