Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 21 Daufir tónleikar TÓNLIST Lislasafn Sigurjðns DÖNSK OG RÚSSNESK TÓNLIST Gestir: Nanna Kagan og Sigrún Vibe Skovmand, með aðstoð Hlifar Sigur- jónsdóttur, fluttu danska og rússn- eska tónlist i Listasafni Sigurjóns Olafssonar, þriðjudaginn 17. júní, 1995. í EINA tíð var dönsk tónlist í miklum metum hér á landi og tón- skáld eins Kuhlau, aðallega kunnur fyrir píanósónötur og ieikhústónlist, og Bergreen, fyrir sálma og alþýð- leg sönglög. Minna fór fyrir því að leikin væru stærri verk eftir þessa mætu menn en t.d. Kuhlau samdi kammerverk og konserta er á sinni tíð nutu vinsælda og nú er aftur farið að flytja á tónleikum. Tónleik- arnir hófust á tríói, fyrir flautu, fiðlu og píanó, op 119, eftir Ku- hlau. Þetta verk er í sama stíl og píanósónötur hans, stílhreint og leikandi liðugt og var að mörgu leyti ágætlega flutt þrátt fyrir smá slys í píanóinu. Einhvern veginn fannst að Hlíf átti ekki beint sam- leið með gestunum, sem eru rétt svona þokkalegir hljóðfæraleikarar. Flautuleikarinn, Nanna Kagan, ásamt píanóleikaranum Sigrun Vibe Skovmand fluttu síðan tvö verk fyrir flautu og píanó, Fantasíu um norskt þjóðlag eftir Bergreen og Sónötu eftir Johannes Frederik Fröhlich (1806-1960). Bergreen þarf ekki að kynna. Fröhlick var af þýskum ættum kominn, eins og Kuhlau, en starfaði mikið við leik- hús í Kaupmannhöfn. Hann stund- aði tónsmíðanám hjá Spohr og dvaldi einnig í París og Róm. Flest stærri hljóðfæraverkin mun hann hafa samið á þessum árum og er sónatan t.d. samin 1829. Bæði þessu verk voru þokkalega leikin en hvorugt verkanna gefur tilefni til mikilla átaka. Tónleikun- um lauk með nokkrum smáverkum fyrir fiðlu, flautu og píanó, eftir César Cui, sem eins og fyrri verk voru þokkalega leikin, en aftur var Hlíf í öðrum flokki en gestirnir. Það verður að segjast eins og er, að hvorugur gestanna á þessum tón- leikum getur talist í flokki einleik- ara og trúlega eru þetta einhveijir daufustu tónleikar, bæði er varðar viðfangsefni og flutning, sem haldnir hafa verið á vegum Lista- safns Siguijóns Ólafssonar, þó að allt hafi verið vel æft og snyrtilega framfært. Jón Ásgeirsson LISTIR Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir UNGLINGASTÓRSVEIT frá Færeyjum, Tórshavner Stórband, setur Jasshátíðina á Egilsstöðum. Egilsstöðum. Morgunblaðið. Jasshátíð á Egilsstöðum er haf- in í áttunda sinn. Unglingastór- sveit frá Færeyjum, Tórshavner Stórband, spilaði við opnun og stjórnandi hennar er Eiríkur Skala. Ennfremur söng Arnís jasskórinn við opnunina en Árni Isleifs jazzkóngur er stjórnandi hans. Á föstudag mun finnski fiðlusnillingurinn Finn Ziegler koma fram ásamt íslenskum Jasshátíð á Egilsstöðum um helgina undirleikurum og Ragnar Bjarnason og Ellý Vilhjálms munu syngja með Stórsveit Reykjavíkur á laugardag. Á sunnudag munu Dixieland- hljómsveit Björns R. Einarsson- ar og Djassband Hornafjarðar ásamt Ragnheiði Sigjónsdóttur söngkonu koma fram. Hátíðinni er slitið á sunnudagskvöldi. Kynnir Jasshátíðarinnar á Eg- ilsstöðum er