Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 B 7 FERÐALÖG Tölurnar eru blrtar í Asiaweek. Samkvæmt þeim helur blaöalestur aukist hér um 20% frá árinu 1975. I Hong Kong sem er I etsta sæti eru gefin út 77 dagblöð og 619 timarit. Þá má geta aö blaðanotkun i Banda- ríkjunum er 238 á hverja þúsund og erþað ögn hærra en í næsta landi á listanum sem er Noröur-Kórea. Aftöflunni má ráða að blaðanotkun sé hvað minnst i Indónesíu, 25, Sri Lanka 27 og Indlandi 31 á hverja 1000 íbúa. I sólkaðiÓ Járnbrautalest gengur frá flug- vellinum og fer lest á 15 mín- útna fresti til miðbæjar Amsterd- am. Farseðill fram og til baka kostar um 400 krónur og er seld- ur í miðasölu á Plaza-svæði flug- stöðvarinnar. Leigubíll frá flug- velli í miðbæ Amsterdam kostar 2.000-3.000 krónur og eru einatt margir fyrir utan flugvöllinn. Rútur fara frá flugvellinum með fárra mínútna millibili og kostar ferð til miðbæjar Amsterdam um 700 krónur. Miðar eru seldir á afgreiðsluborði merktu KLM- Transport. Allar stærstu bíla- leigur Evrópu hafa skrifstofur á Schiphol, en verð á bílaleigubílum er afar misjafnt. Farþegar geta fengið skyndi- lijálp á Schiphol, ef þeirþurfa og er hún í boði allan sólarhring- inn. Ennfremur aðstoðar starfs- fólk fatlaða sem eru einir á ferð. Frá Schiphol er flogið til 225 áfangastaða í 95 löndum, þar af um 100 í Evrópu. í flugstöð- inni eru 45 fríhafnarverslanir þar sem seldar eru yfir 120 þús- munu um 40 milljón farþega fara um Schiphol eftir 20 ár. Þá er einnig gert ráð fyrir að milljónir manna muni taka hraðlest, sem kemur til með að fara frá Schip- hol til flestra borga Evrópu á örskömmum tíma. Karlar sem hitta ekki Umgengni og sóðaskapur á karlasalernum flugstöðvarinnar olli yfirmönnum áhyggjum fyrir nokkrum árum, því körlum reyndist erfitt að beina bununni beint ofan í þvagskál. „Þegar við lásum um atferlisrannsókn, fund- um við lausn á þessu,“ segir Andrea Christofi, starfsmaður stöðvarinnar. „Rannsóknin þótti sanna að frumstætt eðli kæmi fram hjá mönnurn þegar þeir köstuðu af sér, þeir hefðu gaman af að miða á aðskotahlut og ímynda sér að þeir væru að drepa. Því brugðum við á það ráð að mála flugu í þvagskálarnar, sem menn gætu miðað á. Síðan hefur hreinlæti á karlasalernum ekki verið vandamál." ■ Nokkrar staöreyndir um Schiphol-flugvðll und vörutegundir. í hverjum mánuði eru nokkrar vörutegundir á tiiboðsverði og er sagt frá þeim í bæklingi, sem liggur frammi víða í flugstöðinni. Schiphol-völlur eyðilagðist í seinni heimsstyrjöldinni, en var endurbyggður og opnaður aftur árið 1967. Þar vinna nú um 40 þúsund manns, en á árinu 1994 fóru um 23 milljónir farþega urn völlinn. Ef allt fer að áætlun, Hverjir eru mestir blaðalesendur ? Land Útbr. á 1000 ibúa Hong Kong 823 Noregur 608 Tekkland 582 ‘ 577 518 512 511 456 412 Austurríki 398 Bretland 383 Sviss 378 Lúxemborg 371 Singapore 337 Danmörk 332 Rúmenía 330 Þýskaland 329 Belgía 310 Nýja Sjáland 305 Holland 303 Holl. Antilleseyjar 289 Ungverjaland 282 Ástralía 265 Bermúda 259 Japan ísiand Finnland Sviþjóð Chile S-Kórea UMFERÐ um Schiphol fer sífelit vaxandi. Umhverfis jörðina fyrir 100 húsund? í FLUGBLAÐI British Airways High life segir frá því að hjá bresku ferðaskrifstofunni Global Explorer sé hægt að kaupa flug- miða umhverfis hnöttinn á 973 sterlingspund eða um eitt hundrað