Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ALAUGARDAGINN sýndi Sjón- varpið þátt um Simpson-fjöl- skylduna sem endranær. Þátt- urinn gerðist að mestu árið 2010 og rakti ástarraunir Lísu Simpson. í örskamma stund brá þar fyrir veggspjaldi það sem Rolling Stones aug- lýstu tónleikaferð, svokallað stálhjólastóla- ferð. Þeir sem þekkja til Rollinganna hafa eflaust brosað í kampinn, enda verða þeir og hljómsveitin þá búin að starfa í fimmtíu ár ef satt reyndist. Að sögn Micks Jaggers í nýlegu viðtali í Esquire gæti þó eins farið að þeir félagar ættu eftir að standa á sviði fram á grafarbakkann. Þijátíu ára saga Rolling Stones var stofnUð af þeim Mick Jagger, Keith Richards og Brian Jones í upphafi sjöunda áratugarins. Eftir því sem mynd komst á sveitina bættist þeim liðs- auki Bills Wymans á bassa og Charlie Watts á trommur. Síðan hafa ýmsir komið við sögu, Brian Jomes drukknaði í sundlaug sinni 1969 eftir að hafa verið rekinn úr sveitinni og í hans stað kom Mick Taylor. Hann hvarf á braut 1976 og Ron Wood tók við. Á síðasta ári hætti svo Bill Wyman, vegna aldurs að sögn, en hann verður sex- tugur á næsta ári. Þeir félagar hans halda þó ótrauðir áfram; sendu frá sér prýðilega breiðskífu á síðasta ári, Voodoo Lounge, og eftir stirðleika milli þeirra Jaggers og Richards undanfarin ár ber ekki á öðru ein vinátta þeirra sé traustari en nokkru sinni, að minnsta kosti sá hluti hennar sem nær til samstarfs innan hljómsveitarinnar. Rollingarnir hafa notið hylli alla tíð, þó frami sveitarinnar hafi líklega verið mest- ur á áttunda áratugunum þegar hún sendi frá sér frábærar plötur og vann sér orð sem fremsta tónleikasveit heims. Þá tóku liðsmenn upp heitið „mesta rokksveit heims“, og fáir urðu til að mótmæla því. Níundi áratugurinn var sveitinni ekki eins gjöfull og Jagger fór að ókyrrast í fóstbræðralaginu við Richards. Hann reyndi fyrir sér með sólóskífur, en gekk bölvanlega að koma sér á framfæri. Richards gaf einn- ig út sólóskífur, en ekki seldust þær að ráði heldur. Smám saman var því svo kom- ið að hljómsveitina virtist hafa þrotið örendi og það þótti fréttnæmt víða um heim að þeir Richards og Jagger töluðust ekki við nema með aðstoð lögfræðinga. Eftír krytur um hríð sættust þeir félagar þó fullum sáttum að nýju og hafa haldið ótrauðir áfram frá því breiðskífan Steel Wheels, eða Stálhjól, kom út 1989 og í kjölfarið tónleikaferð samnefnd plötunni, sem skýrir tónleikaveggspjaldið á veggnum hjá Lisu Simpson. Safnast þegar saman kemur Þrátt fyrir áratuga frægð hefur hljóm- sveitin ekki selt nein ókjör af plötum, en safnast þegar saman kemur, því 20 hljóð- versskífur sveitarinnar og nokkuð af safn- og tónleikaplötum hafa selst samtals í yfir 100 milljónum eintaka. Sem tónleikasveit stendur svo engin Rollingunum á sporði, að minnsta kosti hvað varðar aðsókn og minjagripasölu, því áætluð innkoma vegna miðasölu er hálfur annar milljarður króna og minjagripasala skilar þeim rúmum tveimur milljörðum í vasann. í samantekt sem fylgir Esquire-viðtalinu fylgja þær upplýsingar að alls hafi sviðsmyndin kostað 250 milljónir króna, enda fari í hana 200 tonn af stáli, það taki 50 manns fjóra daga að koma henni upp og 120 þurfi til að _ ljúka verkinu tónleikadaginn, fimmtíu vörubíla þurfi til að flytja allt saman milli borga, en yfir Atlantshafið þurfti 72 gáma og þijár flutningaflugvél- ar. Alls þarf 3.860.000 wött af orku til að halda öllu gang- andi og tæpa átta kílómetra af rafmagnssnúrum, en þessi orka dygði víst 4.000 manna þorpi í sólarhring. Hátalaramir eru 300 og hljóðstyrkurinn eins og hálf milljón wött. í ferðalok mun Jagger hafa sungið 2.806 lög, miðað við