Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Afmælisferð Flug- leiða til Glasgow HINN 11. júlí verða 50 ár liðin frá fyrsta farþegaflugi íslenskrar flug- vélar milli landa og meðal þess sem verður gert til að minnast þessara timamóta verður afmælispakkatil- boð í ferðum frá Akureyri og Egils- stöðum til Glasgow. Skulu menn greiða og borga fyrir 4. júlí á Egils- stöðum og 11. júlí á Akureyri. Þetta flug sem nú er verið að minnast er ferð Katalínaflugbátsins TF-ISP til Skotlands. Voru þá fjórir farþegar með og ferðin 11. júlí 1945 tók rúmar 6 klst. Hún tekur nú lið- lega 2 tíma. Ferðin frá Akureyri verður 28. sept. og dvalið í 3 nætur á Hospita- lity Inn. Miðað við tvo í herbergi kostar ferðir, flug, hótel og ísl. far- arstjóm 19.700 kr. Frá Egilsstöðum verður vikuferð 1. október og dvalið í 7 nætur. Mið- að við tvo í herbergi kostar ferðin 28.800 kr. í báðum tilvikum eru flugvallarskattar innifaldir. I frétt Flugleiða segir að samning- ar hafi verið gerðir við verslanir, veitingahús, leikhús og söfn um afslætti. ■ FRÁ Prinsessutorgi í Glasgow. Morgunblaðið/AV ÚR matsalnum er mikilfenglegt útsýni. Gtsýni oo Iriðsæld S-Þingeyjarsýsla-MIKIÐ útsýni er á hlaðinu í Rauðuskriðu í S- Þingeyjarsýslu hjá Kolbrúnu Úlfs- dóttur og Jóhannesi Haraldssyni, sem byggt hafa gistiheimili. Þar er að fá gistingu í uppbúnum rúm- um, með morgunverði, fullu fæði ef vill og vín með mat. Rauðaskriða er í Vesturhlíð norður úr Fljótsheiði, þar sem Skriðuhverfí gengur suðaustur í heiðina. Mánalækur rennur eftir dalverpinu og skiptir löndum ná- grannajarðanna. íbúðarhúsið í Rauðuskriðu var byggt árið 1971 á einni hæð, en Kolbrún og Jóhannes byggðu ofan á húsið 1992. Þar eru nú 7 tveggja manna herbergi og hvert þeirra með handlaug, fataskáp og skrif- borði. Auk þess er setustofa með sjónvarpi á efri hæð, en veitinga- salur er byggður suður úr húsinu þar sem gengið er milli hæða. Þetta er glæsilegur glerskáli þar sem útsýni er mikilfenglegt, en í vestri gnæfa Kinnarfjöll og Skjálf- andafljót líður til sjávar. Rauðaskriða er friðsæll staður og upplagður fyrir þá sem vilja friðsæld. Til afþreyingar er boðið upp á stuttar hestaferðir, m.a. í Ystafellsskóg og um Aðaldals- ÍBÚÐARHÚSIÐ í Rauðu- skriðu eftir breytingarnar. hraun. Þá er hægt að kaupa veiði- leyfi á staðnum og auk þess eru húsráðendur með fjallahjól til leigu fyrir þá sem vilja fara í skoðunar- ferðir. Á haustin bjóða Kolbrún og Jóhannes upp á gistingu fyrir skotveiðimenn og fólk í beijatínslu. Frá Rauðuskriðu eru 30 km til Húsavíkur og 65 km til Akur- eyrar. Þaðan er stutt til flestra merka ferðamannastaða í S-Þin- geyjarsýslu. Athygli vekur hve vel hefur tekist til með breytingu á íbúðarhúsinu og það er ekki í kot vísað að staldra við hjá þeim hjónum. ■ Grænlandsbækl- ingur SflMIK SAMSTARFSNEFND íslands og Grænlands um ferðamál, SAMIK, hefur sent frá sér kynningarbækl- ing um Grænland, undirbúning ferða, gönguferðir, veiðiferðir og eru þama fjölbreyttar upplýsingar sem miða að því að glæða enn áhuga manna á ferðum til Græn- lands og um Grænland. Þetta samstarf hófst fýrir hálfu öðm ári, eftir