Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 32
2 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ ÓLAFSSON Þegar stjórn Krabbameinsfélags íslands ákvað haustið 1985 að koma vísindastarfi félagsins í fastara form og skipa sérstakt vís- indaráð voru valdir í það menn sem höfðu reynslu af vísindarannsókn- um en einnig forystumenn á öðrum sviðum _ þjóðlífsins, þar á meðal Davíð Ólafsson, sem þá var enn starfandi seðlabankastjóri. Davíð sýndi þessu máli svo mikinn áhuga að hann var valinn formaður ráðs- ins frá 1988-1990. Enda þótt menntun Davíðs væri ekki tengd læknisfræði hafði hann víðtæka al- menna þekkingu og víðsýni sem kom að góðum notum í þessu starfi, e'kki síst við mótun vísindastefnu krabbameinsfélagsins. Davíð sýndi öðrum málefnum Krabbameinsfélags íslands einnig mikinn áhuga og var kjörinn í heið- ursráð félagsins í september 1990. Hann sat aðalfundi félagsins meðan hann gat því við komið og var ráða- góður þar sem annars staðar. Með Davíð Ólafssyni er fallinn frá öflugur liðsmaður í baráttunni gegn krabbameini. Blessuð sé minning hans. Jón Þorgeir Hallgrímsson, form. Krabbameinsfélags Islands , Ævigöngu Davíðs Ólafssonar fyrrverandi seðlabankastjóra er lok- ið. Honum var orðið ljóst að það var tekið að halla undan fæti,. en svo lengi sem kraftar leyfðu skyldi göngunni haldið áfram. Davíð Ól- afsson var ekki öðru vanur. Ungur kom Davíð til dvalar í Viðey frá æskustöðvum sínum aust- ur á fjörðum. Hann lauk mennta- skólanámi i Reykjavík og síðan hagfræðinámi í Þýskalandi. Ný- kominn heim frá námi, þá 24 ára gamall, var hann valinn til forystu Fiskifélags íslands og kjörinn fiski- málastjóri 1940. Fiskifélag íslands hefur frá stofnun þess haft mikilsverðu hlut- verki að gegna fyrir okkur Islend- inga og verkefnin jukust ár frá ári. Í baráttunni fyrir útfærslu land- helginnar var fiskimálastjórinn Davíð Ólafsson í þýðingarmiklu starfi og í hópi þeirra sem í forystu voru með sterk fiskifræðileg rök, sem stofnun hans hafði undirbúið og reynst hafa ómetanleg i mál- flutningi íslendinga á alþjóðavett- vangi. Skarpskyggni Davíðs Ólafssonar og mikil reynsla hans varð til þess, þegar fram í sótti, að víða var sóst eftir starfskröftum hans. Hann var valinn til framboðs og kjörinn al- þingismaður fyrir Sjálfstæðisflokk- inn í Reykjavík 1963. Þar gafst honum tækifæri m.a. sem formanni fjárhags- og viðskiptanefndar að beita áhrifum sínum á löggjafar- störfin. Enda þótt Davíð Ólafsson væri mikill áhugamaður um stjórnmál og honum félli vel að starfa á Al- þingi fór svo að hann átti þar ekki langa viðdvöl. Árið 1967 varð hann bankastjóri við Seðlabanka Islands. Hann hvarf þá af Alþingi og lét jafnframt af störfum fiskimála- stjóra eftir frábært starf í rúman 'lddarfjórðung. Með skipan Davíðs í embætti seðlabankastjóra voru menn sam- mála um að vel væri ráðið og Seðla- banki íslands fékk til forystustarfa mann með mikla þekkingu á ís- lensku þjóðlífi til sjávar og sveita. Frá því embætti hvarf Davíð eftir rúmlega 19 ára mjög farsælt starf 1986 þá 70 ára að aldri. En starfsdegi Davíðs Ólafssonar var þá ekki lokið. Nú skyldi safnað gögnum og fróðleik um mikilsverð mál, sem hann hafði haft afskipti uf, svo að nýtast mætti til framtíð- ar. Ég er viss um að því verki hafði hann ekki lokið þegar hann var all- ur, svo víða lágu spor hans til góðra verka. Persónuleiki Davíðs Ólafssonar og viðtæk þekking hans var með þeim hætti að til hans var mikið leitað um úrræði og tillögur í vanda- sömum málum. Hann var því kvaddur til ráða af Alþingi, ríkis- stjórnum og fjölmörgum ráðherrum og naut hvarvetna óskoraðs