Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 D LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 Mikka á stofu- vegginn New York^Keuter. ÞEIR sem ekki kunna að meta hefð- bundin listaverk ættu ef til vill að verða sér úti um teiknimyndir á veggina heima hjá sér. Úr nógu er að velja, hvort sem menn eru hrifn- ir af sígildum teiknimyndum úr smiðju Disneys eða vilja halda sig við nútímann og horfa framan í þá kumpána Beavis og Butthead. Gall- inn er hins vegar sá að vinsældir teiknimyndanna hafa aukist mjög, að minnsta kosti í Bandaríkjunum og hefur verðið því hækkað ótæpi- lega. Gallerí sem sérhæfa sig í teikni- myndum hafa sprottið upp víðs veg- ar um Bandaríkin og eru nú um 300 talsins. Þar eru seldar hand- málaðar fílmur, sem síðan eru myndaðar og settar saman í teikni- mynd, bakgrunnar og stakar teikn- ingar úr kvikmyndum. „Þetta er tilgerðarlaus, tilfinningarík list,“ segir Heidi Leigh, eigandi teikni- myndagallerís í New York. „Fólk elskar þessar myndir, það brosir og þeytist um galleríið til að skoða.“ Paul Jenkins, hjá Christie’s tekur undir þetta, segir teiknimyndirnar aðgengilegri en aðra myndlist, auk þess sem þær virðist höfða til fólks frá öllum heimshornum. Vinsældir mynda frá Disney- hafa aukist mjög í kjölfar teikni- myndarinnar „Konungur ljónanna" og hafa Disney og Warner-kvik- myndafyrirtækin selt æ meira af teiknimyndum. „Fólk er aftur farið að kunna að meta teiknimyndir,“ segir Jennings en markaðurinn fyr- Vinsældir teikni- mynda hafa aukist mjög á síðustu tíu árum og prýða þær æ fleiri heimili í stað hefðbundinna listaverka ir teiknimyndir sem myndlist er aðeins tíu ára gámall. Undanfarin ár hefur verðið hækkað um 10-20% á ári og er hæsta verðið sem fæst fyrir filmur og myndir jafnan um 20.000 dalir. Vinsælastar eru filmur sem teiknarar hafa handmálað á hluta úr mynd. Filmurnar eru síðan lagð- ar yfir litskrúðugan bakgrunn til að skapa tilfinninguna fyrir dýpt og hreyfingu. Þá seljast alls kyns frumskissur og hlutar úr teikning- um. Nánast útilokað er að verða sér úti um filmur úr gömlum teikni- myndum, þar sem þær töldust ekki verðmætar og voru því endurnýttar eða þeim hent. Nú eru teiknimyndir flestar gerð- ar í tölvu. Hafa kvikmyndafyrirtæk- in því gripið á það ráð að framleiða eftirmyndir upprunalegu filmanna í takmörkuðu upplagi og seljast þær á um 2.500 dali. En komist menn yfir upprunalegar myndir, fer gam- anið að kárna. Hæsta verðið sem fengist hefur fyrir teiknimynd er 450.000 sem Bandaríkjamaður greiddi árið 1989 fyrir myndir og filmur úr gamalli Mikka mús mynd. Ofbeldi í óperunni VÍNARÓPERAN er vart söm eftir tvær rafmagnaðar frum- sýningar fyrr í þessum mán- uði. Það eitt að um frumsýn- ingar var að ræða í hinum ihaldssama óperuheimi Vínar- borgar var afar óvenjulegt, en það sem kom óperugestum þó fyrst og fremst í opna skjöldu var það hversu ofbeldisfullar sýningarnar voru, að því er segir í The European. Operurnar sem frumsýndar voru, eru eftir Þjóðverjana Alfred Schnittke og Adriönu Hölszky. Verk Schnittkes, „Gesualdo" er sýnt í Ríkisóper- unni (Staatsoper) en þar hefur ekki verið frumsýnt verk frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari. Óperan gerist á endur- reisnartímanum og segir frá prinsinum í Napólí, sem myrð- ir eiginkonu sína og elskhuga hennar. Allt verður að vera bannað Verk Hölszky „Die Wande“ (Veggirnir) er byggt á „Les Paravents" eftir Jean Genet. Hölszky er eitt