Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Erlendir skiptinemar í móttöku á Bessastöðum eftir ársdvöl á Islandi Morgunblaðið/Rax ÁSTRALSKI skiptineminn Andrew Duncan flutti forsetanum kveðskap Egils Skallagrímssonar „Það mælti mín móðir“ við mikinn fögnuð viðstaddra. ^ Margir kveðja ísland með trega ÞRJÁTÍU og þrír erlendir skipti- nemar frá 13 löndum eru nú á leið heim eftir ársdvöl hér á landi. Af því tilefni hittu þeir forseta Islands, frú Vigdisi Finn- bogadóttur, á Bessastöðum sl. fimmtudag. Það var fríður hópur prúðbú- inna ungmenna sem mætti til móttökunnar. Skiptinemarnir hafa dvalist víðs vegar um landið og eru nú á förum til síns heima, með reynsluna af þessu kalda landi í norðri í farteskinu. Allir tala þeir íslensku og margt skemmtilegt kom fram á fundi þeirra hjá forsetanum. Hópurinn virtist ánægður með dvölina hér og greinilegt var að spenna ríkti meðal ungmennanna að hverfa aftur til síns heima. Þó er Ijóst að margir kveðja með trega. Vigdísi lék forvitni á að vita hvað væri krökkunum minnis- stæðast eftir dvölina á íslandi og kom þá ýmislegt í ljós. Andrew Duncan hafði verið á Patreksfirði og fannst honum nóg um snjóinn, enda ekki vanur slíku fannfergi frá heimalandi sínu, Ástralíu. Hann hafði þurft að flytja úr húsi vegna snjóflóða- hættu og varð Vigdísi þá að orði að hættur náttúrunnar væru alls staðar fyrir hendi og að þær tækju á sig mismunandi myndir eftir löndum. Islendingar þyrftu tæplega að óttast skógareld og Ástralir huga ekki að snjóflóða- vörnum. Andrew hefur þó ekki látið sér leiðast á þeim snjóþunga vetri sem nú er liðinn. Þegar Vigdís spurði hvort hópurinn vildi ekki syngja sagðist hann heldur vilja fara með kvæði. Hann sté því á stokk og flutti forsetanum „Það mælti mín móð- ir...“ Aðrir voru til með að minnast á matinn, sumiráttu erfitt með að venjast þjóðlegu hliðinni á honum. Einum piltinum fannst íslenskar konur minnisstæðastar og öðrum fannst með eindæmum hvað íslendingar gætu tjáð sig mikið á innsoginu. Það væri líka pínulítið ergilegt hve Islendingar væru viljugir að tala ensku um leið og þeir uppgötva að viðmæl- andinn er útlendur. Vigdís sagði að það væri svolít- ið sérstakt með skiptinema sem komið hefðu til íslands, að þeir kæmu alltaf í heimsókn eftir að stórir hlutir hefðu gerst í lífi þeirra. Þegar þeir væru búnir að gifta sig og eignast börn vildu þeir endilega sýna fjölskyldunni „landið sitt“. Svo virðist sem dvölin hér hefði djúpstæð áhrif á þá og að þeir sneru þroskaðri og víðsýnni til síns heimalands. Stórkostlegt að koma aftur til íslands Renato Bertáo er brasílískur Iistnemi sem dvaldi á Húsavík fyrir átta árum. Það er með ólík- indum hversu vel hann hefur varðveitt íslenskukunnáttuna. Hann veitti blaðamanni Morgun- blaðsins stutt viðtal án þess að bregða fyrir sig einu útlendu orði. Honum líkaði mjög vel hér á landi og hefur hann hvatt bras- ilíska skiptinema óspart að fara til Islands. Einnig hefur hann verið íslenskum skiptinemum ' Ínnan handar í Brasilíu. „Eg hef boðið þeim að koma í heimsókn til mín og skoða suðurhluta Bras- ilíu. Þannig hef ég getað haldið íslenskunni minni við. Eg reyni líka að lesa og svo skrifast ég reglulega á við fjölskylduna mína á HúsaVík. Ég skrifa líka alltaf pínulítið á íslensku á hverjum degi í dagbókina mína til að halda henni við,“ segir Renato. Hann segir að eitt sinn hafi hann hitt sendiherra íslands í Brasilíu. Áður hafi hann undirbúið sig að tala íslensku og óneitanlega ver- ið svolítið stressaður. Ekki minnkaði kvíðinn þegar sendi- herrann virtist ekki skilja stakt orð enda kom á daginn að hann var norskur! Renato segir að það hafi verið stórkostlegt að hitta fjölskylduna sína og sjá landið aftur. Hann hafi saknað Islands mjög mikið og gæti vel hugsað sér að koma aftur og starfa hér að námi loknu. Jóna Fanney Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi AFS, segir að nýr skiptinemahópur sé væntan- legur í haust frá um 9 iöndum. Hún segir að það sé alltaf i nógu að snúast að sinna skiptinemum hérlendis og erlendis. Það er helst á döfinni nú að finna nýju erlendu skiptinemunum fjöl- skyldur. Morgunblaðið/Rax RENATO Bertáo var skiptinemi á Húsavík fyrir 8 árum og var mjög glaður að vera kominn aftur. Krefst 13 milljóna í skaðabætur frá ríkisspítölunum Öryrki eftir fall út um glugga geðdeildar KONA í Reykjavík hefur stefnt ríkinu, fyrir hönd ríkisspítalanna, til greiðslu um 12,7 millj- óna króna skaðabóta, auk vaxta sl. 6 ár, vegna meiðsla sem hún hlaut er hún fór út um glugga á geðdeild Landspítala og féll 5,60 