Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 4
4 D LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ í húsum skáldsins LjÉL^PS Hin óumflýjanlega nálægð við leikarana veld- ur því að hægt er að fylgjast með hverju svipbrigði. Svo lýsir Sveinn Haraldsson ; ■ "" heimsókn sinni í The Swan leikhúsið í Strat- ford, sem er hannað eins og leikhús þar sem Shakespeare lék siálfur í verkum sínum. ANNE Hathaway’s Cottage: Æskuheimili konu William Shakespeares. Dæmi um fjölmörg hús frá þessu ________________________________________________________* tímabili sem eru varðveitt í Stratford og nágrenni. ÞAÐ fyrsta sem vekur at- hygli ferðalangsins þegar stigið er út úr lestinni á brautarstöðinni í Strat- ford, er hve skipulega er tekið á móti ferðamönnum. Varla hefur verið numið staðar fyrr en hafín er kynning á þeim möguleikum sem bjóðast. Stratford er lítill bær á enskan mælikvarða og greinilegt að gert er ráð fyrir að ferðalangar komi þangað einungis með eitt markmið í huga: að bera bæinn sem tengdur er minningu frægasta leik- skálds í heimi augum. Frá vöggu til grafar Fyrr en varir hefur ferðafólkinu verið smalað upp í rútu sem keyrir endalaust sama hringinn um bæinn og nágrenni hans. Hún er svo stöðv- uð á fyrirfram ákveðnum stöðum og getur ferðalangurinn skipulagt daginn sjálfur og notað rútuna til að ferja sig milli staða að vild. Þar sem sum húsa þeirra sem tengjast minningu Shakespeares eru nokk- um spöl frá bænum er víst að þess- um möguleika er tekið feginshendi. Best er að taka daginn snemma ef sjá skal eitthvað meira en miðbæinn í Stratford, því það getur tekið dijúgan tíma að komast á staðinn frá London. Annars má kannski fínna að því að sum húsin tengist Shakespeare lítið. Eitt þeirra er talið hafa verið bemskuheimili Mary Arden, móður Shakespeare, í öðru bjó Susanna, dóttir skáldsins, í þriðja dótturdótt- ir hans. En ferðalangurinn kemst að því við nánari skoðun að öll eru þau þess virði að ganga um þau og skoða sig um. Viðlíka safn af húsum frá sextándu öld fínnst hvergi annars staðar á svo litlu svæði á Bretlandseyjum. Hápunkt- urinn er svo að koma í húsið þar sem Shakespeare fæddist, en þar er safn í minningu hans, og svo í hús Anne Hathaway, þar sem ferðamönnum er enn sýndur bekk- urinn sem skötuhjúin eru talin hafa setið á þegar Shakespeare var að gera hosur sínar grænar fyrir henni. Ekki má svo gleyma gröf skálds- ins; en hann er grafínn í Kirkju heilagrar þrenningar við ána Avon. Ef pílagrímurinn fínnst hann hafa leitað Shakespeares til einskis hús úr húsi, þar sem nú sjást þess eng- in merki að skáldið hafí komið þar við og enginn búsmunur verður óyggjandi tengdur minningu hans, hlýtur hann að staðnæmast í kór MYND, sennilega eftir Franz Hals, talin samtímamynd af Shakespeare. DJÖFULLINN sitjandi á einu fórnar- lamba sinna. kirkjunnar þar sem Shake- speare hlaut hinstu hvílu og hefur legið óáreittur síðan. En hvort hann hafi verið kirkjurækinn er annað mál. Ef honum hefur kippt í kynið var hann það ekki, enda fað- ir hans ávíttur fyrir slælega kirkjusókn. Út yfir gröf og dauða Þeir sem leitast .eftir því að fínna nærveru skáldsins og ætla henni stað í gömlum húsakynnum eða samkvæmt trúaijátningunni í gröfinni ættu að íhuga annan mögu- leika. Hægt er að sjá verk hans á fjölunum í túlkun færustu