Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Listasumar Illugi Eysteinsson vinnur við verk sitt Minningu í Glugganum BBöflÖtanBHOGl Q& OWB BQDDGIQfiB JÓNAS Viðar Sveinsson sýnir í Glugganum í göngugötunni. Hann nam við Myndlistarskólann á Akur- eyri, útskrifaðist 1987 og varvið nám í Carrara á Ítalíu árin 1990-1994 þar sem hann hlaut hæstu mögulega einkunn. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis. Tónleikar danska kórsins Vocal- erne undir stjórn Mogens Hellmer Petersen verða í Glerárkirkju í kvöld, föstudagskvöld kl. 20.30. Útiskákmót á vegum Skákfélags Akureyrar verður í göngugötunni í dag kl. 16.00. Djasssveifla á Hótel KEA HÓTEL KEA býður upp á djass- sveiflu öll föstudagskvöld í sumar og verður fyrsta djasskvöldið í kvöld, föstudagskvöldið 30. júní. Djasstríóið Skipað þeim leikur fyrsta kvöldið, en fjölmargir munu taka þátt í djassveiflu sumarsins, m.a. Björn Thoroddssen, Sigurður Flosason og Þórir Baldursson. Djasskvöldin eru fyrir matar- og bargesti Hótels KEA og er aðgangur ókeypis. ------».■*------- Dalvískir lions- menn ge fa í sundlaugarsjóð LION SKLÚBBUR Dalvíkur kom færandi hendi á Kristnesspítala ný- lega, en klúbbfélagar afhentu yfir- mönnum endurhæfíngardeildar spít- alans 300 þúsund krónur sem rennur í sundlaugarsjóð. Lionsklúbbar víða að hafa látið fé af hendi rakna til þessa verkefnis, en til stendur að hefjast handa við sundlaugarbygg- inguna næsta haust. Þegar hafa safnast tæpar 7 milljónir króna til byggingarinnar. Morgunblaðið/Rúnar Þór FJÖLMARGIR hafa fylgst með listsköpun Illuga Eysteinssonar, ills, í göngugötunni í Hafnarstræti. LISTAVERKIÐ Minning sem fjöllistamaðurinn Illugi Eysteins- son, illur, hefur unnið að í sam- vinnu við vegfarendur og hóp unglinga úr Gagnfræðaskólanum á Akureyri, hefur vakið óskipta athygli þeirra sem leið eiga um göngugötuna í Hafnarstræti. Verkið er unnið í Glugganum, i Vöruhúsi KEA sem er einn hluti Listasumars og munu nokkrir iistamenn sýna þar verk sín fram í ágústmánuð og er Illugi sá fyrsti í röðinni. Vegfarendur taka þátt í listsköpuninni Verkið samanstendur af 40 plötum 60x60 að stærð og er þeim komið fyrir á bakvegg sýn- ingargluggans. Listamaðurinn hefur síðustu daga málað þekkt- ar byggingar á Akureyri og önn- Vegfarendur fylgjast með og taka þátt ur mannvirki eða hvað eina sem fyrir augu hefur borið. Síðla dags hafa plöturnar verið teknar niður og færðar út fyrir gluggann þar sem vegfarendur hafa fengið tækifæri til að halda sköpun verksins áfram með því að bæta við og mála sínar eigin myndir. Hópur unglinga hefur svo tekið við og lokið sköpun dagsins með því að sprauta á verkið eigin nöfnum, eða skoðun- um á lífinu og tilverunni. Listamaðurinn lauk við verkið í gær og var það boðið upp í Ketilhúsinu í gærkvöld. Fatlaðir njóta afrakstursins Stór hluti af söluverðinu renn- ur til hóps fatlaðra sem hyggur á ferðalag til Noregs um miðjan ágúst. Um er að ræða nokkra íbúa sambýla sem sumir hverjir eiga ekki almennt kost á miklum ferðalögum vegna hreyfihömlun- ar, en þessi ferð er m.a. farin í tilefni af sextugsafmæli eins þátttakenda og til að gefa öðrum kost á tilbreytingu og nýrri Iífs- reynslu. Um leið eru endurgoldn- ar heimsóknir Norðmanna til Akureyrar en af og til mörg undanfarin ár hefur hópur þroskaheftra frá Tönsberg kom- ið til Akureyrar og hefur Svæðis- skrifstofa um málefni fatlaðra ásamt fleirum greitt götu þeirra. Bæjarráð Akureyrar Atvinnu lausu skóla- fólki útveg- uð vinna KÖNNUN á atvinnuhorfum skólafólks, 17 ára og eldra á Akureyri, sem starfsmanna- stjóri Akureyrarbæjar, Karl Jörundsson, gerði nýlega leiddi í ljós að 67 manns höfðu ekki fengið atvinnu í sumar, 37 karl- ar og 30 konur. Af þessum hópi voru 11 á einhveijum at- vinnuleysisbótum. Áætlaður kostnaður bæjar- félagsins við að útvega þessum hópi fólks vinnu í 6 vikur í sum- ar er rúmlega 6,3 milljónir króna. Bæjarráð samþykkti á fundi í gær að gefa þeim, sem ekki hafa fengið vinnu, kost á vinnu í 6 vikur og jafnframt var sam- þykkt að sækja um styrk úr Atvinnuleysistryggingasjóði til verkefnisins. Ragnhildur verður jafn- réttis fulltrúi BÆJARRÁÐ hefur samþykkt að veita Ragnhildi Vigfúsdóttur, sagn- og mannfræðingi, ritstjóra Veru, starf jafnréttis- og fræðslufulltrúa Ákureyrarbæjar. Fimm sóttu um starfið, þijár konur og tveir karlar. Undir- búningshópur vegna ráðningar í starfíð mæiti með því að Ragn- hildur yrði ráðin úr hópi um- sækjenda og tók fræðslunefnd undir það. Styrkur vegna áætl- unarferða SAMÞYKKT var á fundi bæj- arráðs Akureyri að veita Sér- ieyfisbílum Akureyrar 500 þús- und króna styrk vegna áætlun- arferða í Skíðastaði síðastliðinn vetur. Fjárveitingu er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlun- ar. Bæjarráð beindi því til full- trúa í íþrótta- og tómstundaráði að taka til skoðunar fyrirkomu- lag áætlunarferða í Skíðastaði fyrir komandi vetur. Jasstríóið „Skipað þeim" I léttri sveiflu fyrir matar- og bargesti föstudagskvöld. t Wlargréti Eir. ‘Jíótd JÓEd SÍmi 462 2200. l » | C : I i t l i » í I : r- E I I í r \ \ : I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.