metra. Hún hafði þá verið svipt sjálfræði tímabundið, en daginn áður hafði hún verið flutt á spítalann vegna ofneyslu áfengis og lyíja. Stefnan var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær. í henni er málavöxtum lýst á þann veg, að þann 5. júní 1989 hafi konan, sem nú er 35 ára, leitað til Landspítalans vegna ofneyslu áfeng- is og lyfja. Hún hafi þá verið í mikilii misnotkun vímuefna í þrjár vikur, ekki getað sofið næstu nætur á undan, haft ofsóknartilfinningu og ógn- vekjandi ofsóknir. Konan var send í meðferð á lokaðri geðdeild Landspítala, þar sem bráðveikir sjúklingar eru hafðir á sérstökum gangi og eftiriit er stöðugt. Daginn eftir innlögn konunnar var ástand hennar metið svo að óhætt væri að flytja hana á almenn- an hluta deildarinnar. Síðar þann sama dag ákvað hún að hættap' meðferðinni og yfirgefa spítalann, en var stöðvuð á leiðinni út og henni tilkynnt að hún væri svipt sjálfræði tímabundið, eða í 48 stundir, og gæti því ekki farið. í stefnunni kemur fram að konan hafi talið á sér brotið og hún hafi leitað undankomuleiða. Hún hafi veitt því athygli að festing á glugga í svefn- herbergi hafi verið brotin. Umræddur gluggi er veltigluggi, en slíka glugga á ekki að vera hægt að opna nema takmarkað, eða 120 mm. Konan hafi hins vegar getað opnað gluggann það mikið, 160 mm, að hún hafi komist út með fætur á und- an. Þegar hún hafi séð hve langt var niður hafi hún ætlað að hætta við, en misst takið og fallið 5,60 metra niður á möl. Varanleg örorka 40% Við fallið slasaðisC konan í baki og var örorka hennar metin 100% í sextíu mánuði og 40% varan- leg. Konan krefst skaðabóta á þeirri forsendu að starfsmenn á geðdeild hafi gerst sekir um að- gæsluleysi við eftirlit og umönnun, þegar hún var haldin bráðu geðveikisástandi. Hún hafí verið svipt frelsi til að koma í veg fyrir að hún færi af spítal- anum og starfsmenn spítalans því metið það svo að hún gæti á engan hátt gætt hagsmuna sinna sjálf. Þá hafi gluggabúnaður verið í óforsvai'an- legu ástandi og ekki uppfyllt þær lágmarkskröf- ur, sem gera verði með tilliti til þeirra hegðunaraf- brigða sem fram geti komið hjá geðsjúku og bráð- veiku fólki. Loks er vitnað til þess að yfírlæknir hafi staðfest að ellefu sjúklingar hafí farið út um glugga á geðdeildinni á árunum 1984-1991. Nói-Síríus selur sápugerð Áherslan lögð á sæl- gætisfram- leiðsluna HREINLÆTISVÖRUDEILD Nóa-Síríusar, sápuverksmiðj- an Hreinn, hefur verið seld Dalvíkurbæ og var kaupsamn- ingurinn undirritaður í gær. Að sögn Arnar Ottesen, fjármálastjóra Nóa-Síríusar, er nokkuð langt um liðið síðan ákvörðun var tekin um að fyr- irtækið einbeitti sér að sæl- gætisframleiðslu og þannig var kertaframleiðsla Hreins seld til Borðeyrar fyrir 3-4 árum og sérvörudeildin, sem flutti m.a. inn kerti og skyldar vörur, var seld í vor. Fram hefur komið að söluverð hrein- lætisdeildarinnar væri um 14 milljónir króna og sagði Örn það nokkuð nærri lagi. Örn sagði að hreinlætis- vörudeildin hefði verið boðin til sölu í febrúar síðastliðnum. Dalvíkurbær fær allar vélar og vörumerki Hreins og aðstoð við að koma rekstrinum í gang á Dalvík. Áætlað er að með nýja fyrirtækinu skapist 4-6 ný störf á Dalvík. „Við ætlum að snúa okkur að því sem við erum bestir í, sem er að framleiða sælgæti. Þá eru orðin þvílík slagsmál á markaðinum að við ætlum að einbeita okkur að sælgætis- markaðinum. Þá höfum við verið að framleiða hérna í sama húsinu sælgæti og hrein- lætisvörur og kröfurnar eru orðnar þannig að það fer ekki vel saman,“ sagði Örn. . Sátt í Lang- holtskirkju SAMKOMULAG hefur tekist í Langholtskirkju milli séra Flóka Kristinssonar og Jóns Stefánssonar organista kirkj- unnar. Ragnar Fjalar Lárusson, prófastur, sagði í samtali við Morgunblaðið, að í sáttar- gjörðinni kæmi fram að gerð verður starfslýsing þar sem kveðið er á um verkaskiptingu prests og organista. Teknir verði upp að nýju vikulegir starfsmannafundir og vikuleg- ur umræðufundur með sóknar- presti og organista. Afnot af kirkjuhúsi Þá verði tekin upp hið fyrsta umræða um afnot af kirkju- húsinu. Þann umræðuhóp skipi prófastur, sóknarprestur, org- anisti og formaður sóknar- nefndar. Mótaðar verði reglur um afnot.og útleigu kirkjuhúss til tónlistarflutnings. Öll afnot verða færð inn á dagbók og hún látin ráða um forgang til afnota af húsakynnum kirkj- unnar og safnaðarheimilis eins og víða tíðkast, enda verði búið að fastmóta reglur um tónlistarflutning. Gefin verði út yfirlýsing um stöðu flármála, þar með talinn orgelssjóður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.