Morgunblaðið - 01.07.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 01.07.1995, Síða 1
3U« rgutiHafrfö • / húsum skáldsins/4 • Af nógu að taka/5 • Nútímaútgáfa mannslíkamans/8 MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 blaðU Tðkum tíl hendinni Vladimir Ashkenazy er mikill áhugamaður um byggingu tónlistarhúss á íslandi. í sam- tali við Orra Pál Ormarsson lætur hann í ljós áhyggjur af gangi mála í þeim efnum og kveðst reiðubúinn að leggja hönd á plóg- inn svo draumurinn geti orðið að veruleika. Morgunblaðið/Golli AÐ VIRÐIST því miður vera staðreynd að áformum um byggingu tónlistarhúss á Islandi miðar ekki áfram. Þetta vekur undrun mína og veldur mér áhyggjum," segir Vladimir As- hkenazy sem dvelst hér á landi þessa dagana. Ashkenazy segir að sem tónlist- armaður hafi hann áhuga á öllu sem viðkemur tónlist, ekki síst á íslandi sem hann sé bundinn sterk- um böndum. „Á undanförnum tuttugu árum hefur hvert íþrótta- mannvirkið af öðru risið hér á landi, sem er vissulega af hinu góða, en ef menn láta sér svo annt um líkamlegt ástand þjóðar- innar hvers vegna láta þeir and- legt ástand hennar sitja á hak- anum. Það er ekki nóg að byggja upp líkamlega hrausta þjóð þar sem við lifum í siðmenntuðu sam- félagi sem gerir kröfur til hugans.“ Ashkenazy segir að það sé mik- il yfirsjón hjá íslendingum að gefa ekki hlutum á borð við tónlistarhús meiri gaum. „Ný tónlistarhús eru nánast á hverju strái í Evrópu, svo ekki sé minnst á Japan; það er hreinlega vandræðalegt að hugsa út í það. Japanir eru reyndar mjög auðug þjóð en þar hafa margar smærri borgir en Reykjavík eign- ast frábær tónlistarhús á síðustu misserum." Peningarnir eru til Ashkenazy kveðst gera sér full- komna grein fyrir því að tónlistar- hús kosti mikla peninga. Það geri íþróttamannvirki hins vegar líka. „Peningarnir eru til það er velmeg- un á Islandi og Reykjavík hefur til að mynda tekið stakkaskiptum á örfáum árum. Þetta hlýtur því að vera spurn- ing um áherslur og forgangsröðun. Stjórnvöld þurfa einfaldlega að taka af skarið og ákveða að veita fé til byggingar tónlistarhúss. Ég vona að þau beri gæfu til að gera það fyrr en síðar.“ Ashkenazy segir að Háskólabíó, helsti vettvangur tónlistarflutn- ings hér á landi, sé afleitur staður í því tilliti. „Þetta er kvikmynda- hús. Ég hef spilað í hundruðum slíkra um dagana og hljómburður- inn í þeim öllum er hræðilegur. Þess vegna fjölgar tónleikahúsum svo ört í heiminum.“ Að mati Ashkenazys er Laugar- dalshöll ennþá síðri kostur. „Ástandið er hræðilegt sem er sorglegt þar sem Listahátíð í Reykjavík hefur dafnað vel og fjöldi góðra tónlistarmanna og hljómsveita komið þar fram. Það er tími til kominn að taka til hend- inni. Þetta þarf ekki að vera stór- brotin tónleikahöll; einfalt, ódýrt og fjölnota tónlistarhús myndi duga. Aðalatriðið er að hljómburð- urinn sé góður.“ Ekkert gerst í langan táma Sjálfur kveðst Ashkenazy boð- inn og búinn að leggja sitt af mörkum til að draumurinn geti orðið að veruleika. Enginn hafi hins vegar farið þess á leit við hann. „Eg vil komast að því hver ber ábyrgð á því að ekkert hefur gerst í þessu máli í langan tíma. Ég vil einnig vita hvaða aðilar gætu hugsanlega látið fé af hendi rakna ef tekin yrði ákvörðun um byggingu tónlistarhúss. Þegar þetta liggur fyrir er ég reiðubúinn að láta til mín taka ef áhuginn er fyrir hendi. Ég gæti hitt hugs- anlega styrktaraðila að máli og jafnvel efnt til styrktartónleika þótt þeir dugi skammt einir og sér.