Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 2
KNATTSPYRNA KAPPROÐUR 2 C MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1995 C 8 HESTAR IÞROTTIR Landslið Islands fyrir heimsmeistaramötið í hestaíþróttum valið Tilbúnir í slaginn Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson VAL ð landsllði Islands sem kepplr ð helmsmelstaramótlnu í Svlss þyklr hafa teklst með ðgætum og eru menn hæfllega bjart- sýnlr ð góðan ðrangur. Þeir sem væntanlega fara utan eru Einar Öder með Mökk, Gísll Geir með Kappa, Vignlr Jónasson með Kolskegg, Sigurbjörn og Oddur, Sigurður Marínusson með Eril, Svelnn Jónsson með Tenór, og Vignir Slggeirsson vermir vara- mannabekklnn með Þyril, Atli Guðmundsson með Hnokka (sltur Iðnshest þar sem Hnokkl var ekki til staðar). Með þeim ð myndinnl eru llðstjórarnir Pétur Jökull og Sigurður Sæmundsson og fararstjórinn Hallgrímur Jónsson. Jafnsterkur hópur manna og hesta EKKI er laust viðað spennufall hafi orðið í hestamennskunni eftir að landslið íslands hafði verið valið eftir æsispennandi úrtökukeppni f Glaðheimum í Kópavogi á föstudag. Athygli vek- ur að hestakostur liðsins samanstendur af fjórum fjórgangshest- um en aðeins þremur alhliðahestum en fram til þessa hefur þessu verið öfugt farið. Valdimar Kristinsson skrifar Þrír nýliðar eru í liðinu að þessu sinni. Liðstjórinn frá síðasta heimsmeistaramóti, Sigurður Mar- ínusson, 30 ára Reykvíkingur, er nú kominn inn með skeiðhestinn Eril frá Felli, níu vetra, und- an Heði frá Hvoli og Stjömu frá Laxámesi. Erill hefur ekki verið áberandi hestur á mótum en eigi að síður náð mjög góðum tímum á síð- asta ári, tvisvar skeiðað 250 metrana á 22,2 sek., en besti tími hans til þessa er 22,0 sek. Þrátt fyrir þennan ágæta árangur í fyrra var almennt ekki reiknað með að hann kæmist inn í liðið en líklega sigldu engir eins lygnan sjó í gegnum úrtökuna og Sigurður og Erill. Af fjórum sprett- um lá hann tvo, þann fyrri á 23,4 sek og seinni á 22,8 sek. og sæti hans raunar aldrei í hættu. Sigurður hefur mikla reynslu og telur sig eiga góða möguleika á verðlaunasæti eða sigri í 250 metrunum og einnig sé í athugun hvort hann taki þátt í tölti og fímmgangi og verði þar með í slagnum um samanlagðan sigurveg- ara. Um þetta verður tekin ákvörðun á næstu dögum í samráði við eig- anda hestsins sem er Sigurbjöm Bárðarson en hann á þijú hross í lið- inu. Sveinn Jónsson tryggði sér sæti á Tenór frá Torfunesi en hann er 8 vetra, undan Riddara 1004, S-Skörð- ugili og Kviku 4829, Rangá og hefur Sveinn verið með hann í keppni und- anfarin tvö ár. Sveinn hefur lengi fengist við keppni en einnig starfað mikið sem dómari. Hefur hann með- al annars verið yfírdómari á HM. Á síðasta ári voru þeir Sveinn og Tenór í úrslitum í B-flokki á landsmóti og í úrslitum í tölti á Islandsmóti. Til gamans má geta þess að Tenór hef- ur fengið 1. verðlaun fyrir bæði byggingu og hæfileika í kynbóta- dómi. Sveinn sagði ekkert farið að ræða hvort hann keppti eingöngu í tölti eða fleiri greinum á mótinu. Ekki vildi hann gefa neina yfirlýs- ingu um hvaða sæti hann stefndi á en sagði það eitt öruggt að hann keppti í tölti og þar myndi hann gera sitt besta. Sá er kom mest á óvart var án efa Gísli Geir Gylfason 20 ára iðn- nemi frá Reykjavík sem mætti með Kappa frá Álftagerði til