að Halldór Blöndal, samgönguráðherra, undirritaði samning þessa efnis ásamt starfs- bróður sínum á Grænlandi, Ove Rosing- Olsen, nokkru áður. Voru tveir menn frá hvoru landi skipaðir í framkvæmdanefnd SAMIK. Af íslands hálfu em það Sigurður Aðalsteinsson, forstjóri Flugfélags Norðurlands, og Birgir Þorgilsson, formaður Ferðamálaráðs, og er hann einnig formaður. SAMIK fær um milljón DKR ár- lega og vinnur að því að auka sam- skipti á sem flestum sviðum. Styrk- ir hafa verið veittir til einstaklinga og hópa frá báðum löndunum til kynnis- og fyrirlestraferða. Síðast var ákveðið að bjóða íslenska lands- liðinu í handknattleik til Nuuk næsta haust. Verður það sýningar- og kennsluferð og liðið keppir einn- ig við handknattleikslið heimamanna. ■ Morgunblaðið/Rúnar B. Ólafsson Boeing 737-300 til flir Atlanta FLUGFÉLAGIÐ Atlanta tók nýver- ið í þjónustu sína Boeing 737-300 þotu. Þessi Boeing-þota verður í þjónustu Atlanta í tvö ár. Flugfélagið Atlanta tók þotuna á leigu til að fljúga fyrir breska ferða- skrifstofu sem heitir Avia Reps og er með stærstu ferðaskrifstofum Bretlands. Þessi ferðaskrifstofa hef- ur útibú í mörgum Evrópulöndum þ.á m. er Portúgal. Þessi Boeing 737-300 þota verður með heimahöfn í Faro í Portúgal og þaðan verður henni flogið til Bretlands, írlands, Þýskalands, Ítalíu og Grikklands. Þetta verkefni Atlanta byijaði 27. maí, fimm áhafnir, flugvirkjar og annað starfsfólk Atlanta samtals 35 manns munu starfa við þetta verkefni. Þessi Boeing 737-300 þota er fyrsta þotan af þessari gerð í þjónustu Flugfélagsins Atlanta. Hún hefur fengið íslensku einkenn- isstafina TF-ABK. Þotan ber merki Atlanta og bresku ferða- skrifstofunnar. ■ Hvanna lindir FRÁ HV ANN ALINDUM. NÁTTÚRUFEGURÐ er mikil áþessu svæði. Áfangar Liggur við Kreppu lítil rúst, leiðimar ekki greiðar; kytja þar dimman kvæðasón Kverkfjallavættir reiðar; fn'ð var í draumum flallaþjófs farsældin norðan heiðar, jægar hann sá eitt samfellt hjam sunnan til Herðubreiðar. Jón Helgason. í KREPPUTUNGU sem af- ■■■ markast af Kreppu í austri, d Jökulsá að vestan og Vatna- jökli að sunnan eru Hvanna- H? lindir. Þær eru stærsta gróður- *** vinin í Krepputungu tæpir þrír ferkm að stærð og í um 640 m hæð yfir sjó. Þær liggja 1“ undir miklu hrauni sem komið hefur úr gígum í svonefndum Kverkfjallarana. Nafn sitt fá 3? Hvannalindir annars vegar frá fgg ótal lindum er koma upp mjög víða undan hrauninu og mynda Um læki og ár og hinsvegar frá hvönn er vex á árbökkunum. Er hún all há, gróskumikil og mest áber- andi plantan á svæðinu. Útllegumannakofarnir Fyrstu heimildir um Hvannalindir eru frá 1833. Þá voru menn að leita að beinustu leið milli Ámes- og Múlasýslu. Það var svo 1880 að heimtur voru slæmar í Mývatnssveit og voru þá sendir menn inn á öræfín til að leita að áður óþekktum haglöndum fyrir fé. Finna þeir þá útilegumannakofana. Með í för þessari var Jón Stefánsson betur þekktur sem Þorgils gjallandi. í langri grein sem hann skrifar í Norðling 1880 greinir hann frá för þeirra félaga og er ýtarleg lýsing á kofunum sem þá stóðu enn uppi. Hefur þeim hnignað ört síðan og nú