Morgunblaðið - 29.06.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 29.06.1995, Síða 1
BLAÐ ALLRA J.ANDSMANNA JMtagtmiifafrifr 1995 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ BLAÐ D Eigandi Gýmis og dýralækn- ir ákærðir RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákæru á hendur Hinriki Bragasyni, eiganda gæðingsins Gýmis, og Helga Sigurðsyni dýralækni fyrir brot á dýravemdunarlögum. Gýmir var felldur á Landsmóti hestamanna síðastliðið sumar eftir að hann slasaðist. Talin var ástæða til frekari rannsóknar og leiddu niðurstöður hennar í ljós að lyfjaleifar fundust í Gými. Ríkissjónvarpið skýrði frá þessu í gærkvöldi og jafnframt að málinu hefði verið vísað til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. KNATTSPYRNA Jones hleypur á Suðurnesjum HUGH Jones, sem er mjög þekktur breskur maraþonhlaupari, verður meðal þátttakenda í Suðurnesjamaraþoni á sunnudaginn. Lengsta vegalengdin í keppninni er reyndar hálfmara- þon og þá vegalengd hyggst Jones hlaupa. Hann hefur nokkrum sinnum keppt hér á landi og á brautarmetið í hálfu maraþoni í Reykja- víkurmaraþoni, 65,46 mínútur, en hann hefur einnig sigrað í heilu maraþoni í Reykjavík. Toppurinn á hlaupaferli Hugh Jones er líklega sigur hans í Stokkhólmsmaraþoni 1992. Stoichkov á leið til Parma? HRISTO Stoichkov, búlgarski landsliðsmið- herjinn frábæri í knattspyrnu, sem leikið hefur með Barcelona á Spáni síðustu árin, leikur hugsanlega með ítalska félaginu Parma næsta keppnistímabil. „Það eina sem vantar upp á er undirskrift hans,“ sagði Giorgio Pedranesc- hi, forseti ítalska liðsins í gær. Forráðamenn Parma hafa samþykkt launakröfur kappans sem hljóða upp á 77 milljónir króna á ári að sögn forsetans. Ekkert er í hendi enn sem komið er og ættu aðdáendur Parma ekki að fagna strax þrátt fyrir þessar fréttir minnugir þess að samningar við ítalska landsliðsmiðherj- ann Giuseppe Signori, frá Lazio, gengu til baka á elleftu stundu nú í vor þegar aðilar héldu að málið væri á lygnum sjó. Samningaviðræður Stoichkovs og forráða- manna Barcelona runnu út í sandinn um síð- ustu helgi en í gær gerðust hins vegar þau undur og stórmerki að forseti félagsins, Josep LIuis Nunez, sagðist tilbúinn að gera honum betra tilboð en áður. Vandræðin voru þau að leikmaðurinn vildi semja til þriggja ára en félagið bauð honum aðeins samning til eins árs. MorgunDiaoio/ooni Skagamenn úr leik FRAMARAR eru komnir áfram í 8-liða úrslit bikarkeppni KSÍ en þeir lögðu Islandsmeistara Skaga- manna að velli í gærkvöldi á Laug- ardalsvelli. Ríkharður Daðason gerði eina mark leiksins fjórum mínútum fyrir leikslok. Þetta er í annað sinn á jafn mörgum árum sem ÍA er slegið út í 16-liða úrslit- um, töpuðu líka 1:0 í fyrra, fyrir KR. Skagamaðurinn Sigurður Jóns- son, sem lék mjög vel í gær var rekinn af leikvelli þegar 18 mínútur voru til leiksloka. Sigurður fékk að líta gula spjaldið á 35. mínútu, fyr- ir vægast sagt lítilfjörlegt brot, ef hægt er að nota það orð í þessu tilviki. í síðari hálfleik kom Sigurð- ur út á hliðarlínu og ræddi við Loga ólafsson þjálfara sinn og virtist vera að biðja um að fá að fara útaf. Ekki vannst tími til slíks því skömmu síðar, á 72. mínútu var brotið á honum og dæmd auka- spyrna. Sigurður ýtti full harkalega við einum leikmanni Fram og fékk við það síðara gula spjald sitt og þar af leiðandi rautt — og á mynd- inni að ofan sést Guðmundur Stefán Maríusson dómari lyfta rauða spjaldi. Sigurður er ekki kátur með þá ákvörðun dómarans, sem sjá rhá. Framararnir á myndinni hér til hliðar eru hins vegar ánægðir á svip, enda að fagna sigri eftir að flautað var til leiksloka. Steinar Guðgeirsson, fyrirliði, er til vinstri og Þorbjöm Atli Sveinsson hægra megin. KNATTSPYRNA: HELENA KOMIN „HEIM“ OG SKORAÐITVÖ GEGN ÍA / 04

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.