Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuter Deila um arf Averells Harrimans Sendiherrann í París borgar ekki Washington. Daily Telegraph. SAMKOMULAG Pamelu Harri- man, sendiherra Bandaríkjanna í París, og barnabarna eiginmanns hennar, Averells Harriman, um skiptingu arfs er farið út um þúf- ur. Ástæðan er sú að sendiherrann óttast að skerfur hennar verði of lítill til þess að hún geti viðhaldið óbreyttum lifnaðarháttum. Barnabörnin halda því fram, að frú Harriman hafi sólundað miklum hluta auðæfa sem afi þeirra ánafn- aði þeim áður en hann lést 1986. Averell Harriman auðgaðist á járn- brautarekstri og var um tíma ríkis- stjóri New York. Með lögsókn og opinbert stríð yfir höfði sér féllst frú Harriman, sem er 75 ára, á að borga barna- börnunum sex og eftirlifandi dóttur eiginmanns hennar jafnvirði 12,5 milljóna punda. Nú hefur hún hins vegar hætt við og eru mótleikarar hennar í fjöl- skylduharmleiknum æfir fyrir vikið. Pamela Harriman fæddist í Bret- landi og var gift Randolph Church- ill, syni Sir Winstons Churchill. Er hún giftist Averell Harriman var hann um áttrætt en hún 51. Eftir brúðkaupið gerðist hún fjáröflunar- stjóri Demókrataflokksins og komst til mikilla áhrifa, sem tryggðu henni sendiherrastarfið. Jeltsín stendur fast á réttindum Rússa í Tsjetsjníju Kósakkar krefjast að heyra undir Moskvu Moskvu. Reuter. Geimfeij- an Atlantis leggst að Mír BANDARÍSKA geimfarið Atlantis lagðist í gær að rússn- esku geimstöðinni Mír og það var söguleg stund þegar áhafn- ir geimskipanna féllust í faðma og skiptust á gjöfum um tveim- ur klukkustundum síðar. í skeyti frá fréttastofunni Reuter sagði að þar hefðu „andstæðingarnir fyrrverandi úr kalda stríðinu sameinast í samstarfsanda nýrra tíma“. Hér sjást Anatolíj Solovjev, stjórnandi Mír, og geimfarinn Gennadíj Strekalov fagna bandarisku geimförunum. STJÓRNVÖLD í Moskvu eru stað- ráðin í að standa fast á rétti rúss- neskra íbúa í Tsjetsjníju í friðarvið- ræðum við fulltrúa uppreisnar- manna. Á fundi öryggisráðs Rúss- lands í gær minnti Borís Jeltsín for- seti auk þess á kröfur rússneskra kósakka um að tvö svæði, þar sem þeir eru í meirihluta, yrðu skilin frá héraðinu. Forsetinn sagði að enn væri ráðist á varðstöðvar Rússa í Kákasushéraðinu, þrátt fyrir vopna- hléð. Kröfur kósakkanna eru sagðar mjög viðkvæmt mál sem gætu hleypt viðræðum um lausn á deilunum vegna sjálfstæðiskrafna Tsjetsjena í bál og brand. Friðarviðræðunum í Grosní var hætt í gær til að fulltrúar gætu ráðgast við æðstu menn sína. Forsetinn sagði að uppgjöfin fyrir gíslatökunum í Búdennovsk fyrir skömmu hefði valdið því að sumir af skæruliðaforingjunum S Tsjetsjníju hefðu aukið enn árásir sínar á rússn- eska herliðið. Þeir neituðu að taka þátt í friðarumleitununum sem Ör- yggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÓSE, stendur fyrir. Jeltsín sagði að það hefði verið rétt ákvörðun að hefja viðræður við fulltrúa uppreisnarforingjans Dzok- hars Dúdajevs þegar gíslamálinu í Búdennovsk lauk. Hann lagði hins vegar áherslu á að Rússar myndu krefjast þess að fólk af rússneskum stofni, búsett í Tsjetsjníju, fengi auk- inn hlut í stjómsýslu héraðsins. Rússlandsforseti hlífði ekki ráð- herrum sínum á fundinum í gær er hann gagnrýndi viðbrögð örygg- issveita við gíslatöku tsjetsjenskra uppreisnarmanna í Búdennovsk. „Lítt færar“ „Atburðirnir í Búdennovsk sýndu Rússum og öllum jarðarbúum að sérsveitirnar eru lítt færar um að ráða við flókin viðfangsefni.