trausts. Sjálfur átti ég Davíð að nánum ráðgjafa og samstarfsmanni. Skipti þá ekki máli hvort málaflokkurinn var um fjármál, viðskipti, samgöng- ur eða utanríkismál. Davíð var alls staðar afar vel heima í málum og ávallt reiðubúinn til samstarfs. Þegar ég tókst á hendur emb- ætti viðskiptaráðherra 1983 og stefnt var að auknu frelsi í gjaldeyr- is- og viðskiptamálum, tók Davíð að sér formennsku þeirrar nefndar sem gera skyldi tillögur um nýskip- an þeirra mála. Hann brást ekki þar frekar en annars staðar, enda lífsskoðun hans frelsi fyrir einstakl- inginn honum til hagsbóta. Fyrir nokkrum vikum sátum við saman um stund og rifjuðum ýmislegt upp m.a. frá þessum tíma. Hann var glaður yfir því hversu vel hafði til tekist og að áfram skyldi hafa ver- ið haldið og að fullt frelsi í þessum málaflokki náði fram að ganga. ísland heillaði Davíð, náttúra þess, fagurt og stórbrotið landslag- ið. Hann kaus að nýta frítíma sinn oft í óbyggðum landsins á löngum og ströngum ferðalögum og ósjald- an heyrðum við vinir hans ferðalýs- ingar af ógleymanlegum ferðum. Ferðafélag íslands kaus hann til forystu um árabil. Avallt naut Davíð Ólafsson að- stoðar eiginkonu sinnar, Ágústu Gísladóttur, sem var hans trausti lífsförunautur og fylgdi honum gjarnan á ferðalögum hvert sem ferðinni var heitið. Náið samstarf þeirra veit ég að var þeim báðum mikill styrkur. Fyrir fjórum áratugum lágu leið- ir okkar Davíðs Ólafssonar saman. Ég, háskólanemi, gerðist skrifari Fiskiþings undir handleiðslu fiski- málastjóra. Þau samskipti leiddu til vináttu okkar og náins samstarfs sem hefur verið mér ómetanlegt og fyrir það vil ég þakka að leiðarlok- um. í þá ferð sem vinur minn Davíð hefur nú lagt upp í fer hann einn. Við kveðjum hann og vitum að við munum örugglega njóta leiðsagnar hans þegar þar að kemur. Við Sigrún sendum Ágústu og börnum þeirra Ólafi og Sigrúnu og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur og biðjum Davíð Ólafssyni Guðs blessunar. Matthías Á. Mathiesen. Davíð Ólafsson, vinur minn og mentor, andaðist árla morguns 21. þ.m. á áttugasta aldursári. Forsjón- in kaus honum lengsta dag ársins, þá sólin rís hæst yfir landi því, sem hann dáði. Hann var fæddur 25. apríl 1916 í Bakkagerði, Borgar- firði eystri. Foreldar hans, Jakobína Davíðsdóttir og Ólafur Gíslason, síðar framkvæmdastjóri í Viðey, voru af kunnum eyfirzkum og austfírzkum ættum. Hann og eiginkona hans Ágústa Gísladóttir ferðuðust mikið um landið og voru manna kunnugust náttúru þess og fegurð, bæði öræfí og ijalla, jafnt sem íjarða og dala. Aragrúi góðra ljósmynda af þekkt- um jafnt sem minna þekktum, en athyglisverðum stöðum, bera áhuga þeirra og glöggskyggni góðan vitn- isburð. Davíð var forseti Ferðafé- lags íslands í mörg ár og sinnti áhugamálum þess af alkunnum dugnaði og þekkingu. Davíð hafði gaman af að renna fyrir lax og silung. Góðar minning- ar á ég frá slíkum ferðum með honum undir forystu Péturs á Hóla- völlum Pétursonar, oft ásamt eigin- konum okkar. Ekki lét hann þó kapp við veiðar glepja sér sýn um of. Hann var vís til að hverfa af vettvangi veiða um skeið til að ganga á nærliggjandi fjöll, njóta útsýnis og kyrrðar. Ékki ætla ég mér þá dul að reyna að rekja til hlítar hin margvíslegu og vandasömu störf, sem á Davíð hlóðust um ævina. Það er miklu fremur efni í ævisögu. Hann naut ávallt mikils og verðskuldaðs trausts samferðamanna sinna hvar í flokki þeir annars stóðu. Það mun heldur fátítt, að ungur maður nýkominn frá prófborðinu, þótt góða og víðtæka menntun hafi hlotið, skuli veljast til jafnþýðingar- mikils starfs og Davíð Ólafsson, er hann var kjörinn