Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ1995 25 Laugarvatn hefur upp á að bjóða íþróttaaðstöðu fyrir alla fjölskylduna, segir Kári Jónsson, fagurt umhverfi og góða þjónustu við ferðafólk. athyglisgáfu, þekkingu á sviði nátt- úru og umhverfis, útsjónarsemi, hraða, kraft og fimi. Flestar þær greinar sem settar eru upp eru þekkt- ar úr heimi keppnisíþróttanna að fornu og nýju en reglum þeirra breytt til að þjóna markmiðinu. Segja má að fjölskylduíþróttirnar sé viðbót við íþróttahugtakið þar sem tekið er fyr- ir uppeldishlutverk íþróttanna og það notað til að styrkja fjölskylduböndin. Á Laugarvatni er einstök aðstaða til að gera slíka tilraun til að sam- eina alla íjölskylduna. Þar er íþrótta- aðstaða eins og hún gerist best, fög- ur náttúra, kyrrlátt og friðsælt um- hverfi, góð þjónusta við ferðafólk og fagleg þekking á íþróttum og heilsu- rækt. Skipulagðar verða FJÖL- SKYLDUIÞRÓTTAHÁTÍÐIR um helgar frá fyrstu helginni í júlí fram að verslunarmannahelgi, þar sem fólki gefst kostur á að vera virkir þátttakendur með litlum tilkostnaði. Skipulag hátíðanna byggir á þátt- töku allra aldurshópa þar sem ýmist hópar eða einstaklingar etja kappi og safna stigum. Þar er einnig boðið uppá opna leiki og afþreyingu án allrar keppni. Á svæðinu verður kom- ið fyrir ýmiskonar öðrum afþreying- armöguleikum með nokkurs konar skemmtigarðastemmningu. Með þessum íjölskylduhátíðum vonast Iþróttamiðstöðin til að geta ýtt undir möguleika fjölskyldna til að ferðast og skemmta sér saman á komandi sumri. Höfundur er framkvæmdastjóri íþróttamiðstöðvar íslands á Laugarvatni. Ætla íslendingar að láta stjórnast af ESB, spyr Sveinn Björnsson. Voðinn er vís, allt ís- lenskt hverfur og tungan er fyrir bý. un á þjóðerni er í farveginum og augljóst að svo verður með tímanum og annað eins gæti hent okkar þjóð með tímanum og svo eyðilegging á máli okkar. Voðinn er vís og allt ís- lenskt hverfur og tungan er fyrir bí. Ef við förum inn í ESB þá kemur þetta smátt og smátt og fyrr en við höldum og vitum. Það er komið nógu mikið af slíku fólki til landsins. Það verður að stemma stigu við slíku, þó sumir kalli það þjóðarrembing. Ef við verðum þvingaðir inn í ESB þá ráðum við ekki við neitt og tungan hverfur, en það er það sem þessir 200 menningar vilja og Brusselklíkan og peningarnir verða einhverjar ESB-krónur. Thatcher varaði við fyr- ir margt löngu, en samt fóru Bretar inn í þessi ósköp og sjá nú eftir. Þetta bíður okkar ef svo fer sem þessir 200 undanvillingar vilja og eru nú að vinna að og reyna að inn- prenta þjóðinni. Við Islendingar verðum að varast hættuna. Megum ekki láta blekkjast eins og næstum varð í Noregi. Þótt við séum litlir og smáir verðum við að vera stoltir og sjá í gegnum lyga- vefinn og áróðurs og peningaklíkuna, sem ætlar að græða á því að koma okkur inn í Brussel-klíkuna, sem á eftir að springa eins og blöðrurnar hér í Tívólí eftir nokkur ár. Hvar stöndum við þá íslensk þjóð? Við segjum nei t>g aftur nei við þessum boðskap. Ég vona að við höfum sjálfstæði í okkar hugsun og gerðum til þess. Höfundur er listmálari. Virða ber gerða samninga Fall meirihlutans í Hafnarfirði VEGNA falls meiri- hlutans í Hafnarfirði hafa komið fram fjöldi yfirlýsinga um ástæð- ur þess að sú varð nið- urstaðan