Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR VIKUNNAR SJÓNVARPIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ Kl. 22.05' ► Samsærið gegn Hitler (The Plot to Kill Hitler) Bandansk mynd frá 1992 um ráðabrugg yfírmanna í þýska hem- um um að ráða Hitler af dögum. Kvik- myndaeftirlit ríkisins telur mynd- ina ekki hæfa áhorfendum yngri en 12 ára. LAUG ARDAGUR 1. JÚLÍ VI Q1 1 C ►Af öllu hjarta (One l»l. fcl.lv From the Heart) Bandarísk bíómynd frá 1982. Róman- tísk gamanmynd sem gerist í ljósa- dýrðinni í Las Vegas á þjóðhátíðar- degi Bandaríkjanna. Kvikmyndaeft- irlit rikisins telur myndina ekki hæfa áhorfendum yngri en 12 ára. VI QQ nn ►Maigret sýnir bið- lll. fcU.IIU lund (La patience de Maigret) Frönsk sjónvarpsmynd byggð á sögu eftir Georges Simenon um lögreglufulltrúann slynga, Jules Maigret í París. SUNNUDAGUR 2. JULI VI nn 1 r ►Vonarborgin (City l»l. fct.lv of Hope) Bandarísk bíómynd frá 1991 um spillingu í hnign- andi borg í norðvesturhluta Bandaríkj- anna. Kvikmyndaeftirlit ríkisins tel- ur myndina ekki hæfa áhorfendum yngri en 12 ára FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ VI 01 (IC ►María III. fc I.Ull Frönsk/ (Marie) Frönsk/belgísk bíó- mynd frá 1993 um rótlausa unglings- stúlku sem fer að heiman og freistar gæfunnar í Briissel en lendir í vafa- sömum félagsskap. Stöð tvö FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ W91 1 n ►Fædd í gær (Bom • fc I. IU Yesterday) Gaman- mynd um miljónamæringinn Harry Brock og ástkonu hans Billie Dawn sem fellur engan veginn i kramið meðal samkvæmisljóna Washington borgar. Harry sér að við svo búið má ekki standa og fær blaðamanninn Paul Verrall til að gera dömuna sína svolítið dannaðri. Stöð tvö Kl. 0.35 VI 99 Rn ►Voðaskotið (Time to III. fcl.tfU Kill) Mynd sem fram- leidd er í samvinnu ítala og Frakka og flallar um liðsforingjann Enrico sem er á ferð með herdeild sinni í Eþíópíu. Þar gengur á ýmsu en fyrir röð tilviljana kynnist hann gullfallegri stúlku og verður yfír sig ástfanginn. Bönnuð börnum. ►Á flótta (Run) Laga- neminn Charlie Farrow er í sumarleyfi í smábæ nokkr- um þegar hann er sakaður um að hafa myrt einkason aðalbófans á staðnum. Charlie kemst hvorki lönd né strönd og er með heilan bófaflokk á hælunum. Það verður ekki til að bæta úr skák að spilltir lögreglumenn vilja líka hafa hendur í hári hans. LAUGARDAGUR 1. JÚLI M91 911 ►Móttökustjórinn . L l.fcU (The Concierge) Doug Ireland getur bjargað hverju sem er. Hann er móttökustjóri á Bradbury- hótelinu í New York og snýst í kring- um forríka gestina eins og skoppara- kringla. V| 99 K ►Llís eða liðinn (The III. fcfc.UU Man Who Wouldn’t Die Spennumynd um rithöfundinn Thomas Grace sem hefur notið umtals- verðrar hylli fyrir leynilöggusögur sín- ar. Hann hættir sér hins vegar út á hálan ís þegar hann notar bqálæðing- inn Bemard Drake sem fyrirmynd að aðalfúlmenninu í næstu sögu. Bönnuð börnum. | ►Prédikarinn (Wild Card) Spennumynd um fyrrverandi prédikara sem má muna sinn fífil fegri og framfleytir sér nú með því að spila fjárhættuspil hvar sem hann kemur. Þessi slungni spilamaður fær beiðni um að koma til smábæjar í Nýju Mexíkó og grennsl- ast þar fyrir um dularfullt hvarf land- eigandans Owens Prescott. Kl. 1. SUNNUDAGUR 2. JÚLI V| 9d cn ►Karlinn í tunglinu III. LU.UU (The Man in the Moon) Dani Trant er fjórtán ára og þau undur og stórmerki sem gerast á kynþroskaskeiðinu leita mjög á huga