“ Ashkenazy segir að brögð séu að því að stjórnvöld í hinum vest- ræna heimi vanræki menningu og listir. „Ég vona að þetta sé tíma- bundið ástand enda kann þetta að mínu mati ekki góðri lukku að stýra. Með því að hunsa menning- una er í raun verið að grafa undan samfélaginu. Það er nefnilega þeg- ar öllu er á botninn hvolft ræktun andans sem færir okkur fram veg- inn. Menningin mikilvæg Menningin, sköpunargáfan og þekking okkar á umheiminum halda samfélaginu gangandi; án þessara þátta væri maðurinn ekki svipur hjá sjón.“ Áshkenazy er í sumarfríi á ís- landi og hyggst nota tímann til að ferðast um landið og taka hús á vinum og vandamönnum. Hann vonast til að geta efnt til tónleika hér 4 landi í nánustu framtíð og þætti ekki lakara að það yrði í glænýju tónlistarhúsi. STÓRSÖNGVARARNIR Krist- ján Jóhannsson og Kristinn Sigmundsson syngja þessa dagana í sama óperuhúsinu, Ríkisóperunni í Hamborg; Kristján í Aidu eftir Verdi en Kristinn í Rakaranum í Sevilla eftir Rossini. „Ég komst að því þegar ég var að undirbúa mig fyrir fyrstu sýn- inguna að Kristinn væri að syngja hérna líka,“ segir Kristján. „Við erum nefnilega með sama bún- ingsherbergi og sama aðstoðar- mann, Rodolfo, sem sagði mér að hér'hefði verið alveg gríðarstór maður kvöldið áður, sem væri ör- ugglega samlandi minn. Ég var ekki lengi að átta mig á því hver það væri!“ Það er reyndar ekki einsdæmi að íslenskir óperusöngvarar komi fram í nafntoguðu óperuhúsi um líkt leyti. í apríl á þessu ári sungu Kristján og Kristinn til að mynda í sömu vikunni í óperuhúsinu í Berlín. í vor voru Kristján og Guð- jón Óskarsson bassasöngvari á sama tíma á ferð í óperuhúsinu í Kristján Jóhannsson og Krístinn Sigmundsson í sama óperuhúsinu Hér var gríðarstór maður í gærkvöldi Miinchen. Kristinn segir að það sé alltáf gaman þegar leiðir íslenskra söngvara liggi saman á erlendri grund. Hann hefur haft í nógu að snúast síðasta kastið og hefur meðal annars verið að syngja í Lúsíu Lamm- ermoor eftir Donizetti í Munchen. Eftir lokasýninguna á Rakaranum í Sevilla á mánudag hyggst hann hins Kristinn Kristján vegar taka sér sumarfrí. Sigmundsson. Jóhannsson. Með sama búnings- herbergi Kristján lifir og hrærist í Aidu um þessar mundir en síðasta sýningin sem hann syngur á í Hamborg er annað kvöld. Á mánudag heldur hann síðan til Verona á Italíu til j að æfa fyrir ársfrumsýninguna á ■ þessari kunnu óperu þar 9. júlí. | Aida á geislaplötu : Þá kom upptaka á Aidu, með , Kristján innanborðs, ut á geisla- ; plötu á vegum útgáfufyrirtækisins Naxos í síðustu viku. „Ég hef ver- ið að hlusta á plötuna og er mjög ánægður. Ég hefði hins vegar ósk- að þess að við hefðum getað gert þetta með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands en hún er betri en þessi írska sem við vorum með.“ Að loknum sýningum á Aidu í Verona ætlar tenórinn að taka sér sumarfrí. „Ég ætla að loka á mér þverrifunni í einn og hálfan mánuð að minnsta kosti og njóta lífsins og tilverunnar með fjölskyldunni. Það er mjög hollt að þegja í einn til tvo mánuði á ári!“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.