leiks en hann er átta vetra, undan Heði frá Hvoli. Gísli Geir sigldi í gegnum úr- tökuna af miklu öryggi og ef eitt- hvað var efldist hann við hveija raun. Gísli hefur verið með Kappa í keppni á annað ár og gengið nokkuð vel, voru í úrslitum í B-flokki hjá Fáki um hvítasunnuna, í úrslitum á World Cup mótinu sem haldið var í fyrra. Og nú urðu þeir efstir í fjórgangi, sannarlega góður árangur hjá prúð- um knapa sem lætur lítið fyrir sér fara þangað til kemur að baráttunni um verðlaunasætin. Vignir Jónasson, 24 ára, frá Stykkishólmi keppir nú í fyrsta sinn á heimsmeistaramóti en hann keppti með landsliðinu á Norðurlandamót- inu sem haldið var í Finnlandi á síð- asta ári. Hann keppir á hestinum Kolskeggi frá Ásmundarstöðum sem er þrettán vetra og undan Ófeigi 882, Flugumýri, og Hrefnu 5183, Heiði. Þeir Vignir og Kolskeggur voru efstir í fjórgangi eftir fyrri umferð en voru valdir af liðsstjórun- um að úrtöku lokinni. Þá er röðin komin að gömlu brýn- unum og fer vel á að byija á Sigur- birni Bárðarsyni 43 ára úr Kópavogi sem er nestorinn í hópnum og mun hann nú keppa á níunda heimsmeist- aramótinu og kemst þar með upp að hlið Reynis Aðalsteinssonar hvað fjölda móta varðar. Sigurbjörn er án efa frægasti hestamaður Islands, fyrrverandi íþróttamaður ársins og ókrýndur konungur hestaíþróttanna. Hann er með Odd frá Blönduósi í liðinu en þeir urðu efstir í stigasöfn- un á úrtökunni, kepptu þar í tölti, fíórgangi og hlýðni. Oddur hefur verið í fremstu röð töltara síðustu þijú árin og á tímabili nánast ósi- grandi í töltkeppnum, hann hefur einnig staðið framarlega í gæðinga- keppnum og var í úrslitum í B-flokki gæðinga á landsmótinu. Sigurbjöm stefnir að venju á gull og segist hann eiga mesta möguleika í fjórgangi en vissulega sé samanlagður sigurveg- ari mótsins einnig sterklega inn í myndinni hjá sér en hann er heims- meistari á þeim vettvangi. Þá telur Sigurbjörn ekki ástæðu til að útiloka neitt í töltinu og er þess fullviss að hann verði þar í fremstu víglínu. Einar Öder Magnússon 33 ára tamningamaður frá Selfossi kemur til með að keppa í fjórða skipti á heimsmeistaramóti en auk þess hefur hann keppt á fjölda Norðurlanda- móta og hefur margsinnis orðið Norðurlandameistari bæði í fímm- gangi og samanlögðu. Einar varð efstur í fímmgangi á Mekki frá Þó- reyjamúpi en þetta er annað árið sem Einar er með hann í keppni. Á ís- landsmótinu í fyrra urðu þeir í öðm sæti í fimmgangi eftir æsispennandi keppni um fyrsta sætið. Mökkur er 11 vetra undan Hjörvari 1013, Reykjavík, og Stóru-Brúnku. Síðast talinn er Atli Guðmundsson 30 ára tamningamaður með Hnokka frá Húsanesi en þeir eru valdir af iiðsstjórunum. Hnokki sem er 14 vetra er undan Frosta frá Kirkjubæ og Snörp 4907, Kálfárvöllum. Sæti Atla og Hnokka í liðinu er ekki gull- tryggt því liðsstjóramir settu þann fyrirvara að hann yrði að sanna sig á íslandsmótinu sem verður haldið í Borgamesi fyrstu helgina í júlí þar sem þeir mættu ekki til leiks í úrtök- unni. Hnokki heltist skömmu fyrir úrtöku en þar sem hann var á lyfjum en orðinn óhaltur þegar keppni byij- aði var hann ekki löglegur og hefði væntanlega fallið á lyfjaprófí. Þeir Atli og Hnokki em íslandsmeistarar í fímmgangi auk þess sem þeir sigr- uðu í fimmgangi á World Cup mótinu og voru einnig í úrslitum á