Vernharður Lin- net. . Morgunblaðið/Golli KAMMERKÓR Langholtskirkju heldur tónleika í kirkjunni á sunnudagskvöld Kammerkór Langholts- kirkju fer til Riga Léttleiki BÓKMENNTIR Ljóð HVÍTUR HIMINN ÚRGLUGGA eftir Ara Gísla Bragason. Bóka- varðan 1995. Verð 1.890 krónur. LJÓÐABÆKUR Ara Gísla eru ekki miklar að vöxtum hveiju sinni. En þeir sem þekkja vel ljóðin hans bíða þeirra alltaf með nokkurri for- vitni. Þau lýsa hljóðlega í myrka kima mannlífs um leið og ekki slokkn- ar á því sem rafmagnar atburði daganna. Oft er stutt í léttleikann, þótt satíran sé á næstu grösum. Hins vegar eru sum ljóð Ara Gísla svo hárfínt ofin að glögg er náin snerting við það er fegurst leynist í mannlífinu. Manstu Manstu þegar við sátum þú og ég ástin á ströndinni þú last og satíra ljóðaljóðin og ég lá í örmum þínum það runnu tár niður kinnar okkar Lengsta ljóðið í þessari bók er: Frambjóðandi á ferð og flugi. Þar er skáldið ekki í essinu sínu og virð- ist tæplega hafa lagt neina rækt við að fága ljóðið. Nokkur eldri ljóð eru í bókinni og hjálpa þau til að staðfæra færni skáldsins í túlkun. Ljóst ei' að enn njóta hæfileikar skáldsins sín ekki til fulls. Af hveiju hleypir það ekki af stokkum á skáldfáknum? Við Dagarnir líða og við bömin á róluvellinum erum alltaf á leiðinni heim. Hvað sem öðru líður er alltaf fengur í nýj- um ljóðum Ara Gísla og ástæða til að hvetja hann rösklega. Bókin er fallega útgefin - en því miður setur prentviilupúkinn þijú „strik í reikninginn". Jenna Jensdóttir KAMMERKÓR Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar tek- ur þátt í kóramóti í Riga í Lett- landi dagana 12-16 júlí næstkom- andi. Mót þetta kallast „Nordisk- Baltisk KörfestivaT' og taka þátt í því kórar frá öllum Norðurlöndun- um auk kóra frá Eistlandi, Lett- landi og Litháen, samtals um 6.700 manns. Einn kór frá hveiju landi verður sérstakur gestur mótsins. Kammerkór Langholtskirkju vei'ður fulltrúi íslands og mun syngja á opnunarhátíðinni, koma I fram á tvennum tónleikum og taka þátt í lokatónleikunum þar sem all- ir þátttökukórar syngja á stórum íþróttaleikvangi við undirleik sex lúðrasveita. Auk þess verður Jón Stefánsson með fyrirlestur um ís- lenska kórtónlist, þar sem kórinn flytur tóndæmi. Tónleikar á sunnudagskvöld Kórinn mun halda tónleika í Langholtskirkju næstkomandi sunnudagskvöld kl. 21 og flytja hluta af efnisskrá sinni. Aðgangur er ókeypis. Þjóðlög o g vísur í Nor- ræna húsinu DANSKI KÓRINN Vocalerne heldur tónleika í Norræna húsinu á sunnu- dag kl. 19. Á efnisskránni verða þjóð- lög og vísur frá Norðurlöndunum. Kórstjórinn Mogens Helmer Petersen hefur meðal annars sérstaklega úsett „Á sprengisandi" og „Vísur Vatns- enda-Rósu“ í tilefni Islandsferðar þeirra. Vocalerne er 16 manna kór og var stofnaður 1988. Kórinn hefur tekist á við verkefni af ýmsum toga og hefur lagt áherslu á fjölbreytta efnis- skrá. Kórinn mun m.a. halda tónleika í Glerárkirkju á Akureyri í dag, föstu- dag kl. 20.30, og í Hallgrímskirkju á þriðjudag kl. 20.30. Tónleikarnir í Norræna húsinu eru öllum opnir og aðgangur er