Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Bréfaskipti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði Oddvitinn hafn- aði sáttaboði FORMLEG ósk um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn í Hafnar- firði hefur ekki borist Sjálfstæðis- flokknum, segir í svari Magnúsar Gunnarssonar, oddvita Sjálfstæð- isflokksins, og Valgerðar Sigurð- ardóttur bæjarfulltrúa við bréfi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þeirra Jóhanns G. Bergþórssonar og Ellerts Borgars Þorvaldssonar um að þau komi að meirihlutavið- ræðum við Alþýðuflokkinn. í svarinu kemur einnig fram að ef slík ósk bærist færu þær viðræð- ur fram undir forystu oddvita flokksins og yrði þá öðrum viðræð- um Alþýðuflokks um myndun meiri- hluta að vera lokið. Óskiptur til viðræðna í bréfi þeirra Jóhanns og Ellerts, sem sent er 28. júní, kemur fram að í upphafi viðræðna við Alþýðu- flokkinn hafi þeir tekið fram að þeir væntu þess að Sjálfstæðis- flokkurinn kæmi óskiptur til meiri- hlutaviðræðna. Með bréfinu leituðu þeir sátta og lögðu til að allir bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins kæmu til viðræðnanna. Þær væru á byrjunarreit og öll málefnaum- ræðá framundan og fleira er tengd- ist samstarfi tveggja flokka í bæjar- stjórn. 18 af 22 lýst stuðningi „Ég óskaði eftir því við Ellert Borgar að hann kæmi með okkur Valgerði til fundar með Alþýðu- flokknum í síðustu viku en hann fór með Jóhanni," sagði Magnús Gunn- arsson. „í þessu bréfi var í raun verið að óska eftir að við kæmum í viðræður sqm þeir eru að stjórna. Það sér hver maður að það gengur ekki upp að tveir bæjarfulltrúar fari á eigin vegum til viðræðna við Alþýðuflokkinn og ætla síðan að teyma oddvita Sjálfstæðisflokksins inn í þær viðræður.“ Magnús sagði að á tveimur fundum, sem haldnir voru í vikunni með fulltrúaráði og frambjóðendum Sjálfstæðisflokks- ins, hafi 18 af 22 frambjóðendum lýst yfir stuðningi við sig. „Viðræð- urnar eru komnar það iangt að Alþýðuflokkurinn er að velja sér bæjarstjóra. Varla hafa þeir ætlast til að við kæmum inn núna án þess að hafa nokkuð um það að segja. Hefðu þeir virkilega viljað sýna sáttahug í verki hefðu þeir að sjálf- sögðu slitið viðræðum við Alþýðu- flokkinn. Það væri þá Alþýðuflokks- ins að helja viðræður við þá sem þeir teldu að færu með umboðið.“ Jóhann G. Bergþórsson sagði að þeir Ellert litu á svarið sem höfnun á sáttaboði. „Þó að við slitum þess- um viðræðum er ekki líklegt að Magnúsi Gunnarssyni yrði gefinn kostur á viðræðum," sagði Iiann. „Þetta tilboð okkar til þeirra var gert með fullri vitund og samþykki Alþýðuflokksins, þannig að þarna var opin leið fyrir bæjarfulltrúana að koma að viðræðunum án þess að deilt væri um oddvitatitil. Það var engin krafa um það frá okkur hver hefði þann kross að bera held- ur kæmum við öll fram fyrir hönd fiokksins. Því hefur verið hafnað." ------»-♦-«------ Búið að ákveða bæj- arstjóra INGVAR Viktorsson, oddviti Al- þýðuflokksins, segir að búið sé að taka ákvörðun um hver verði næsti bæjarstjóri. Hver það er yrði hins vegar ekki upplýst fyrr en á bæjar- stjórnarfundi í næstu viku. Minnihluti í nefndum Þar sem kosið er í nefndir bæjar- ins til fjögurra ára mun væntanleg- ur meirhluti vera í minnihluta í nokkrum nefndum svo sem skóla- nefnd og í hafnarstjórn. Öðru máli gegnir um húsnæðisnefnd. í henni eiga sæti fjórir bæjarfulltrúar, tveir frá meirihluta og tveir frá minni- hluta og þrír frá verkalýðshreyfing- unni. „Þetta verður að hafa sinn gang,“ sagði Ingvar. „Nema menn sýni þá trúmennsku að segja af sér en það gerir væntanlega enginn." FRÉTTIR Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans hefur ekki fengið leyfi til að koma á vaktakerfi fyrir starfsfólk deildarinnar svo að hægt sé að gera bráðaaðgerðir þegar þeirra er þörf 83 