fiskimálastjóri og um leið stjórnarformaður í Fiskifé- lagi íslands, en þessu starfi gegndi hann, unz hann var skipaður Seðla- bankastjóri árið 1967. Fiskifélagið var stofnað 1911 af mönnum úr fiestum stéttum þjóðfélagsins. Allir áttu þeir sér þá hugsjón að vinna að framgangi íslenzks sjávarútvegs í víðtækari merkingu, frá veiðum og vinnslu, rannsóknum og fræðslu til útflutnings og markaðsleitar fyr- ir sjávarafurðir. Fyrirrennarar hans í starfi, sem nefndust formenn og forsetar Fiski- félagsins, svo og aðrir stjórnar- menn, voru merkir menn og braut- ryðjendur og bera þessari hugsjón gott vitni. Starfsheitið fiskimála- stjóri kemur fyrst fram árið 1940 og er Davíð Ólafsson í raun fyrsti fiskimálastjóri íslendinga. Ástæður þeirrar breytingar verða ekki raktar hér. Á það má samt benda, að um það bil sem Davíð tók við embætti fiskimálastjóra urðu mikil straum- hvörf og þáttaskil í íslenzkum þjóð- málum. Heimsstyijöldin síðari ný- lega skollin á; hernám Danmerkur og íslands fylgdi í kjölfarið; stofnun lýðveldis 1944. Allt þetta leiddi til þess, að íslendingar þurftu að taka við störfum og málaflokkum, ekki sízt þeim sem sneru að samskiptum við aðrar þjóðir, fyrr en ætlað var. Þessi mál voru áður í höndum danskra stjórnvalda eða var sinnt sameiginlega af Dönum og Islend- ingum. Sem fiskimálastjóri átti Davíð skjótlega stóran hlut í að móta stefnu og fylgja fram þeim málum, sem horfðu til framdráttar og framfara íslenzkum sjávarút- vegi, bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Hann var fulltrúi Islands við gerð margvíslegra viðskiptasamríinga, svo og samninga um þátttöku og aðild íslands að ýmsu samstarfi öðru á sviði viðskipta- og sjávarút- vegsmála. Davíð var fastafulltrúi íslands í Alþjóða hafrannsóknarráðinu um margra ára skeið og var í stjórn þess um tíma, fastafulltrúi í N.A. Atlantshafs fískveiðanefndinni og var formaður hennar um nokkurra ára bil. Hann var fulltrúi íslands á fyrstu ráðstefnunni til undirbúnings Marshall-aðstoðar, þeirri merku og víðsýnu aðstoð Bandaríkjanna við stríðshtjáðar Evrópuþjóðir. Aðstoð þessi var boðin andstæðingum jafnt sem samherjum í heimsstyijöldinni síðari. Davið tók einnig þátt í störf- um OEEC, síðar OECD, arftaka Marshall-aðstoðarinnar. Sem full- trúi íslands á stofnfundum Mat- væla- og landbúnaðarstofnunar S.Þ. (FAO) og síðar fulltrúi í físki- málanefnd stofnunarinnar átti hann sinn þátt í að marka fyrstu spor þeirrar stofnunar á langri og að vissu leyti umdeildri, en þó um margt merkilegri vegferð og hug- sjónaferli. Davíð var í sendinefnd íslands á I. og II. Hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna. Við- brugðið er hinu góða, svo að ekki sé talað um, árangursríka sam- starfi þeirra þremenninga, sem báru hitann og þungann af því að flytja málstað og sjónarmið íslands, þeirra dr. Hans G. Andersen, sendi- herra, formanns íslenzku sendi- nefndarinnar, Davíðs og Jóns Jóns- sonar framkvæmdastjóra Hafrann- sóknarstofnunar. Á bakvið mátti greina Árna Frið- riksson, fiskifræðing, aðalritara Alþjóða hafrannsóknarráðsins, sem ávallt reyndist hollur ráðgjafi og vinur. Af skiljanlegum ástæðum gat Árni ekki tekið sæti í hinni íslenzku sendinefnd. Þótt merkilegt megi virðast hefur enn ekki verið skrifað opinberlega um Hafréttarráðstefn- ur I og II. Benda má á grein dr. Gunnars G. Schram prófessors, í tímariti lögfræðingafélagsins. Á sínum tíma var því mikill feng- ur að greinarfiokki eftir Davíð 01- afsson, sem birtist í tímaritinu Ægi og var síðar gefinn út sérprentaður í bókarformi. Það lýsir m.a. vel hinu nána sam- bandi og samvinnu þeirra hjóna Davíðs og