Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.06.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ A L L R A L A N D S M A N N A 9&*tgMM$totb 1995 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ BLAÐ C KNATTSPYRNA / BIKARKEPPNIN Þijú lið ur 1. deild slegin út ÞRJÚ 1. deildarlið voru í gærkyöldi slegin út úr bikarkeppni KSÍ, er 16-liða úrslitunum lauk: Þórsarar frá Akureyri, sem eru í neðri hluta 2. deildar, sigruðu ÍBV í Vest- mannaeyjum, 3:2, eftir framleng- ingu, Fylkismenn gerðu góða ferð norður á Ólafsfjörð þar sem sigruðu , Leiftur 6:3 og í Hafnarfirði komu Grindvíkingar í heimsókn og slógu FH-inga út með 2:0 sigri. Önnur úrslit urðu að KR sigraði 2. deildariið Stjörnunnar 2:1 í Garðabæ og Valsmenn sigruðu 2. deildarlið Þróttar 3:2 að Hlíðarenda. ¦ Leiklrnlr / C2-C4. mmm Morgunblaðið/Sverrir Guðmundur Stelnsson Guðmundur setti bikar- met gegn KR-ingum GUÐMUNDUR Steinsson, mið- herji Sf jöi-mmiiar, fyrrum leik- maður Fram og Víkings, setti nýtt markamet í bikarkeppninni — aðalkeppninni, þegar hann skoraði mark sitt gegn KR í gærkvöldi. Þetta var 28. bikar- mark Guðmundar, sem átti áður metið með Hermanni Gunnars- syni, Val og ÍBA, sem skoraði 27 bikarmörk. Morgunblaðið/Golli TÓMAS Ingl Tómasson, Grindvíkingur og Auðun Helgason, leikmaður FH, berjast um boltann í Kaplakrika í gær. Tómas og félagar fögnuðu slgri. Landsmót hestamanna 1998 á Mel- gerðismelum NÆSTA landsmót hestamanna, árið 1998, verður á Melgerðismelum í Eyjafirði. Stjórn Landssam- bands hestamannafélaga ákvað þetta á fundi sínum í fyrrakvöld, en auk eyfirsku félaganna ' sóttu Skagfirðingar um að halda mótið, á Vind- heimamelum. I frétt frá stjórn LH segir að ákvörðunin hafi m.a. verið tekin í ljósi þess að eigendur Melgerð- ismela hafi skuldbundið sig til að byggja upp fullnægjandi aðstöðu fyrir mótið og ennfremur nýta það tækifæri sem býðst nú með lof orði Akureyrarbæjar og Eyjafjarðarsveitar, um fjárstuðning við uppbyggingu Melgerðismela að upphæð 10 milljónir. Þá vill LH gefa fleiri aðil- um tækifærí til að byggja upp mótssvæði fyrir stórmótahald, ennfremur kveðst LH vilja taka tillit til félagslegra sjónarmiða ekki síður en fjár- hagslegra og þá er greint frá því að ákvörðunin um mótsstað tengist fyrirhugaðri fjölgun lands- móta. Jóhannes R. í 8- manna úrslit EM JÓHANNES R. Jóhannesson tryggði sér sæti í 8-manna úrslitum á Evrópumótinu í snókar sem fram fer í Belfast á Norður-írlandi. Jóhannes vann John Farrell frá írska lýðveldinu í miklum hörkuleik í 16-manna úrslitunum í gær. Jóhann- es komst í 4-2 en þeim írska tókst að jafna og í síðasta rammanum voru tvær kúlur eftir og Farrell þurfti að leggja snóker á Jóhannes, sem hann og gerði. Jóhannes leysti fyrsta snókerinn með glæsibrag og þann næsta einnig, en mis- tókst við þann þriðja. „Mér tókst hins vegar að leika góða vörn á hann næst og sigra — og þá ðskraði maður af gleiði," sagði Jóhannes R. í samtali við Morgunblaðið í gær. Þeir léku einnig saman á EM í Búdapest í fyrra og þá vann Jóhanes 5-1. „Hann er betri en í fyrra og ég held að Farrell sé besti Irinn eins og er," sagði Jóhannes R. „Þetta var ótrúlegur leikur og við vorum að gera endalaus „breik" báðir tveir. Ef annar hvor okkar gerði mistök kláraði hinn leikinn. Aðrir leikir voru líka jafnir, þremur lauk 5-4 og einum 5-3 þannig að þeir sem eru eftir virðast mjög jafnir," sagði Jóhannes R. Snókerspilararnir hvíla í dag en á morgun mætir hann Julian Logue frá Norður-írlandi, ungum strák sem er á leið í atvinnumehnskuna. „Þetta verður örugglega í Iagi, það er ekkert verra að lenda á móti honum en hverjum öðrum. Hann hefur áhorfendur að vísu með sér, en við vonum það besta," sagði Jóhannes. Seint í gærkvöldi var öllum leikjum ekki lokið en í helmingnum hans Jóhannesar voru auk hans tveir Irar og einn Englendigur eftir og hinum megin stefndi í að Englendingur, íri og tveir spilarar frá Wales yrðu eftir. Ef það geng- ur eftir er Jóhanes eini „útlendingurinn" í 8- manna úrslitum. Undanúrslit verða leikinn á sunnudag og úrslitaleikurinn á mánudag. Jóhannes B. Jóhannesson vann auðveldan sig- ur á Tomek Koscielak frá Póllandi í fyrradag, 4:0 í leik sem tók aðeins 40 mínútur. Jóhannes varð í þriðja sæti í sínum riðli en kemst ekki áfram. Hann telst í 17.-24. sæti af 48 keppendum. Róbert í Gróttu RÓBERT Þór Rafnsson handknattleikmaður hefur skipt úr ÍR og ætlar að leika með Gróttu í fyrstu deildinni næsta vetur. Róbert er hægri handar skytta og hefur leikið sem slíkur hjá ÍR. Þá eru miklar líkur á að Einar Einarsson sem leikið hefur með STjörnunni alla sína tíð skipti yf ir í ÍR fyrir næsta vetur. Samkvæmt heimildum blaðsins er aðalástæðan sú að hann fékk ekki mörg tækifæri til að leika í sókninni með Stjörn- unni í vetur og vill frekar skipta um f élag en sí fja og fylgjst með sóknarieik félaga sinna í Stjórnunni. TENNIS: FJÓRIR FRÆGIR ÚR LEIK Á WIMBLEDON-MÓTINU / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.