Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ1995 illwgtinMafetfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÁTAKÍ ENDURVINN SLU * ATAK sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Sorpu til að safna saman gömlum dagblöðum til endurvinnslu er lofsvert. A sjötta tug gáma verður komið fyrir, einkum við verzlunarmiðstöðvar, þar sem almenningur getur skilað gömlum blöðum og tímaritum. í Sorpu verður pappírinn bagg- aður og fluttur út til endurvinnslu í Svíþjóð. Eins og fram kemur í grein í Morgunblaðinu í gær er talið að hlutfall þess sorps á höfuðborgarsvæðinu, sem er endurunn- ið, hækki með þessu móti úr um 30% í 40%. Jafnframt mun útflutningur pappírs til endurvinnslu fimmfaldast. Pappírs- söfnunin er tilraunaverkefni, en gangi það vel er ætlunin að halda áfram á sömu braut og taka jafnvel upp endurvinnslu á plasti úr heimilissorpi. Ekki þarf að fjölyrða um gildi endurvinnslu heimilissorps. „Endurvinnslan sparar urðunarstaði, verndar skógana og er orkusparandi," segir Ásmundur Reykdal, stöðvarstjóri Sorpu, í blaðinu í gær. Endurvinnsla dagblaðapappírs er þáttur í við- leitni til að ganga betur um auðlindir jarðar en gert hefur verið. Viðhorf almennings ræður úrslitum um það hvort framhald verður á tilraunaverkefninu, sem kallað er „endurtekið efni“. Flestir ættu að átta sig á mikiivægi verkefnisins. Samanborið við langtímaáhrif endurvinnslu — orkusparnað, minni mengun og varðveizlu skóganna — er fyrirhöfnin lítil við að flokka dagblöð og annað prentmál frá öðru sorpi og taka með í gám- inn, um leið og keypt er inn til heimilisins. Morgunbiaðið er efnismesta blaðið, sem berst inn á heimili landsmanna. Morgunblaðsbunki hvers mánaðar er æði þykk- ur. Blaðið vill vekja athygli lesenda sinna á gildi þess-fyrir umhverfisvernd og auðlindanýtingu að farið sé með gömlu Morgunblöðin til endurvinnslu og mun kappkosta að sjá þeim fyrir upplýsingum og leiðbeiningum um þátttöku í átaki Sorpu og sveitarfélaganna. Aukinheldur hefur Morgunblaðið, líkt og fjölmörg önnur fyrirtæki, leitazt við að ganga á undan með góðu fordæmi. Þannig er allur afgangspappír Prentsmiðju Morgunblaðsins nýttur við endurvinnslu. Starfsmenn blaðsins eru jafnframt hvattir til að sjá til þess að hið mikla pappírsflóð, sem fer um skrifborð þeirra, sé flokkað og endurnýtt, auk þess sem spilliefni, vökvar og rafhlöður sem notaðar eru á blaðinu fara til eyðingar og endurvinnslu. Þannig vill Morgunblaðið stuðla að samstilltu átaki með lesendum sínum, í þágu umhverfisins. ENGINN SIGUR FRÍVERZLUNAR SAMKOMULAG Japans og Bandaríkjanna um bílavið- skipti, sem náðist á síðustu stundu í Genf, kemur í veg fyrir upplausn á peninga- og gjaldeyrismörkuðum og ýmiss konar óæskilegar afleiðingar refsiaðgerða Bandaríkjamanna gagnvart japanska bílaiðnaðinum. Samkomulagið er hins veg- ar ekki sá sigur fríverzlunar í heiminum, sem til dæmis Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur viljað vera Iáta. Þannig náðist ekki samkomulag um almennar reglur um aukið frelsi á hinum alþjóðlega bílamarkaði, heldur beittu Bandaríkin efnahagsafli sínu til þess að kúga japönsk stjórn- völd og bílaframleiðendur til samkomulags. Talsmenn Evrópu- sambandsins hafa kvartað undan því að einvörðungu Banda- ríkjunum skuli hafa verið veittar ívilnanir á japanska markaðn- um. Evrópusambandið hefur að sjálfsögðu ekki hreinan skjöld í fríverzlunarmálum, frekar en hin efnahagsstórveldin tvö, Japan og Bandaríkin. Öll hafa þau beitt innflutningskvótum