Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR *Ffsfcverð heima Þorskur Maí 20.vI 21.vÍ22Úvl 23.vl 24.vl25.v I70 Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja Alls fóru 195,7 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 32,9 tonn á 96,06 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 54,0 tonn á 93,75 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 108,7 tonn á 99,28 kr./kg. Af karfa voru seld 87,8 tonn. í Hafnarfirði á 59,02 kr. (3,41), á Faxagarði á 56,96 kr./kg (4,11) en á 66,47 kr. (80,21) á F. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 94,7 tonn. í Hafnarfirði á 54,12 kr. (10,61), á Faxagarði á 59,07 kr. (29,31) og á 58,38 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (54,81). Af ýsu voru seld 187,0 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 74,56 kr./kg. Fisfcverð ytra Þorskur Karfi «■■■■» Ufsi Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 103,6 tonn á 143,33 kr./kg. Þar af voru 43,6 tonn af þorski seld á 112,17 kr./kg. Af ýsu voru seld 3,8 tonn á 124,80 kr./kg, 46,0 tonn af kola á 168,86 kr./kg og 3,4 tonn af karfa á 140,67 kr. hvert kiló. Ekkert íslenskt skip seldi afla í Þýskalandi í síðustu viku. Danir fluttu út fiskafurðir fyrir 162 milljarða í fyrra DANIR Verðmæti útflutnings aukast 2l.[u ári síá; þrátt fyrir minnkandi afla fi;k fisk: A ^ afurðir að verðmæti um 162 milljarðar króna. Það eru mestu verðmæti, sem útflutningur sjávarafurða hefur skilað þeim, en árið áður nam verð- mæti þessa útflutnings um 155 milljörðum. Aukningin stafar af vax- andi fullvinnslu í neytendaumbúðum, en um 80% þeirra afurða fara á markaði innan Evrópusambandsins. Fiskafli Dana hefur farið minnk- andi ár frá ári, en innflutningur til vinnslu og endurútflutnings stöð- ugt aukizt. Til dæmis jókst verðmæti innflutts skelfísks í fyrra um 10 ' til 12% og nam um 80 milljörðum króna. Þrátt fyrir þessa aukningu á verðmætum útfluttra sjávaraf- urða, hefur fískiðnaðurinn í Dan- mörku átt í verulegum erfiðleikum og farið í gegn um mikla endur- skipulagningu á síðustu árum. Miklar breytingar hafa bæði orðið á magni fisks til vinnslu og sam- setningu vinnslunnar. Heildar- magn til vinnslu hefur dregizt saman um þriðjung af ýmsum ástæðum. Of háðlr þorskinum Fiskiðnaðurinn í Danmörku hef- ur lengi verið um of háður vinnslu á þorski, sem lengst af hefur ver- ið viðamesta físktegundin í vinnsl- unni. Lækkandi verðá þorskafurð- um og þrengri hagur framleiðend aum allan heim hefur verið fískiðn- aðinum erfiður. Einnig hafa minn- landi þorskkvótar í Norðursjó og Eystrasalti haft slæm áhrif á vinnsluna. Fiskvinnslan hefur því orðið að flytja þorskinn inn, en flutnings- kostnaður og tollar hafa höggvið djúpt skarð í hagnaðinn. Evrópu- sambandið hefur nú samþykkt aukna þorskkvóta Dana bæði í Norðursjó og Eystrasalti, en á hinn bóginn hafa kvótar í Norðursjó á skarkola og makríl verið minnkað- ir. Mikil úrelding dregur úr afla Auk minnkandi kvóta hefur afli Dana dregizt saman vegna mikill- ar úreldingar fiskiskipa. Úrelding- in hefur þegar náð þeim mörkum, sem Evrópusambandið setti fyrir árið 1997. Danski flotinn er þrátt fyrir það farinn að eldast og veru- Evrópusambandið legrar endurnýjunar er þörf áður en langt um líður. Endurnýunin er talin forsenda þess að hægt sé að lækka kostnað við veiðarnar. Ein áhrif úreldingarinnar hafa komið fram í minnkandi laxveiði. Útgerðum við Eystrasalt hefur staðið úrelding til boða, fyrst og fremst þeim, sem stundað haf aþorskveiðar. Breyttar reglur hafa hins vegar leitt til þess að útgerð- ir, sem stundað hafa laxveiðar, hafa sótt í úreldinguna. Fyrir vik- ið hefur danski laxveiðikvótinn í Eystrasalti ekki náðst að fullu og hefur það komið niður á reykhús- um, sem hafa byggt afkomu sína á laxi úr Eystrasalti. Samdráttur í veiðum Dana ásamt innflutningi á dýru hráefni til áframhaldandi vinnslu, hefur orðið ýmsum stórum fyrirtækjum af falli. Töluvert af tegundum, sem komið geta í stað þorskins, eru á mörkuðunum, en danska fískiðn- aðinum hefur ekki tekizt að nýta sér þá möguleika nægilega vel. Þar er um að ræða alaskaufa og lýsing svo dæmi séu tekin. Aukning í ferskum fiski Þessu þróun á sér þó ekki stað í sölu á ferskum físki. Þar sem