Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR AÐSENDAR GREINAR I boði hjá Alfonso d’Este TÓNLIST Sumartönlcikar Dómkirkjunnar KAMMERTÓNLEIKAR Camilla Söderberg, Rut Ingólfsdóttir Elín Guðmundsdóttir og Olöf Sess- elja Óskai-sdóttir fluttu kammerverk eftir Frescobaldi, Bellinzani, Albin- oni og Handel. Dómkirkjan, sunnu- dagur 25. júní. ÞAU skil sem aðgreina barokk- tónlist frá klassikinni byggjast að miklu leyti á þeim breytingum sem verða í hljóðfærasmíði og svo und- arlega snögg voru þessi umskipti, að nær allt sem samið var fyrir 1750 var lagt til hliðar og ekki talið flutningshæft. Afleiðing þess- ara breytinga birtust í nýrri leiktæni, nýjum tónstíi og þar í framhaldi var grunngerð sinfóníu- hljómsveitinnnar stöðluð. Segja má að leiktækni barokkmanna hafi nær algerlega glatast og þegar Bach-vakningin upphófst, um 1850, var endurflutningur barokk- tónlistar reyndur á nýju hljóðfærin og þurfti því oft að endurútsetja mörg verkanna. Margt af þvi sem Handel samdi, og má þar til nefna Flugelda- og Vatnasvíturnar, þurfti að endurútsetja og enn vita menn ekki með öliu á hvaða hljóðfæri tilteknar raddir voru leiknar. Með athugunum á gömlum hjóðfærum, tónverkum og rituðum heimildum um flutning tónlistar hófst seinni barokkvakningin með það að markmiði, að flytja verkin sem næst því eins og upphaflega. Nú starfa fjölmennir hópar tónlistar- manna við flutning barokktónlistar og nota til þess hljóðfæri, sem eru smíðuð eftir frumgerðum, er hafa varðveist og reyna sem best að endurvekja ýmislegt er varðar leiktæni og túlkun. Barokktónleikar Dómkirkjunnar voru framfærðir á barokkhljóðfæri og leikin tónlist sem samin var fyr- ir 1750. Tónleikarnir hófust á Cansónum eftir Frescobaldi (1583- 1643) er var nemandi Luzzaschi, en hann þótti mjög frumlegt tón- skáld og m.a. kallaði Gesualdo hann læriföður sinn. Frescobaldi er fædd- ur í smábænum Ferrara, sem undir stjórn Alfonso d’Este varð höfuðból tónlistar á Ítalíu. Sagt er að hertog- inn hafi hlýtt á tónlist tvo til fjóra tíma á degi hveijum og söfnuðust til hans allir frægustu tónlistarmenn Ítalíu. Frescobaldi var undrabarn og 14 ára var hann fullgildur orgel- leikari en hann þótti illa að sér á öðrum sviðum, grófgerður og óþol- inmóður í hegðun og mun einn sam- tímamanna hans hafa sagt, að „þekking hans næði aðeins jafnt fmgurgómum hans“. Það var eins og að sitja í boði hjá Alfonso d’Este, að hlýða á fimm kansónur og eina tokkötu eftir Frescobaldi. Fyrsta kansónan var leikin af fjórum og var fallegt sam- ræmi á milli hljóðfæranna, sérstak- lega í samspiii Camillu og Rutar. Onnur kansónan var fyrir gömbu og sembal, sem hljómaði angurvær í ágætum flutning Sesselju. Sú þriðja var fyrir sópranblokkflautu er Camilla lék mjög vel og sem millispil lék Elín tokkötu ekki síður vel, en síðasta einleiks kansónan var fyrir fíðlu og continuo, mjög vel flutt af Rut og flutti allur hópur- inn svo síðustu kansónuna. Flutn- ingur verkanna var mjög góður, bæði hvað varðar samspii og styrk jafnvægi á milli hljóðfæranna. Sónata fyrir alt-flautu og fylgi- rödd, eftir P. B. Bellinzani (1690- 1757) en hann titlaði tríósónötur sínar sem eftirlíkingar (imitazione) á tónstíl Corellis, var fallega leikin af Camillu. Þar sem tónskáldið notar lágsvið alt-flautunnar var hljómur hennar stundum nokkuð veikur á móti samleikshljóðfærun- um. Fiðlusónata eftir T. Albinoni var næst á efnisskránni og var hún í heild mjög fallega leikin af Rut, sérstaklega hægu þættirnir. J.S. Bach mun hafa sótt í smiðju Albin- onis og jafnvel tekið að láni heilu stefin en verk eftir þetta ágæta tónskáld eru nýlega farið að heyr- ast leikin í tónleikasölum. Tríósónata eftir Handel (fyrir alla muni ekki Hándel) var loka- verkefni tónleikanna, failegt verk er var mjög vel leikið, yfirleitt með góðu jafnvægi á milli hljóðfæranna. Það má líta á þessa tónleika, sem nokkurs konar tiiraun varðandi flutning