og viðskiptahindrunum í formi staðla og sértækra skilgrein- inga til að vernda eigin framleiðendur. Þótt athyglin hafi beinzt að viðskiptadeilum risanna, er staðreyndin sú að hömlur þeirra á fríverzlun koma verst niður á smærri ríkjum, sem eiga mikið undir útflutningi, ekki sízt þróunarríkjum þriðja heimsins. Þessum ríkjum er lífsnauðsyn að víðtækar reglur um sem frjálsasta verzlun gildi og að al- þjóðastofnunum sé fengið vald til að framfylgja þeim. Bíladeila Japans og Bandaríkjanna kom aldrei formlega til kasta hinnar nýju Alþjóðaviðskiptastofnunar (WTO) og Japan- ir hafa nú dregið kvörtun sína vegna fyrirhugaðra refsiað- gerða Bandaríkjamanna til baka. Hins vegar má segja að það sé jákvætt að viðræður deiluaðilanna fóru fram í Genf, sam- kvæmt reglum WTO um lausn deilumála. Hin nýja stofnun mun vonandi styrkjast á næstu árum og áratugum og stuðla að víðtækri og raunverulegri fríverzlun um allan heim. MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 27 Kínverskur læknir mun gera taugaflutningsaðgerð á Landspítalanum á íslenskri stúlku LEIÐTOGAKJÖR BRESKA ÍHALDSFLOKKSINS HLUSTUÐUM ALDREI Á ÚRTÖLURADDIR Auður Guðjónsdóttir hefur í fjögur ár leitað að skurðlækni sem gæti hjálpað dóttur hennar, Hrafnhildi, sem lenti í alvarlegu slysi árið 1989. Áslaug Ásgeirsdóttir ræddi við mæðgurnar um leitina sem lá um hálfan hnöttinn og lauk í Kína. Reuter JOHN Redwood þykir skarpur en heldur kuldalegur. Að baki honum er Norman Lamont, fyrrum fj'ármálaráðherra, sem þótti líklegur frambjóðandi til leiðtoga, en hefur síðan lýst stuðningi við Redwood. Ihaldsmenn standi við gefin loforð John Redwood segir m.a. í viðtali við The Daily Telegraph að hann njóti ekki einungis stuðnings þröngs hóps innan Ihaldsflokksins og sé ekki forsprakki flokksbrots heldur framtíðarleiðtogi flokksins Reuter MARGARET Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra, segist álíta að það eigi fyrir Redwood að liggja að verða forsætisráðherra Bretlands. VIÐ ERUM komnar þetta langt því við hlustuðum aldrei á úrtöluraddir,“ seg- ir Auður Guðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, en eftir fjögurra ára erfiða leit hefur Auður loksins fundið mann sem hún vonast til þess að geti með skurðaðgerð komið Hrafnhildi Thoroddsen, dóttur henn- ar, til hjálpar. Hrafnhildur slasaðist alvarlega í bílslysi árið 1989 og hefur verið að mestu bundin við hjólastól síðan. Maðurinn er dr. Shaocheng Zhang, kínverskur prófessor í skurð- lækningum, sem kemur hingað til lands á þriðjudag, ef allt fer að ósk- um, og mun hann framkvæma tauga- flutningsaðgerð í neðri hluta baks Hrafnhildar. Slík aðgerð hefur ekki verið framkvæmd svo vitað sé til á Vesturlöndum, segir Auður, en Zhang hefur gert slíkar aðgerðin í um 10 ár í Kína. I bílsiysinu þríbrotnaði fjórði lend- arliður Hrafnhildar og færðist til um 1 cm. Auður tekur fram að Hrafnhild- ur sé einungis taugasködduð en ekki mænusködduð og því sé þessi aðgerð möguleg. Taugar eru ekki slitnar frá mænunni heldur er svokallað mænu- tagl slitið í sundur að hluta eða öllu leyti. Hrafnhildur getur hreyft vinstri legg örlítið en í þeim hægri hefur hún engan mátt. Vonast mæðgurnar til að árangur aðgerðarinnar verði sá að Hrafnhildur geti notað a.m.k. vinstri fótinn meira en nú er. Dr. Zhang seg- ir þó nær engar líkur á að aðgerðin breyti neinu, of langt sé um liðið frá slysinu. Bið eftir að árangur sjáist Dr. Zhang mun fá aðstoð íslenskra lækna, aðallega dr. Halldórs Jónsson- ar, yfirlæknis