hennar. Þegar áhugi hennar á strákum vaknar spyr hún Maureen systur sína ráða. Allir strákamir í bænum dýrka Maureen en hún bíður þess að drauma- prinsinn birtist. MC|Q 9(1 ►Saklaus maður (An . liU.fcU Innocent Man) Spennumynd um flugvirkjann Jimmie Rainwood sem verður fyrir barðinu á tveimur mútuþægum þrjótum frá fíknieí'nalögreglunni. Jimmie og kona hans Kate vita vart hvaðan á sig stend- ur veðrið þegar lögverðimir ryðjast inn á heimili þeirra og hæfa Jimmie skots- ári áður en þeir gera sér grein fyrir að þeir fóm húsavillt. Stranglega bönnuð börnum. MÁNUDAGUR 3. JULI Kl. 23.15 ► Lögregluforinginn Touch of Frost II) Frumlegar starfsað- ferðir Jacks og það fullkomna virðing- arleysi, sem hann sýnir yfirboðurum sínum, kemur honum stöðugt í vand- ræði en samstarfsmenn lögreglufor- ingjans standa með honum fram í rauðan dauðann og honum tekst yfir- leitt aii hafa hendur í hári hinna seku. ÞRIÐJUDAGUR4.JÚLí|HÍ V| 99 C ►Afrekskonur (Wom- nl. L u. IU enof Valor) Áhrifarík mynd sem byggist á sannsögulegum atburðrm. Hér segir af bandarískum hjúkmnarkonum sem urðu eftir á Filippsayjum vorið 1942 til að líkna hinum særðu þegar MacArthur hers- höfðingi fyrirskipaði að Bandaríkjaher skyldi hverfa þaðan. Konumar voru teknar höndum af Japönum og máttu þola ótralegt harðræði. MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ W99 CC ►JFK Óskarsverð- • fcfc.UU launamynd sem fjall- ar um morðið á John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna. FIMMTUDAGUR 6. JÚLI VI 99 <C ►Dómurinn (Judge- III. fcu.^lu ment) Sannsöguleg mynd um hjónin Pierre og Emmeline Guitry sem búa í bandarískum smábæ og lifa að miklu leyti fyrir trúna. Þau em kaþólsk og er sonur þeirra altaris- sveinn í sóknarkirkjunni. Þegar piltur- inn staðhæfir að séra Aubert hafi misnotað hann kynferðislega verður það þeim mikið áfall. BÍÓIN í BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN „Die Hard 3“ *** Hörkugóður hasartryliir sem segir í þriðja sinn af Bmce Willis í gegnd- arlausum eltingarleik við illmenni. Samuel L. Jackson ómetanlegur sem félagi hans og Jeremy Irons er höfuð- óþokkinn. Fínasta sumarbíó. Ungur í anda * * Gamanmynd sem tekur sig alltof ai- varlega um brokkgenga sambúð aldrc aðs manns og sonarsonar hans. Peter Falk leikur öldunginn af sannfæring- arkrafti en D.B. Sweeney er slakur. Ed Wood *** Ed Wood var lélegasti kvikmyndaleik- stjóri aldarinnar og einn af aðdáendum hans, Tim Burton, hefur reist honum skemmtilegan minnisvarða með svart/hvítri kómedíu um geggjaða veröld B-myndanna. Martin Landau er einfaldlega stórkostlegur sem Bela Lugosi. Strákar til vara * * Þijár vinkonur hafa hver sinn djöful að draga en Hollywood fer offari enn eina ferðina í tilfinningamálunum. Leikkonumar bjarga nokkru í mis- jafnri mynd. BÍÓHÖLLIN „D/e Hard 3“ (sjá Bíóborgina- JHörkugóður hasartryllir sem segir í þriðja sinn af Bruce Willis í gegnd- arlausum eltingarleik við illmenni. Samuel L. Jackson ómetanlegur sem félagi hans og Jeremy Irons er höfuð- óþokkinn. Fínasta sumarbíó. Fylgsnið ** Spennumynd byggð á sögu eftir Dean Koontz. Lengst af prýðileg skemmtun en fjölskylduvæmnin í lokin er fullmik- ið af því góða. Hinir aðkomnu * *'A Skemmtileg og spennandi geiminnrás- armynd sem líður nokkuð fyrir auka- endi. Blanda af Innrásinni frá Mars og Innrás líkamsþjófanna með Donald Sutheriand í toppformi. / bráðri hættu *** Flaustursleg en hröð og fagmannlega gerð spennumynd um