“ Hann sagði að óhjákvæmilegt hefði reynst að láta undan gíslatökunum til að bjarga lífi hundraða saklausra borg- ara en um leið hefðu verið hundsa- aðar alþjóðlegar hefðir sem kvæðu á um að hryðjuverkamönnum skyldi svara af festu. 40 ár fyrir tilræði við Clinton Washington. Reuter. FRANCISCO Duran var í gær dæmdur í fjörutíu ára fangelsi fyrir að sýna Bill Clinton Banda- i'íkjaforseta banatilræði í október. Ákæruvaldið krafðist þess að Duran yrði dæmdur í lífstíðarfang- elsi á þeirri forsendu að slíkur dómur yrði öðrum víti til varnað- ar. Charles Richey dómari hafnaði því, en sagði að Duran myndi þurfa að afplána allan dóminn. Eric Dubelier kvað líklegt að Dur- an yrði hleypt út eftir 35 ár ef hann hegðaði sér vel. Duran þreif kínverska hríð- skotabyssu undan rykfrakka sín- um og hóf skothríð fyrir utan Hvíta húsicf í október á síðasta ári. Tveir ferðamenn yfirbuguðu hann meðan hann hlóð byssu sína. Hálf öld liðin frá því að stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna var undirritaður Skuldimar meiri og bjartsýnin minni FULLTRÚAR íslands á fyrsta Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1946. Frá vinstri: Thor Thors, sendiherra og formaður sendinefndarinnar, Finnur Jónsson, dómsmálaráðherra, Bjarni Benediktsson, borgarstjóri, og Ólafur Jóhannesson, lögfræðingur. HÁLFRAR aldar afmæli Samein- uðu þjóðanna (SÞ) nú á þessu ári ber upp á óvissutíma í sögu sam- takanna, sem eru ákaflega ólíkir þeirri bjartsýni sem ríkti á fyrstu árum samtakanna. Bill Clinton, Bandaríkjaforseti, stýrði afmælis- fögnuði í San Francisco á mánu- dag, þegar haldið var upp á að 50 ár voru liðin frá því stofnsáttmáli SÞ var undirritaður þar í borg, 26. júní 1945. í Óperuhúsinu steig Clinton í sömu pontu og Harry Truman, sem var forseti 1945, stóð í þegar hann ávarpaði stofnfundinn fyrir hálfri öld. Hugmyndin að Sameinuðu þjóð- unum kviknaði á árunum 1941 og 1942 hjá þeim Franklin Roosevelt, Bandaríkjaforseta, og Winston Churchill, forsætisráðherra Bret- lands. Nasistar réðu þá lögum og lofum í Evrópu og höfðu ráðist til atlögu við Sovétríkin. í endurminn- ingum Churchills kemur fram, að nafnið, Sameinuðu þjóðimar, var hugmynd Roosevelts. Aðild íslands Á ráðstefnu þeirra Churchills, Roosevelts og Jósefs Stalíns á eynni Jalta 3.