á bæklunardeild Land- spítalans, en hann gerði aðgerð á baki Hrafnhildar eftir slysið. Auður segir að aðgerðin sé framkvæmd á þann hátt að opnað verði inn að mænutagli og skoðað hvaða taugar eru í sundur og hvaða ekki. Vonast Auður til að einhveijar taugar sem liggja niður vinstri legg séu ekki slitn- ar, heldur séu þær einungis undir þrýstingi örvefs. Nóg verði því að klippa á örvefinn og létta þrýstinginn og þannig geti Hrafnhildur fengið meiri not af vinstra fæti. Líkur eru á að allar taugar séu í sundur hægra megin. Með því að setja skyntaug við mænutaglið þar sem það er slitið er vonast til að hreyfitaugarn- ar fari að vaxa meðfram skyntauginni niður fótlegginn. Taugavefur vex um 1 mm á dag og því getur árangur látið bíða eftir sér. Kveðst Auður ekki búast við öðru en að það taki a.m.k. tvö ár að sjá hver árangurinn verði. segir Auður. „Markmiðið var að finna einhvern sem gæti gert taugaflutn- ingsaðgerð á dóttur minni.“ Hún hófst handa fyrir fjórum árum og hefur það komið sér mjög vel að Auður er skurðhjúkrunarfræðingur á Landspítalanum og hefur starfað við það í 25 ár. Við leitina naut hún að- stoðar tveggja bókasafnsfræðinga, sérstaklega Steinunnar Stefánsdóttur í Verslunarskólanum en einnig Sól- veigar Þorsteinsdóttur á bókasafni Landspítalans. Reyndu þær stöllur að finna rannsóknir í sambandi við taug- ar í neðri hluta baks og einnig því sem er að gerast á sviði rannsókna á taugavef. Hófst leitin í Bandaríkjun- um og reyndi hún aðallega að komast í samband við ýmsar rannsóknar- stofnanir. Oft var fátt um svör. Síðan gerðist það að -Sólveig sendi Auði skrá um öll skurðlæknaþing sem halda átti í Bandarikjunum á síðasta ári. Úr þeim valdi Auður fjögur þing sem hún ætlaði að athuga betur og skrifaði ábyrgðarmönnum þeirra bréf með erindi sínu. Henni leist best á þing slysaskurðlækna í Las Vegas í september sl. og kom á daginn að það var eina þingið þar sem erindi hennar var svarað. Ábyrgðarmaður þingsins var læknir að nafni dr. Sinatra, en hann er fyrrum skurðlæknir sem hætti störfum eftir að hann lamaðist eftir bifreiðaslys. „Hann skildi þetta því hann var í hjólastjól sjálfur," segir Auður. Hópur sérvitringa að sinna áhugamáli sínu Dr. Sinatra sagði Auði að á þingið virtist vera hópur sérvitringa frá víðri veröld og þetta voru læknar af lífi og sál. Flestir þeirra voru eldri menn sem áttu nóga peninga og voru þarna til að sinna áhugamáli sínu.“ I Las Vegas hitti Auður dr. Zhang og sýndi honum niðurstöður rann- sókna sem Hrafnhildur hafði gengist undir til að móðir hennar hefði sem nákvæmasta upplýsingar um ástand hennar. Fyrsti úrskurður dr. Zhangs var neikvæður. Hann sagði að of lang- ur tími væri liðinn frá slysinu, Hrafn- hildur hefði þurft að koma til hans þremur árum fyrr. Þegar hún fékk útskurðinn segist Auður hafa haft í huga tilvitnun í Biblíuna: „Knýið á og fyrir yður mun upplokið verða.“ Hún útskýrði fyrir dr. Zhang að Hrafnhildur hefði engu að tapa. Eftir smá umhugsun ákvað hann að bjóða þeim til Kína þar sem hann gæti rannsakað Hrafnhildi sjálfur, „Ég skal ekki segja nei fyrr en ég er öruggur um að ekkert sé hægt að gera,“ segir Auður að dr. Zhang hafi sagt. Einnig vildi hann athuga hvort tæknilega mögulegt væri að gera aðgerðina því svo langt væri liðið frá slysinu. Lagt á brattann í mars í ár fóru Hrafnhildur, Auð- ur, Bjarni Halldórsson, eiginmaður Auðar, og dóttir þeirra, Guðrún Dóra Bjarnadóttir, til Kína. Dr. Zhang vinn- ur á spítala sem starfrækir meðal