landsmót- inu. Á þessum árangri byggist val liðsstjóranna en gera má ráð fyrir að nokkur pressa verði á Atla þegar hann mætir á íslandsmótið því ljóst er að þar dugir ekkert minna en eitt af efstu sætunum til að hann haldi sæti sínu í liðinu. Því má kannski segja að að úrtökuspennan sé ekki alveg búinn. Atli er hefur keppt á tvejmur heimsmeistaramótum, verið þar í öðm og þriðja sæti í fímm- gangi. Á landsmótinu var hann með tvö hross í úrslitum í A-flokki og annað þeirra, Þokki frá Höskulds- stöðum, hafnaði þar í þriðja sæti. Atli telur sig eiga góða möguleika á sigri í fimmgangi, hann sé búinn að verma bæði annað og þriðja sætið í þeirri grein og nú sé kominn tími til að huga að fyrsta sætinu. Þá þykir honum líklegt að hann muni taka þátt í tölti og skeiði og keppa þar með um samanlagðan sigurvegara mótsins. „En að sjálfsögðu er næsta mál á dagskrá að standa sig vel á íslandsmótinu og veija titilinn í fimmgangi og gulltryggja sætið í landsliðinu" sagði Atli. Tveir varamenn og hestar vom valdir eins og tíðkast. Knapi á fimm- gangshesti var valinn Sigurður V. Matthíassson með Hugin frá Kjart- ansstöðum en þeir voru lengi vel volgir með að komast inn í liðið og á fjórgangshliðinni var valinn til vara Vignir Siggeirsson með Þyril frá Vatnsleysu. Valið á landsliðinu nú er um margt merkilegt. í fyrsta sinn em fjór- gangshestar í meirihluta og' telja margir að þeir muni skila betri ár- angri að þessu sinni. Þá sýna liðs- stjóramir hugrekki með því að velja knapa og hest sem ekki tóku þátt í úrtökunni en slíkt hefur aldrei gerst áður og em skiptar skoðanir um þá ákvörðun eins og eðlilegt má telja. Fyrir síðasta heimsmeistaramót tókst liðstjóravalið með miklum ágætum og ekki virðist ástæða til að ætla að neitt síður muni takast nú. Það er hinsvegar alltaf svo að deila má þegar valið stendur milli nokkurra sterkra keppenda og má segja að þar sannist vel máltækið að sá eigi kvölina sem eigi völina. í fljótu bragði séð virðist þetta landsl- ið nokkuð jafnsterkt, allir gætu þess- ir hestar slegið í gegn á góðum degi og kannski erfítt að sjá fyrirfram hver það yrði. Þeir Sigurbjörn, Einar og Atli búa yfír dýrmætri reynslu frá þeim HM-mótum sem þeir hafa tekið þátt í en það er aftur vart hægt að segja að menn eins og Sveinn, Sig- urður, Vignir og Gísli séu að stíga sín fyrstu skref í keppni, allir vel sjóaðir á keppnisbrautinni. Þá bætist í hópinn Hinrik Bragason sem mætir með Eitil frá Akureyri í 250 metra skeiðið og verða þeir að teljast þar mjög sigurstranglegir. Á þessari stundu er ekki kannski erfitt að spá í árangur þar sem ekki er alveg ljóst hveijir komi til með að skipa lið keppinautanna en ætla má þó að hér sé á ferðinni nokkuð jafnsterkur hóp- ur sem ætti að geta skilað sér í ann- að til fjórða sætið í flestum greinum og glaðst síðan aukalega yfir því sem umfram það er. Fjögur gull unnust á síðasta móti og má telja það krafta- verk ef tekst að veija þann góða árangur. Dómarar fyrir íslands hönd á mótinu verða Ámundi Sigurðsson og Friðfinnur Hilmarsson. ISLENSKA kappróðrarfólktnu gekk ekkl sem best á tveimur mótum sem það kepptl ð í Noregi um helglna. Róbert Arnarson og Ármann K. Jónsson, sem sjást hér á myndlnnl, náðu þó í þriðja sætið á tvíær- Ingl á Opna skandínavíska mótinu og Anna Lára Stelngrímsdóttir