Ágústu, að heimilda við ritun greinanna leitaði Davíð, auk annars, í fjölda bréfa, er hann rit- aði konu sinni meðan á ráðstefnum stóð, þar sem hann m.a. íjallaði um helztu atburði og framgang hinna ýmsu mála, sem voru þar til um- ræðu og afgreiðslu. Eftir að hann hætti störfum á árinu 1986, sneri hann sér m.a. að könnun heimilda, sem verið var að heimila birtingu á, bæði í Bret- landi, Þýzkalandi o.fl. löndum, um útfærslu fiskveiðilögsögu íslands, deilur þjóða og samninga. Einnig vann hann að könnun ýmissa gagna um Hafréttarráð- stefnurnar. Enda þótt honum entist ekki líf né heilsa, tókst honum að vinna gagnleg grundvallarstörf, sem án efa koma síðari rannsóknum og ályktunum fræðimanna að góðu gagni. Þótt ekki ætti hann þátt í því, að efnt var til fyrsta vísis kerfís- bundinna haf- og fískirannsókna eða fiskiðnaðarrannsókna, er Jþær hófust, er Fiskifélagið réð dr. Árna Friðriksson, fiskifræðing og dr. Þórð Þorbjarnarson, verkfræðing, til starfa snemma á 4. áratugnum, hafði hann ávallt brennandi áhuga á þessum málum. Síðar voru sett lög um rannsóknarstofnanir at- vinnuveganna. Davíð Ólafsson varð fyrsti formaður stjórnar beggja þessara stofnana. Með þessari upp- rifjun er engan veginn gleymt hinu merka brautryðjendastarfi Bjarna Sæmundssonar í þágu íslenzkra fiskirannsókna. Þau vann hann hins vegar nánast sem sjálfboðaliði eða í aukavinnu. Fyrir vikið eru störf hans þeim mun merkilegri. Bjarni var einn af stofnendum Fiskifélags Islands. Hann sat mörg Fiskiþing og var í stjórn Fiskifélagsins um árabil. Ég vil ekki láta hjá líða að minna á ýmis undirstöðustörf Fiski- félagsins, sem e.t.v. eru ekki oft nefnd. Fljótlega eftir að Davíð tók til starfa, tók hann ásamt starfs- mönnum félagsins að endurskipu- leggja og bæta gagnasöfnun og skýrsluútgáfu í þágu sjávarútvegs- ins. Naut hann í því starfi ekki sízt ómetanlegrar aðstoðar trúnaðar- manna félagsins og félaga um allt land, sem störfuðu af áhuga og fórnfýsi, nánast kauplaust. Um og eftir 1955-1956 var skýrslukerfið enn bætt verulega og varð meðal þess bezta sem þekkt- ist. Þegar Fiskifélagið tók að sér fyrir hönd íslands að taka þátt í starfi FAO, Alþjóða hafrannsóknar- ráðsins o.fl. alþjóðlegra stofnana, til samræmingar alþjóðlegri skýrslugerð og útgáfu, var ákaflega auðvelt að laga skýrslukerfi Fiskifé- lagsins að hinu nýja fyrirkomulagi. Fullyrða má, að hin nákvæma skýrslusöfnun og útgáfa Fiskifé- lagsins hafi verið ein hin bezta og vissulega ódýrasta meðal þjóða við norðanvert Átlantshaf. Davíð Ólafsson var fiskimála- stjóri í 27 ár. Hann aflaði sér virð- ingar og trausts bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Segja má, að á meðan hann gegndi störfum fiskimálastjóra hafi fátt það verið ráðið, er snerti hags- munamál sjávarútvegsins, að ekki hafi verið Ieitað til hans. Engan veginn reyndist það samt svo, að hann fengi sleppt höndum af mál- efnum sjávarútvegsins, þótt hann hyrfi til annarra virðingarstarfa sem Seðlabankastjóri; líklega eðli- legt þegar á allt er litið og þýðing sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúið höfð í huga. Meðal annarra starfa, sem hann vann ötullega að á vegum Seðla- bankans ver seta í stjórn Fiskveiða- sjóðs Islands, alla tíð skipaður stjórnarformaður. Gegndi hann því starfi með sæmd frá árinu 1967 að telja til þess að hann dró sig í hlé, fyrir aldurs sakir, 1986. Átti hann sinn þátt í því að laga Fisk- veiðasjóð að breyttum tímum al- þjóðasamvinnu og breyttra viðhorfa á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði. Sökum alkunnra lögmála tregðunn- ar er þessu starfi enn ekki lokið. Á fátt eitt