annars lækningastofu fyrir útlendinga i úthverfi Sjanghæ sem rekin er af kínverska hernum og segir Auður að spítalinn hafi verið mjög vel búinn. Að vísu hafi verið minni munaður á legudeildum sjúkrahússins í Sjanghæ en hér. Það var margt óljóst þegar ferðin hófst. Til stóð að Hrafnhildur yrði skorin upp í Kína ef Zhang teldi að aðgerðin væri mögu- leg og hefðu þau þá þurft að dvelja í Kína í þrjá mánuði. „Þegar við lögð- um af stað vissum við ekkert hvað læknirinn myndi segja,“ segir Auður. „En nokkrum dögum áður en við fór- um fékk Hrafnhildur sýkingu í set- beinið, en við ákváðum samt að leggja á brattann.“ Að loknum rannsóknum ákvað dr. Zhang að hægt væri að skera Hrafnhildi upp, en vildi ekki gera það svo fljótt eftir sýkingu. Eft- ir tvær vikur var svo haldið til íslands á ný. Tíminn í Kína var einnig nýttur til skoðurnarferða og til að tryggja að Zhang væri rétti maðurinn og ekki væri um neinn fúskara að ræða. Auð- ur fylgdist því með lækninum gera I Sjanghæ Dr. ZHANG ásamt Auði, Hrafnhildi og Guðrúnu Dóru í Sjanghæ í mars síðastliðnum. Þar endaði leitin að lækni sem gæti framkvæmt taugaflutn- ingsaðgerð á mænutagli Hrafnhildar. samskonar aðgerð og gera á við Hrafnhildi á baki kínversks drengs sem lenti í slysi. „Hann kann að nota hníf,“ segir hún. Ljómaði eins og jólatré Dr. Zhang bauð Hrafnhildi að koma aftur á sjúkrahúsið en Auður útskýrði að ferðalög væru Hrafnhildi mjög erf- ið. Því bauð Auður honum að koma til íslands og skera upp þar. „Það var eins og ég hefði stungið jólatré í sam- band,“ segir hún. „Dr. Zhang varð svo ofboðslega glaður.“ Hann spurði hvort hann mætti virkilega skera upp hér á landi og segist Auður hafa út- skýrt fyrir honum að ísland væri fá- mennt land og því kæmu hingað um 3-4 erlendir gestaskurðlæknar á ári. Þegar heim kom tók svo skrif- finnskan við. Til þess að dr. Zhang fengi brottfararleyfi þurfti heilbrigðis- ráðuneytið að bjóða honum hingað til lands, sem það og gerði. Ráðuneytið sendi svo bréf þess efnis til utanríkis- ráðuneytis Kína. Einnig hefur utan- ríkisráðuneytið hér á landi haft milli- göngu í málinu. Segir Auð- ur að starfsmenn beggja íslensku ráðuneytanna sem að málinu komu hafi gert allt til að aðstoða hana í því að fá Zhang hingað og kann hún þeim þakkir fyrir. Eftirvænting ríkir Eftir viku leggst Hrafnhildur undir hnífinn og segir Auður að samstarfs- fólk hennar bíði með eftirvæntingu eftir komu læknisins. Auður segi að þrátt fyrir að dr. Zhang sé svartsýnn á árangur aðgerðarinnar á Hrafn- hildi, þá vilji hann ekki taka möguleik- ann frá henni. Sjálf segist Hrafnhildur ekki kvíða aðgerðinni, þó að aðdragandinn hafi oft reynt á taugarnar. Hún segir að henni hafi litist vel á Zhang þegar hún hitti hann. „Eg verð að fara því þetta er eina tækifærið sem ég hef,“ segir hún. „Ég hef svolitla von þótt hún sé ekki mikil. Ég vil bara fara að gera út um þessi mál.“ RAMBOÐSFRESTUR í leiðtogakjöri breska íhaldsflokksins rann út á hádegi í gær. Fyrsta um- ferð fer fram næstkomandi þriðju- dag. Einungis kom fram eitt mót- framboð við John Major, sitjandi forsætisráðherra, og stendur valið því milli hans og Johns Redwoods, sem á hugmyndafræðilegar rætur sínar að rekja til fyrrverandi for- sætisráðherra, Margaretar Thatc- her. Eftirfarandi viðtal blaðamanns The Daily Telegraph við Redwood er nokkuð stytt. Skiljanlegri stjórn Hvers vegna skyldi íhalds- flokkurinn treysta þér til þess að sigra í næstu þingkosningum? „Ég boða stefnu sem ég held að almenningur vilji að við veitum möguleika á og að okkur gangi vel að fylgja. Fólk vill borga lægri skatta. Það vill aukna hagkvæmni í ríkisrekstri. Það vill að ríkiskerfið sé skiljanlegra. Það vill að þjónusta sé auðsóttari fyrir það sjálft og fjöl- skyldur þess. Þetta býð ég upp á.