og ásakanir um að þar hafi ráðið einkahagsmunir Jó- hanns G. Bergþórsson- ar. Af því tilefni vil ég taka eftirfarandi fram og óska þess að Morg- unblaðið birti með ljós- riti eða staðfestu eftir- riti í blaðinu þann hluta samstarfssamnings Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks frá 9. júní 1994 sem fjallar um ráðn- ingu bæjarverkfræðings. Textinn í 7 gr. samningsins hljóðar svo: „Ráðningu bæjarverkfræðings er frestað þar til í september 1994. JGB verði þá ráðinn í stöðuna ef hann vill. Annars verði staðan aug- lýst.“ Undir samkomulag þetta rita eigin hendi fjórir aðalbæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og tveir aðal- bæjarfulltrúar Alþýðubandalagsins auk tveggja varabæjarfulltrúa þeirra, en þessi átta manna hópur myndaði meirihlutaráð flokkanna. Tekið skal fram að á þeim tíma var JGB einn af níu umsækjendum um stöðuna og höfðu þær umsóknir legið hjá bæjaryfirvöldum frá í mars. Ekki var ágreiningur um hæfni í starfið. Tilurð þessa ákvæðis í samningn- um var ekki að frumkvæði undirrit- aðs heldur óskuðu fulltrúar úr báð- um flokkum eftir því að ég tæki að mér starfann en til þess var ég ekki tilbúinn á þessum tíma, en lagði megináherslur á að tekinn yrði út rekstur skrifstofu bæjar- verkfræðings og áhaldahúss, auk tengdrar starfsemi og voru sett ákvæði þar um í samninginn og reiknað með að Verkfræðiþjónustu undirritaðs yrði falið verkefnið. Síð- ar varð að samkomulagi að fela Sponnu hf. að annast það verkefni og var því lokið í lok nóvember 1994. í meirihlutasamningnum eru einnig ákvæði um skiptingu ann- arra starfa á vegum meirihlutans, svo sem um bæjarstjóra, hugsan- lega fjármálastjóra, starfsmann til undirbúnings reynslusveitarfélaga- verkefna, formann bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar o.s.frv. Í embætti bæjarrit- ara sat fyrir fyrrum formaður Alþýðu- bandalagsins, sem ráð- inn var í það starf við gerð meirihluta Al- þýðuflokks og Alþýðu- bandalags 1986, sem pólitískur fulltrúi Al- þýðubandalagsins, án auglýsingar eða venju- legs undirbúnings stöðuveitinga. Ákvæðið um stöðu bæjarverkfræðings í samningnum var til þess að tryggja Sjálf- stæðisflokknum vægi í bæjarkerf- inu á móti þeim mikla þunga sem Alþýðubandalagið fékk við myndun meirihlutans. Engin ákvæði voru um að JGB skyldi víkja úr kjörnu sæti sínu sem bæjarfulltrúi, enda ljóst á umfjöllun um málið að það var ekki ætlunin. Þegar JGB tilkynnti í lok nóvem- ber að hann hyggðist taka að sér stöðuna í samræmi við samninginn upphófst mikil atburðarrás, sem í upphafi bygðist á því að JGB yrði að víkja úr sæti bæjarfulltrúa ef hann tæki stöðuna og varabæjar- Fjórir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og tveir frá Alþýðubanda- lagi skrifuðu undir yfirlýsingu um ráðningu í stöðu bæjarverkfræð- ings segir Jóhann G. Bergþórsson. Þetta samningsákvæði var brotið. fulltrúi Þorgils Óttar Mathiesen tæki sætið í bæjarstjórn. Frá þess- ari kröfu féll Magnús Gunnarsson 1. desember og handsalaði að frá málinu yrði gengið í samærmi við gerðan samning í votta viðurvist hinn 1. desember. Við það var síðan ekki staðið og byggt á áliti lögfræð- inga að ekki færi saman hvoru- tveggja störfin. JGB var síðan ítrekað boðið að taka starf bæjarverkfræðings ef hann viki úr