Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 9 FRÉTTIR A A Formaður LIU um meintan yfirgang Rússa á Reykjaneshrygg Hissa á afstöðu ráðherra KRISTJÁN Ragnarsson formaður Landssambands útvegsmanna kveðst hissa á viðbrögðum Þor- steins Pálssonar sjávarútvegsráð- herra um beiðni LIÚ um að sent verði varðskip á úthafskarfamiðin út af Reykjaneshrygg. „Ég veit ekki hvar varðskip gæti gert meira gagn en þarna við þessar aðstæð- ur,“ sagði Kristján. Kristján sagði að íslendingar væru í samkeppni við aðrar þjóðir um að verða sér úti um veiði- reynslu á þessu svæði áður en rétt- indum til veiða þarna verði skipt á milli þjóða. „Við gerðum okkur alltaf grein fyrir því að varðskip hefði ekki lög- sögu utan 200 mílna enda báðum við ekki um neinar aðgerðir af hálfu varðskips á þessum miðum. Heldur vildum við að varðskip sýndi sig þarna og legði áherslu á það að menn færu að settum reglum. Það veldur okkur þess vegna vonbrigð- um að undirtektirnar eru ekki betri en þetta. Ríkisstjórnin metur þessa hagsmuni ekki meira en svo að við erum að hrekjast af þessum miðum vegna yfirgangs Rússa. Hitt er rétt að við höfum ekki lagt fram skil- merkilegar frásagnir af einstökum atburðum. Við erum að biðja allar útgerðir sem eiga skip á þessu svæði að senda okkur upplýsingar um einstök atvik og mat á því tjóni sem þær kunna að hafa orðið fyrir á veiðarfærum og, með • óbeinum hætti, aflatjóni,“ sagði Kristján. Fj ölsky lduhátíð I hjartans einlægni í HJARTANS einlægni heitir fjöl- skylduhátíð sem hefst í dag að Laugalandi í Holtum. Markmið há- tíðarinnar er að hvetja fólk til að rækta tilfinningasamband sitt við sína nánustu í leik, starfi, fræðslu og við trúariðkun. Það er Sólstöðuhópurinn sem stendur að hátíðinni sem varir til 2. júlí. Hátíðin er ætluð öllum sem hafa áhuga á að bæta mannlífið, rækta tengslin við umhverfið, sína nánustu og sig sjálfa og er sniðin að þörfum ungra sem aldinna, ein- staklinga jafnt sem fjölskyldna. Fj'öldi námskeiða verður í boði fyrir fullorðna sem börn t.d. um kúnstina að láta sér líða vel í sam- settri fjölskyldu, hlustun og nánd á tímum áfalla og sorgar, aga og upp- eldi og hagnýta leiklist. Þá fá börn- in tækifæri til að spreyta sig í smiðj- um þrauta, leiks, tóna, föndurs og trés. Skeljungsbúöin Suðurlandsbraut 4 ••Sími 5603878 'P QaEði í hverjum þrazðif Vönduð ensk ullarteppi Wilton - Axminster - límbundin Á heimli - Hótel - Veitingahús - sali Stök teppi og mottur úr ull Mikil gæðí - Gott verð Epoca - dönsku álagsteppln á stigahús - skrifstofur- -verslanir Sérpöntúnarþjónusta Maelum f- sníðum - /, • 'onfll'1""- TEPPAVERSLUN FRIÐRIKS BERTELSEN Fókafeni 9 s. 568 6266 Nýir aðstoðar- menn ráðherra •GUÐMUNDUR Bjarnason, um- hverfis- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðið sér aðstoðarmenn í um- hverfisráðuneytið og landbúnað- arráðuneytið. Jón Erlingur Jónas- son, líffræðingur verður aðstoðar- maður Guðmundar í landbúnaðar- ráðuneytinu og Guðjón Ólafur Jónsson, lögfræðingur, verður Guð- mundi til aðstoðar í umhverfisráðu- neytinu. ^ Guðjón Ólafur er frá Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, fæddur árið 1968 á Akranesi. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1987 ogembætt- isprófi í lögfræði frá Háskóla ís- lands 1992. Guð- jón Ólafur var framkvæmda- stjóri þingflokks framsóknar- manna 1992-1993 og fulltrúi ríkis- saksóknara 1993-1995. Hann hefur verið formaður Sambands ungra framsóknarmanna frá 1994. Guðjón Ólafur er í sambúð með Kristínu Huld Haraldsdóttur, læknanema, og eiga þau einn son, Hrafnkel Odda, fæddan 1993. Jón Erlingur er fæddur í Reykjavík 1959. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1979, BS prófí í líffræði frá Há- skóla íslands 1983 og Cand scient prófi í ferskvatnsvist- fræði og stofn- erfðafræði frá Óslóar Háskóla 1987. Hann starfaði við ráðgjöf og störf tengd fiskeldi í Noregi og á íslandi 1987- 1989 og var útibússtjóri Rannsókn- arstofunar fiskiðnaðarins á Akureyri 1990. Hann vann við framleiðslu- stjórnun og markaðsmál hjá Fiskaf- urðum 1992-1995. Jón Erlingur hefur verið formaður Framsóknarfé- lags Reykjavíkur frá 1994. Hann er kvæntur Védísi Jónsdóttur, fata- hönnuði, og eiga þau einn son, Jón Freystein, fæddan 1995. Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 70 milljónir Vikuna 22. til 28. júní voru samtals 70.054.428 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt iand. Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staöur: Upphæö kr.: 22.júní Kaffi Mílanó 114.458 22. júní Mónakó 68.743 22. júní Mónakó 75.833 22. júní Café Royale, Hafnarfiröi... 54.112 23. júní Háspenna, Laugavegi 159.811 24. júní Café Króki, Neskaupstað. 172.446 24. júní Háspenna, Hafnarstræti... 60.890 24. júní Pizza 67, Hafnarfirði 80.880 25. júní Flughótel, Keflavík 79.189 27. júní Háspenna, Hafnarstræti... 280.866 Staöa Gullpottsins 29. júní, kl. 14:00 var 7.378.258 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf f 50.000 kr. og Gullpottarnir f 2.000.000 kr. og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta. ÚTSALA - ÚTSALA Margskonar efni með 25% til 50% afslætti. Verslunin Horn, Kársnesbraut 84, Kópavogi, sími 554 1709. 25% afsláttur af frístunda- og sundfatnaði Langur laugardagur á morgun '//•j S/A'Ayf/f Laugavegi 4, sími 551 4473. Ný sending frá comma, Sumarkjólar, blússur, pils oggallabuxur tfÍLL Skólavörðustíg 4a, sími 551 3069 BEOCOM 9500 Leggðu lófann yfir símann • Falleg hönnun • Einstök gæði • egur aðeins 225 gr • Sendistyrkur 2 wött • Minni fyrir númer og nöfn • Hleðsluspennir fylgir • Endingartími rafhlöðu: Taltimi: 1 klst. 40 min. Biðstaða: 20 klst. Verd kr. 73.663 ...þá sérðu hvað hann er lítill.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.