Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 15 Laxá í Aðaldal Þrjátíu þúsund gönguseið- um sleppt Laxamýri - Gönguseiðum frá Norðulaxi var sleppt á dögunum í sjö sleppitjarnir í Laxá í Aðal- dal eins og tvö undanfarin ár. Þetta er hálfum mánuði seinna en vepja er til en mikilvægt er að venja seiðin við árvatnið áður en þau fara til hafs. Hluti þessara seiða var merkt- ur vegna rannsókna á eldisferl- um til þess að reyna að auka endurheimtur laxastofnsins í Laxá. Þótt mikil þekking og reynsla sé fyrir hendi hvað varð- ar sleppingu gönguseiða er enn langt í land að þau skili sérí Morgunblaðið/Atli Vigfússon GUÐNI Guðbergsson frá Veiðimálastofnun, Sigurður Guðjóns- son og Jón Helgi Björnsson frá Norðurlaxi. sama mæli og náttúruleg seiði en með stöðugum rannsóknum telja menn að hægt sé að bæta árangur fiskiræktarinnar. Samanburður á endurheimtum gönguseiða er samstarfsverkefni Norðurlax, Veiðifélags Laxár og Veiðimálastofnunar og eru seiðin alin einu ári lengur en venjuleg sleppiseiði. Hugsunin á bak við lengri eldisferil er að reyna að líkja betur eftir því sem gerist í ánum og fá þannig öflugri seiði. A næstunni verður 40.000 seið- um sleppt í ána og 15.000 stórum haustseiðum í lok september. Ahugi er mikill á þessum verk- efnum bæði meðal bænda og veiðimanna og hefur döpur lax- veiði á siðasta ári ekki dregið úr mönnum að fylgja eftir öflugu ræktunarstarfi. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson HREPPSNEFND ásamt tæknimönnum kemur sér saman um staðsetningu laugarinnar. Söfnun vegna húss sem hrundi Hólmavík - Lionsklúbbur Hólma- víkur hefur hafði söfnun til handa Jóni Ólafssyni og fjölskyldu hans. Nýlega hrundi gafl hússins með þiem afleiðingum að húsið er gjöró- nýtt. Var Jón ótryggður fyrir tjóni af þessu tagi og stendur hann og fjölskylda hans því uppi húsnæðis- laus. Hefur Lionsklúbburinn opnað reikning í Búnaðarbanka Islands á Hólmavík þar sem hægt er að leggja inn framlög. Hvetur klúbburinn ein- staklinga, félög og fyrirtæki á Ströndum til að sýna samhug og taka þátt í söfnuninni. Reiknings- númer er 0316-13-1000. Hálfrar aldar afmæli Raufarhafnar Hólmvíkingnm sér staklega boðið í afmælisveisluna RAUFARHAFNARHREPPUR verður 50 ára á þessu ári en honum var skipt út úr Presthólahreppi árið 1945 samkvæmt ákvörðun stjórn- valda en á móti vilja íbúa staðarins. Afmælisins verður minnst á ýms- an hátt á afmælisárinu og ber þar hæst afmælishátíðina sem haldin verður dagana 21.-23. júlí nk. Framkvæmdastjóri hennar er Örn Ingi Gíslason íjöllistamaður frá Akureyri. Dagskrá hátíðarinnar verður fjöl- breytt. Þar verður meðal annars að finna atburði í formi leiklistar, myndlistar, söguskoðunar, íþrótta, hestamennsku og tónlistarflutnings auk dansleikja. Forseti íslands kem- ur í heimsókn laugardaginn 22. júlí. íbúar Hólmavíkur, sem er vinabær Raufarhafnar, munu að öllum lík- indum fjölmenna og setja sinn svip á afmælishátíðina, en þeim var öll- um sent persónulegt boðsbréf. Jökull hf. og Fiskiðja Raufar- hafnar bjóða til matarveislu laug- ardaginn 22. júlí, þar sem boðið verður upp á íjölbreytta rétti úr sjávarfangi. Þar gefst hátíðargest- um kostur á að njóta afurða Fisk- iðju Raufarhafnar, sem hefur ný- lega fengið viðurkenningu sem fremsta hús gæðalega séð af þeim húsum sem selja afurðir sínar gegn- um Coldwater Itd. í Bandaríkjunum. Stórdansleikur verður í ný- byggðu íþróttahúsi á laugardags- kvöldið, þar sem hljómsveit Geir- mundar