bráðdrepandi vítisveiru og baráttuna við að stöðva útbreiðslu hennar. Þyrnirós **'h Falleg Disneyteiknimynd frá 1959 sem byggir á ævintýrinu um Þymirós. Fyrri hlutinn hægur en lokaátökin hin skemmtilegustu. Fjör í Flórída * * Nokkrar framhjáhaldssögur eru aðal- inntakið í þessari rómantísku gaman- mynd sem minnir svolítið á Woody Allen. Hressileg samtöl en frekar óspennandi efni. HÁSKÓLABÍÓ Brúðkaup Muriel *** Oft sprenghlægileg áströlsk gaman- mynd um stelpu sem vill giftast og telur lykilinn að lífsgátunni felast í Abbasöngvum. Góða skemmtun. Exotica * Ómerkilegur strippbúllublús sem reyn- ir án árangurs að vera eitthvað annað og meira en leiðindin. Vélin * Gerard Depardieu leikur geðlækni, kvennamorðingja og 12 ára strák í franskri B-mynd og verður á endanum hlægilegur. Rob Roy **'A Sverðaglamur, ættardeilur og ástamál á skosku hálöndunum á 18. öld. Mynd- in lítur vel út og fagmannlega en hand- ritið misjafnt og lengdin óhófieg. Star Trek: Kynslóðir * *'A Sjöunda myndin í Trekkabálknum markar kaflaskil því nú tekur nýr kapteinn við stjórn. Sami gamli góði hasarinn í útgeimi. Skógardýrið Húgó ** Lítil og meinlaus teiknimynd frá Dön- um, elskulegum frændum vorum og vinum, um Húgó hinn hressa sem syngur og dansar og hoppar og hlær smáfólkinu til ánægju og yndisauka en hinum fullorðnu mest til angurs og armæðu. LAUGARÁSBÍÓ Eftirförin *'h Christopher Lambert er á hröðum flótta í Japan undan leigumorðingjan- um og samúræjanum John Lone. Ekta mynd fyrir Chuck Norris. Dauðinn og stúlkan * *'h Roman Polanski gerir leikriti Ariel Dorfmans ágæt skil og nær góðum leik úr þremenningunum í aðalhlut- verkunum. Heimskur heimskari *** Vellukkuð aulafyndni um tvo glópa á langferð. Sniðin fyrir Jim Carrey og Jeff Daniels. Hláturinn lengir lífið. REGNBOGINN Jónsmessunótt *** Óvenju vel skrifuð og leikin mynd sem tekst furðu vel að lýsa því hversu gaman það er að vera ungur og ást- fanginn. Eitt sinn stríðsrnenn * * *'h Raunsæ og vægðarlaus lýsing á fjöl- skyldulífi í fátækrahverfi á Nýja-Sjá- landi. Ofbeldi, óregla og aðrir lestir eru ekki teknir neinum vettlingatök- um, björtu hliðamar gleymast heldur ekki. Kúlnahríð á Broadway * * *'h Frábærlega gamansamur farsi frá Woody Allen sem kominn er aftur í sitt gamla form. Fyndið handrit, skop- leg persónusköpun og unaðslegur leik- hópur gera Kúlnahríðina að bestu gamanmynd í bænum. Ekki missa af þessari. SAGABÍÓ Húsbóndinn á heimilinu * Nauðaómerkileg amerísk fjölskyldu- saga sem löðrar af væmni. Bradyfjölskyldan 0 Allt lagt upp úr hallærisbragnum og það sýnir sig. Óþolandi í leiðinni. STJÖRNUBÍÓ / grunnri gröf * *'h Breskur tryllir í anda Tarantinos tekst nokkuð sæmilega að halda áhorfand- anum við efnið. Gráglettin og skondn- ar persónurnar vel leiknar. Exctica * Ómerkilegur strippbúllublús sem reyn- ir án árangurs að vera annað og meira en leiðindin. Litlar konur * * *'h Eins taklega vel gerð, falslaus og falleg mynd um fjölskyldulíf á Nýja-Eng- landi á öldinni sem leið. Winona Ryder fer 'remst í flokki afburðaleikara. Ódauðleg ást *** Svipmikil mynd um snillinginn Beet- hove n fer hægt í gang en sækir í sig veðrið. Tónlistin stórkostleg og útiitið óaðfinnanlegt. Vindar fortíðar *** Skeinmtilegt og glæsilega kvikmynd- að ijölskyldudrama. Verður ekki sú sögi lega stórmynd sem að er stefnt en -'irkar frábærlega sem Bonanza fyrir þá sem eru lengra komnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.