þúsund krónur. Þá mega farþegar stoppa á sex stöðum og geta valið úr 470 áningarstöðum í fimm heimsálfum. Flogið er með BA og félögum sem það hefur samvinnu við þ.e. Qantas, USAir, Deutsche BA og TAT sem er franskt flugfé- lag. Nokkur skil- yrði eru á þess- konar miða, far- þegar verða að fljúga í sömu áttina á ferð sinni umhverfis jörðina og hámark flug- mílna er 28.500 sem verður að teljast harla ríflegt. í Bandaríkjun- um mega áningarstaðir ekki vera fleiri en þrír. ■ Schiphol SCHIPHOL-flugstöðin í Amsterdam hefur tekið umtalsverðum breyting- um á liðnum árum, sérstaklega á allra síðustu mánuðum. Hún hefur verið stækkuð verulega og lögð er ríkari áhersla en áður á afþreyingu fyrir þá sem bíða eftir tengiflugi. Til dæmis geta þeir farið i tveggja tíma skoðunarferð um Amsterdam og nágrenni fyrir 2.600 ÍKR með Rob Feenstra eða félaga hans. Hann vann við löggæslu í 20 ár áður en hann stofnaði fyrirtækið Holland Tours við annan mann. Fyrra starf hefur sett mark sitt á manninn, því hann er með eindæmum formlegur og alvörugefinn. Varla verður sagt að hann sé skemmtilegur, en hann er öruggur bílstjóri og gætir þess vel að tímasetningar standist. Hjá okkur ferðafélögum, sniðugum að eigin áliti, gekk Rob Feenstra undir uppnefninu „léttlynda löggan", því okkur þótti fyndið hversu ger- sneyddur skopskyni hann var. Reyklaus flugstöð F'lugstöðin á Schiphol er nú reyk- laus að mestu leyti og reykingar aðeins leyfðar á afmörkuð- um svæðum kringum veitingastaði. Það kom mér á óvart því Hollendingar eru miklir reykinga- menn, en Andrea Christofi, starfs- maður flug- stöðvarinnar segir að eftir að reyk- bann tók gildi, hafi loft í byggingunni breyst mikið til batnað- ar og hún sé mun snyrti- legri en áður. í takt við umburðarlyndi þjóðar- innar er ekki amast við þeim sem fá sér reyk á „vitlausum" stað. Það sannreyndi ég nýkomin úr 3ja tíma reyklausu flugi frá Keflavík, þegar nokkrir syndaselir hópuðu sig sam- an við ílát, sem fyrir tilviljun var við færibandið. Þeir horfðu pent í kringum sig áður en þeir kveiktu í og fengu sér að reykja. Starfsfólk sem átti leið hjá brosti bara að þess- um tækifærissinnum. Golf og gufubað Gufubað er í biðsal, þar sem þreyttir farþegar geta hvílt lúin bein, áður en þeir halda áfram ferð- inni, inn í borg eða lengra með tengi- flugi. Sömuleiðis eru þar sólbekkir og nuddbekkir, en þeir allra þreytt- ustu geta fengið sér lúr og vaiið um gistingu á tveimur hótelum, sem eru hin snyrtilegustu eins og flug- stöðin öll. Herbergi kosta frá 80 flórínum á mann, sem samsvara um 3.300 ÍKR. Hinir sprækari eiga þess kost að spila golf við golfhermi, eða á litlum gervigrasvelli og íþróttagarpar geta haldið sér í æfingu með þrekhjólum og öðrum líkamsræktartólum. Vinn- usamir geta tekið á leigu skrifstofu eða fundarherbergi og eyðsluklær hafa úr nógu að velja, því 45 versl- anir á Schiphol þykja afar góðar og hafa margoft verið valdar bestu frí- hafnir heims. Þegar ég gerði stans þarna fyrir skömmu leist mér best á sólbekk, nuddbekk og sturtu og lét öðrum eftir íþróttir og aðra áreynslu. Öll afþreying og þjónusta í flugstöðinni er í dýrari kantinum og til dæmis kostar 16 mínútur í sólbekk um 800 kr. Þeir sem ferðast mikið, vita manna best hvernig verðskyn hefur tilhneigingu til að brenglast á ferða- lögum og hversu auðveldlega