bæjarstjórn sem ávallt var hafnað. Þess í stað var óskað álits félags- málaráðuneytisins á hvort störfin færu saman og var það staðfest með bréfi hinn 29. maí síðastliðinn og sótti JGB um starfið í kjölfar þess úrskurðar. Vitnað hefur verið til samkomu- lags frá 11. maí þar sem JGB hafi samþykkt að sækja ekki um starf- ið. Slíkt samkomulag er ekki til en hitt er rétt að ég sagðist ekki vilja starfíð með þeim skilmálum að þurfa að víkja úr bæjarstjórn, en að mati sumra fulltrúa bryti það í bága við lög að gegna báðum störf- um og ekki vildi ég gera þá að lög- bijótum. Niðurstöðuna veit al- þjóð. í kjölfar þess að tveir fulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins virtu gerða samninga sleit oddiviti Sjálfstæðis- flokksins samstarfinu. Undirritaður hefur stöðugt verið ásakaður um eiginhagsmunagæslu í máli þessu sem mótmælt er sem alröngu. Til fróðleiks skal upplýst að mánaðar- laun fyrir skatt fyrir setu í bæjar- stjórn sem kjörinn fulltrúi er nú 37.378 krónur, en heildarlaun bæj- arverkfræðings eru röskar 330 þús- und á mánuði fyrir skatt. Fjárhagslega væri það því aug- ljóslega nær 300 þúsund krónum á mánuði betra fyrir mína einkahags- muni að víkja úr bæjarstjórn og taka starf bæjarverkfræðings. Eg var hinsvegar kosinn af bæj- arbúum til þess að sitja í bæjar- stjórn en ekki til þess að gegna starfi bæjarverkfræðings og þar við situr. Þannig gengur þegnskyldan fyrir einkahagsmununum af því að fá vel launað starf hjá bæjarfélag- inu, sem sannanlega var samið um. Sannleikurinn er hins vegar sá að fjöldi annarra samkomulaga um málefni bæjarfélagsins hafa ekki verið virt og gangur þess málefna- samnings sem gerður var ekki í neinum takti við væntingar sannra sjálfstæðismanna. Brot á skriflegu samkomulagi sem sannanlega ekki stangast á við lög eða ekki er unnt að uppfylla var aðeins dropinn sem fyllti mælinn. Áhrif sjálfstæðis- manna á gang mála hjá bæjarfélag- inu hafa veirð alltof lítil og umsókn mín var tilraun til þess að ráða þar bót á, með öflugu starfi á fram- kvæmda og tæknisviði bæjarfélags- ins sem fer með veigamikinn þátt reksturs bæjarfélagsins. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Samstarfssamningur Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks vegna meirihlutsamstarfs flokkanna í bæjarstjórn kjðrtimabilið 1994-1998. TRÚNAÐARMÁL Gengið hefur verið frá málefnasamningi. Bæjarstjóri kemur frá Alþýðubandalagi. Forseti bæjarstjómar kemur frá Sjálfstæðisflokki. 1. varaforseti bæjarstjómar kemur frá Alþýðubandalagi. Formaður bæjarráðs kemur frá Sjálfstæðisflokki.. Samkomulag er um að formanni bæjarráðs verði sköpuð vinnuaðstaða i ráðhúsi vegna undirbúnings bæjarráðsfúnda og annanra starfa Samkomulag er einnig um að formaður bæjarráðs muni eftir því scm þurfa þykir og eðlilegt má teljast gegna ýmsum opinberum skyldum meirihluta Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks Varaformaður bæjarráðs kemur frá Alþýðubandalagi. Sjálfstæðisílokkur velur fjármálastjóra ef til kemur. Ráðningu bæjarverkfræðings er frestað þar til í september 1994 JGB verði þá ráðinn í stöðuna efhann vill. Annars verði staðan auglýst. Jóhann G. Bergþórsson Guð er ekki í Brussel MORGUNBLAÐIÐ birti 4. júní sl. viðtal við Ragnar Arnalds, fyrrv. ráðherra, sem