Morgunblaðið - 30.06.1995, Side 1

Morgunblaðið - 30.06.1995, Side 1
64 SÍÐUR B/C 145. TBL. 83. ÁRG. FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Major virðist vera að sækja í sig veðrið Hafnar kappræð- um við Redwood London. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bret- lands, kvaðst í gær fullviss um að sigra í leiðtogakjöri íhaldsflokksins í næstu viku og vísaði á bug áskorun keppinautarins Johns Redwoods, fyrrverandi ráðherra, um kappræður um ágreiningsefnið innan íhalds- flokksins, Evrópumálin, áður en kjör- ið færi fram nk. þriðjudag. Talið er að Major hafi bætt mjög stöðu sína innan flokksins með góðri frammi- stöðu á þingi í gær. „Eg ætla mér að vinna með góðum meirihluta,“ sagði Major í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, í gær en til að komist verði hjá annarri um- ferð í leiðtogakjörinu þarf hann að fá helming atkvæða og að auki 15% fleiri atkvæði en Redwood. Hann hafnaði einnig áskorun Redwoods um kappræður og sagði hana gam- alt bragð hjá þeim, sem sæju sér ósigur búinn. Fór á kostum í þinginu Major þótti standa sig einstaklega vel í umræðum á þingi í gær og kom oft fyrir að allur þingheimur skellti upp úr yfir hnyttnum tilsvörum hans. Var hann mjög öruggur með sig og eru stuðningsmenn hans í sjöunda himni yfir frammistöðunni. Þá þykir það ekki verra að þótt Verkamanna- flokkurinn hafi 27 prósentustiga for- skot í nýrri skoðanakönnun, hefur íhaldsflokkurinn bætt við sig sjö pró- sentustigum frá því Major tók af skarið og krafðist leiðtogakjörs. Jeltsín hirtir æðstu menn varnar- og öryggismála á fundi Ráðherrar bjóðast til að segja af sér Moskvu. Reuter. Schengen-ríki Island og Noregur fái aðild Brussel. Reuter. SCHENGEN-ríkin, 10 Evrópusam- bandsríki, sem ætla að fella niður landamæraeftirlit sín á milli, sam- þykktu í gær að hefja aðildarvið- ræður við Islendinga og Norðmenn. Strangt tiltekið geta Noregur og ísland ekki fengið aðild að Schengen vegna þess að ríkin eru ekki í Evrópusambandinu, en samt er stefnt að viðræðum um hana í september nk. Hún er forsenda þess, að Danmörk, Svíþjóð og Finn- land geti tengst Schengen og stað- ið við vegabréfasamninga milli Norðurlandanna iBmm. Johan Vande_ Lanotte, innanrík- isráðherra Belgíu og núverandi forseti Schengen, sagði í gær að yrðu Norðmenn og íslendingar aðilar, yrðu þeir að lúta reglunum án þess að hafa neitt um þær að segja. BORÍS N. Jeltsín Rússlandsforseti átti fund með öryggisráði sínu í gærmorgun en í því sitja m.a. ráð- herrar varnar-, öryggis- og innan- ríkismála. Forsetinn gagnrýndi harkalega frammistöðu þeirra í tengslum við gíslatökuna í Búd- ennovsk. „Rússland hefur orðið fyr- ir miklu pólitísku og siðferðilegu tjóni. Grípa verður til ráðstafana vegna lykta málsins og ekki má beita neinum vettlingatökum í þeim efnum,“ sagði Jeltsín. Að sögn forseta neðri deildar þingsins, ívans Rybkíns, buðust þeir Pavel Gratsjov varnarmálaráð- herra og Víktor Jerín innanríkisráð- herra til að segja af sér embætti. Rybkín sagði að Oleg Lobov, ritari öryggisráðsinsj starfandi saksókn- ari, Alexej Iljúsjenko, ráðherra þjóðernisminnihluta, Níkolaj Jeg- orov og yfirmaður öryggismála, Sergej Stepasín, hefðu einnig tekið til máls. Jeltsín tekur sér tíma fram til 10. júlí „Þetta var harkaleg og erfið umræða," sagði Rybkín. „Allir þeir sem ég nefndi gera sér grein fyrir sekt sinni.