Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 B 5 VIÐSKIPTI sem bjóða upp á slíkar tryggingar. Heilsutrygginging er hins vegar annars eðlis að sögn Brynhildar Sverrisdóttur hjá Fijálsa lífeyris- sjóðnum. „Heilsutrygg- ingin er að mínu mati besta tryggingin á mark- aðnum.“ Með henni er hægt að tryggja sér allt að 75% af tekjum fram til 60 eða 65 ára aldurs, ef starfsgeta skerðist vegna slysa og sjúkdóma og er tekið mið af aðstæðum við mat á þeirri skerð- ingu. “Ef þú missir hæfileikann til að vinna þau störf sem vinnur, t.d ef þú ert píanóleikari og missir putta þá er augljóst að þú getur ekki stundað þitt starf áfram þó þú teljist ekki vera öryrki. Heilsu- tryggingin bætir þann tekjumissir sem þú verður fyrir vegna þessa." Jafnframt sér tryggingin um mán- aðarlegar greiðslur í lífeyrissjóð fram að 65 ára aldri. Hjá Kaupþingi eru í boði líf- tryggingar auk slysa- og örorku- trygginga. Slysatryggingin bætir varanlega örorku sjóðfélaga ef hún er metin meiri en 40% og er um eingreiðslu að ræða. Sjúkratrygg- ingin getur síðan komið til viðbótar slysatryggingu og bætir sjóðfélaga þá varanlegan skaða af völdum sjúkdóma. ALVIB býður nú einnig upp á tryggingar fyrir sjóðfélaga sína. Að sögn Gunnars Baldvinssonar hjá VÍB er boðið upp á þijár mis- munandi tryggingar auk hefðbund- inna líf-, sjúkra- og slysatrygginga. „í fyrsta lagi erum við með svokall- aða afkomutryggingu þar sem þú getur tryggt þér mánaðarlegar tekjur frá ákveðnum aldri til 60 eða 65 ára aldurs“ ef starfsgeta skerðist varanlega um meira en helming vegna slysa eða sjúkdóma. „í öðru lagi þá erum við með svo- kallaða afkomutryggingu sem tryggir það að ef sjóðfélagi lendir í svona áfalli þá tekur tryggingar- félagið við og borgar í lífeyrissjóð- inn, þannig að hann heldur áfram að safna sér réttindum til eftirla- unaáranna.“ Öryggi á efri árum Sú nýjung sem Almenni lífeyris- sjóðurinn býður nú upp á nefnist Séreignar- sjóðirnir hafa vaxið mikið HÖNNUN OADI Mbt Á.GUÐMUNDSSON HF. húsgagnaverksmiðja Skemmuvegi 4 Kópavogi Slmi 5573100 Ævilífeyrir. Ævilífeyrir er sama- eignarsjóður sem sjóðfélagi hjá ALVÍB getur valið að greiða í til þess að tryggja sér lífeyri til ævi- loka. Að sögn Gunnars felst nýjungin einna helst í því að „Þú getur tryggt þig fyrir því að lifa of lengi. Ef þú klárar in- hbhi neign þína í séreignar- sjóðnum þá tekur sam- eignarsjóðurinn við og þetta býður enginn nema við.“ Gunnar segir ennfremur að hér sé um að ræða algera nýjung hjá séreignarsjóðum og með þessum aðgerðum standist ALVÍB fullkomnlega samanburð við sameignarsjóðina hvað varðar öll lífeyrisréttindi. „Bara svo ég nefni dæmi um hvað þetta er mikil- vægt þá er talið að 43% af 35 ára konum nái 85 ára aldri, þannig að Séreignaríífeyríssjóðir verðbréfafyrirtækjanna Raunávöxtun 1991 til 1994 1991 1992 1993 1994 Landsbréf íslenski lífeyrissjóðurinn 8,10% 7,70% 15,40% 6,30% VÍB Almennur lífeyrissjóður 7,40% 7,50% 15,10% 6,20% Skandia Frjálsi lífeyrissjóðurinn 7,10% 7,50% 12,00% 5,00% Kaupþing Eining 5,78% ef miðað er við að inneign í séreign- arsjóðnum sé tekin út frá 65 til 80 ára aldurs þá er viðkomandi búinn með hann“ segir Gunnar. Ævilífeyri ALVÍB er ætlað að brúa það bil sem þarna getur myndast þannig að sjóðfélagi hafí'lífeyri til æviloka. Réttindi til ævilífeyris safnast upp á meðan iðgjaldið er greitt. Sé greiðslum hætt síðar meir varð- veitast uppsöfnuð réttindi þar til sjóðfélagi þarf á þeim að halda. Þannig er unnt að sníða þessi rétt- indi að þörfum hvers og eins með greiðslum til lengri eða skemmri tíma. Ævilífeyrir erfist ekki við fráfall sjóðfélaga. Breytilegur kostnaður Hjá öllum sjóðunum getur við- skiptavinurinn látið draga trygg- ingariðgjöldin af greiðslum sínum í lífeyrissjóðinn. Að sögn Gunnars má reikna með að um 30-40% af iðgjöldum renni í þessar tryggingar ef teknar eru allar þær tryggingar sem í boði eru. Þetta hlutfall er þó misjafnt eftir því um hvaða tryggingar er að ræða. Iðgjöld hvers sjóðfélaga eru reiknuð út frá áhættumati viðkom- andi og því er stefnt að því að hann greiði aldrei meira en honum ber. Að þessu leyti eru tryggingar þessar frábrugðnar þeim trygging- um sem tíðkast í sameignarsjóðun- um, en þar greiða allir sömu ið- gjöld óháð því hvaða áhættuhóp þeir tilheyra. 690541 SAMSKIP efla flutningaþjónustu milli íslands og Bandaríkjanna Virk samkeppni tryggir viðskiptavinum okkar aukið öryggi og hagræði í f lutningum SAMSKIP efla nú Ameríkuflutninga sína með því að hefja siglingar á eigin vegum milli íslands og Bandaríkjanna. Þar með er stigið enn eitt skrefið í framtíðaruppbyggingu félagsins í flutningaþjónustu. Sjálfstæði og sveigjanleiki Samskipa verður enn meiri með siglingum á eigin vegum, öryggi í flutningum eykst og hagsmunir viðskiptavina okkar hvað varðar gæði og þjónustu eru tryggðir. Þegar upp er staðið munu allir njóta góðs af því að virk samkeppni ríki í flutningum milli Islands og Bandaríkjanna. SAMSKIP Holtabakka við Holtaveg • 104 Reykjavík • Sími 569 8300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.