-11. febrúar 1945 náðist samkomulag um að svoköll- uðum Samstarfsríkjum SÞ yrði boðið að gerast stofnaðilar, ef rík- in, sem voru um tíu talsins, segðu Öxulveldunum stríð á hendur fyrir 1. mars það ár og undirrituðu Yfir- lýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1. janúar 1942. Island var eitt þessara tíu Sam- starfslanda. Mönnum hér heima kom saman um að mikilvægt væri að mæta til fyrirhugaðrar ráð- stefnu í San Francisco, en með öllu væri fráleitt að ísland segði öðrum löndum stríð á hendur. Bæði var nefnt að ísland hefði lýst yfir ævar- andi hlutleysi og eins sýndist mönn- um lítið vit í því að vopnlaust land færi í stríð. Farið var fram á undanþágu frá þessu skilyrði, en engu varð þokað; málamiðlunartillögur þóttu ekki aðgengilegar. Því varð það, að ís- land var hið eina af Samstarfsríkj- unum sem ekki féllst á þetta skil- yrði og varð því ekki stofnaðili SÞ fyrir hálfri öld í San Francisco. Hins vegar var íslandi veitt aðild í nóvember 1946. Þeim sem muna eftir SÞ á fýrstu árunum, þegar hafist var handa við að gæta friðar f miðju kalda stríðinu, þykir mörgum sem nú sé einblínt á svörtu hliðarnar. Félagsandi Það ríkti félagsandi meðal stofn- þjóðanna fímmtíu og einnar, síð- sumars 1946, þegar starfsemin hófst, þrátt fyrir versnandi sam- skipti Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna. Til að byrja með náðist góð- ur árangur, þótt kastljós fjölmiðla beindist oftast að Sovétmönnum sem voru duglegir að beita neitun- arvaldi sínu í Óryggisráðinu. Líklega gleymist þó seint vel meint, en heldur óheppilega orðuð hvatning fastafulltrúa Bandaríkj- anna, Warren Austin, til gyðinga og araba sem áttu þá í deilum vegna framtíðar Palestínumanna. Bað Austin báða aðila að líta á deiluna með „góðu, kristilegu hug- arfari". Seint á fimmta áratugnum bauð bandaríski embættismaðurinn Barney Baruch Sovétmönnum að- gang að upplýsingum, sem þá voru leynilegar, um hvernig smíða mætti kjarnorkusprengju. Sovéski utan- ríkisráðherrann, Vjateslav Mo- lotov, afþakkaði. Stofnsáttmálinn tók formlega gildi 24. október 1945. Allshetjar- þingið kom fyrst saman í London 10. janúar árið eftir, og 1. febrúar var norðmaðurinn Trygve Lie kjör- inn fyrsti aðalritari. í árslok 1948 samþykkti Alls- heijarþingið alþjóðlegu mannrétt- indayfirlýsinguna, og tuttugu árum síðar var gert samkomulag um tak- mörkun á útbreiðslu kjamorku- vopna. Suður-Afríku var vísað af Alls- hetjarþinginu 1974 vegna aðskiln- aðarstefnu stjórnvalda. Það var svo f fyrra sem Suður-Afríka fékk sæti sitt aftur, eftir að þar höfðu verið haldnar fyrstu almennu kosningar með þátttöku allra kynþátta. Ein umdeildasta samþykkt Alls- heijarþingsins var gerð í nóvember 1975, þess efnis að telja skyldi síon- isma til kynþáttafordóma. Sam- þykktin var afnumin í árslok 1991. Aukinn vandi Það voru ekki margir háttsettir stjórnmálamenn viðstaddir hátíða- höldin í San Francisco nú í vik- unni. Bill Clinton og Lech Walesa, forseti Pólands, voru einu þjóðhöfð- ingjamir. Ef til vill það til marks um það hversu dregið hefur úr mikilvægi samtakanna, að minnsta kosti í augum helstu valdamanna. Allir embættismenn samtakanna eru á einu máli um að brýn þörf sé orðin á endurskipulagningu. Það er ekki síst fjárhagsvandi sem hijá- ir afmælisbarnið, en Boutros Bout- ros-Ghali, framkvæmdastjóri þess, sagði að samtökin væru í reynd gjaldþrota. Byggt á Reuter og bókinni Utanríkisþjónusta íslands og ut- anríkismál, eftir Pétur J. Thor- steinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.