“ Hann sagðist telja að Jeltsín myndi taka sér tíma fram til 10. júlí og íhuga stöðu allra þess- ara manna. Jeltsín hefur ávallt varið sína menn, hversu hart sem sótt hefur verið að þeim enda eiga þeir marg- ir hönk upp í bakið á honum. Gratsjov, Jerín og Stepasín stóðu allir með Jeltsín er þingið gerði uppreisn gegn forsetanum haustið 1993. Ljóst er að forsetinn á úr vöndu að ráða en stjórnmálaskýrendur benda á að afsagnartilboðið geti verið brella sem ætlað sé að friða þingmenn í bili en þeir munu á morgun greiða á ný atkvæði um vantraust á ríkisstjórn Víktors Tsjernomýrdíns forsætisráðherra. ■ Svæði kósakka vilja heyra undir Moskvu/20 Reuter Stórslys í Seoul TUGIR manna létust og mörg hundruð slösuðust þegar helm- ingur fimm hæða verslunarhúss í Seoul í Suður-Kóreu hrundi skyndilega í gær. Féllu hæðirnar niður í kjallara hússins þannig að tilsýndar virtist sem það hefði horfið af yfirborði jarðar. í gær- kvöld höfðu fundist Iík 44 manna og vitað var um meira en 700 slasaða en sumir óttuðust, að um 1.000 manns væri undir rústun- um. Nokkru áður höfðu komið í ljós brestir í burðarvirki á efstu hæðinni, sem virtist vera að slig- ast, en samt var ekkert aðhafst og verslunin höfð opin. Eru þess- ir atburðir alvarlegt áfall fyrir ríkisstjórn landsins en þar hefur orðið hvert stórslysið öðru meira á undanförnum mánuðum og árum. ■ Verslunarhús hrynur/19 Reuter Skæruliða leitað SÉRS VEITIR ísraelska hersins felldu í gærmorgun Taher Qafisheh, einn leiðtoga Hamas-skæruliða- hreyfingarinnar, í Hebron á Vesturbakkanum. Var hann eftirlýstur vegna morðs á sex ísraelum. í leit að öðrum skæruliðum létu ísraelsku hermennirnir risastóra jarðýtu brjóríi niður tvö íbúðarhús með húsgögnum og öllu saman og eyðileggja einnig nálægar vínekrur. Fleiri skæruliðar fundustþó ekki, Hlerunarhneykslið á Spáni Gonzaiez sakast við leyniþjónustuna Madrid. Reuter. FELIPE Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, sagði í gær að ríkisstjórnin hefði ekki haft hugmynd um, að leyniþjónustan hefði hlerað síma konungsins og helstu stjórnmála- og kaupsýsluleiðtoga landsins og væri þvi við hana eina að sakast. Á aukafundi á þinginu sagði for- sætisráðherrann að ríkisstjórninni hefði verið ókunnugj; um hleranirnar og rannsókn hefði leitt í ljós að hvorki aðstoðarforsætisráðherrann, Narcis Serra, né varnarmálaráðherr- ann, Julian Garcia Vargas, hefðu átt hlut að máli. Báðir buðust þeir til þess að segja af sér þegar upp komst um hleranirnar fyrir tæpum hálfum mánuði. Jose Maria Aznar, leiðtogi stjórn- arandstöðu hægri manna, sagði við þingheim að Gonzalez hefði sýnt að hann væri ófær um að stjórna land- inu, þvi honum hefði ekki tekist að ná tökum á málinu og ekki brugðist við óstöðugleikanum í ríkisstjórninni. Krafðist Aznar þess að boðað yrði til kosninga. Upp komst að leyniþjónusta spænska hersins hafði um árabil hler- að farsíma stjórnmálamanna, kaup- sýslumanna og jafnvel síma Jóhanns Karls Spánarkonungs. Hefur mál þetta valdið stjórn Sósíalistaflokks Gonzalez einhveijum mestu vandræð- um sem hún hefur ratað í á þrettán ára stjórnarferli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.