Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 8
 VIÐSKIFTIAIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 Morgunblaðið/RAX EKKI til neins ef allt væri eins - eru einkunnarorð Myndasmiðju Austur- bæjar. F.v. Börkur Amarson, Jonathon F. Williams frá East End Image Factory í Lundúnum og Dagur Hilmarsson. AUGLÝSING sem Börkur vann í Lond- on á síðasta ári fyrir Caterpillar skó og birtist í evrópskum tímaritum. Ekki tilneins ef allt væri eins MYNDASMIÐJA Austurbæjar er heitið á nýju fyrirtæki sem opnað hefur verið að Ing- ólfsstræti 8 í Reykjavík. Fyrirtækið sérhæfir sig í hvers konar hönnun, hugmyndavinnu og auglýsingagerð. Eigendur fyrirtækisins eru Börkur Arnar- son og Dagur Hilmarsson. Börkur lauk námi í ljósmyndun frá London College of Printing í Lundúnum árið 1991. Ári áður stofnaði hann hönnunar og auglýsingafyrirtækið East End Image Factory ásamt þremur skólafélög- um sínum og hefur unnið við það síðan. Dagur lauk námi frá Myndlista- og handíða- skóla íslands í vor en hefur samhliða námi unnið við grafíska hönnun. Þegar Börkur er spurður um störf sín fyr- Myndasmiðja Austurbæjar sérhæfir sig í hvers konar hugmyndavinnu ir East End Image Factory segir hann að þrátt fyrir erfiða samkeppnisstöðu hafi fyrir- tækinu fljótlega tekist að afla sér dýrmætrar reynslu í auglýsingaheiminum ytra. Það hafi haslað sér völl á hörðum markaði prentaug- lýsinga en auk þess hannað fjölmörg plötu- umslög, bókarkápur, bækur, bæklinga og tískuefni. Hann segist vera ánægður með þann árangur sem fyrirtækið hafi náð þrátt fyrir ungan aldur og fámennt starfslið. „Ég tel að árangurinn megi ekki síst rekja til þess hvað við erum litlir. Smæðin gerir það að verkum að við tökum aðeins fá verkefni að okkur í einu en leggjum líka allt okkar hugmyndaflug og allan okkar metnað í þau. Það hefur reynst mörgum hugmyndasmiðjum hættulegt að taka of mörg verkefni að sér því þá vilja kraftarnir dreifast." Hann segir að hugmyndin að stofnun Myndasmiðju Austurbæjar hafi kviknað úti í London. „Þegar við vorum komnir vel af stað þar fór ég að fylgjast með því hvað væri að gerast heima og taldi að það væri svigrúm fyrir fyrirtæki á íslandi sem byggði á sömu hugmynd og East End Image Fact- ory. Ég fékk Dag til liðs við mig og eftir Torgið að hafa kannað málið ákváðum við að stofna sambærilegt fyrirtæki hér á íslandi." Myndasmiðjan sinnir alhliða auglýsinga- gerð með ríkri áherslu á hugmynda- og útlits- vinnu. Að sögn félaganna hafa þeir þegar fengið ijölbreytileg verkefni að glíma við og eru nú að vinna að auglýsingum, bæklingum, bókum, plötum og heimasíðu á Internetinu. Auk þess liggi fyrir verkefni við gerð sjón- varpsauglýsinga og heimildarkvikmyndar þar sem beita þurfi grafískum sjónvarpslausnum. Þeir eru mjög ánægðir með fyrstu skref fyrir- tækisins en leggja áherslu á að þeir muni takmarka fjölda verkefna til að geta sinnt hverju þeirra betur. Myndasmiðjan mun halda nánum tengslum við East End Image Factory í London. Börk- ur á helmingshlut í Myndasmiðjunni en hann er einnig fjórðungshluthafi í enska fyrirtæk- inu. Annar af eigendum þess fyrirtækis, Jon- athon F. Williams, var viðstaddur opnun Myndasmiðjunnar í síðustu viku og er ætlun- in að náin samvinna verði á milli fyrirtækj- anna tveggja. „Með nútíma fjarskiptatækni er lítið mál fyrir fyrirtækin að fá ráðlegging- ar hvort frá öðru varðandi einstök mál eða sameinast um stærri verkefni," segir Dagur. „Með þessari samvinnu er tryggt að við munum fylgjast með öllu því helsta sem ger- ist á auglýsingamarkaðnum ytra. Auk þess er möguleiki á því að annað hvort fyrirtækið beini verkefnum til hins ef það hefur of mik- ið að gera þá stundina." Ætla að gera betur Börkur og Dagur hafa ákveðnar skoðanir á auglýsingamarkaðnum á íslandi. Þeir telja að betur megi gera og finnst sorglegt að sjá skemmtilegar hugmyndir illa útfærðar. „Sú vinnuaðferð sem tíðkast víða erlendis, að nokkur hönnunarfyrirtæki eða auglýsinga- stofur keppi um sama verkefnið ýtir tvímæla- laust undir gæðin og gerir meiri kröfur til hönnuða. Einnig er líklegra að viðskiptavinur- inn fái betra verk unnið en ella. Mynda- smiðja Austurbæjar hyggst vinna á þessum grundvelli og bjóða fyrirtækjum að sjá hug- mynd og myndræna útfærslu á tilteknu verk- efni þeim að kostnaðarlausu. Við teljum að þetta sé eðlileg og réttmæt samkeppni sem tryggir kúnnanum besta verkið og hvetji um leið hönnuði að gera betur en aðrir.