barokktónlistar í Dóm- kirkjunni. Þessi litla en fallega kirkja og hljómgunin í henni fellur vel við þá tónlist sem flutt var hér. Nálægðin er mikilvæg varðandi flutning barokktónlistar og kirkjan sjálf kemst næst þessari tónlist í tíma, þó svo að hljóðheimur nútím- inn trani sér fram af og til. Jón Ásgeirsson Minningar- hátíð um Sölva Helgason MINNINGARHÁTÍÐ verður hald- in um Sölva Helgason (Sólon ís- landus) næstkomandi laugardag 1. júlí, í fæðingarsveit hans, Sléttuhlíð í Skagafirði, á bænum Lónkoti. Dagskráin hefst kl. 14. Á þessu ári er liðin ein öld frá dauða Sölva, en hann var fæddur á Fjalli í Sléttuhlíð þann 16. ágúst 1820 og dó á Ystahóli í sömu sveit 20. október 1895. Afhjúpaður verður minnisvarði eftir Gest Þor- grímsson myndhöggvara. Opnaður verður nýr veitinga- staður sem ber nafn Sölva Helga- sonar og heitir Sölvabar. Þar verða gestum boðnar veitingar og opnuð sýning á úrvali mynda eftir Sölva. Sýningin mun standa yfir í sum- ar. Ailir velkomnir. ------------- Nýjar bækur • ÚT er komin ritsmíð af sögu Seyðisfjarðar. Um er að ræða fyrri hluta verks er ber heitið „Horft af hæjíirbrún undirtitill „Af forsögu kaupstaðarlands Seyð- isfjarðar I þessu fyrra bindi segir af eign- arhaldi jarðanna F’jarðar og Vest- dals og eigendum þeirra um aldir. Hér er um að ræða fróðlegt rit fyrir aila þá sem unna áustfirzkri sögu. Höfundur og útgefandi er Hjalti Þórisson. Bókin er 143 síðurí kiljuformi, prýdd fágætum mynd- um. Heimilda- og nafnaskrá (ca. 40 nöfn fylgja). Ritið erprentað hjá Gutenberg. Unnt er að panta ritið og einnig áskrift að síðara hefti hjá höfundi. HVÍTIR hvalir eftir Hartmut Eing Listamenn frá Cuxhaven RÍA og Harmut Eing frá Cuxha- ven-Altenbruch í Þýskalandi opna sýningu á verkum sínum í Hafnar- borg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, laugardaginn 1. júlí kl. 14. Ría Eing er fædd árið 1944. Frá árinu 1970 hefur hún sýnt verk sín víða. Á sýningunni í Hafnar- borg verða bæði olíumálverk og skúlptúrar, m.a. hlutir sem eru upplímingar af fundnu efni. Hartmut Eing er fæddur 1938. Hann hefur sýnt verk sín frá 1959. Málverkum hans hefur veriö líkt við ævintýri en þó væri nær að taia um goðsögn. Cuxhaven er vinabær Hafnar- fjarðar og er sýning Ríu og Hart- mut Eing liður í þessum samskipt- um bæjanna. Listamennirnir koma til landsins í tilefni sýning- arinnar og verða viðstödd opnun- ina. Sýningin stendurtil 17. júlí og er opin alla daga nema þriðju- daga frá kl. 12-18. FUGLAFRUIN eftir Riu Eing Fjölskyldu- íþróttir, viðbót við íþróttahugtakið SKILGREINING hug- taksins „íþróttir" hefur í hugum almennings löngum verið bundin við keppni miili þjálfaðra einstaklinga. Þar af leiðandi ættu aðeins þeir sem sækjast eftir slíkri keppni, að stunda íþróttir. Hin síðari ár hefur þessi hugsun breyst hjá fólki, nú geta aliir stundað íþróttir sér til heilsubótar og hress- ingar án þess að þúrfa nokkurn tíma að líða fyrir keppniskvíða. Keppni þarf þó ekki að vera af hinu illa, hún dregur fram í einstaklingnum metn- að að standa sig vel. Þannig getur hver og einn keppst við eigin tak- mörk, aðrir keppst við að vera fremstir í flokki o.s.frv. Keppnin er þannig drifkraftur til ástundunar og árangurs í hveiju sem við tökum okkur fyrir hendur. En það eru fleiri þættir sem drífa fólk áfram til hollr- ar hreyfingar. Vellíðan, slökun, fé- lagsskapur, sjálfsstyrking og heilsu- bót eru einnig það drif sem kemur fólki til að stunda íþróttir. í starfí íþróttafélaga er íþróttun- um skipt niður í flokka eftir mark- miðum einstaklinganna sem þær stunda. Hingað til hefur flokkunin verið á þessa leið: 1. Almenningsíþróttir eru þær íþróttir sem einstaklingar eða hópar svipaðir að aldri eða getu, stunda sér til ánægju og heilsubótar. Hjá þess- um hópi skipar keppnin milli ein- staklinganna ekki liáan sess. Mest er um vert að sigrast á kyrrsetulífínu og efla heilsuna um leið og notið er félagsskapar í góðum hópi félaga eða kunn- ingja. 