“ Hvers vegna getur John Major ekkigert þetta? „Ég vil hraða málunum, mér finnst við þurfa að gera mun betur en við höfum gert að undanförnu. Urslitin [í sveitarstjórnarkosn- ingunum] 4. maí sýndu að margir íhaldsmenn eru ekki reiðubúnir að greiða okkur atkvæði sín, og sumir eru jafnvel reiðubúnir að veita öðr- um flokkum atkvæði sín. Ég varð ekki var við, hjá fólki, mikinn áhuga á áætlun [Tony] Blairs [formanns Verkamannaflokksins] eða áætlun [Paddy] Ashdowns [formanns Fijálslynda demókrataflokksins]. Ég varð var við einlægan vilja til þess að segja við íhaldsmenn: Þið þurfið að standa ykkur betur og standa við gefin loforð. Það er það sem ég vil að við gerum.“ Einungis þeir óánægðu? í herbúðum Majors gáfu menn í skyn, þegar þú skýrðir frá stefnu þinni, að margar hugmyndanna væra nú þegar til umræðu í ríkis- stjórninni og þú hefðir einungis orðið fyrstur til þess að tala um þær opinberlega. Er þetta satt? „Ég yrði afskaplega ánægður ef allar þessar hugmyndir yrðu rædd- ar í ríkisstjórninni, en ég held að það sé ekki mitt hlutverk að ljóstra því upp hvað er rætt í stjórninni. Ef maður býður sig fram til leið- toga verður maður að útlista sínar eigin hugmyndir og bestu stefnu- mál.“ Það var nefnt, þegar þú fórst af stað í kosningabaráttuna, að þér hefði einungis tekist að afla þér stuðnings þeirra óánægðu. Skamm- astu þín fyrir að hafa, á fyrsta degi, verið nefndur í tengslum við Teresu Gorman og Norman Lam- ont? „Nei, ég skammaðist mín ekki. Þegar maður hefst handa við kosn- ingabaráttu í leiðtogakjöri, og kem- ur eins og þruma úr heiðskíru lofti, þá er maður þakklátur fyrir allan stuðning. Ég vil þakka öllu því sam- starfsfólki mínu sem var frá upp- hafi reiðubúið til þess að lýsa yfir stuðningi við John Redwood. Síðan þá hafa fleiri og fleiri lýst stuðn- ingi við mig og það sýnir að ég nýt ekki einungis stuðnings í afmörkuð- um hópi innan flokksins. Ég vil byggja á víðtækum stuðningi. Þetta er ekki sannfæring leiðtoga flokks- brots. Þetta er sannfæring framtíð- arleiðtoga íhaldsflokksins." V elf erðarkerfið Þú hefur talað um mikilvægi stórfjölskyldunnar og um að hafa þurfi hemil á fjárveitingum til vel- ferðarmála. Hvaða áætlanir hef- urðu uppi um hvernig draga megi úr velferðarkostnaði? „Besta leiðin til þess að draga úr kostnaði við velferðarmál er að halda áfram þeirri stefnu okkar, sem hefur gefist vel, að bæta og endurreisa efnahaginn. Kostnaður við bótagreiðslur jókst vegna efna- hagslægðarinnar, en þegar atvinnu- leysi minnkar dregur einnig úr kostnaði við veiferðarmál. Ég er hlynntur þeim endurbótum sem við höfum unnið að með því að búa til láglaunastörf svo að fleira fólk geti greitt hluta af útgjöldum sínum með launum sínum og komist aftur út á vinnumarkaðinn. Ég held enn- fremur að hlutverk stórfjölskyld- unnar geti orðið stærra. í sumum tilvikum, held ég, gætu afar og ömmur tekið mikilvægan þátt í uppeldi barna, í stað þess að treyst sé á ummönnun á stofnunum." [Margaret] Thatcher hefur sagt að stjórnvöld þurfi að gera greinar- mun á fátæku fólki sem er hjálpar vert og fátæklingum sem eiga ekki skilið hjálp. Sýnist þér að þetta sé mikilvæg skilgreining? „Ég myndi ekki orða þetta svona. Ég geri ráð fyrir að það sem Margáret Thatcher á við sé að ef fólk er í þeirri aðstöðu að geta feng- ið vinnu þá beri því að gera það. Ég er eindregið fylgjandi því. Slíkt væri gott fýrir fólkið sjálft og lands- menn alla. Það er því stefna okkar að hvetja fólk til vinnu, og setja reglur um bótarétt ef maður er í aðstöðu til þess að taka vinnu sem býðst.