fjórða á Norðurlandamótlnu á elnærlngl. Þriðja sætið á tvíæringi Islenska kappróðrarliðið, skipað Ró- berti Arnarsyni, Ármanni K. Jónssyni og Önnu Láru Steingrímsdóttur, kom frá Noregi í gær þar_ sem það tók þátt í tveimur mótum. í Norðurlandamótinu setn fram fór á laugardaginn enduðu strákarnir, sem kepptu á tvíæringi, í 5. sæti og Anna Lára í því fjórða á einær- ingi. Opna skandinavíska mótið á sunnu- deginum var liðakeppni og kepptu ís- lendingarnir fyrir Brokey. Þar náðu strákarnir í þriðja sætið en Anna Lára þjófstartaði tvisvar og var dæmd úr leik. Að sögn Leone Tinganelli lqndsliðs- þjálfara var árangurinn viðundandi í ferðinni því verið er að keppa á móti þjóðum sem eru meðal 12 bestu í kapp- róðri í heiminum og munaði 20 sekúnd- um á íslenska liðinu og sigurvegurunum. Flestir erlendu þátttakendanna hafa ver- ið að keppa í 12 ár. „Við æfðum þrettán sinnum í viku en það tekur tíma að kom- ast lengra. Róður reynir fyrst og fremst á þol og kraft, sem tekur tíma að þjálfa upp en fólkinu á keppninni fannst gam- an að sjá Ilendinga með,“ sagði Leone. 16-liða úrslit bikarkeppninnar hefjast í kvöld Heimaleikir gefa mem möguleika ÞRÍR leikir fara fram í 16-liðá úrslitum bikarkeppni KSÍ í kvöld. Aðalleikurinn verður eflaust leikur Fram og ÍA er Skagamenn koma íheimsókn til Reykjavíkur, Vestmannaey- ingarfá Þórsara frá Akureyri f heimsókn og yngra lið Vals fer til Keflavíkur. Asgeir Elíasson landsliðsþjálfari var beðinn að spá í nokkra leiki en hann sagði það mjög erfitt þar sem um bikarleiki væri að ræða. „Það er aldrei hægt að segja nokk- uð með vissu í bikarleikjum en ég held að þau lið sem fá heimaleiki eigi meiri möguleika. í leik Fram og Akraness eru Skagamenn lík- legri sigurvegarar að minnsta kost ef miðað er við stöðu þeirra í deild- inni, en Fram er á heimavelli þann- ig að allt getur í rauninni gerst. Keflvíkingar munu líklega ekki eiga í miklum vandræðum með yngri lið Valsmanna í Keflavík. FH-ingar spila heima gegn Grindavík á fimmtudaginn og eru þá líklegri með að vinna en Hafnfirðingar hafa reyndar verið í vandræðum að und- anfömu. Aðrir leikir verða líklega í samræmi við bókina þó að allt geti gerst í bikarleikjum," sagði Ásgeir. Fram mun eflaust þurfa á öllu sínu til að slá efsta lið 1. deildar, Akranes, sem enn er ósigrað, en Ólafur Helgi Árnason formaður knattspyrnudeildar Fram hefur áð- ur sagt að einhvern tímann verði að taka á móti erfíðum andstæðing- um. Fram hefur aðeins unnið einn leik í íslandsmótinu, Breiðablik 1:0 í fjórðu umferð. Vestmannaeyingar, sem hafa skorað flest mörk í 1. deild, ættu ekki að eiga í vandræðum með 2. deildar liðs Þórs frá Akureyri, sem er þar í þriðja neðsta sæti. Leikur- inn fer fram í Eyjum og þangað hafa tvö lið farið sneypuför, fyrst Valur með 8:1 tap í fyrstu umferð „Eigum erfitt verk- efni fyrir höndum“ - segir Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari. Liðið er í þriggja vikna æfingabúðum LANDSLIÐIÐ í handknattleik hefur verið að æfa á fullum krafti undir stjórn Þorbjörns Jenssonar, landsliðsþjálfara — liðið kom sam- an 19. júníog æfirtil 7. júlí. Æfing- arnar er liður í undirbúningi fyrir Evrópukeppni landsliða, þar sem landsliðið leikur i riðli með Rúme- níu, Rússlandi og Póllandi. Fyrsti Evrópuleikurinn verður gegn Rúmeníu í