Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 B 3 DAGLEGT LIF Niðurstöður þolmælinga á skrifstofufólki fyrir og eftir þriggja mánuða þjálfun Fyrir þjálfun 2% 3% Eftir þjálfun Mjög hátt þolátak, 4% Hátt þolátak Úrtak Meðal 800 manns UR HEILSUIYKLINUM Sex leiðir til að lækka blóðþrýsting IHEILSULYKLINUM er bent á að leita til læknis ef blóðþrýstingur mælist of hár. I samráði við hann ætti að notfæra sér eftirfarandi sex leiðir, eina eða allar samanlagt, og e.t.v. sé þá hægt að losna við sjöttu- og síðustu leiðina, lyf. 1. Regluleg þjálfun a.m.k. fjóra tíma á viku; göngutúrar, hjólreið- ar eða hlaup. 2. Aukakílóin burt. Þyngdartap upp á 10 kg getur lækkað blóð- þrýsting. 3. Minna salt. 4. Minni fita. Til dæmis með því að minnka fituneyslu úr 40% af innihaldi fæðunnar í 25%. 5. Meiri fiskur. Fiskmáltíð tvisvar til þrisvar í viku og/eða lýsi. 6. Lyf. Blóðþrýstingslyf geta lækkað blóðþrýsting um 5-25% eftir lyfjategund og styrkleika. Þótt lyfja sé neytt má ekki gleyma leiðum 1-5. ■ Nýlega gáfum við út lítinn bækl- ing; Heiisulykilinn, í samráði við VR. Þeim sem fara í mælingar er bent á að skrá niðurstöður próf- anna; blóðþrýsting, fituhlutfall, kól- esterólgildi, þyngd og þoltölu, í bæklinginn, en þar eru birt viðmið- unargildi og ráðleggingar um leiðir til úrbóta. Ef ekki reynist allt með felldu, lendir viðkom- andi á rauðu ljósi, en þá er honum tafarlaust vís- að á heilbrigðiskerf- ið. Þeir sem eru í áhættuhópi lenda á gulu ljósi, en grænt ljós táknar að allt sé í stakasta lagi. Mörg fyrirtæki hafa nýtt sér þjón- ustu Máttar. Við förum á vinnustaði, skoðum aðbúnað og umhverfí, ráðleggjum um úrbætur og biðjum stafsmenn að útfylla spumingalista, þ.e. Vinnuvemdar- spegil, sem er viðbót við heilsulykil- inn. Með niðurstöðunum getum við metið vægi lífsstíls og umhverfis í almennri líðan og sá sem í hlut á getur dregið saman huglægt mat á andlegu og líkamlegu ástandi sínu. Spurt er um heilsufar, líkamsstell- ingar og streitu við vinnu, hávaða á vinnustað, líkamsþjálfun og margt fleira.“ Lengra líf án ólæknandi sjúkdóma Hilmar segir að ekki þýði að ausa endalaust peningum í enda- stöðvar. Tilgangur forvarnarstarfs sé að benda fólki á ýmsa áhættu- þætti, sem það geti sjálft kippt í lag. Hann er sannfærður um að til lengri tíma litið muni árangur starfsins skila sér í lægri útgjöldum til heilbrigðismála. „í Bandaríkjunum hefur meðal- aldur manna hækkað á undanförn- um árum, en meðalaldur án sjúk- dóma hins vegar lækkað. Slíkar mælingar tel ég gefa raunsanna mynd af ástandinu. Ég býst við að ef gerðar væru svipaðar mælingar hérlendis mundi hið sama vera upp á teningnum. Forvamarstarf byggist á að lengja líf manna án ólæknandi sjúk- dóma. Líkamsþjálfun hefur fyrir löngu sannað gildi sitt, eins og óyggjandi kom fram í rannsókn okkar á ýmsum starfshópum. Slökkviliðsmenn komu best út á þolprófi, enda eru þeir, starfsins vegna, í stöðugri þjálfun. Sýnilegur árangur annarra hópa kom líka fram í endurmælingum að þremur mánuðum liðnum, en þá höfðu allmargir fylgt hollum ráðum og leiðbeining- um. Þolprófin