2. Keppnisíþróttir eru stundaðar eftir leikregl- um sérsambanda við- komandi íþróttagreinar. Markmið þeirra er alltaf að sigrast á andstæð- ingum sínum, að etja kappi við einhvern eða einhveija. Keppnis- íþróttir eru stundaðar af öllum aldurshópum og á mjög mismunandi getustigum. 3. Afreksíþróttir er oftast talið efsta stig íþróttanna, þær stunda aðeins afburða keppnisfólk sem sér- hæfir sig til þátttöku í ákveðinni íþróttagrein til að ná hámarksár- angri á alþjóðlegum mælikvarða. Líf afreksíþróttamannsins snýst um íþróttina númer eitt, tvö og þijú. Állt sem gert er tekur mið af keppn- inni eða æfingunum, ekkert má trufla hugsunina um að verða í fremstu röð. Fjölskylduíþróttir I Iþröttamiðstöð íslands á Laugar- vatni er nú í undirbúningi nýstárleg tilraun sem gengur út á það að sam- eina alla fjölskylduna í íþróttum og útivist. Til að fullnægja þörfum fjöl- skyldunnar þarf að skapa öllum meðlimum hennar, óháð aldri, mögu- leika til þátttöku í íþróttum við hæfi. Börnin, unglingarnir, feður og mæð- ur, afar og ömmur, þurfa öll að finna eitthvað við sitt hæfi og helst að geta tekið þátt saman. Þannig hafa verið skipulagðar íþróttagreinar sem ganga útá tímaskynjun, eftirtekt og Kári Jónsson A að koma Islandi inn í ESB með félagasamtökum? Hvða er að ske heima? Hvað er þetta unga fólk að hugsa og reyndar sumir við ald- ur? Ætlar þetta fólk að láta stjórnast af þessu peninga- og fjarstýring- arvaldi í Brussel? Vill þetta fólk í þessum samtökum, sem eru auðvitað áróðurssam- tök, sem stjómast frá peningagreifunum í ESB láta segja okkur hvað við eigum að vinna lengi, að unglingar og skólafólk kannski 13-14 ára megi ekki vinna? Þeir í Brussei eiga að stjórna því, eða hvað og svo hvað við fískum og hvar. Þeir þar ætla sér að ráða öliu hér á landi eins og þegar er orðið hér í Danmörku, sem allir eru nú þegar orðnir óánægðir með og þar sem allt er orðið mjög dýrt og danska krónan fylgir mark- inu og er alitof há, allt annað en Iofað var. Maður getur bara ekki sætt sig við þessa stjómsemi frá Bmssel. Ég fór til sjós á vertíð í Vestmannaeyjum 14 ára gamall. Um allt land fóru unglingar að vinna ef mögulegt var til að hjálpa foreldrum sínum og til að fá einhveija vasapen- inga. Á síldveiðar fóru margir ung- lingar 14-15 ára sumar eftir sumar og meira að segja upp á hálfan hlut á togara til að afla sér tekna til menntunar. Einnig man ég eftir því að unglingar í Vestmannaeyjum fengu frí í skólum í aflahrotum, kannski í heila viku og svoleiðis er þetta ennþá víða um land, og einnig fengu ungiingar vinnu í landi í frystihúsum og víðar. Þessi vinna ungl- inga var til gleði og þeir lærðu að vinna og að meta vinnuna. Vinna drepur engan. Vinna er dyggð segi ég. Ætla Islendingar að láta stjórnast af ESB með slíkt og ráða því hvað við séum, lesum og skrifum og stjóma menningarmálum, hvaða list við sjáum og gerum, stjórna bara öllu? Ekkert sjálfstæði í einu né neinu. Það verður tekið af okkur. Það sem við höfum barist fyrir síðan 1944, að fá og hafa. Er það virkilega það sem þessi 100 manna hópur vill. Já eða víst 200 manns núna. Nú berst þessi hópur áróðursmanna fyr- ir að láta allt fyrir róða. Mér finnst þetta makalaus ósvífni. Fólk fær ekki að vera í friði með sínar hugsan- ir og reynt að læða inn Brusselhug- sjónum, sem rugla fólk eins og gert var í Svíþjóð og Noregi. Kannski verður það það næsta, að kljúfa ein- hvern flokkinn og mynda nýjan stjórnmálaflokk til að koma íslend- ingum inn í ESB. Stuðla að illindum meðal þjóðarinnar og fá fólk upp á móti hvert öðru og jafnvel að gera vini að óvinum. Hér í Danmörku hefur komið fullt að innflytendum, svo mikið að fólki stendur ekki á sama, allskonar fólk og sumt af því nennir ekki að vinna. Fer bara á atvinnuleysisstyrk. Með hveiju þetta endar veit kannski enginn, en blönd- Sveinn Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.