hefur verið drepið af hinum fjölbreytilegu ævistörfum Davíðs Ólafssonar. Raunar hefur nær eingöngu verið fjallað um helztu störf hans og hagsmunamála sjávarútvegsins. Slík upptalning hlýtur þó alltaf að vera matsatriði, hvað með er tekið annarsvegar, hveiju sleppt hinsvegar. Davíð Ól- afsson var farsæll maður í starfi, en jafnframt hógvær og yfirlætis- laus, þótt fastur væri fyrir, ef því var að skipta. Eiginkona hans Ág- ústa Gísladóttir stóð þétt við hiið hans í blíðu og stríðu. Vinsæl voru þau hjón og vinmörg. Rausn og gestrisni þeirra var viðbrugðið Við Baddý sendum Ágústu, börn- um þeirra, Ólafi og Sigrúnu og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Már Elísson. Við fráfall Davíðs Ólafssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra og fyrrum forseta Ferðafélags íslands, eiga Ferðafélagsmenn á bak að sjá góðum og farsælum forystumanni, sem um átta ára skeið gegndi þar stjórnarformennsku með ágætum. Davíð tók við forsetastarfi í Ferðafélaginu árið 1977 skömmu eftir fráfall Sigurðar Jóhannssonar vegamálastjóra, sem lengi hafði gegnt því trúnaðarstarfi, en að hon- um látnum hafði dr. Sigurður Þór- arinsson jarðfræðingur síðan farið með forsetastarf um stuttan tíma. Á þessu skeiði reið á miklu fyrir félagið að mikilhæfur og farsæll maður fengist til að taka að sér stjórnarformennsku til nokkurrar frambúðar, því að eigi var þá langt um liðið frá því að átök höfðu orð- ið um stefnu og störf félagsins, sem leitt höfðu til klofnings í röðum félagsmanna og nokkurra sárinda, sem miklu varðaði að unnt yrði að bæta að viðunanlegu marki. Við leit að nýjum forseta, við þessar aðstæður, hafa vafalaust nöfn ýmissa mætra manna verið nefnd, en flótlega_ beindist þá at- hyglin að Davíð Ólafssyni, seðla- bankastjóra, sem eigi hafði áður gegnt stjórnarstörfum í félaginu, en var þá löngu orðinn kunnur maður af þeim ábyrgðar- og trúnað- arstörfum, er hann hafði lengi haft með höndum á opinberum vett- vangi. En mörgum var einnig kunn- ugt um, að Davíð var mikill og góður ferðamaður, sem lengi hafði átt samleið með öðrum Ferðafélags- mönnum um byggðir landsins jafnt sem um fjöll þess og firnindi. Sú saga gengur enn í Ferðafélag- inu, og er sönn, að merkur stjórnar- maður hafi verið sendur á fund seðlabankastjórans þeirra erinda að fá hann til að gefa kost á sér til forsetastarfsins og hafi hann síðan borið upp erindi sitt á skrifstofu Davíðs með þeim formála, að hann væri að vísu eigi þangað kominn til að fremja bankarán - en hinsveg- ar væri það ætlun sín að ræna bankastjóra! Mun þetta hafa fallið Davíð vel í geð og gerði hann ferð sendimannsins góða. Ég hygg að þeir, sem best þekkja til, séu sammála um, að öll stjórnar- störf Davíðs Ólafssonar fyrir Ferða- félagið hafi farist honum einkar vel úr hendi og hafi samstarf hans við stórnarmenn sem og aðra þá, er áttu við hann samskipti um málefni félagsins, verið ánægjuleg í alla staði. Á þessum vettvangi nutu sín vel mannkostir Davíðs, reynsla og víðsýni, hófsamleg kímnigáfa, róleg ígrundun úrlausnarefna og fundvísi á farsælar lausnir vandamála, er ýmsum sýndust torveld viðureignar. Hann bar með sér eðlislægan virðu- leika, sem fór vel við ljúfmennsku hans, geðprýði og látleysi. Óhætt mun að fullyrða að farsæld og hóf- semd hafi einkennt starfsemi og félagslíf Ferðafélagsins á þeim tíma er Davíð var \ forystusveit þess. Haldið var fram markaðri stefnu í ferðamálum en jafnframt fitjað upp á nýjungum að vel yfirlögðu ráði, ekki síst á því sviði sem Davíð mun hafa verið einna hugstæðast, gönguferðurn um öræfi landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.