Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 23 Einu sinni var... MYNPLIST Sigurjónssaín GUNHILD SKOVMAN Útlínuklipp. Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-18. Mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga 20-22. Til 7. ágúst. Aðgangur 200 krónur, sýningarskrá innifalin. ÞAÐ virðist ný stefna hjá Sigur- jónssafni að vera með litlar og vand- aðar gestasýningar í húsakynnum þar og er vel til fundið. Danska lista- konan Gunhild Skovmand, sem ríð- ur á vaðið, er ekki með öllu óþekkt á íslandi, en hún sýndi í bókasafni Norræna hússins fyrir liðlega 20 árum og vakti sýningin góða at- hygli. Valtýr Pét- ursson hældi sýn- ingunni á hvert reipi á síðum blaðsins, öðru fremur fyrir ferskleika vinnubragðanna og leik- gleðina. Tuttugu árum seinna getur maður með góðri samvisku skrifað undir flest í rýni Valtýs, því að þetta tvennt, ferskleiki og vinnugleði, eru enn burðarásar góðra listaverka hvað sem öllum vangaveitum líður um nútímaleg vinnubrögð, vægðar- lausa kröfu um nýtt blóð í listina. Það vill nefnilega gleymast, að fersk- leikinn úreldist aldrei og er forsenda nýsköpunar. Gunhild Skovmand er einn af þeim listamönnum sem finnur athöfnum sínum afmarkaðan farveg strax á unga aldri og lætur sér ekki koma til hugar að víkja af leið. Hún hefur líka ekki lært annað en að hlutgera hugmyndir sínar og útlínur umhverf- is síns í svartan pappír á hvítan flöt með aðstoð skæranna. Aðferðina getum við nefnt skuggamyndir, en nefnist „silhou- ette“-klipp á fagmáli og sækir í ríka hefð og ekki minni bógur en Albrecht Dúrer iðkaði hana. En skuggamynd- ir voru líka til í öðrum og harðari efnum og notaðar til allskyns leikja, jafnvel sjónleikja og það aftur í gráa forneskju. Skuggarnir hafa nefni- lega verið hluti af tilveru mannsins frá því sögur hófust og ólíklegt ann- að en að forfeðurnir hafi snemma farið að virkja þá í leikjum sínum. Þótt skugginn sé jafn forn hefur eng- um enn tekist að ómerkja hann og gera hann gamal- dags og „blóðlítinn" og því verður hann fylginautur okkar enn um stund. Gunhild Skovmand leikur sér að skuggunum af fágætri list og mynd- ir hennar njóta sín vel á safninu, virðast í hrókasamræðu við annað sem þar er til sýnis, þótt vart geti meiri andstæður, hina mjúku og of- urfínu skugga og hörðu efnismiklu og á stundum hrjúfu rýmisverk. Þetta eru ljúfar myndir, einfalds myndefnis í bland við ævintýrin, en ekki eingöngu ævintýri fortíðar held- ur ævintýrið allt um kring, sjálf lífs- mögnin. Gefin hefur verið út einföld og smekkleg sýningarskrá með kynn- ingu á listakonunni og listgreininni og fær hún hæstu einkunn. Bragi Ásgeirsson EPLATRÉ, 1986. Listadagar á Laugarvatni Gullkistunni GULLKISTUNNI á Laugarvatni, listadög- um sem staðið hafa yfír frá 17. júní, verður lokað nú á sunnudag. Mikill fjöldi fólks hefur lagt leið sína á sýningu 104 myndlistarmanna, tónleika og leiksýning- ar af ýmsu tagi, ljóða- dagskrá og fjallgöngu. 