stendur aðeins hluti af veggjum og hluti af þaki á einum. Kofamir em í þrennu lagi og em stærstu útilegumannakofar sem fundist hafa á íslandi. Þeir hafa verið rannsakaðir og gróf dr. Kristján Eidjárn þá upp 1941. Skrifaði Kristján grein um þá í Lesbók Morgunblaðsins 14. september 1941. Þar kemur fram að kofarnir eru það stórir að þeir geti varla hafa verið bústaður eins manns. Ekkert verðmætt fannst í rústunum, en mikið af beinum: gæsa-, álfta-, ijúpu- og kindabein af sumarlömbum, haustlömbum og fullorðnu fé. Hrossabein em einnig mörg auk hreindýrabeina. Þá fannst stór steinpottur og herðablað úr hrossi sem notað var sem ausa. Um aldur og gerð rústanna segir Kristján að þar hafí verið búið eftir 1770, það sýna hreindýrabeinin en þau voru flutt til landsins um 1770. Einnig áætlar hann út frá hnignun rústanna að þar hafí ekki verið búið eftir 1800. Byggingarlagið er tvímælalaust Fjalla Eyvindar þar sem innangengt var í vatn og styrkir aldursgreining það. Einnig er vitað að Eyvindur og Halla vom á austur öræfum 1767 eftir því sem segir í bók Guðmundar G. Guðmundssonar, Fjalla Eyvindur. Jurta- og dýralíf í hraunjaðrinum er gróskan mest, þó vaxa aðeins um 30 tegundir blómplantna þar. Um 30 tegundir fugla hafa sést en aðeins sex þeirra eru þar árvissir varpfuglar: heiðargæs, sólskríkja, óðinshani, sendlingur, hávella og ijúpa. Kindur koma • einstaka sinnum í Hvannalindir en þær era handsamaðar strax og fluttar úr Krepputungu þar sem gróður þolir enga beit og einnig biði þeirra dauðinn um veturinn ef þær yrðu eftir þarna á haustin. Er því nauðsynlegt að ferðamenn loki alltaf hliðunum á brúnum yfír í Krepputungu. Jarðvegur í Hvannalindum er mjög sendinn og á gróður í vök að veijast fyrst og fremst fyrir sandfok. Eg kom fyrst í Hvannalindir 1972 og finnst mér gróðri hafa farið mikið aftur síðan þá. Stefán Filippusson segir frá því þegar hann var á ferð þar með leiðangur 1933 að hann heyjaði handa 13 hestum á örskammri stundu áður en hann legði í gróðurlaust Ódáðahraun _og suður Vonarskarð (bók Árna Óla „Fjöll og fímindi“) Ég tel útilokað að hægt sé að heyja í Hvannalindum nú. Ekki einu sinni á góðum summm eins og t.d. sumarið 1994. Frlðlýslng Hvannalindir voru friðlýstar af Náttúmvemdarráði 1973. Eru ferðamenn á leið um svæðið hvattir til að kynna sér reglur þær er gilda um það. Landvörður er í Hvannalindum og sér hann um landvörslu í allri Krepputungu. Aðalstörf hans eru að fylgjast með umferð og veita upplýsingar. Mikill tími fer í að reyna að laga utanvegaslóðir. Er mjög brýnt að fólk fylgi merktum slóðum því sé ekið utan þeirra myndast ljót för sem ekki er svo þægilegt að laga. Til em slóðir sem em 20-25 ára gamlar en sjást greinilega enn og eru vemlega ljótar í landslaginu. Að Iokum hvet ég alla sem eru á ferð um landið til að ganga vel um og hafa samband við verði á viðkomandi stöðum og kynna sér þær reglur sem gilda á hveijum stað. Auk þess eru landverðir yfírleitt mjög fróðir um viðkomandi svæði, sögu og náttúrufar. Gunnar Þ. Guðmundsson Höfundur er landvörður í Hvannalindum. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.