Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 4
4 D MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Elsku hjartans besti... ELSKU hjartans besti Moggi, viltu birta myndina mína. Svandís, 4 ára. Punktur sem ég sit hér við tölvuna. Meiri upplýsingar fylgdu ekki með myndinni. Ekki eru það vinnu- brögð til fyrirmyndar, en hvernig er hægt að standast svona stutt bréf sem er svona líka orðfagurt í Moggans garð! Þakkir til Svandísar, en hafðu fyllri upplýsingar næst þegar þú sendir okkur efni. Hafðu það gott, unga mær. Penna- vinir HÆ, hæ! Ég vil eignast pennavini á aldrinum 10-14 ára, stráka og stelpur, helst úti á landi. Eg er sjálf að verða 12 ára. Áhugamál mín eru: Tónlist, dýr, ferðalög, dans, borðtennis og leiklist. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Reyni að svara öllum bréfum. Með kveðju. Irene Ósk Bermudez Bogahlíð 13 105 Reykjavík Hæ og halló, Myndasögur! Ég vil eignast pennavini á aldrinum 10-14 ára, stráka og stelpur, helst úti á landi. Áhugamál mín eru: Dýr, tónlist, leiklist, ferða- lög og útivera. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Svara öllum bréfum. Með kveðju. Soffía Adólfsdóttir Hamrahlíð 3 105 Reykjavík Brandari HILDUR Kristín Stefáns- dóttir, 7 ára, Skaftahlíð 1, 105 Reykjavík, sendi okkur þennan stórfurðulega en sniðuga brandara: Einu sinni voru tveir gír- affar uppi í tré og voru að pijóna marmelaði. Þá kom bleikur fíll fljúgandi. Þá sagði annar gíraffinn: Margt er nú til! Ha, ha, ha! Það væri gaman ef þið, sem kunnið góða brandara, senduð okkur línu. Það er ekkert gaman að kunna bara brandarann. Að segja hann öðrum er það skemmtilega. Svo nú fáið þið kjörið tæki- færi til að koma ykkar kímni- gáfu á framfæri. Ekki missa af því! Við stofnum bara banka, Brandarabanka Myndasagna Moggans. Þið leggið inn í hann brandarana sem þið kunnið og ykkur fínnst góðir og vextimir sem þið fáið eru bros og enn meira bros og hlátrasköll sem berast um allt ísland og miklu víðar, því að Mogginn berst á degi hveijum víða um veröldina, það get ég fullyrt. Er hægt að hagnast meira en að gleðja aðra? Og ... ó, já, heimilisfangið, það er á forsíðunni okkar efst til vinstri og hljóðar svo: Myndasögur Moggans Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík | íll (Ah3*J l A/lLrtj’Al-MUR.. AUSSTl FRAMTEMW OKMAR ./HAMGl... UMPI ÓVAWFINtQOK VI6> UEF-IO'A SER."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.