ókeypis. ------------*■-+—*----- • SÝNINGU Þorra Hringssonar í Gallerí Greip lýkur nú á sunnu- dag. Á sýningunni eru málverk og teikningar frá árunum 1990- 1995. Gallerí Greip er til húsa að Hverfisgötu 82, Vitastígsmegin, og er opið daglega frá ki. 14-18, nema mánudaga. Aðgangur er ókeypis. Kraftaverk í Vín KVIKMYNDIR Rcgnboginn JÓNSMESSUNÓTT (BE- FORE SUNRISE) ★ ★ ★ Leikstjóri Richard Linklater. Handritshöfundar Kim Krizan og Richard Linklater. Aðalleikendur Ethan Hawke, Julie Delpy. Banda- rísk. Castle Rock 1995. EFTIR heldur dapurt kvikmynda- sumar (með heiðarlegum undan- tekningum) stingur óvænt upp kollinum lítil perla, smámynd sem gengur í flesta staði óvenju vel upp og hittir mann beint í hjartað. Persónurnar eru aðeins tvær. Ung- ur Bandaríkjamaður, Jesse (Ethan Hawke), sem kynnist Celine (Julie Delphy) fagurri, franskri stúlku, af tilviljun á lestarferðalagi. Þau hrífast hvort af öðru og það verður úr að hún deilir síðustu nótt Jesse í Evrópu með honurn í Vínarborg í stað þess að halda áfram til París- ar. Óg ástin og rómantíkin blómstra. Þetta er semsagt mynd um æsk- una og ástina. Hvað það er gaman að vera ungur og ástfanginn og Richard Linklater (Dazed and Con- fused) nær að fanga sitthvað af þessum töfrum á filmuna og það er hreint ekki svo lítið afrek. Til fulltingis nýtur hann góðra leikara í óvenju krefjandi hlutverkum þar sem þau eru í mynd frá upphafi til enda þar sem aðrar rullur eru rétt til uppfyllingar. Delpy, hin fagra og hæfileikaríka, franska leikkona sem var svo minnistæð í Hvítum og gerði það sem hún gat fyrir Voyager, hina mislukkuðu mynd Schlöndorffs, er ómótstæði- Ieg í hlutverki Parísarstúlkunnar og Ethan Hawke hefur ekki gert betur síðan í Bekkjarfélaginu. Þau eru bæði trúverðug og heillandi og gera gæfumuninn. Handritið er af óvenju góðum toga, skynsam- legt, skemmtilegt, hér koma upp margir fletir á fyrstu kynnum og hrifningu tveggja persóna, við- kvæmu og vandmeðförnu efni sem oftar en ekki vei'ður að einhverju leyti væmninni að bráð. Svo er ekki hér. Jónsmessunótt er vissu- lega hæggeng á köflum og fjári málglöð en Richard Linklater og allt hans ágæta fólk hafa gert smávegis kraftaverk í Vín og náð að endurspegla kærustu stundir mannlífsins. Þetta er mynd sem í einlægni sinni og lágstemmdri feg- urð á erindi til allra aldursflokka. Ekki aldeiíis ónýt þeim sem eru blessunarlega ungir og ástfangnir, eða þeim eldri til upprifjunnar þessara töfratíma þegar „eldur logaði á hverjum fingri". Sæbjörn Valdimarsson Morgunblaðið/Sig. Jóns. Fjórir sembalar í Skálholti Selfossi. Morgunblaðið. Á 20 ára afmælishátíð sumar- tónleikanna í Skálholti á langar- dag mun Bachsveitin leika á fj’óra sembala sem komið hefur verið fyrir i kirkjunni. Myndin var tekin á æfingu sveitarinnar á þriðjudag en þá lék sveitin fyrir Iióp norrænna ferðamanna sem. áttu leið um Skálholtshlöð- in. Á myndinni eru þær Málfríð- ur Konráðsdóttir, EIín Guð- mundsdóttir, Guðrún Óskars- dóttir og Helga Ingólfsdóttir semballeikarar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.