Morgunblaðið - 28.06.1995, Side 1

Morgunblaðið - 28.06.1995, Side 1
Kanínan EINU sinni var kanína sem var að leita að æti. Þá sá hún gulrótagarð langt í burtu og hún hljóp og hljóp þangað til hún kom að honum. En það var krakki sem sá þegar kanínan hafði borðað gulræturnar. Honum fannst hún svo sæt að hann hljóp inn til mömmu sinnar og spurði: Má ég eiga kanínuna? Mamman sagði: Já, þú mátt eiga hana. Þá fór krakkinn út og sótti allar gulrætumar og gaf kan- ínunni. En þá varð mamman reið, svo að hún þurfti að skamma krakkann og krakk- inn lofaði að gera þetta ALDREI! ALDREI! aftur. Það skrítna? EINU sinni var hvítur litur. En hann vildi ekki vera eins og hann var. Þá fór hann til afa síns. Afi hans hét: X. - Afi, sagði Hvítur, - mig langar að vera öðruvísi á litinn. - Þú segir nokkuð. (Afi hringir.) - Já, halló, Poppi? Já, blessaður, þetta er X. Barnabarnið mitt kom til að athuga hvort það gæti feng- ið nýjan lit. Er það hægt? - Ja ... tja, ég ætla að spyija hann Polla. Polli er vinur Hvíts. Poppi spyr Polla. - Já, segir Poppi í sím- ann, hvernig viltu hafa lit- inn? (X spyr Hvít.) - Hann vill vera X-óttur, svarar X. - Ég ætla að gá í nýjasta tískublaðið. Það heitir Page tú. - Já, það er einmitt í tísku. Hann getur orðið X- óttur! - Mér finnst mjög gaman að heyra þetta. - Hvítur! Þú mátt vera X-óttur alla þína ævi! - Núna förum við á Máln- ingarstofuna. (Þeir eru komnir á Máln- ingarstofuna.) - Hann á að vera X-óttur. - Jæja, lokaðu augunu,m o g munninum og ekki gleyma að loka eyrunum. (Eftir smástund.) - Svona, nú ertu orðinn X-óttur. Og eftir þetta var hann alltaf glaður. (ENDIR.) Er það ekki ótrúlegt? Hún Hildur Kristín Stefánsdóttir, 7 ára, Skaftahlíð 1, 105 Reykjavík, er höfundur þess- ara tveggja frábæru sagna. Þú ert enginn aukvisi, Hildur Kristín mín, það má nú segja. Og, krakkar, hún notar tæknina til hins ýtrasta; hún sendi efnið sitt bæði á hand- riti og líka á disklingi sem ég stakk bara inn í mína tölvu og eftir smá stund var efnið hennar tilbúið til vinnslu. Tæknin lengi lifí! Krakkar, látið hana Hildi Kristínu vera ykkur hvatn- ingu til dáða á ritvellinum, það er svo meiriháttar að fá efni frá ykkur; stórum, smáum, hvítum, gulum, brúnum, svörtum, þybbnum, grönnum, skolhærðum, ljós- hærðum, dökkhærðum, rauð- hærðum, smámæltum, stam- andi. Athugið að þið eruð öll börn, mannsbörn - jafningjar - þetta er svo einfalt, og ekki orð meira um það, takk fyrir! Georg MÖRGÆSIN Georg birtist okkur hér á mynd, sem Úlf- ur Jóhann 6 ára, Kjarrhólma 18, 200 Kópavogi, sendi okkur. Georg sprangar þarna um í grasinu, en á himninum sjáum við heldur en ekki skemmtilegt safn himintungla og eitt ský hef- ur þarna einnig læðst með. Helst hefði ég líka viljað sýna ykkur umslagið, sem hann Georg kom í. Það var nefnilega Úlfur Jóhann sjálfur sem bjó það til og það var ekki síðra en mynd- in hans. Það er gaman að vita til þess að við íslendingar eig- um svona margt upprenn- andi lista- og handverksfólk, svo ekki sé minnst á skáld- in. Framtíðin er okkar og hún virðist björt. Afsökun HVAÐ er það, sem er leiðinlegt við Myndasögur Mogg- ans? Svar: Þegar allt leggst á eitt um að klúðra hlutunum. Það gerðist í sið- asta blaði. Á hverri einustu síðu þessa fjórblöðungs okkar urðu mannleg mistök þess valdandi að myndir vantaði þar sem þeim hafði verið ætlaður staður, texti kom ekki með mynd, þraut birtist ekki, en lausnin vildi alls ekki missa af birtingu, tvær bráðskemmti- legar sögur runnu saman í eina kássu, og fleira mætti tína tiT. En - úff! - er ekki nóg komið af því neikvæða. Snúum okkur að uppbygg- ingunni. Við birtum aftur það sem ekki vildi rata rétta leið til ykkar, kæru les- endur. Heiðruðu höfund- ar, Myndasögurnar biðja ykkur afsökun- ar. Ruglingur ÞESSI þraut er heimatilbúin að öllu leyti og því er það okkur mikill heiður að birta hana. Steinunn Lilja Emils- dóttir, Löngufít 38, 210 Garðabæ, sendi okkur þrautina. Steinunn Lilja er 11 ára. Það er gaman að því þegar þið legg- ið sjálf til þrautir og þess háttar í blað- ið. Og ekki spillir það fyrir þegar þetta er svona vandað og vel gert. En snúum okkur nú að þrautinni. Strákurinn á myndinni heitir tveim- ur nöfnum. Nöfnin virðast þó hafa lent í einhveijum ruglingi og stafirnir farið á flakk. Annað nafnið er vinstra megin við hann en hitt hægra megin. Nú er það ykkar verkefni að raða stöfunum rétt saman og finna þannig út hvað strák- urinn heitir. Hann getur víst ekki ver- ið nafnlaus svona til lengdar. Þegar þið hafið lokið við þrautina getið þið svo borið ykkar svar saman við lausnina, en hana er að finna ann- ars staðar í blaðinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.