Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ + Púðar í nærbuxur til að auka kynþokkann ÞEGAR svokallaðir Wonderbra brjóstahaldar komu á markað kætt- ust margar konur, enda bijóstahald- arinn uppstoppaður og þannig snið- inn að minnsti barmur virtist fyrir- ferðarmikill og lögulegur, umlukinn slíku haldi. Karlar hafa fram til þessa ekki átt kost á að kaupa sér nærklæði, sem eru hönnuð til að gera vaxtar- lagið lögulegra. Harold nokkur Breindel hefur nú ráðið bót á því og hannað og markaðssett Super Sha- per nærbuxur. Breska tímaritinu Marie Claire segir að þær seljist eins og heitar lummur í Bandaríkjunum. Spéhræddlr karlar Breindel furðar sig ekki á móttök- unum. Hann segir að þrátt fyrir sannfærandi hugggunarorð lærðra og leikra um að stærðin skipti engu máli séu karlar alltaf afar spéhrædd- ir um að þeir séu ekki nógu íturvaxn- ir neðan mittis, enda leiti augu kvenna fyrst þangað þegar þær beiji karla augum í fyrsta sinn. Breindel hefur fengið fjölda bréfa frá ánægðum viðskiptavinum. „Þeim finnst þeir meira aðlaðandi í „Super Shaper“ og segja að konur laðist að þeim í auknum mæli. Um eftirmál veit hann ekki þ.e. þegar þeir fara úr buxunum, en hveijum buxum fylgir plagg með loforði um endur- greiðslu ef viðskiptavinurinn er óánægður með kaupin. „Ég hef ekki þurft að endurgreiða einar einustu buxur,“ segir Breindel, sem mark- aðssetti „Super Shaper" buxumar eftir að sérsniðnar kvenærbuxur með púðum til láta rass og mjaðmir sýn- ast þrýstin vöktu mikla lukku meðal kvenþjóðarinnar. „Slíkar buxur koma konum, sem eru of horaðar, afar vel og mér fannst tilvalið að gefa körlum líka tækifæri til að „plata“ svolítið," seg- ir Breindel. ■ J ,\m - minníc/á r9o„ 9°<. / > Pappírsflóð \ Vinnustaðurinn er á við stórt heimili og meira til því náttúruauðiindir í formi pappírs streyma þar ofaní ruslatunnurnar í stórum stfl. Til að framleiða pappír þarf að höggva niður tré. Það er tætt niður og soðið eins og súpa með vatni og kemískum efnum. Síðan er það bleikt með klórtil að gera pappírinn hvítan. Og loks er sett sterkja saman við og pappírinn þurrkaður. Þessi framleiðsla er talin ein sú sem mest mengar í heimi. Það fyrsta sem þarf að huga að á vinnustaðnum er því pappírsnotkunin. Nota minna, minna, minna! Ljósrita báðum megin, skrifa báðum megin. Ekki nota stór blöð undir litinn texta. Ekki prenta út að óþörfu. Við endurvinnslu þarf ekki að höggva niður nýtt tré og aðeins að nota lítið brot af því klórmagni sem fór i upphaflegu framleiðsluna því pappírinn er nú hvitur og aðeins þarf að ná af honum blekinu. Auk þess þarf minni orku til endurvinnslunnar. Pappír er hægt að endurvinna allt að því 7 sinnum. Nú er það fleira en pappírinn sem fer til spillis. Einnota mál úr pappa sem er slæmt, plasti sem er verra eða frauði, sem er algerlega óeyðanlegt I náttúrunni, eru mjög algeng á vinnustöðum. Þau eru óþörf. Taktu með þér bolla að heiman eða fá starfsmannafélagiö til að taka sig saman um að kaupa bolla merkta hverjum og einum. Númer tvö er svo að endurnýta. I stað þess að henda misheppnuðum Ijósritum eða uppkasti af bréfum og gömlum skýrslum, þá má hefta saman svona blöð og nota hinumegin sem krassblöð. Númer þrjú er svo endurvinnslan. Um 85% af skrifstofupappír lendir í rusli. Þú gætir staðið fyrir þvl að hvítum pappír sé haldið sér á þínum vinnustað og hann sendur i Sorpu sem lætur endurvinna hann erlendis. Þú gætir jafnvel bætt um betur með því að stinga upp á því að vinnustaðurinn keypti frekar inn endurunninn skrifstofupappír. Síðast en ekki síst ætti að vera auövelt að koma einföldu skipulagi á ruslið á stáðnum þannig, að gosdrykkja- umbúðum, dagblöðum og tímaritum sé safnað til að senda I endurvinnslu. Hagaðu þér eins og heima hjá þér I vinnunni, notaðu pappír og annað eins sparlega og þú myndir gera ef þú borgaðir hann úr eigín vasa. Þú gerir umhverfinu stóran greiða. Og í vinnunni getur þú verið að bjarga heiminum á fullu kaupi! María EHingsen DAGLEGT