eru skráðir á biðlista hjá Land- spítalanum vegna hjartaaðgerða Leyfi fyrir vaktakerfi ekki fengist GRÉTAR Ólafsson yfirlæknir hjarta- og lungnaskurðdeildar Landspítalans segir að nú séu 83 sjúklingar skráðir á biðlista eftir hjartaaðgerðum á spítalanum. Hann segir að hingað til hafi hending einungis ráðið því hvort tekist hafi að fá nægan mann- skap. Nauðsynlegt sé að hafa tvo skurðlækna í hverri hjartaaðgerð en sem stendur er einn á vakt í senn. „Þetta er öryggisatriði því ef fólk veikist bráðhættulega í hjarta eða stóru slagæðunum í bijósthol- inu getum við komið eins og skot og gert aðgerð í stað þess að sá sem er á vakt setjist við símann til að hringja fólk út. Því það er auðvitað undir hælinn lagt hvort tekst að ná mannskapnum saman. Það svekkir okkur mjög að þurfa að standa í því.“ Grétar segir ennfremur að verið sé að endurnýja hjarta- og lungna- skurðdeild spítalans, sem tekur 21 rúm, og því hafi húsnæði lýta- lækningadeildar verið fengið að láni á meðan. „Þar eru rúm fyrir 11 sjúklinga og þetta varir í átta vikur yfir sumarið þannig að við verðum að draga úr aðgerðum þennan tíma,“ segir hann. „Við höfum gert að minnsta kosti sex aðgerðir á viku og stund- um farið upp í átta en getum ekki búist við að gera nema fjórar á viku þessa dagana,“ segir Grét- ar. Hann vill ekki fullyrða um hættuna sem sjúklingunum stafar af bið eftir aðgerð, sem getur verið frá þremur upp í sex mán- uði. „Við höfum verið svo lánsöm að geta sinnt þeim sem í mestri hættu hafa verið þannig að það er mjög sjaldgæft að fólk látist á biðlista hjá okkur. Á síðasta ári dó enginn. Það hafa kannski dáið 1-3 á biðlista," segir hann. írskar kannanir sýna að dánar- líkur hjartasjúklinga sem fara strax í aðgerð séu 1% en tífaldist síðan ef sjúklingurinn þarf að bíða. „Þeir eru með ennþá verri biðlista en við. Dánartíðni í aðgerð er mjög lág hjá okkur. Við tökum sjúklinga í mjög erfiðar og áhættusamar aðgerðir sem til skamms tíma var vonlaust að eiga við, ekki einu sinni með því að senda út. Við ráðumst í þetta að nóttu sem degi þegar við getum smalað hópnum saman. Við þurf- um að geta kallað til hjarta- og lungnavélarsérfræðing, svæfinga- lækni og skurðstofufólk. Þegar þetta ber brátt að, til dæmis að nóttu eða um helgar, hringjum við á milli okkar og reynum að hóa fólkinu saman. Það hefur nú tekist furðuvel hingað til en þetta gengur varla, sérstaklega að sum- arlagi þegar fólk vill bregða sér úr bænum, til dæmis um helgar. Án öruggrar bráðaþjónustu Ég er margbúinn að skrifa stjórnarnefnd og ráðherra um þetta því þetta er eini sjúklinga- hópur landsins, mér vitanlegaj sem ekki hefur aðgang að bráða- þjónustu alla daga ársins. Því miður hefur mér ekki tekist að fá þetta í gegn ennþá.“ Grétar segir að biðlistinn hafi farið upp í 100 nöfn til skamms tíma vegna hrinu af hjartaþræð- ingum. „Síðan höfum við verið að beijast við að vinna listann niður aftur. Þessi fækkun á rúmum sem við þurfum að sætta okkur við meðan verið er að gera við deild- ina setur okkur í erfiða aðstöðu. Það er ekki skemmtilegt að búa við þetta því við viljum koma bið- listunum niður í 30-34 manns. Það er eðlilegur fjöldi því alltaf eru einhveijir sem vilja bíða eitthvað til þess að ganga frá sínum málum og undirbúa sig á annan hátt. Það er biðlisti sem við ráðum mjög vel við. Við getum farið upp í átta aðgerðir á viku ef allt er eðlilegt, en sem stendur gerum við fjórar,“ segir Grétar en hann teíur að gera þyrfti um tíu aðgerðir á viku til að koma biðlistanum í ásættan- legt horf. Lítill árangur af 14 tíma sáttafundi yfirmanna á farskipum og vinnuveitenda Átta skip hafa stöðv- ast í verkfallinu SÁTTAFUNDI yfirmanna á far- skipum og vinnuveitenda var frest- að um sjöleytið í gærmorgun og hafði þá lítið miðað í samkomulagsátt, skv. upplýsing- um