róttækasta tón- skáld Þýskalands en kjörorð eru „ Allt sem þú gerir, verður að vera bannað". Furðu lostnir óperugestir fylgdust með því er fjórir hermenn ráku hraust- lega við í andlit látins lautin- ants, fangar þukluðu á kyn- færum hver annars, nakin kona sat klofvega á hálfum hesti og engill dauðans spókaði sig með rauða rós í berum aft- urendanum. Tónlistin var aðal- Iega flutt af málmblásturs- og slagverksleikurum og þótti afar ómstríð. í verki Genets er áhersla lögð á að sýna verstu hliðar stríðsreksturs en Hölszky hef- ur skapað nokkurs konar„há- tíð hinna dauðu“ einskis- mannsland þar sem óvinir geta mæst án ofbeldis. Þessi heimur varpar nýju Ijósi á hinn myrka raunveruleika og mestu máli skiptir eðlishvötin sem Hölszky lætur kór túlka. Segir í The European að þrátt fyrir að atburðarásin og söngvar- arnir skyggi oftar en ekki á tónlistina, sé óperan ein sú kraftmesta sem sett hafi verið á svið á undanförnum árum. Hún verður sýnd hjá óperunni í Stuttgart næsta vetur. Brotakennd samsuða Það sama verður hins vegar ekki sagt um óperu Schnittke, að sögn blaðsins. Don Carlo Gesualdo, prinsinn af Napólí, sneri sér að því að semja madr- ígala í kjölfar morðsins á eigin- konu og ástmanni hennar. Enginn veit hver ástæða þess var og vekur það engan áhuga Schnittkes, sem hefur sett saman einkennilega samsuðu sögulegra staðreynda. Segir blaðið að tónsmíð hans sé bro- takennd enda hafi Schnittke ekki náð að ljúka henni áður en hann fékk hjartaáfall á síð- asta ári. Síðan þá hefur hann samið eina óperu, „Historie des Johann Fausten" (Saga Johanns Fausten" sem verður frumsýnd í Hamborg síðar í mánuðinum. Er talið fullvíst að hún verði hans síðasta verk, þar sem hann liggur nú fár- sjúkur á sjúkrahúsi. Hljómeyki á Sumartónleikum í Skálholtskirkju Frumflytur nýtt kór- verk eftir Jón Nordal Morgunblaðið/Þorkell ÚLFUR Grönvold og Kristján Björn Þórðarson. Sælgæti Morgunblaðið/Þorkoll BERNHARÐUR Wilkinson og sönghópurinn Hljómeyki á æfingu fyrir tónleikana í Skálholtskirkju í dag. ÞAÐ ER alltaf spennandi að sjá verk nýútskrifaðra myndlistar- manna og hvað þeir hafa að sýna og segja frá enda er fjölbreytileikinn þar allsráðandi. Þrír slíkir sýna nú þessa dagana málverk á Mokka kaffi á Skólavörðustíg. Það eru þeir Úlfur Grönvold, Kristján Björn Þórðarson jg Gunnar Þór Víglundsson og kalla beir sýninguna Póst Neó Geó. Aðspurðir um hvernig það sé að vera orðnir myndlistarmenn segjast oeir ekki hafa haft mikinn tíma til íugsa út í það enda mikill erill búinn ið vera í sýningarhaldi undanfarið. ,Við vorum með gjörninga við opnun 'Jorrænna Brunna í Norræna hús- nu, síðan erum við með á Gullkist- inni á Laugarvatni og svo kom þessi sýning, þannig að ef framhaldið /erður svipað er það bara góð tilfinn- ng að vera orðinn myndlistarmað- ir.“ Myndlistin notadrjúg Þeir segjast nokkuð ánægðir með íámið í MHÍ, það væri helst tækja ikortur sem háir nemendum, sér- itaklega nú þegar myndlistarmenn íota í síauknum mæli tölvur, mynd- jönd, ljósmyndir o.þ.h. við sköpun iína. „í rauninni má líta á þessi fjög- ar ár sem einskonar fornám fyrir frekara nám erlendis og gott sem slíkt, auk þess sem nám við MHÍ kemur að góðum notum hvernig sem á það er litið og betri en fólk gerir sér grein fyrir. Við ætlum í fram- haldsnám eftir eitt ár og þá ekki endilega í myndlistarskóla, þó við ætlum að verða listamenn í framtíð- inni!