LÍF Ljósmynd/Jón Svavarsson JÓRUNN Karlsdóttir var meðal þátttakenda í saumakeppninni. Hér er hún í ullardragt, hatturinn er saumaður uppúr gömlum kjól og blómin eru úr garðinum. SÓLVEIG Guðmundsdóttir eignaðist sauma- vél sjö ára gömul og sú var handsnúin. Síðan- hefur hún meira og minna saumað og starf- ar núna við þjóðbúningagerð. Hún sýndi þunnan sumarkjól, stutta kápu og hatt. Báðir vinningshafar komust á sporið hjá ömmu sinni ÞAÐ voru nítján konur sem kepptu til úrslita í fatasaums- keppni Burda og Eymunds- son síðastliðinn laugardag en það var í fyrsta skipti sem keppnin var haldin hér á landi. Þegar auglýst var eftir hugmyndum frá áhugafólki sem saumar á sig og sína létu viðbrögðin ekki á sér 2 standa og fimmtíu konur sendu inn myndir og síðan lk voru nítján valdar úr. Að sögn Sigríðar Pétursdóttur sem hefur staðið að undirbúningi keppninnar hér á landi hafa Aenne Burda verð- launin verið veitt frá árinu 1982 en þau eru veitt fyrir best hönnuðu og saumuðu fötin sem gerð eru af áhugafólki. Keppt er í tveimur flokkum, flokki þeirra sem saumað hafa í tvö ár eða skemur og þeirra sem hafa saumað lengur. í fyrra voru þátttakendur frá 16 þjóðlönd- um. Af þeim nítján konum sem kepptu til úrslita á laugardaginn voru átta í flokki byijenda en ell- efu í framhaldsflokki. Þær konur sem urðu í fyrsta sæti í hvorum flokki fara til Ítalíu í haust til að taka þátt í úrslitakeppninni og þær fengu einnig Pfaff saumavél í verð- laun. Þær sem lentu í öðru sæti fengu vöruúttekt hjá vefnaðar- vöruversluninni Virkú og þær sem lentu í þriðja sæti fengu ársáskrift að Burda sníðablaðinu. Dómnefnd skipuðu Sigríður Pét- ursdóttir handavinnukennari, Sig- ríður Sunneva Vigfúsdóttir fata- hönnuður, Unnur Arngrímsdóttir framkvæmdastjóri Módelsamtak- anna, Ragnhildur Ólafsdóttir eig- andi Parísartískunnar, Málfríður Skjaldberg fulltrúi Eymundsson, Arnar Tómasson hárgreiðslumeist- ari á Salon Veh og Guðrún Árna- dóttir handavinnukennari. ■ grg Dundaði sér við að klippa niður búta og hengja á dúkkurnar ÞESSI mynd verður á internetsíðunni sem Alda segir að verði tilbúin eftir mánuð. „ÞEGAR ég var lítil var ég mikið hjá ömmu minni Öldu sem er saumakona og var þá að fylgjast með henni vinna og dunda mér við að klippa niður búta og hengja utan á dúkkurn- ar mínar. Síðan fór ég að gera druslur á mig sem héldust saman einn dag“, segir Alda Björg Guðjónsdóttir en hún sigraði í byijendaflokki í fatasaumskeppninni. „Af og til hef ég með hjálp ömmu verið að sauma eitthvað en það er ekki nema ár síðan ég fór að fikra mig áfram á eigin spýtur.“ „Fyrir nokkru kom svo Dýrleif hjá verslun- inni Frikka og Dýrinu til mín og bað mig að sauma fyrir búðina og þá fór ég að setjast niður við saumavélina fyrir alvöru." Alda segir að fötin hennar seljist vel hjá Frikka og dýrinu en hún hunnar allt sjálf. Þetta eru frekar framúr- stefnuleg föt og efnin eru frumleg s.s. gúmmí, plast og loðin skær efni. Það er mikið að gera hjá henni, í dag, föstudag, heldur hún til London þar sem hún fer á sumar- námskeið hjá St. Martins skólanum í fatahönnun. Hún ætlar að reyna að komast á undirbún- ingsnámskeið líka fyrir frekara nám. „Þetta er mjög vinsæll skóli og erfitt að komast að en vonandi kemst ég að ein- hvemtíma.“ Þá er Alda að vinna að inter- net síðu sem hún býst við að verði tilbúin eftir mánuð. „Fólk á með þessum hætti að geta skoðað það sem ég er að gera og jafnvel pantað sér flíkur. Þá eru gefin upp mál og ég síðan sauma flíkina eða óskað eftir frekari upplýsingum." - Saumarðu á fjölskylduna líka? „Ég á strák sem er sex ára en hef ekki mikið saumað á hann. Kærastinn suðar hins- vegar mikið en er bara búinn að fá einar buxur.“ Alda segist hlakka til að fara í úrslitakeppnina sem verður haldin á Ítalíu í haust. „Þetta veitir manni reynslu. Ég ætla líka að endur- skoða kjólinn sem ég vann verð- launin fyrir og velta fyrir mér öðru efni og skrauti.“ ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.