“ Rekstrarvörur, Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík, Síml: 587 5554 Fax: 587 7116 Ég fæ allar rekstrar- og hreinlætisvörur hjá Rekstrarvörum Jon Gretar hótelstjóri Hótel Eddu Skógum Barlómur á brott? AFKOMA í íslenskum skipa- smíðaiðnaði virðist hafa batnað til mikilla muna eftir víðtæka end- urskipulagningu, gjaldþrot og nauðasamninga sem fyrirtækin hafa gengið í gegnum að undan- förnu. Þrátt fyrir dökkt útlit virð- ist sem þessi grein sé nú að rétta úr kútnum. Á síðasta ári jókst velta fyrirtækja í skipasmíðaiðn- aði um 12% og sum fyrirtæki voru rekin með hagnaði í fyrsta sinn í fjölmörg ár. Þá lítur út fyr- ir aukin viðhaldsverkefni hjá skipasmíðastöðvunum þó svo að nýsmíðaverkefni láti enn ekki á sér kræla. Stuðningur stjórnvalda virðist hafa haft talsvert að segja um bætta afkomu skipasmíða- stöðva. Á síðasta ári var 60 millj- ónum króna veitt í jöfnunarað- stoð til skipasmíðastöðva og er talið að sú aðstoð hafi tryggt stöðvunum verkefni upp á rúmar 400 milljónir króna. Nú í ár munu niðurgreiðslur nema u.þ.b. 40 milljónum króna auk þess sem jöfnunartollum verður beitt á þau smíðaverkefni fyrir innlenda að- ila, sem hljóta hærri niðurgreiðsl- ur í erlendum skipasmíðastöðv- um, en þetta er ekki síður mikil- vægt fyrir innlendan skipasmíða- iðnað en niðurgreiðslurnar sjálf- ar. Þessar aðgerðir koma til vegna gildistöku svokallaðrar 7. tilskipunar Evrópusambandsins hér á landi, en samkvæmt henni er stjórnvöldum heimilt að greiða skipasmíðaverkefni niður um allt að 4,5% og í einangruðum tilfell- um um allt að 9%. Forsvarsmönnum skipasmíða- iðnaðarins þykir þó ekki nóg að gert og benda á þá staðreynd að erlendir samkeppnisaðilar munu halda niðurgreiðslum sín- um mun lengur en innlendar skipasmíðastöðvar. Þannig er gert ráð fyrir því í reglugerð iðn- aðarráðuneytisins • að niður- greiðslum Ijúki þann 1. apríl 1996 en samkvæmt 7. tilskipun mun vera unnt að halda þeim áfram til ársloka 1997. Lítil eftirspurn eftir nýsmíða- verkefnum veldur forsvarsmönn- um skipasmíðaiðnaðarins einnig nokkrum áhyggjum. Nú virðast engin slík verkefni vera í gangi og lítið framundan, en þó eru einhverjar vonir bundnar við end- urnýjun loðnuflotans sem kom- inn er til ára sinna. Ýmsar ástæð- ur eru nefndar fyrir þessari deyfð í nýsmíðum. Kvótakerfið er alltaf vinsæll blóraböggull þegar vandamál koma upp í sjávarút- vegi eða skyldum rekstri og er skipasmíðaiðnaðurinn engin undantekning þar á. Sagt er að fjármunir sjávarútvegsfyrirtækj- anna fari til kvótakaupa og því sé ekkert afgangs til nýsmíða. Þá er einnig talað um að úreld- ingarreglur séu skipasmíðaiðn- aðinum óhagstæðar, sér í lagi að því er viðkemur reglum um úreldingu á móti stækkun skipa sem smíðuð eru eftir 1986. Það virðist hins vegar gjarnan gleymast í þessari umræðu hvers eðlis skipasmíðaiðnaður er. Þessi grein lifir að stærstum hluta á þjónustu við sjávarútveg- inn og því hlýtur afkoma í skipa- smíðum ávallt að sveiflast með afkomu í veiðum. Það hefur varla farið fram hjá nokkurm manni að verulegur aflasamdráttur hefur átt sér stað á íslandsmiðum á undanförnum árum og rekstur sjávarútvegsfyrirtækja því geng- ið illa. Það liggur því í hlutarins eðli að samdráttur eigi sér stað í nýsmíðum líkt og annarri fjárfest- ingu hjá fyrirtækjunum og því varla ástæða að leita sökudólgs- ins í kvótakerfinu. Með batnandi afkomu í sjáv- arútvegi og horfum á auknum þorskafla er hins vegar engin ástæða til þess að örvænta um framtíð íslensks skipasmíðaiðn- aðar og verður forvitnilegt að sjá hvort sú endurskipulagning sem nú hefur átt sér stað muni skila arðbærum iðnaði í framtíðinni. ÞV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.