Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 52
TVOFALDUR1. vinningur -te fyrir þá sem gera kröfur! MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, FÓSTHÓLF 3040, NBTFANO MBIjOCENTRUM.IS / AKUREYRl: IIAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Lögreglan myndaði leiksýningu Landspítalinn 83 bíða eftir hjartaaðgerð Eyjafjörður Aurskriða féllá Sölvadal AURSKRIÐA féll á Sölvadai í Eyjafirði síðdegis í gær. Skriðan var talsvert breið, en hún féll við bæinn Þor- móðsstaði, sem er fremsti bærinn í dalnum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri urðu ekki slys á fólki, en rafstöð skemmdist auk þess sem skriðan fór yfir tún. Ef veður helst óbreytt er jafnvel hætta á fleiri skriðu- föllum á þessu svæði. Heim- ilisfólkið á Þormóðsstöðum dvaldi ekki á bænum í nótt og lokað var fyrir umferð um Sölvadal. TVEIR lögreglumenn voru mættir á frumsýningu leik- ritsins Eg kem frá öðrum löndum með öll mín ævintýri aftan á mér í Kaffileikhús- inu í Hlaðvarpanum í gær- kvöldi. Eftir myndbirtingu Morgunblaðsins í gær frá æfingu verksins barst leik- húsinu ábending frá forsæt- isráðuneytinu um að hugs- anlega væru fánalög brotin í leiksýningunni. Haft var samband við lögregluna í Reykjavík sem sendi tvo óeinkennisklædda lögreglu- menn á frumsýninguna. Þeir höfðu meðferðis mynd- bandsupptökuvél og ljós- myndavél og gripu til þeirra þegar Guðrún S. Gísladóttir leikkona fór í svuntu gerða úr íslenska fánanum. Mynd- uðu þeir atriðið allt til loka og hurfu síðan á braut. Munu þeir gera skýrslu um atburðinn. Guðrún S. Gísladóttir, sem leikur aðalhlutverkið í sýningunni, sagði að sér hefði fundist óþægilegt að finna myndbandsauga lög- reglunnar á sér á sviðinu. Á BIÐLISTA hjarta- og lungna- skurðdeildar Landspítalans eru 83 sjúklingar um þessar mundir. Búið er að raða 71 sjúklingi á aðgerðar- lista. Eins og er hafa 18 manns vissan forgang. Grétar Ólafsson, yfirlæknir deildarinnar, segir að hingað til hafi hending ráðið því hvort tekist hafi að fá nægan mannskap til að framkvæma hjartaaðgerðir. Nauðsynlegt sé að hafa tvo skurð- lækna í hverri hjartaaðgerð en sem stendur sé einn á vakt í senn. Deildin hafi ekki fengið leyfi til að koma á vaktakerfi fyrir starfs- fólk deildarinnar svo að hægt sé að gera bráðaaðgerðir þegar þeirra er þörf. Grétar segist margsinnis hafa vakið athygli ráðamanna á að þetta sé eini sjúklingahópurinn sem hann viti um, sem ekki hafi aðgang að bráðaþjónustu alla daga ársins. Að sögn Grétars hafa írskar kannanir sýnt að dánarlíkur hjarta- sjúklinga sem fara strax í aðgerð séu 1%. Þetta hlutfall tífaldist ef sjúklingurinn þarf að bíða. ■ Leyfi fyrir vaktakerfi/10 Framkvæmir taugaflutn- ingsaðgerð UNG íslensk kona, Hrafnhildur Thor- oddsen, mun í næstu viku gangast undir skurðaðgerð á baki hjá kín- verskum lækni sem sérstaklega var boðið hingað til lands í þessum til- gangi. Hrafnhildur hefur að mestu verið bundin við hjólastól frá því að hún lenti í alvarlegu bílslysi árið 1989. Auður Guðjónsdóttir, móðir Hrafn- hildar, hefur leitað logandi ljósi í fjög- ur ár að einhverjum sem gæti gert taugaflutningsaðgerð sem þessa á baki Hrafnhildar og lauk leitinni í Las Vegas í Bandaríkjunum þar sem Auður hitti dr. Zhang, prófessor í