eru unnin samkvæmt viðurkenndum staðli og því eru kyn, aldur, starf og ýmsir þættir teknir með í reikn- inginn." Kvennastöðln Kvennastöðin er eins konar útibú frá aðalstöðv- um Máttar. Þar er markhópurinn konur, fertugar og eldri sem hafa lítið gert sér til heilsubótar. „Konur kjósa að hefja líkamsrækt í rólegu umhverfi. Við þurfum að ná til sem flestra, kvenna sem karla. Það er aldrei of seint að byrja, aðalatriðið er að fara ekki of geyst af stað, þolið eykst smátt og smátt. Tíu mínútna göngutúr er betri en enginn og tóbaksfíkn reykingamanna minnkar vonandi eftir því sem þeir hreyfa sig meira. ■ vþj Fróðleg dönsk bók um blöðruhálskirtilstruflanir TRUFLANIR á starfseminnieru af gg eðlilegum ástæðum vandi, sem heijar eingöngu á karla. " Kirtillinn hefur til- hneigingu að stækka með aldrinum og það get- ur haft í för með sér ýmiss konar truflandi áhrif. Erik Múnster er danskur lækn- ir, sem nýlega hefur skrif- að bók um blöðruhálskir- tilinn og óþægindi tengd honum. Bókin heitir „Prostata - undgá kniven" og fjallar eins og nafnið bendir til um blöðruhálskirtilinn og hvað menn geta gert til þess að komast hjá upp- skurði vegna kirtilsins. Þar sem bókin er auðlæsi- leg, fróðleg og skemmtileg lesning er sennilegt að ýmsir íslenskir karlar gætu haft gagn af því að lesa hana. Það hljómar kannski undariega að segja að bók um Jæknisfræðileg efni geti verið skemmtilesning fyrir almenning, en það er ekki ofsagt þegar bók Múnsters á í hlut. Læknirinn er þekktur fyrir skrif sín um læknisfræðileg efni, ætluð almenningi. Þess vegna er mikið af dæmisögum í bókinni, þar sem læknirinn lætur sjúklingana segja frá vandræðum sínum og skýrir síðan út hvað sé til bragðs að taka. í bókinn er farið nákvæmlega í gegnum hin ýmsu óþægindi, sem geta orsakast af blöðruhálskirtils- stækkun, hvers þau geti bent til og hvað sé til ráða. Læknirinn leggur mikla áherslu á að benda karlmönnum á hvað þeir geti sjálf- ir gert til að ráða bót á vandanum, enda miðast bókin við að hjálpa mönnum til að komast hjá upp- Blöðruhálskírtíllinn liggur undir þvag- blöðrunni. Hann gefur frá sér vökva sem sameinast sæði við sáðfall. Hann liggur utan um efsta hluta þvagrásar og er stærsti kirtillinn í æxlunarkerfi karla. skurði. Góð hreyfíng, hollur mat- ur, hófsöm notkun áfengis og reglulegar ferðir á klósettið eru nokkrar af ábendingunum. Talið er að allt að helmingur karlmanna eldri en fimmtugir frnni fyrir einhverjum einkennum blöðruhálskirtilsstækkunar. Oft er þeim það þó feimnismál að tala um þau og því láta þeir vera að fara til læknis, en bera óþægindin í hljóði. Hið viturlegasta er að fara til læknis, en það er óneitanlega mikil hjálp að fræðast um orsakir óþægindanna og til þess er bókin afar gagnleg, bæði fyrir karlana . . . og konur þeirra, sem oft finna líka á óbeinan hátt fyrir óþægind- unum. ■ Sigrún Davíðsdóttir Ekki loka reiðina inni NÁGRANNINN gengur á rétt þinn, starfsfélagamir koma sér undan vinnu sem lendir á þér, börnin eru að pirra þig og makinn er ósann- gjarn. Segðu eitthvað! Ef þú tjáir ekki reiði þína með orðum þá er hætta á að aðrir líkams- hlutar fái útrás í staðinn. Sam- kvæmt nýrri rannsókn eiga þeir sem byrgja inni pirring eða reiði t.d. frekar á hættu að fá bak-, eða liðag- igtarverki eða aðra viðvarandi verki. Þátttakendur í rannsókninni voru 142 og hún leiddi í ljós að þeir sem voru verst þjakaðir af langvarandi verkjum áttu sameiginlegt að halda aftur af sér þegar þeir vom reiðir eða ergilegir.