Valtýssonar leikur fyrir dansi. í tengslum við hátíðina hefur Raufarhafnarhreppur ráðist í það verkefni að gera kvikmynd sem tekin er á staðnum. Aðalleikari í kvikmyndinni er Þráinn Óskarsson, áhugaleikari frá Vestmannaeyjum, en Leikfélag Raufarhafnar ber hit- ann og þungann af verkinu af hálfu heimamanna. Örn Ingi semur hand- rit og leikstýrir en Samver hf. á Akureyri annast kvikmyndatöku og tæknivinnu. Fyrri hluti myndarinnar var tek- inn upp í apríl en síðari hluti henn- ar verður tekinn upp á afmælishá- tíðinni í sumar. Fyrri hluti myndar- innar verður sýndur á hátíðinni. Þetta mun vera í fyrsta sinn að ráðist er í gerð slíkrar myndar af hálfu áhugaleikfélags á íslandi. Hún verður í fullri lengd og er ætluð til sýningar í kvikmyndahús- um og verður einnig fjölfölduð á myndbandsspólur. Með þessu framtaki er stefnt að því að sýna líf í litlu sjávarþorpi á Islandi með þeim sérkennum sem Raufarhöfn hefur upp á að bjóða auk þess að hnýta þar við atburðum sem gerast á afmælishátíð íbúanna í tilefni af 50 ára afmæli sveitarfé- lagsins, Fegrunarátak í hreppnum Mikil áhersla hefur verið lögð á tiltekt og fegrun þorpsins í tengsl- um við afmæli sveitarfélagsins. Á hátíðarfundi 7. janúar sl. vetur var samþykkt að vinna að umhverfis- áætlun fyrir sveitarfélagið. Fyrstu skrefin þar að lútandi hafa þegar verið tekin með öflugu hreinsunar- starfi í vor, bæði í fjörunum og inni í þorpinu. Drasl hefur verið hreinsað af lóðum, skúrar rifnir og bílhræ fjarlægð. Slippfélagið gerði Raufar- hafnarhreppi hagstætt tilboð í úti- málningu þannig að fjöldi húsa hef- ur verið málaður á undanförnum vikum eftir að hlýnaði. Staðsetning sund- laugar ákveðin Vaðbrekku - Hreppsnefnd Jökul- dalshrepps kom saman þann 12. júní til að ákveða staðsetningu sundlaugar við Skjöldólfsstaða- skóla. Það var seint á síðasta vetri sem hreppsnefnd ákvað að hafa maka- skipti við Egilsstaðabæ á gömlu sundlauginni þar og fjórhjóladrif- inni eitt hundrað hestafla dráttarvél sem Jökuldalshreppur átti og hafði notað til snjómoksturs. Á fundi hreppsnefndar komu Sveinn Þórarinsson verkfræðingur og Elís Eiríksson tæknifræðingur og voru þeir hreppsnefndinni til ráðuneytis og munu teikna þetta sundlaugarmannvirki. Þegar hreppsnefnd hafði komið sér saman um staðsetningu laugarinnar ásamt Snæþóri Vernharðssyni, formanni Unemennafélags Jökuldælinga, tóku tæknimennirnir við og stungu út laugarstæðið. Því næst tók Ingi- finna Jónsdóttir, bóndi á Hvanná, fyrstu skóflustunguna fyrir sund- lauginni en Ingifínna hóf fyrst máls á að sundlaug skyldi byggð við Skjöldólfsstaðaskóla fyrir rúm- úm tólf árum í kjölfar byggingar heimarafstöðvar sem þá var tekin í notkun við skólann. Þessi rafstöð er nú grunnurinn að byggingu sundlaugar nú því hún sér lauginni fyrir ódýrri orku til að hita laugina upp. Laugarframkvæmdirnar hefjast allra næstu daga því gamla sund- laugin á Egilsstöðum verður til af- hendingar eftir 17. júní er Egils- staðabúar taka í notkun nýja sund- laug. Vonast er til að hægt verði að taka laugina í notkun seint í sumar. LOKAÚTKALL Aðeins 12 sæti laus QATLA 4 4 íftURVAL-ÚTSÝN trygging fyrir gæAum Lágmúla 4, í Hafnarfirði, i Keflavík, á Akureyri, á Selfossi - og bjá umboðsmönnum um land allt. RéttarhötcUn flNDI íanipakka 2.120, eKKi innilalin Bækur mánaðarins sam Saga mánaðarins Glerárgötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 462 4966

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.