Morgunblaðsins. Fundurinn stóð yfir frá kl. 17 á miðvikudag eða í alls 14 tíma. Nýr fundur var boðaður kl. 22 í gærkvöldi. Flugsamgöngur til Vestmanna- eyja komust í eðlilegan farveg í gær og fóru vélar Flugleiða þijár ferðir til Eyja. Samkvæmt upplýs- ingum Stýrimannafélags íslands hafa átta kaupskip og feijur nú stöðvast vegna verkfalls yfír- manna. „Þessu þokaði ekki saman í nótt. Það skýrðust þó nokkur mik- ilvæg atriði sem eiga að geta hjálp- að til að halda áfram en ákveðin atriði sem hafa komið upp á borð- ið standa enn í vegin- um,“ sagði Þórarínn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSI. Benedikt Þ. Valsson, framkvæmdastjóri FFSÍ, vildi ekkert tjá sig um stöðu mála í gær. Atvinnurekendur segja að verkfallið sé þegar farið að hafa alvarlegar afleiðingar og telja að vinnudeilur og verkföll í sumar hafi valdið þjóðarbúinu miklu tjóni. Geir A. Gunnlaugsson, stjórnar- formaður Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Lands- virkjunar, segir að verkfall yfir- manna á farskipum geti haft allt að því jafnneikvæðar afleiðingar fyrir viðræður um stækkun álvers- ins í Straumsvík og ef komið hefði til verkfalls starfsmanna álversins sjálfs. „Það var verið að leggja að starfsmönnum álversins í Straumsvík að fara ekki í verkfall vegna áhrifa á möguleika á stækkun álversins en það er áfram alvarlegt ástand í því sambandi vegna verkfalls yfir- manna á farskipum. Ég mundi segja að það hafi allt að því jafnslæm áhrif og verkfall í álver- inu sjálfu hefði haft,“ sagði Geir. Hann sagði að menn hefðu vonast til að neikvæðum áhrifum verkfallsumræðu á hugmyndir Alusuisse-Lonza um stækkun ál- versins hefði verið eytt með samn- ingum við starfsmenn álversins og því væri mjög óheppilegt að upp kæmi strax í kjölfarið verk- fall sem hefði í för með sér að fyrirtæki í útflutningi gætu átt á hættu að geta ekki afhent vöru á þeim tíma sem samningar gerðu ráð fyrir. „Þó að mjólkurskorturinn í Vestmannaeyjum sé stóralvarlegt mál, er það smámál í samanburði við það tjón sem atvinnulífið í heild er að verða fyrir,“ segir Þór- arinn V. Þórarinsson. „Allir þeir sem þurfa með einum eða öðrum hætti á flutningum landa í milli að halda, hafa orðið fyrir tugmillj- óna tjóni vegna verkfallsboðana á þessu sumri og þessara verkfalls- aðgerða nú. Ef ekki er hægt að standa við viðskiptasamninga okk- ar erlendis, erum við að stefna í voða fisksöluhagsmun- um okkar, því verðið sem við fáum fyrir fisk- afurðir okkar erlendis er ekki síst endurgjald fyrir áreiðanleika," sagði Þórarinn. Vinnuveitendasambandið hefur áætlað að að fiskimannaverkfallið hafi kostað þjóðarbúið um Vz% minni hagvöxt á þessu ári en ella hefði orðið og um 5-600 færri störf í atvinnulífinu, að sögn Þórarins. Hagsmunaaðilar í ferðaþjón- ustu í Vestmannaeyjum hafa sent frá sér yfírlýsingu vegna áhrifa verkfalls yfírmanna Heijólfs á ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Bent er á að stöðvun Heijófs hafi ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér. „Frá miðvikudegi fram á sunnu- dag nk. tapast hvorki meira né minna en kr. 3.950.000,- einungis hjá tveimur aðilum í Eyjum. Af- pantanir eru einnig farnar að streyma inn fyrir þá hópa sem pantað eiga hér í næstu viku. Þá er ekki talið með það tjón sem verkfallið hefur á markaðssetn- ingu okkar og þá neikvæðu ímynd sem það skapar. í Vestmannaeyjum starfa hvorki fleiri né færri en 130-150 manns í ferða- þjónustu á sumrin og um 80 á veturna. Þetta fólk situr nú aðgerða- laust og hlustar á fréttir í þeirri von að menn vitkist og setjist niður og leysi þetta mál,“ segir í yfirlýsingu sem 13 forsvars- menn ferðaþjónustu í Eyjum hafa undirritað. Verkföll valda þjóðarbúinu miklu tjóni Skaðarferða- þjónustuna í Eyjum mikið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.