skurðlækningum í Sjanghæ. Segir hún að taugaflutningur sem þessi hafi ekki verið gerður á Vesturlönd- um svo vitað sé en dr. Zhang hefur gert aðgerðir sem þessar í 10 ár. ■ Hlustuðum aldrei/26 Morgunblaðið/Þorkell Sljórnarformaður markaðsskrifstofu um orkufrekan iðnað um farmannaverkfall Alíka neikvætt o g verkfall í álverinu Nýr sáttafundur hófst hjá ríkis- sáttasemjara í gærkvöldi GEIR A. Gunnlaugsson, stjórnar- formaður markaðsskrifstofu iðn- aðarráðuneytisins og Landsvirkj- unar, segir að verkfall yfirmanna á farskipum geti haft allt að því jafnneikvæðar afleiðingar fyrir viðræður um stækkun álversins í Straumsvík og ef komið hefði til verkfalls starfsmanna álversins |sjálfs. „Það var verið að leggja að starfsmönnum álversins í Straums- vík að fara ekki í verkfall vegna áhrifa á möguleika á stækkun ál- versins en það er áfram alvarlegt ástand í því sambandi vegna verk- falls yfirmanna á farskipum. Ég mundi segja að það hafi allt að því jafnslæm áhrif og verkfall í álver- inu sjálfu hefði haft,“ sagði Geir. Fjórtán tíma sáttafundi yfír- manna á farskipum og vinnuveit- enda var frestað í húsnæði ríkis- sáttasemjara kl. 7 í gærmorgun. Það varð að samkomulagi beggja deiluaðila að hefja viðræður að nýju og hófst fundur hjá sáttasemj- ara klukkan 22 í gærkvöldi. Hann stóð enn á miðnætti. Lítið þokaðist í samkomulagsátt á fundinum í fyrrinótt en deiluaðil- ar vilja ekki tjá sig um efnisatriði viðræðnanna á meðan látið verður á það reyna eftir óformlegum leið- um hvort grundvöllur sé til að halda þeim áfram. Þegar valdið tugmilljóna tjóni Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSI, segir að verk- fallsaðgerðir og boðanir vinnu- stöðvana í sumar hafi þegar valdið aðilum sem þurfa á flutningum milli landa að halda tugmilljóna tjóni. Vinnuveitendasambandið tel- ur að verkfall fiskimanna hafi kost- að þjóðarbúið !/>% minni hagvöxt og 5-600 færri störf en ella hefði orðið. í yfirlýsingu sem ferðaþjónustu- fólk í Vestmannaeyjum sendi frá sér í gær segir að stöðvun Heijólfs valdi miklum skaða fyrir ferðaþjón- ustu í Vestmannaeyjum og benda þeir á að á tímabilinu frá sl. mið- vikudegi til nk. sunnudags muni tveir aðilar í ferðaþjónustu í Eyjum tapa tæplega fjórum millj. kr. af þessum sökum. Áætlunarflug til Vestmannaeyja var með eðlilegum hætti í gærdag. Alls hafa átta skip og feijur nú stöðvast vegna verkfalls yfir- manna. ■ Óvissa um/10 Háskólinn Meiri fjölg- un en áður NÝNEMUM í Háskóla íslands ijölgar talsvert meira nú en und- anfarin ár. Þegar hafa 2.070 innritað sig og Brynhildur Brynjólfsdóttir, deildarstjóri nemendaskrár, segir útlit fyrir að minnsta kosti 150 manna fjölgun í skólanum. Hrær- ingar milli deilda virðast ekki mikl- ar þótt eitthvað breytist. Umsóknir í lagadeild eru 45 færri en í fyrra, guðfræði nýtur vaxandi vinsælda, en flestir ætla í heilbrigðisgreinar. Þar fjölgar umsóknum í læknisfræði og hjúkr- un mest. Töluverð fækkun er hins vegar í sjúkraþjálfun. Heimspekideild og félagsvís- indadeild eru áfram stórar og nokkru neðar á vinsældalista koma viðskipta- og hagfræðideild og raunvísindadeild. Þar fækkar ekki umsóknum þótt inntökuskilyrði gildi nú í fyrsta sinn um árabil. ■ Nýnemum fjölgar/Bl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.