“ Ríkið er vont foreldri Því er haldið fram að þú hafir látið þig varða málefni einstæðra mæðra. Myndirðu vilja breyta vel- ferðarkerfinu og hvetja til þess að stórfjölskyldan tæki við umönn- unarhlutverkinu af ríkinu? Mynd- irðu, í stórum dráttum, vilja auka áhersluna á siðferði sem grundvall- aratriði í velferðarkerfinu? „Ég myndi hiklaust vilja að fólk beri ábyrgð á ummönnun í samfé- laginu, og það ætti ekki að koma börnum fyrir á uppeldisstofnunum nema að kyrfilega athuguðu máli. Ég held að ríkið sé ekki gott for- eldri. Ég held að yfirleitt sé betra að foreldrar, eða afar og ömmur eða aðrir fjölskyldumeðlimir sjái að mestu leyti um uppeldi barna. Þannig er ég ekki að tala um að skylda fólk. Það þyrfti að leggja meiri áherslu á að hjálpa fjölskyld- um til þess að hjálpa sér sjálfar. Myndirðu taka undir með ýmsum öðrum á hægri væng flokksins sem sjá tengsl milli þess hversu yfir- þyrmandi velferðarríkið er og auk- innar glæpamennsku? „Ég held að ástæðurnar fyrir því að glæpum fjölgar séu margar og flóknar. Að hluta til er það vegna skorts á fjölskylduaga og líka vegna skorts á aga í skólum; en kannski er það vegna skorts á ást eða ákveðni. Maður verður að huga að hveiju einstöku tilviki og þess vegna tel ég óráðlegt að alhæfa um ástæðurnar. Við þurfum að ná athygli fleira ungs fólks meðan það er enn í skóla, áður en það missir áhuga og fer að hanga á götuhorn- um.“ Val milli tveggja manna I augnablikinu virðist helst sem töluverður fjöldi fólks vilji að [Mich- ael] Portillo bjóði sig fram ef kem- ur til annarrar umferðar, og það virðist á báðum áttum hvort besta leiðin til þess að tryggja að svo fari sé sú að kjósa þig. Hvað viltu segja við þetta fólk? „Valið stendur milli mín og Johns Majors. Það verður að gera upp við sig hvort honum eða mér sé betur , treystandi sem leiðtoga til þess að við sigrum í næstu kosningum. Það verður að gera upp við sig hvort hans tillögur eða mínar eru betri. [...] Ég á ákaflega erfitt með að henda reiður á öllum þessum skipu- lagsvangaveltum um hvað geti gerst „ef“, þar eð valið stendur ein- faldlega milli tveggja manna sem hafa sínar hugmyndir um framtíð íhaldsstefnunnar. Ef fólk vill skipu- leggja þá er svarið augljóst, vilji menn fá aðra umferð verða þeir að kjósa mig. Valið stendur unr. hvort John Major eða ég skuli vera leiðtogi flokksins." Ef Major verður endurkjörinn, munt þú veigra þér við að styðja hann heils hugar? „Alls ekki. Ég mun sætta mig við dóm jafningja minna. Ef þeir telja það rétta ákvörðun mun ég styðja þá af heilum hug.“ Löng leit að réttum manni Þó að aðgerðin sé um margt merki- kæmi kínverskur skurðlæknir sem leg, þá er leitin að dr. --------:---------- hefði mikla reynslu á tauga- Zhang ekki síður óvenjuleg KjÖrorðÍé VST' skurðlækningum á því og lýsir vel baráttuanda Á...» __ . svæði sem Hrafnhildur mæðgnanna. „Ég ákvað að e 9 ■* skaddaðist á og bauð hann hafa sem einkunnarorð: munuo Tinna Auði að koma til Las Veg- Leitið og þér munið finna," *™”““““ as. „Þetta var svolítið merkilegt þing,“ segir hún. „Þetta Hef svolitla von þó að hún sé lítil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.