1. júlí verða tónleikar kl. 17 í íþróttasal hér- aðsskólans. Svava Kristín Ingólfsdóttir mezzosópransöngkona og Jórunn Viðar píanó- leikari flytja íslensk sönglög, Sigaunaljóð eftir Dvorak, Tonadillas; spönsk sönglög eftir Grandos og óperuaríur. 2. júlí verður barnaleikritið Ásí- arsaga úr fjöllunum sýnt kl. 14 í íþróttasal hérðasskólans. Leikritið er unnið upp úr sögu Guðrúnar Helgadóttur. Kynning á sögu skólasetursins Laugarvatns er á kaffistofu Gullkistunnar í kjallara héraðsskólans og Laxnessherbergi er opið alla dagana í héraðsskólan- þýðingu Ólafs Briem á ljóði Goethe, Tileinkun. Þorgeir Sigurðsson menntaskólakennari las úr verkum Jóhanns S. Hannessonar fyrrver- andi skólameistara menntaskólans, þá kynnti Unnur Sólrún Bragadóttir eigin skáld- skap og Jón frá Pálm- holti las úr eigin verk- um. Að lokum söng Eva Marin Hlynsdóttir nem- andi menntaskólans, við undirleik Gíslínu Jónatansdóttur tónlist- arkennara, tvö lög við ljóð eftir Þórð Kristleifsson „Ég beið þín“ dannskt þjóðlag og „í nótt mig dreymdi drauma." Þórður sem nú er 103 ára var lengi söngkennari við skólana á Laugarvatni. Umsjón- armenn með ljóðadagskránni voru þeir Pjetur Hafstein Lárusson og Jón Ózur Snorrason. Kaffihús Gullkist- unnar var vel setið af gestum við ljóðalesturinn. Mikill fjöldi sótti einn- ig aðrar sýningar sem opnar eru þessa dagana. verður lokað Kristján Árnason • EITT af verkum impressjónist- ans Claude Monets, var selt fyrir 7,6 milljónir punda, sem svarar tii um 760 milljóna ísl. kr., á uppboði hjá Christie’s í vikunni. Myndin er af dómkirkjunni í Rouen og hefur ekki verið sýnd opinberlega í rúm sjötíu ár. Það var japanskur einkasafnari sem átti verkið en ekki er vitað hver nýi eigandinn er. Ekki hefur áður fengist svo hátt verð fyrir myndir Monets af kirkunni, sem eru allnokkrar. Háskóli íslands tilkynnir ný og breytt símanúmer. Aðalnúmer er nú 525 4000 Háskóli íslands ef þú þúrir ... að njáta Ufáins ... að fwr/aót íaiig.it mð náttúruna T ... að láta þér líða uel á/ tiátel 'Eddu. cAllt þetta kíður þíu d 18 ótádum d landinu - í alfarcdeið. 1krð dgittmgu d mann: 7 tteggja manna uppbimu Reirkergi jrá kr. 2275. \ Suefnpakaplá&ó/frdkr 850 til 1.350. Ljóðadagskrá í kaffi- húsi Gullkistunnar Ljóðadagskrá með upplestri úr verk- um skálda sem numið hafa eða starf- að á Laugarvatni var í kaffihúsi Gullkistunnar í Héraðsskólahúsinu á laugardag. Rúnar Ármann Arthúsrs- son flutti ljóð eftir Rúnar Hafdai Halldórsson og sjálfan sig. Björn Bergsson spilaði á gítar og söng ljóð Rúnars Hafdal við eigin lög. Kristján Árnason, fyrrverandi menntaskóla- kennari flutti eigin ljóð og las síðan Tónleikar í gamla íþróttahúsinu í gamla íþróttahúsinu flutti Strok- kvartettinn verk eftir A. Dvorak, G. Puccini, G. Gerscwin, Duke Ell- inkton og fleiri. Kvartettinn skipa Kristján Matthíasson og Sean Brad- ley fiðluleikarar, Eyjólfur Bjarni Al- freðsson, lágfíðluleikari og Arnþór Jónsson, sellóleikari. Þeir spila allir með Sinfóníuhljómsveit íslands og byijuðu að æfa saman um haustið 1994. Hljóðfæraleikurum var vel fagnað í lokin af tónleikagestum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.