Búkarest 27. septem- ber, síðan koma Rúmenar til Reykja- víkur og í kjölfarið verður leikið gegn Rússum og Pólveijum, heima og heim- an. „Það er ljóst að við eigum erfitt verkefni fyrir höndum, þar sem mót- herjar okkar eru allir erfiðir heim að sækja. Tveir fyrstu leikir okkar gegn Rúmeníu hafa mikið að segja,“ sagði Þorbjörn, sem fær ekki langan tíma til að undirbúa Iandsliðið fyrir þá leiki. „Ég fæ tíu til tólf daga fyrir leik okk- ar gegn Rúmeníu, sem er ekki mikill undirbúningur. Við erum að reyna að fá tvo æfingaleiki á leið okkar til Rúmeníu, gegn til dæmis Austurríkis- mönnum eða Dönum. Það hefur mikið að segja ef við getum hitað upp fyrir leikinn í Rúmeníu." Eins og fyrr segir er leikið gegn Rúmeníu 27. september, sem er mið- vikudagur. Sunnudaginn eftir það, 1. október, er leikið gegn Rúmeníu í Laugardalshöllinni, síðan er leikið gegn Rússum heima 1. nóvember og í Moskvu 5. nóvember. Leikirnir gegn Morgunblaðið/Golli ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjðlfarl, stjórnar æfingu í Laugardals- hölllnnl — hægri hornamennirnlr Valdlmar Grímsson og BJarkl Sig- urðsson á fullrl Pólveijum verða um mánaðamótin nóvember/desember. Tvö efstu liðin í riðlinum komast í lokakeppni EM, sem verður á Spáni í júní 1996. I framhjá honum. Einn landsliðsmaður hefur ekki getað tekið þátt í æfíngunum — Gú- staf Bjamason úr Haukum, sem verð- ur frá keppni í nokkra mánuði, þar "sem krossbönd í hné slitnuðu. Morgunblaðið/Uolli FRAMARARNIR Atli Helgason, sem hér skallar knöttlnn, og KJartan Antonsson verða án efa í eldlínunni í kvöld er llðlð fær íslandsmeistarana af Skipaskaga í helmsókn. og síðar FH-ingar með 6:3 tap í 5. umferð. Keflvíkingar eru um miðja deild og fá U23 lið Vals í heimsókn. Það er í annað sinn sem Keflvíkingar fá yngra lið heimsókn því í 32ja liða úrslitum slógu þeir Breiðablik léttilega út með 5:0 sigri. Valsmenn unnu þá A-lið Breiðabliks 4:0 með tilþrifum að Hlíðarenda en það er ekki víst að þeir nái að stilla sama liði upp nú. Á morgun spila síðan FH og Grindavík í Hafnarfírði, Stjarnan og KR í Garðabæ, yngri lið ÍA og Þórs á Skaganum, Valsmenn fá Þrótt frá Reykjavík að Hlíðarenda og Fylkismenn fara norður á Ólafs- fjörð til að mæta Leiftri. NAMSKEIÐ Tveir þekktir þjálfarará námskeið KKÍ Körfuknattleikssamband ís- lands stendur fyrir þjálfaranám- skeiði 27. til 30. júlí í Reykjavík og þar verða frægir leiðbeinend- ur, Ettore Messina landsliðs- þjálfari Ítalíu og Bob Kloppen- burg aðstoðarþjálfari Seattle SuperSopnics. Messina hefur verið landsliðsþjálfari ítala und- anfarin tvö ár en áður en hann tók við því starfi var hann þjálf- ari Bologna og gerði þá meðal annars að Ítalíumeisturum. Bob Kloppenburg er aðstoð- arþjálfari hjá Seattle og er mjög virtur þjálfari, sérstaklega þykir hann slunginn í varnarleik og sér hann um þá hlið mála hjá SuperSonics. Þeir sem áhuga hafa á að sækja námskeið þetta geta skráð sig hjá KKÍ í síma 5685949. KKÍ og HSÍ með námskeið Körfuknattleiks- og Handknatt- leikssambandið vera með sam- eiginlegt þjálfaranámskeið 19. og 20. júlí þar sem lögð verður áhersla á þjálffræði, þolþjálfun, lyftingar, næringarfræði, hlaup og hreyfitækni. Samböndin munu fá sérfræðinga á hveiju sviði til að kenna á námskeið- inu, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem KKÍ og HSÍ standa að námskeiði í sameiningu. Þeir sem vilja sækja þessi námskeið geta haft samband við skrifstof- ur sambandanna. Kristinn Björnsson landsliðsþjálfari Ánægður og fram- haldið lofar góðu Islenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu lék tvo vinátulandsleiki gegn Portúgal í fyyr viku. Þrátt fyrir töp er Kristinn Björnsson þjálfari ánægður með ferðina og kvíðir ekki framhaldinu - ef næg verkefni fást fyrir liðið. „I heild er ég mjög ánægður með ferðina, hún var að vísu nokk- uð strembin og mikið um ferðalög en veður var gott og vellirnir af- bragðsgóðir, svo að ytri umgjörð var mjög góð. Ég tefldi fram sterk- asta liði okkar f dag þó að það sé alltaf spurning um einn og einn leikmann. Hópurinn er svipaður og í fyrra og það kom ágætlega út, reyndar var greinilegt að annað liðið var að enda keppnistímabil sitt en hitt að byija, því leikæfing- in var ekki upp á sitt besta,“ sagði Kristinn. „Fýrsta mark þeirra í seinni leiknum kom úr fyrstu sókn þeirra og skömmu síðar komust þær í tvö núll eftir vafasaman víta- spyrnudóm. Þá hófst okkar þáttur og við sóttum af krafti, djarflega má segja og oft voru margar í sókn en úr skyndisókn kom þeirra þriðja mark. Við sóttum stanslaust eftir það og gerðum tvö mörk en þar við sat.“ Kristinn segir að vinna þurfi betur að vissum þáttum, til dæmis einbeitingu og leikæfingu. „Mér sýnist á öllu að liðið eigi að geta náð upp svipuðum styrkleika og á síðasta ári. Það eru margir leik- menn að koma upp, ijórir leikir unnust. í fyrra, síðan komu töp gegn Englendinum og síðan þessir tveir leikir í Portúgal. Stór hluti af mannskapnum er um tvítugt og ef menn ætla að styrkja liðið þarf verkefni til að bæta sig. Þó að við höfum tapað þessum tveimur leikj- um er engin örvænting í liðinu og stelpurnar höfðu á orði að heppnin hefði elt þær í fyrra en ekki núna og þær gera sér grein fyrir því að við hefðum þess vegna getað unn- ið þessa leiki í Portúgal." Næstu verkefni landsliðsins er undirbúningur fyrir Evrópuleikina í haust, fyrst gegn Rússum í sept- ember. Ekki eru fyrirhugaðir nein- ir leikir fram að því. Leiðrétting og afsökunarbeiðni Þau leiðu mistök urðu í blaðinu í gær að í viðtali við Guðberg Guðbergsson á blaðsiðu B2, er sagt að Kristín Birna Garðarsdóttir hafí verið systir Jóns S. Halldórssonar heitins en það er ekki rétt. Ennfremur er það sama haft eftir Guðbergi í viðtalinu en það var misskilningur blaðamanns. Er hér með beðist innilegrar afsökunar á þessum mistökum. Leiðrétting Fylkir varð sigurvegari í keppni B-liða á pollamótinu í Eyjum. Þau mistök urðu í myndatexta í blaðinu í gær, að fyrst var talið upp nöfn i efri röð, sem átti við neðri röðina og öfugt. Nafn markvarðarins Mána Björgvins- sonar, lengst til hægri í neðri röð, misritaðist — hann var sagður Ragnar Sigurðsson. Þá var Ólafur Kr. og Halldóra S. Ólafs sögð Ólafsson og Ólafsdóttir. í kvöld b Knattspyrna kl. 20 I Bikarkeppni KSÍ - 16 liða úrslit Laugardalsv.: Fram - ÍA ■Stuðningsmannaklúbbur ÍA hefúr I blásið í herlúðra fyrir leikinn. Opið I hús verður í Ölveri frá kl. 18. Vestmannaeyjar: ÍBV - Þ6r Ak. Keflavík: Keflavík - Valur U23 1. deild kvenna: KR-völlur: KR - ÍA 2. deild kvenna: Sandgerði: Reynir - FH HANDKNATTLEIKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.