mörg af stóru frystihúsunum, sem áður keyptu megnið af ferska fisk- inum til vinnslu, hafa hætt vinnslu, er framboð á ferskum fiski mikið. Þetta hafa fyrirtæki eins og Royal Greenland nýtt sér. Það hefur nú farið út í mikið átak í sölu á fersk- um fiski og hefur sett upp sérstök ferskfískborð í þremur stór- mörkuðum. Þar geta kaupendur fengið fisk- inn, fjölmargar tegundir, flakaðan eða skorinn eftir vild og hafa þessi ferskfískborð náð miklum vinsæld- um. Fyrir vikið er stefnt að því að setja upp slíka þjónustu á um 50 stöðum til viðbótar. Hefð- bundnir fískasalar hafa nánast horfið á undanförnum árum og fólk hefur átt í erfiðleikum með að nálgast ferskan fisk. Fyrir vik- ið nýtur þessi nýja þjónusta veru- legra vinsælda. Sérpakkningar Royal Greenland hefur einnig aukið framleiðslu á fiski í sér- pakkningum verulega, en þróunin í Danmörku síðustu misseri, hefur verið samruni smærri fyrirtækja í stórar afkastamiklar einingar. Þar skipa tilbúnir réttir háan sess og mikið er einnig reykt af laxi. Áherzlan er lögð á bein viðskipti við stórmarkaði og hefur það skil- að Dönum vaxandi verðmætum fyrir minnkandi magn, þrátt fyrir tímabundna erfiðleika. Heimild: Seafood International Afurðir Innfiutningur ES- landa á fiskafurðum, þús.tonn Þurrkað, saltað, reykt Ot---,--,-----,---r 1989 1990 1991 1992 1993 Breytingar á innflutningi ESB INNFLUTNINGUR sjávar- afurða til Evrópusambandsins byggist enn að magninu til á frystum fiski, þó hlutur hans fari nú minnkandi. Freðfiskinn- flutningurinn hefur verið í kringum 600.000 tonn árlega síð- ustu árin, en féll þó um 100.000 tonn milli áranna 1992 og 1993. Innflutningur á ferskum og kældum fiski hefur verið nokkuð stöðugur, en innflutningur á flökum hefur aukizt verulega. Svipaða sögu er einnig að segja af innflutningi á niðurlögðum fiskafurðum af ýmsu tagi. Langminnst er flutt inn af þurrk- uðum, söltuðum og reyktum af- urðum, eða aðeins um 150.000 tonn. Seljendur Innflutningur ES- landa á fiskflökum, þús. tonn 0--------.---------------------r* 1989 1990 1991 1992 1993 MIKLAR breytingar hafa orðið á innflutningi flaka síðustu árin. Hlutur hefðbundinna seljenda hefur minnkað töluvert. Árið 1989 voru þeir með um 200.000 tonn, fóru langleiðina í 300.000 1992, en aftur niður í um 250.000 1993. Nýir seljendur hafa hins vegar aukið hlut sinn úr innan við 50.000 tonnum í um 125.000 tonn á skömmum tíma. Þar er meðal annars um að ræða afríska framleiðendur og fram- leiðendur frá Suður-Ameríku. Nýjar tegundir eins og alaska- ufsi, lýsingur, nílarkarfi og „tilapia" auka hlut sinn stöðugt á kostnað hinna „hefðbundnu." Landanir í Færeyjum janúar til apríl 1994 og 1995 (ton„) Eftir fisktegundum 12.000 10.000 8.000 Þorskur 6.000 Ufsi Ysa Keila og ianga Grálúða Karfi og blálanga Eftir veiðarfærum Tvílemb- ingur Troll 1994 1995 1994 1995 1994 1995 19941995 19941995 19941995 1994 1995 Lína Handfæri | :j m 19941995 1994 1995 1994 1995 19941995 19941995 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 Auka fiskneyzluna SJO Evrópuþjóðir hafa nú ákveðið sameiginlega herferð fyrir aukinni fiskneyzlu. Herferðin mun hefjast á næsta ári og verður hún að hluta til fjármögnuð af Evrópusambandinu. Evrópusam- bandið leggur nú þegar fé í ýmis konar herferðir af þessu tagi. Það eru Danir, Þjóðveijar, Hollendingar, Belgar, Frakkar, Bretar og Irar, sem standa að þessu átaki og ætlunin er að efna til svokallaðrar fiskiviku á hveiju ári. Hannað verður sérstakt Evrópumerki í þessu augnamiði og reynt að höfða mest til þeirra hópa, sem minnst borða af fiskinum. Robert Carp, forstjóri fískistofu Hollands, segir að fískneyzla hafi verið mjög óstöðug og því hafi Evrópusambandið ákveðið að gera eitt- hvað í málunum. Hann segir að þrátt fyrir að ESB leggi til helming kostnaðar við átakið, muni þessar þjóðir þurfa að leggja mikið að mörkum til að árangur náist. Þrátt fyrir ýmis ljón í veginum vonast hann til að herferðin geti hafizt á síðari hluta næsta árs. Lögð er á það áherzla að átakið komið þjóðum á útjöðrum sambands- ins mest til góða, en þar má nefna Azoraeyjar, Madeira, Kanaríeyjar og Frönsku Gíneu. AIIs leggur ESB til um 800 milljónir til þessa hluta átaksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.