fyrirfram ákveðinn fjölda aukalaga, hlaupið um þúsund kílómetra, en hann hleypur átta kílómetra á kvöldi. í ljósi þess að hann verður 53 ára 26. júlí næstkom- andi er ekki furða að menn - spyrji hversu Skemmti- krafturinn Mick Jagger Rollingamir em nú á ferð um Evrópu og leika fyrir fullum íþróttavöngum hvarvetna og á sunnudagskvöld útvarpar Bylgjan frá tónleikum hljómsveitarinnar í — . — — Amsterdam. Arni Matthíasson veltir því fyrir sér hversu lengi þeir verða að og hvort Mick Jagger eigi eftir að hlaupa og hamast á sviðinu sjötugur. lengi hann hyggst halda þetta út. Á ferlin- um hefur Jagger safnast nokkuð fé, því eignir hans eru metnar á ellefta milljarð króna; hann á fjögur heimili, eitt í Lundún- um, Loire-dalnum, New York og Mustique. Börnin eru fimm og eitt barnabarn. Hann gefur þó lítið fyrir það að hætta að hoppa eins og hálfu yngri maður á tónleikasviði og í viðtalinu segist hann að Rollingarnir haldi áfram vegna þess að fólk kaupi plötur þeirra og vilji sjá þá á tónleikum. „Þetta er einfaldlega ævistarfið. Auðvitað þarf ég ekki að standa í þessu, en lífið væri svo leiðinlegt ef ég sæti bara á rassinum og gerði ekki neitt. Þó mér hafi græðst smá- vegis fé, sest ég ekki í helgan stein, lífið gengur ekki út á það.“ Hann segist reyna að halda sambandi við daglegt líf með því að fara í stórmark- aði eins og venjulegt fólk, þó honum finnist ömurlega leiðinlegt að versla, og þó hljóm- sveitin sé með fólk á launum við að gæta sín á tónleikaferðalögum; sem sjá um að allt gangi upp og enginn þurfi að hugsa um neitt annað en að mæta á svið á réttum tíma, þá reyni hann að fara innan um venju- legt fólk á hveijum degi, því smáatriðin í lífinu gefi því gildi. Skemmtikraftur Meðal þess sem fram kemur í viðtalinu er að í vegabréfí Jaggers stendur „Skemmti- kraftur" í reit fyrir starfsheiti og hann seg- ist vel sáttur við þá skilgreiningu. Gagnrýnendur Rolling Stones hafa meðal annars fundið hljómsveitinni það til foráttu að tónlist hennar sé löngu stöðnuð og að þeir sem helst hafi gaman af henni hafi steingerðan smekk. Jagger tekur því jóssi Rollingarnlr 1995, Keith Rlchard, Ron Wood, Charlle Watts og Mick Jagger. Eftir að Wyman hætti ðkvððu þeir félagar að halda ðfram fjórir og ráða aðstoðarmenn í bassaleikinn eftir því sem þurfa þóttl, en þess mð geta að Wood þótti liðtækur bassaleikari í eina tíð. létt og bendir á að flestir hrífíst af ein- hveiju á táningsaldri eða fram yfír tvítugt og þá séu þeir búnir að móta smekk sem haldist meira og minna óbreyttur fram eft- ir aldri. Þannig sé það eitt helsta vandamál útgáfuiðnaðarins að fá fólk á fertugsaldri til að kaupa plötur á annað borð og ef þeir bregði sér í plötubúð þá sé það til að kaupa Eagles-safn eða álíka. Hann segist sem tónlistarmaður aftur á móti hlusta mikið á tónlist ólíkrar gerðar og nefnir nýjar hljóm- sveitir Suede, Blur og Oasis, sem allar leika breskt gítarrok. Engin uppáhaldslög í lok Esquire-viðtalsins berst talið að lagasafni Rollinganna og uppá- haldslögum, en Jagger segist ekki vilja gera upp á milli laga, þau hafi öll ákveðna þýðingu fyrir honum og hann vilji helst ekki ræða þau. „Ég hlusta aldrei á gömlu lögin, ég hef bara áhuga á nýju lögunum. Ég set ekki gamalt lag á fóninn nema við séum að setja saman tónleika- dagskrá eða ég er að rifja upp lag og hvort það hafi verið eins gott og mig minnir.“ Hann segist reyndar muna eftir öll- um lögunum sem hann hefur sungið inn á plötu, að minnsta kosti eitt erindi og viðlagið. „Ég stríði Charlie og Keith mis- kunnarlaust með því að þeir geta ekki slegið mér við, sama hve lagið er gleymt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.