seðlar fljúga úr veskjum. Þótt afþreying og þjónusta á flugvelli kosti sitt, er hún oft þess virði, einkum þegar bið eftir tengiflugi er löng. Spilavíti var opnað í flugstöðinni síðasta haust og er eingöngu ætlað þeim sem náð hafa 18 ára aldri og geta framvisað brottfararspjaldi. Ekki var mikil aðsókn að vítinu þegar ég gekk þar framhjá, en nokkrir sátu og veðjuðu við spila- kassa. Engan sá ég spila rúlettu, 21 eða önnur fjárhættuspil, sem boðið er upp á þarna eins og í öðrum spilavítum. Börn á ferðalagi Hollenska flugfélagið KLM hefur, í samvinnu við Schiphol, lagt áherslu á börn á ferðalagi. Þeim sem ferð- ast einsömul og millilenda á Schip- hol er fylgt í lítinn barnaheim, þar sem vingjamlegt starfsfólk talar flest heimsins tungumál. Þau sem ferðast með fullorðnum hafa aftur á móti aðgang að sérhönnuðum leik- herbergjum fyrir börn. Auk leik- fanga eru þar tölvuspil og sjónvarp. Hópur barna undi sér vel, þegar ég GOLF leikið við golfhermi meðan beðið er eftir flugi. VINNUSAMIR geta leigt sér skrifstofu í flugstöðinni. kíkti inn og virtust tölvuleikir og teiknimynd í sjónvarpi njóta mestra vinsælda. Á Schiphol hefur verið farin sú ágæta leið, til að mæta vaxandi umferð, að byggja við aðalbyggingu í stað þess að byggja nýjar flug- stöðvar, terminals, líkt og á Heath- row í London. „Við viljum hafa allt undir sama þaki, því það er þægi- legra, sérstaklega fyrir þá sem þurfa að taka tengiflug," segir Andrea Cristofi, áðurnefnd starfskona flug- stöðvarinnar. Hún sýnir stolt glænýtt tölvuvætt færibandakerfi fyrir töskur. „Skynj- arar nema upplýsingar af töskumið- um og tölvukerfið sér um að þær fari á réttan stað. Þetta útilokar nánast að töskur glatist eða fari með vitlausu flugi.“ Kerfið virtist stórkostlegt. Taska fer í ferðalag Þegar ég ritaði mig inn til brott- farar, nokkrum dögum síðar, eftir skemmtilega dvöl í borg borganna, sá kaldhæðni örlaganna til þess að kerfið fína var bilað. Taskan týndist og fór í nokkurra daga ferðalag til Afriku. Taskan kom í leitirnar sex dögum síðar og allt á sínum stað í henni. Var mér lofað sárabótum frá Flug- leiðum, 20 Bandaríkjadölum fyrir hvern sólarhring sem taskan var að heiman, sem mér þótti ansi rausnar- legt af félaginu. 11 dögum síðar, þegar þetta er skrifað, voru pening- arnir ekki enn komnir, en ég geri ekki ráð fyrir að Flugleiðamenn hafi gleymt mér og bíð því róleg eftir að umslag komi inn um lúguna. Brynja Tomer Hvað er mikið borðað af sykri ? Land Þúsund tonna Breyting trá 1980 Indland 12.056 1220% Bandarikin 7.994 -24% Brasilfa 7.276 +108% Klna 7.100 +125% Mexikó 4.200 +111 % Japan 2.846 -6% Pakistan 2.662 +326% Indónesla 2.629 +196% Egyptaland 1.745 +236% Pólland 1.400 -1% íran 1.400 +98% Kanada 1.100 +2% Malasia 700 +74% Víetnam 510 +21% Svíþjóð • 380 +3% Sviss 307 -3% írak 300 -5% Finnland 213 -5% Noregur 177 +1% N-Kórea 120 -33% Afganistan 40 -33% Búrma 35 -63% Island 14 +27% Kambódía 5 -44% Ýmsar rikar þjóðir hafa dregið úr sykurneyslu al heílbrigðisástæðum. Annars staðar hefur hún minnkað vegna striða og skorts. Meðal þeirra síðarnefndu eru Atganistan. Kambódía, Norður-Kórea og Búrma. Attur á móti helur neyslan minnkað í Bandaríkjunum og viða á Vesturlöndum þarsem menn draga í efa hollustu þess að borða mikinn sykur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.