Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 1
VIDHORF Bjartsýni landans vaxandi/3 LÍFEYRIR Séreignasjóðir í sóknarhug /4 HONNUN Ekki til neins aö allir séu eins /8 VIDSHra/AIVINNUlff : PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 29. JUNI 1995 BLAÐ B Þjónusta Hallur Hallsson hefur keypt Ólaf Jóhannesson út úr fyrirtækinu Menn og málefni sem þessir tveir stofnuðu haustið 1994. Hallur er ' nú einn eigandi fyrirtækisins sem sérhæfir sig í almannatengslum og alhliða upplýsinga- og kynn- ingarþjónustu í prenti og mynd- máli. Hornsteinn Algirdas Brazauskas, forseti Litháen, mun leggja hornstein að nýrri verksmiðjubyggingu Iyfja- fyrirtækisins ILSANTA UAB í Vilnius þann 1. júlí n.k. að við- stöddum Davíð Oddsyni og fleiri gestum. Fyrirtækið er í eigu ís- lenskra, litháískra og sænskra aðila en íslensku hluthafarnir eru íslenska heilsufélagið hf., Lyfja- verslun íslands hf. og íslenskir aðal verktakar sf. Blöð Lundúnablaðið The Times, flagg- skip útgáfustórveldis Rupert Murdoch, sem átti upptökin að verðstríði á breska blaðamarkað- inum með lækkun á verði í lausa- sölu, tilkynnti óvænt í gær að það ætlaði að hækka verðið um 5 pence í 25 pence. Ástæðan er sögð mikil hækkun á dagblaðapappír. SOLUGENGI DOLLARS Kr. Síðustu fjórar vikur 66,50 •------------------------------------------- 66,00 —:------—------------------------— 65,50 ————--———- 65,00- 64,50 64,00 63,50 63,00 62,50- 62,00- I------^¦^V- 63.0Í 09 61,501-----------1— 31. mai 7. júni 28. MINNIIHHL Reikningar innláns- stofnana samkvæmt yfírliti Seðlabankans milli.kr.311994S' Breyting 31.maí 1. jan.-31.inai 1995 1995 Lausafjárstaöa alis 12.775 16.840 3.705 Aimenn útlán 171.939 174.068 2.129 Innistæður alls 163.309 162.300 -1.009 Verðbréfaútgáfa 20.630 25.895 5.265 Verðtryggt og gengisbundið 18.990 17.987 -1.003 Óverðtryggt 1.640 7.908 6.268 VIÐSKIPTABANKAR miiij k 31. des. r. 1994 31.maí 1 1995 Breyting jan.-31.mai 1995 Lausaf járstaða alls 10.856 13.973 3.117 Almenn útlán 131.524 132.563 1.039 Innistæður alls 129.050 127.853 -1.197 Verðbréfaútgáfa 14.975 19.128 4.153 Verðtryggt og gengisbundið 13.460 11.783 -1.677 Óverðtryggt 1.515 7.345 5.830 SPARISJÓÐIR W millj.kr. 31.des. 1994 31.maí 1 1995 Breyting jan.-31.mai 1995 Lausafjárstaða alls 1.737 2.579 842 Almenn útlán 40.784 40.277 _ -507 Innistæður alls 31.694 31.854 160 Verðbréfaútgáfa 5.656 6.767 1.111 Verðtryggt og gengisbundið 5.531 6.204 673 Óverðtryggt 125 563 438 Bankar og sparisjóðir Innlán minnka en verðbréfa- útgáfa eykst INNLÁN viðskiptabankanna þriggja drógust saman um nær 1,2 milljarða króna fyrstu fimm mánuði ársins eða um 0,9%. Á sama tíma jukust al- menn útlán bankanna um rétt rúman milljarð. Bankarnir þurftu því að afla sér ráðstöfunarfjár á verðbréfa- markaði og juku verðbréfaútgáfu um tæplega 4,2 milljarða króna á tíma- bilinu eða sem nam tæplega 28%. Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri íslandsbanka, segir ekki ástæðu til svartsýni vegna minnkandi innlána viðskiptabankanna. í yfirliti sem Seðlabankinn hefur sent frá sér um stöðu peningamála fyrstu fimm mánuði ársins kemur einnig fram að aukning í verðbréf- aútgáfu viðskiptabankanna er bund- in við útgáfu á óverðtryggðum skammtímavíxlum sem jókst úr um 1,5 milljörðum í 7,3 milljarða fyrstu fímm mánuðina eða um 5,8 millj- arða. Aftur á móti dróst útgáfa verð- tryggðra bankabréfa saman um 1,7 milljarða frá áramótum og skýrist það einkum af því að veðdeild ís- landsbanka er ekki lengur tekin með í reikninginn, en hún sameinaðist Verslunarlánasjóði í upphafi ársins. Skoða þarf málið í samhengi Ólafur K. Ólafs, hjá Seðlabanka íslands, segir ekki hægt að draga þá ályktun af ofangreindum tölum að við viðskiptabönkunum blasi innl- ánsvandi. Líta verði á málið í sam- hengi. Sala bankavíxla hafi aukist hjá þeim og líta megi á hana sem ígildi innlána. „Fyrstu fímm mánuði ársins var samdráttur í innlánum viðskiptabanka upp á um 1,2 millj- arða. Á sama tíma jukust almenn útlán um 1 milljarð. Þessu hafa barik- arnir brugðist við með aukinni víxla- sölu á verðbréfamarkaði og í heild hefur lausafjárstaða viðskiptabank- anna batnað um rúma 3 milljarða króna," sagði Ólafur. Ekki ástæða til svartsýni Tryggvi Pálsson, framkvæmda- stjóri Islandsbanka, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki ætla að ástæða væri til svartsýni vegna minnkandi innlána viðskiptabank- anna. Fyrstu fimm mánuði ársins hefði verið svipuð niðursveifla og á sama tímabili í fyrra. Oft væri um tímabundnar sveiflur í innlánum að ræða og á þeim tíma sem liðinn yæri af júní væri innlánsaukning hjá íslandsbanka. Tryggvi sagði ennfremur að greinileg merki væru um aukna þenslu og að innflutningur hefði auk- ist. „Þjóðhagsstofnun bendir á að innflutningur fólksbíla hefur aukist um 17% og innflutningur neysluvöru um 7% á þessu tímabili. Ég vildi frek- ar sjá neyslu og innflutning aukast hægar og að afturbatinn skilaði sér í fjárfestingu í atvinnutækjum og niðurgreiðslu lána," sagði Tryggvi. Ólík þróun varð hjá sparisjóðunum að því er varðar innlán á fyrstu fimm mánuðum ársins. Þar varð innlána- aukning upp á um 160 milljónir, en verðbréfaútgáfa jókst talsvert minna en hjá viðskiptabönkunum, eða um 1,1 milljarð. Lausafjárstaða spari- sjóðanna batnaði um rúmlega 800 milljónir á tímabilinu og fólst batinn einkum í aukinni rikisvívlaeien. '^aðhugsa utn að $árfesta< Vegna sérstakra laga um flýtifyrningar er rekstraraðilum afar hagstætt að fjárfesta í atvinnutækjum nú í ár. Við hjá Glitni sérhæfum okkur í fjármögnun atvinnutækja. Með Kjörleiðum Glitnis bjóðast þér fjórar ólíkar leiðir til fjárfestingar í atvinnutækjum. Hafðu samband og fáðu að vita meira um flýtifymingar, skattfrestun og hvernig þú losnar við að |L binda rekstrarfé í tækjakosti. (ilitnlrht dótturfyrirtæki ÍSLANDSBANKA Ármúla 7, 155 Reykjavík Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10. Út er komið upplýsingarit um Kjörleiðir Glitnis. Þar er á einfaldan hátt fjallað um óllkar gerðir fjármögnunar. Hringdu og fáðu eintak eða líttu inn og spjallaðu við ráðgjafa okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.