Morgunblaðið - 30.06.1995, Page 1

Morgunblaðið - 30.06.1995, Page 1
SKIPHÓLS- FLUGVÖLLUR 7 UPPLÝSINGAR um Island eru á mörgum síðum Veraldarvefsins. Bandarfkjamenn lesa mest um ísland á Veraldarvefnum FERÐAMÁLARÁÐ hefur nú verið með upplýsingasiður á íslandsgátt Veraldarvefsins (Internets) í mánuð og á þeim tíma hafa um 1.200 manns flett upp á síðunum. „Flest- ir, eða nær helmingur, þeirra sem lesið hafa efni frá okkur eru í Bandaríkjunum," segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri. Margar síður sem tengjast Is- landi og íslenskum fyrirtækjum á einn eða annan hátt eru á íslands- gátt Veraldarvefsins. Þar af hefur Ferðamálaráð til umráða 8 síður og koma þar fram almennar upplýs- ingar um landið. „Þessar sömu upp- lýsingar koma fram í upplýs- ingabæklingi okkar, sem dreift hef- ur verið um allan heim. Meðal ann- ars eru veittar upplýsingar um möguleika í samgöngum, gistingu, afþreyingu, veitingum og öðru í þeim dúr.“ Magnús segir að Ferðamálaráð hafi litið á það sem viðbót við land- kynningu að setja upplýsingar á Veraldarvefinn. „Þetta er ein af mörgum leiðum sem hægt er að fara til að koma upplýsingum til neytenda og eðlilegt að nýta sér hana. Kostnaður er tiltölulega lítill og felst aðallega í hönnun á kynn- ingarefni sem notað er, en það efni er hannað hvort sem það er aðeins gefið út í bæklingi, eða einnig til notkunar á Veraldarvefnum." ■ Heildarkönnun gerð í haust á ofbeldi gegn konun í HAUST er í bígerð að gera í fyrsta sinn heildarkönnun á umfangi heimilis- ofbeldis og annars ofbeldis gegn konum. í ársbyrjun skipaði dóms- málaráðuneytið nefnd til að vinna að rannsókn þessa málefnis. í henni eiga m.a. sæti fulltrúi Stígamóta, Kvennaathvarfsins og Skrifstofu jafnréttismála. Formaður er Símon Sig- valdason lögfræðingur. Upphafið má rekja til þingsályktunartillögu Svav- ars Gestssonar og Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladótt- ur og samþykkt var í maí 1994. Þar var mælst til að dómsmálaráðherra skipaði nefnd til að kanna ástæður/ afleiðingar/ umfang heimilisofbeldis og gera tillögur um úrbætur. Nefndin hefur starfað síðan í febrúar og Marta Kristín Hreiðarsdóttir félags- fræðingur var ráðinn starfsmaður henn- ar í vor. Hún vinnur nú að rannsókn á innlendum og erlendum gögnum um heimilisofbeldi og skilar skýrslu í haust. Samskipti eru ekki alltaf svona ljúf. Þá verða samdir spurningalistar um ofbeldi sem verður dreift á nokkrar heilsugæslustöðvar og sjúkrahús. Síðar er ætlunin að gera 2000 manna símakönnun og spurt verður um ofbeldi gegn kon- um. Svipaðar kannanir hafa verið gerðar í öðrum löndum síðustu áratugi. í banda- rískri viðtalskönnun á 8. áratugnum sögðu 16% við- mælenda að -ofbeldi hefði komið fyrir í hjónabandi þeirra árið áður. 28% sögðu að ofbeldi hefði einhvern tíma komið fyrir í hjónabandinu. í könn- un á Norðurlöndum sögðust 19% við- mælenda hafa orðið fyrir ofbeldi á full- orðinsárum, þar af höfðu 5% orðið fyrir ofbeldi á síðastliðnu ári. í könnunni kom einnig fram að konur þekktu yfirleitt til ofbeldismannsins. Hann var oft ætt- ingi, eiginmaður eða fyrrverandi eigin- maður. Karlmenn urðu oftar fyrir of- beldi en árásarmaðurinn var mun lík- legri til að vera ókunnugur. ■ Kvennadagur Segl- brettasambands íslands við Hafravatn Nýnemum fjölgar ÖLLUM konum gefst kostur á að spreyta