„Neikvæðar tilfinning- ar sem aldrei eru orðaðar kunna að hafa bælandi áhrif á ónæmis-, og innkirtlakerfi líkamans“, segir Ro- bert D. Kerns aðstoðar prófessor í geðlækningum við Yale háskólann í Bandaríkjunum. Ef röskun verður á starfsemi ónæmis-, og innkirtla- kerfis líkamans getur það haft áhrif á sársaukaþröskuld viðkomandi ein- staklings og hann fundið meira til en ella. Enn hafa ekki verið gerðar rann- sóknir á því hvort verkir hverfi ef fólk tjáir sig skipulega um reiði sína en Robert D. Kerns mælir með að tekið sé á neikvæðum tilfinningum í stað þess að byrgja þær inni. Til að vita hvernig á að fá útrás fyrir reiði sína á skynsamlegan hátt mælir hann með sjálfskoðun og bendir á aðstoð fagbókmennta eða sérfræðinga. B Heimilistækjadeild Fálkans • Heimilistækjadeild Fálkans Góöa nótt og soföu rc Smrtgur og Jíg Jdar Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • S: 581 4670 ÞARABAKKA - MJÓDD • S: 567 0100 UMBOÐSAÐILAR UM LAND ALLT: Akranes: Versl. Perla • Borgarnes: Kf. Borgfiröinga • Ólafsvik: Litabúöin • Patreksfjöröur: Astubúö • Bolungarvfk: Versl. Hólmur • Isafjðröur: Þjótur sf,- Drangsnes: Kf. Steingrlmsfj. • Hólmavik: Kf. Steingrímsfj.* Hvammstangl: Kf. V-Húnv.* Blönduós: Kf. Húnvetnlnga • Siglufjöröur: Apótek Siglufjarðar • Ólafsfjöröur: Versl. Valberg • Akureyri: Versl. Vaggan • Húsavfk: Kf. Þingeyinga • Egllsstaöir: Kf.Héraðsbúa • Eskifjöröur: Eskikjör • Hvolsvöllur: Kf. Rangæinga • Þorlákshöfn: Rás hf. Vestmannaeyjar: Eyjakaup hf. • Garöur: Raflagnavinnust. Siguröar Ingvarssonar • Keflavík: Bústoö hf.* Reykjavík: Barnaheimur, Fatabúöin, Versl. Hjóliö (Eiöistorgi). Heimilistækjadeild Fálkans • Heimilistækjadeild Fálkans • Heimilistækiadeild Fálkans Torfi Geirmundsson hjá hárgreiðslustofunni Figaro, sem nýlega voru veitt hin eftirsóttu World Master of the Craft hárgreiðsluverðlaun, segir: „Ég hef selt og sjálfur notað Prof. Kervrans Original SILICA töflur í mörg ár og fengið margstaðfest áhrif þeirra á hár og neglur. Ef þú ert með húðvandamál, brothættar neglur og þurrt hár, er líklegt að það sé af skorti á SILICA. Þá hafa rannsóknir sýnt að menn sem verða sköllóttir hafa lítið magn af SILICA í húðinni. (SILICA leysir samt ekki skallavandamál, heldur getur það hjálpað). í HÁRKÚR eru brennisteinsbundnar amínósýrur sem eru afar mikilvægar til að viðhalda heilbrigðu og fallegu hári, einnig þau vítamín og steinefni sem eru hárinu nauðsynleg. Saman tryggja þessi tvö bætiefni hámarksárangur fyrir vöxt hárs og nagla, auk þess sem þau bæta útlit húðarinnar og heilsu mannsins“. Skólavörðustíg S. 552 2966. Kringlunni S. 568 9266 Éh eilsuhúsið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.