Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 B 5 VINNIN GSHAF ARNIR í verðlaunafatnaðinum. Bergþóra Guðnadóttir sem hlaut fyrstu verðlaun í framhaldsflokki fata- saumskeppninnar og Alda Björg Guðjónsdóttir sem hreppti fyrsta sætið í byrjendaflokki. Kjóll úr svörtu ruslapokaplasti og skór úr pappa „ÉG HEF saumað frá því ég var í níunda bekk en í rauninni var það hún amma, Elín Bryndís Bjarna- dóttir, sem kenndi mér að sauma,“ segir Bergþóra Guðnadóttir sem sigraði í framhaldsflokki í fata- saumskeppninni. Hún hefur í nokkur ár saumað á sig, mömmu sína og vinkonur og segist hafa mikinn áhuga á sauma- skap. „Við amma Elín vorum mikl- ar vinkonur og höfðum báðar óbil- andi áhuga á tísku og saumaskap. Reyndar saumaði hún á fjölskyld- una í mörg ár og ég lærði þetta af henni. Hin amma mín, Bergþóra, var líka mikil handavinnukona og hún kenndi mér t.d. að pijóna.“ Bergþóra segist alltaf vera með eitthvað í takinu en núna er hún að undirbúa sig undir nám í fata- hönnun og í haust fer hún í Mynd- lista- og handíðaskólinn. „Stefnan er svo að fara í fatahönnun í fram- tíðinni." — Ferðu alltaf eftir sniðum? „Nei, yfirleitt hanna ég flíkurnar sjálf eða fæ eitt og annað að láni úr ýmsum sniðum og set saman.“ Regnjakkann og . bakpokann sem Bergþóra vann verðlaunin fyrir hannaði hún á sig fyrir síðustu jól. „Ég keypti vínilefnið í Bandaríkjunum, það er áprentað og lítur út eins og roð.“ Bergþóra segist reyndar fara mikið í vefnað- arvöruverslanir til að skoða efni en bætir því við að hún sé yfirleitt mikið fyrir að kíkja í allskonar búð- ir. Hinn 23. september fer hún til Trieste á Ítalíu þar sem hún tekur þátt í úrslitakeppni Burda. „Mein- ingin er að fara með regnflíkina þangað en Sigríður Sunneva fata- hönnuður ætlar að fara og vera okkur til halds og trausts. Hún ætlar líka að aðstoða mig við að leita að styrktaraðila sem væri til í að hjálpa mér að gera flíkina úr alvöru roði.“ — Ertu að sauma eitthvað núna? „Ég er þessa dagana að hanna svokallaðan „dragkjól“ úr rusla- pokaplasti. Skórnir eru úr pappa, leir og lími og úðaðir svartir.“ Fjaðr- irnar með kjólnum hefur Bergþóra bláar. DAGLEGT LÍF KONUR Ismails. Morgunblaðið/Jóhanna Kristjónsdóttir Hef aldrei verið pólitískur málari og konur hrífa mig mest sem mótíf „ÉG HEF aldrei verið pólitísk- ur málari. Ég finn meiri ánægju í að mála konur; konur úti á ökrunum, konur með börn, konuna þegar hún vill vera fögur, konuna sem vill vera sjálfstæð. Alla tíð hefur þetta mótív höfðað til mín.“ Hann er frægasti málari íraks, Ismail Al-Chekhli, há- vaxinn maður, rúmlega sjö- tugur og með fallegan svip. Þá daga sem ég var í írak var opnuð yfirlitssýning á verkum hans frá því hann hóf að fást við að setja liti á léreft, 16 ára að aldri, myndir frá því hann nam í Listaháskólanum í Bagdad og hélt síðan til náms í París og dvaldi þar í mörg ár. Sýningin var í stórri listamiðstöð í borginni, hún ber vitanlega nafnið Saddam Art Center. Þar var sam- tímis sýning í nokkrum sölum á nýjustu myndum sem hafa verið gerðar af Saddam Hussein af hinum ýmsu írösku málurum. Síðan verður þeim komið upp víðs vegar um lafid- ið; þó að íbúar eigi hvorki fýrir brauði né mjólkurdufti skulu þeir muna leiðtogann. Fegurð hrífur hugann meir efhjúpuðer ... Ismail vildi ekki tala um um póli- tík, benti mér á fyrstu Parísarmynd- irnar og sagði: „Þarna var ég afar ósjálfstæður, ég er undir áhrifum að ég sneri mér frá nektarmyndun- um sem voru mér hugleiknar í fyrstu og var þáttur af náminu." Morgunblaðið/JK Ismail A1 Chekhli. Konumyndirnar sem hann hefur svo miklar mætur á taka síðan við. „Sjáðu þessar konur,“ sagði hann og benti mér á mynd af konum í abaya sem einnig kallast sjador. „Það sem ég vildi sýna er að þrátt fyrir þennan klæðnað vilja þær láta okkur skynja fegurð sína. Konur eru snillingar í að láta okkur karla finna fegurð sína þó að hún sé ekki rekin upp að nefinu á okkur.“ Ég sagði honum að við ættum litla vísu sem næði vel því sem hann væri að segja: „Fegurð hrífur hugann meir’ ef hjúpuð er svo andann gruni ennþá fleir’ en augað sér. Kornabörn vilja ekki bjór með móðurmjólkinni SU alþýðutrú að bjór auki mjólk kvenna með barn á bijósti hefur verið lífseig, jafnvel meðal vel upp- lýstra kvenna sem myndu ekki láta sér detta í hug að drekka dropa af áfengi á meðgöngu. Menn greinir á um sannleiksgildi þessara hugmynda og í tímartinu Eating Well var nýlega greint frá rannsóknum sem gerðar voru á Mon- ell-efnafræðirannsóknarstofunni í Fíladelfíu. Þar komust menn að því að kornabörn drukku að meðaltali 23% minni brjóstamjólk ef móðir fékk sér áfengan bjór fyrir brjóstagjöf en ef hún fékk sér ófáfengan bjór. Ekki er vitað hvers vegna böm drekka minni mjólk ef móðir hefur drukkið bjór, en Julie Menella, sem stjórnaði rannsókninni, telur líkleg- ast að börnum líki verr bragð af bijóstamjólk, sem tekið hefur í sig bjórbragð. Ólíklegt er að alþýðutrú, sem bor- ist hefur kynslóða á milli gegnum aldirnar, verði útrýmt með einni rannsókn og konur haldi áfram að fá sér bjórsopa ef þær telja það sé gott fyrir mjólkurframleiðslu. ■ Hann tókst á loft af kæti. „Heim- urinn er nú smár — þú kemur frá íslandi og þar vænti ég gilda aðrar venjur og sjálfsagt annar hugsunar- háttur. Hér er ég í írak og hugsa einmitt þetta.“ Ég sagðist veita því athygli að fáar nýjar myndir væru á sýningunni: Er hann hættur að mála? Nei, en það er erfitt að fá liti og léreft nú á þessum erfiðu tímum. Stundum senda útlendir vin- ir hans honum liti en hann segist varla geta fengið af sér að dunda við að mála þegar hann veit að fjöl- skyldan í næsta húsi er með allan hugann við hvort hún eigi nóg eftir af skömmtunarseðlum svo fjöl- skyldan þurfi ekki að ganga svöng til svefns. Hann sagði að nemendum væri beint á sýninguna en almenn- ingur kæmi ekki af skiljanlegum ástæðum. Það væri af sem áður hefði verið. Ég veitti athygli einni mynd sem ótvírætt flokkast undir að vera póli- tísk, þar er sýnt skelfingu lostið fólk undir sprengjuregni. Þessi mynd var merkt 1991. Ég spurði hvort ég mætti taka mynd af honum við verkið. „Æ, nei,“ sagði hann. „Þessi mynd er ekki dæmigerð en hún hefur vissulega hjálpað mér og við skulum ekkert fara nánar út í það.“ Svo tók ég mynd af honum við verk sem hann valdi sjálfur. í kveðjuskyni spurði ég hvort hann hefði aldrei málað mynd af forset- anum, Saddam Hussein. „Nei,“ sagði hann og hló án þess ég gæti merkt að það væri gleði í þeim hlátri. „Ætli séu ekki nógu margir um það. Mér hefur nú sýnst það. Svo ég held mig við konurnar og umhverfi þeirra.“ ■ Jóhanna Kristsjónsdðttir •?s ígóðum höndum. ISLENSK EJALLAGRÖS H F. FÆST ( HEIISUBÚÐUM OG APÓTEKUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.