sig á seglbretti við Hafravatn á morgun kl. 13 í boði Seglbrettasambands ís- lands. Auður Magnúsdóttir, for- maður samtakanna, segir félagsmenn um 200, en þar af ein- ungis 4 konur, sem séu mun færri en þegar samtökin voru stofnuð 1986. Markmið kvennadagsins sé að efla áhuga kvenna á íþróttinni, fræða þær um seglbretti, leyfa þeim að prófa og kenna helstu undir- stöðuatriði. „Við ætlum líka að grilla og skemmta okkur fram eftir degi, allt eftir því hvernig þátttakan verð- ur,“ segir Auður, sem hvetur áhugasamar konur að fjölmenna. Hún segir ágætt að þær sem eigi eða geti útvegað sér seglbretti eða búninga komi með búnaðinn, þótt það sé ekki nauðsynlegt því vænt- anlega verði nóg af slíku á svæðinu. í læknisfræði en fækkar í lagadeild INNRITAÐIR nýnemar við Háskóla íslands eru orðnir 2070, sem er a.m.k. 150 nema fjölgun frá því í fyrra, að sögn Brynhildar Brynjólfs- dóttur deildarstjóra nemendaskrár. Hún segir að fjölgunin virðist meiri en undanfarin ár, þótt skólinn hafi verið að stækka ár frá ári. Heimspekideild og félagsvísinda- deild verða áfram stærstar, með 417 skráðum nýnemum í þeirri fyrr- nefndu og 399 þeirri síðari. í fyrra skráðu 403 sig í félagsvísindi og 355 í heimspekideild, en þar eiga enn eftir að bætast við á annað hundruð útlendir nemendur. Flesta, eða 469 manns, langar hins vegar í heilbrigðisgreinar. í læknisfræði hafa 193 innritað sig, en 30 komast áfram eftir áramót. Á sama tíma í fyrra höfðu 169 sótt. Þá fjölgar skráðum fyrsta árs nem- um í hjúkrunarfræði, úr 145 í fyrra í 155 nú, en 60 komast áfram eftir jólapróf. Aftur á móti nýtur sjúkra- þjálfun minni hylli en áður, 88 eru nú skráðir en 128 manns sóttu í fyrrasumar. Af þessum hópi komast 20 gegnum próf. Lyfjafræðium- sóknir eru 33, tveimur færra en í fyrra. Viðskipta- og hagfræðideild kemur næst með 248 umsóknir, en þær voru 215 í fyrrasumar. Þá raunvísindadeild með 241 nýjan nemanda skráðan, sem er fimm manns fleira en í fyrra, þótt nú hafí inntökuskilyrði verið sett í fyrsta sinn um árabil í deildinni. Fólk þarf að hafa stúdentspróf úr stærðfræði-, náttúrufræði- eða eðl- isfræðideild. Fækkar í lagadeild Lagadeild hefur 137 nýnema skráða, sem er 45 manna fækkun frá fyrra ári. Öfugt gildir um verk- fræðideild þar sem 101 er skráður í stað 91 fyrir ári. Tilvonandi tann- læknar verða 18 á fyrsta ári í haust, en 19 skráðu sig í fyrrasumar. Síð- an komast 6 áfram. í guðfræðideild eru 36 nýnemar skráðir, en 15 höfðu sótt um nám í deildinni í júlí 1994. Þeir voru reyndar orðnir 23 um haustið og almennt gerist það af ýmsum ástæðum að skráningum fjölgar talsvert í deildir skólans frá júlí fram á haust. Loks eru 2 nýir nemendur skráð- ir í meistaranám í sjávarútvegs- fræðum og er það helmings viðbót í þessu nýja námi. Tölurnar munu breytast eitthvað fyrir haustið þar sem fólk getur hætt við fram að 20. ágúst og feng- ið endurgreiddar 20.000 af 22.775 kr. innritunargjaldi. Jafnframt gefst þeim sem sóttu ekki fyrir 5. júní kostur á að óska eftir undan- þágu á skrifstofu kennslustjóra Háskólans. Þeir þurfa að skila öllum gögnum og fylla út umsókn, en fá ekki svar fyrr en síðari hlutann í ágúst. Þá borga þeir innritunargjald sem hækkar í 26.200 krónur. ■ ÞAÐ ER FOLLT AF KALKI IES3UNHI. M3ÓLKIN ER BARA MIKLU BRA6ÐBETRU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.