ástæða er til að vekja athygli á vegna af- stöðu hans til tveggja mikilvægra mála. Af- staða hans til Evrópu- mála var að vísu kunn þótt hann hnykkti á í viðtalinu. Aðdragandinn að orðum Ragnars, sem ég geri hér að umæðu- efni, er að í lok viðtals- ins biður blaðamaður- inn viðmælanda sinn „að fara fáum orðum um eitthvað tvennt sem honum finnst skipta verulega rniklu máli nú“. Og svörin eru engin hálfvelgja. Við eigum ekki erindi í ESB Ragnar telur í fyrsta lagi, að við eigum ekki erindi í ESB, enda glöt- um við þá séreign okkar á fiskimið- unum og landbúnaðurinn yrði í hættu. Því ættum við að gera tví- hliða samning við ESB um málin sem mestu varða okkur. Þetta var einmitt stefna Sjálf- stæðisflokksins fram að Viðeyjarsamkomu- laginu við Jón Baldvin. Eftir það var ESB- aðild talin sjálfsögð af mörgum ráðandi mönnum Sjálfstæðis- flokksins, enda þótt hún væri e.t.v. ekki tímabær ennþá. Raun- ar brá svo við 17. júní sl. að Davíð Oddsson forsætisráðherra taldi í þjóðhátíðarræðu sinni að innganga okk- ar í ESB færði heima- stjórn okkar niður á skipan sem gilti fyrir 150 árum. Þetta er vissulega jákvæð stefnu- breyting, bæði hjá flokki og flokks- formanni. Og viðbrögð formanns „Brusselvinafélagsins“ við ræðu Davíðs sýnir að ráðherrann er á réttri leið. Vextir lækki I öðru lagi taldi Ragnar Arnalds í viðtalinu hina háu verðtryggðu raunvexti, sem teknir voru upp Afnám verðtrygginga var baráttumál mitt á þingi, segir Eggert Haukdal, sem hér fjallar um „rangt vaxtakerfi“. fyrir 11 árum, ískyggilegt fyrir- bæri. Verðtryggingin orsaki marg- földun skuldabyrði og sé ábyrg fyrir gjaldþrotahrinu síðari ára. Breikki hún muninn milli ríkra og fátækra. Þegar Ragnar var í fjár- málaráðuneytinu voru raunvextir á spariskírteinum nærri helmingi lægri en nú og þyrfti vaxtastigið, segir hann, að lækka um helming. Afnám verðtryggingar Hvorutveggja þessi orð um ESB og vextina eru eins og töluð úr mínu hjarta. Það er vissulega ánægjulegt fyrir mig að heyra þennan boðskap Ragnars Arnalds í sjálfu Morgunblaðinu, sem hefur verið vilhallt verðtrvggingunni. (En Eggert Haukdal það er enginn talsmaður fyrir verð- tryggingu á kaupi láglaunamanns- ins). Afnám hennar hefur verið baráttumál mitt á Alþingi um ára- bil. Studdist á þar við ritgerðir okkar hæfustu hagfræðinga. Mál- inu óx stöðugt fylgi. Á síðasta þingi, þegar frumvarp mitt var flutt í áttunda sinn, voru flutningsmenn orðnir níu úr öllum flokkum, nema flokki krata. Var síst fylgi í vaxta- málum í eigin þingflokki. Það hafði ærna möguleika til að ná sam- þykki, en fékk ekki þinglega með- ferð. I stað þess var flutt annað frumvarp um breytta viðmiðunar- vísitölu. Þetta skýrði ég allt í Morgun- blaðsgrein þann 18. mars sl. undir fyrirsögninni „Smánarleg máls- meðferð þingnefndar". Lesendur ættu að kynna sér efni hennar. Guð er ekki í Brussel Samkvæmt nýjustu stjórnvalds- aðgerðum á að draga fram yfír aldamót að afnema verðtrygging- una, í stað þess að gera það strax. Það er þó kostur að sjá að hinir bestu menn úr öllum flokkum viðurkenna nú til hvers hið ranga vaxtakerfi hefur leitt þjóðina. Og margir hinir sömu menn hafa sem betur fer einnig afskrifað trúna á „Guð í Brussel“. Höfundur er fyrrv. alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.