“ Þeir hafa allir fengist þónokkuð við gjöminga,„performance art“ á námstímanum. „Málverkin okkar hér í Mokka eru hinn póllinn í listsköpun okkar, strangflatarlist á striga sem er gamalkunnugt viðfangsefni í þeim gamalkunna miðli sem málverkið er.“ Myndir þeirra hafa beina skírskot- un í þekkt fyrirbæri daglega lífsins. Gunnar vinnur verk sín ujjp úr um- búðum utan af sælgæti, Úlfur notar stillimynd Sjónvarpsins og Kristján bókahillur. Haraldur Jónsson rhynd- listarmaður segir þetta um hugar- heim þeirra í sýningarskrá: „Æðar þessara upplifana liggja inn í sjón- varpsskerminn frekar en upp á há- lendi íslands. Þessir ungu menn vilja greinilega frekar vera baðaðir í raf- magnsbirtu í beinni útsendingu held- ur en að líða um í terpentínu-nirvana sumra annarra málverka.“ Sýningin stendur til 9.júlí og er opin alla daga vikunnar. SÖNGHÓPURINN Hljómeyki mun frumflytja Requiem, nýtt kór- verk eftir Jón Nordal, á fyrstu tónleikunum á tuttugu ára afmæl- ishátíð Sumartónleika í Skáiholts- kirkju í dag. Aldasöngur, annað verk eftir sama tónskáld, verður jafnframt á efnisskránni en Hljóm- eyki frumflutti það einnig á sínum tíma, „Það er alltaf tilhlökkunarefni að fá nýtt verk frá Jóni. Hann er frumlegt og virt tónskáld og það er mikill heiður að fá að frum- flytja verk eftir hann,“ segir Bern- harður Wilkinson sem stjórna mun sönghópnum á tónleikunum. „Við Jón höfum þekkst lengi og ég er mjög ánægður með það traust sem hann sýnir mér með því að fela mér þetta verkefni.“ Bernharður segir að Requiem sé frábrugðið fyrri kórverkum Jóns. „Það fer hins vegar ekkert á miili mála að það er Jón sem talar. Hann heldur sínum stíl en verkið minnir meira á þau verk sem hann hefur samið fyrir hljóm- sveit.“ Sönghópurinn Hljómeyki er ís- lenskum tónlistarunnendum að góðu kunnur en hann hefur meðal annars margoft komið fram á tón- leikum í Skálholtskirkju. Nítján söngvarar verða á vettvangi í dag og munu þeir flytja verkið án fulltingis hljóðfæraleikara. „Verk- ið er mjög flókið. Þetta er því mjög krefjandi og allir þurfa að kunna sitt hlutverk nákvæmlega,“ segir Bernharður. Hljómeyki fær jafnan kórstjóra til liðs við sig til að sinna ákveðn- um verkefnum og hefur Bernharð- ur starfað töluvert með hópnum síðastliðna átján mánuði. Hann lætur vel af samstarfinu og bætir við að Hljómeyki sé mjög sérstak- ur flokkur tónlistarmanna. „Þetta er eiginlega eins og íjölskyldufyr- irtæki. Tengsl söngvaranna eru mjög mikil enda eru margir þeirra náskyldir.“ Unnið til miðnættis Bernharður segir að það sé mik- ill kostur að Hljómeyki hafí á að skipa færu og reyndu tónlistarfólki enda gefist mismikill tími til æf- inga hér á landi. „Við erum vinn- andi fólk og verðum því að gera þetta í okkar frítíma. Ætli við séum ekki eins og flestir íslending- ar, vinnum alltaf til miðnættis!“ Bernharður segir að Sumaitón- leikarnir í Skálholtskirkju séu jafnan skemmtileg blanda af gamalli tónlist og nýrri. „Það hefur verið stefnan að frumflytja ný verk á hverju ári og hátíðin nú er engin undantekning en auk verksins hans Jóns verður óratór- ían Psychomachia eftir Þorstein Hauksson frumflutt um næstu helgi.“ Hátíðin leggst vel í kórstjórann og á hann von á fjölda gesta. „Það er alltaf sérstakur blær á þessari hátíð. Það er ákaflega friðsælt þarna og andrúmsloftið sérstakt. Þá hentar hljómburður- inn í kirkjunni kórum mjög vel. Þetta eru því ekki hefðbundnir tónleikar heldur nokkurs konar kyrrlát stund.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.