listamanna sem völ er á. Ef andi skáldsins er einhvers staðar á sveimi er það þá ekki helst þar sem verk hans eru sett á svið. Þó að fátt sé vitað með vissu um ævi Shakespeares höfum við þó aðgang að vangavelt- um hans um lífið og tilveruna í ljóðum hans og leikritum. Að sjá Shakespeare leikinn á sviði í Stratford er alltaf mik- il upplifun. Sérstaklega á þetta við núna þegar færi gefst á að sjá í sumar eitt verka hans á sviði í The Swan, sem er hannað eins og þau leikhús þar sem Sha- kespeare lék sjálfur í verkum sínum. Flestar uppfærslur í The Swan eru eftir aðra höfunda en Shakespeare, þá sem telj- ast orðnir sígildir og er oft notað tækifærið og færð upp leikrit sem hafa einhverra hluta vegna verið vanrækt á ensku leiksviði. En það kemur fyrir að sett eru upp verk erkiskáldsins sjálfs eða jafnvel verk eftir sam- tímahöfunda. í júlí og ágúst gefst kostur á að sjá Ofviðríð (The Temp- est) í leikstjórn David Thackers og Bingo eftir Edward Bond, en síðara verkið fjallar einmitt um síðustu daga Shakespeares eftir að hann var sestur í helgan stein í Stratford og reynir að finna svör við spurn- ingum eins og hvers vegna hann hafí hætt að skrifa leikrit. Mér gafst nýlega kostur á að sjá The Devil is an Ass eftir Ben Jon- son, samtímamann Shakespeares, í The Swan. Þetta einstæða leikrými er sniðið fyrir flutning verka frá þessum tíma. Hin óumflýjanlega nálægð við leikarana veldur því að hægt er að fylgjast með hveiju svipbrigði. Þess gerist líka þörf þar sem framvinda verksins er afar flókin og uppfærslan er borin uppi af hæfileikum leikaranna til að kitla hláturtaugarnar. Það tókst frábær- lega og leikstjórinn, Matthéw Warc- hus, á þakkir skildar en vegna þess- ara annmarka er kannski skiljan- legra af hveiju verkið var ekki sett upp frá 1616 til 1972! Eina verkið sem ég man í svipinn eftir að hafí verið sett upp hér á landi eftir Jon- son er Volpone, þar sem Brynjólfur Jóhannesson gerði garðinn frægan. Snegla tamin Ollu safameiri er uppsetning sem ég sá samdægurs á Sneglu taminni (The Taming of the Shrew) eftir Shakespeare í stjórn Gale Edwards. Aðalhlutverkin er í höndum Josie Lawrence, sem leikur skassið Katr- ínu, og Michael Siberry, sem reynir að temja hana. Síðasta uppsetning í Stratford á þessu leikriti var í anda kvenfrelsis svo nú hefur verið brugðið á það ráð að ýta undir ærslakenndu hliðina á verkinu, sem flokkast jú sem einn af gamanleikj- um Shakespeares. En við lifum á breyttum tímum. Jafnvel þó að leikstjórinn hafi auð- sjáanlega hagað leikstjóm sinni á þann veg að reynt er að draga úr versta broddinum, þá fer ekki á milli mála að Shakespeare var ekki fylgjandi kvenfrelsi, eins og við skiljum hugtakið í dag, og má eng- an undra. Þó hann sýndi kvenhetj- um sínum meiri skilning og hefði meira innsæi inn í líf og tilfinning- ar kvenna en samtíðarmenn hans, þá er hann óneitanlega barn síns tíma í þessum efnum, gagnstætt JOSIE Lawrence, mikilúðleg sem skassið í Snegla tamin. Forsíða leik- skrár þar sem hún gnæfir yfir mynd af sér sjálfri í brúðarkjól í einu atriða leikritsins og yfir kirkjunni þar sem Shakespeare er grafinn. þýðanda verka hans á íslensku, samanber nýlegar blaðadeilur. En það er hætt við að verkið virki þver- öfugt á nútíma áhorfendum en var ætlun aðstandenda sýningarinnar. Með því að fylgja ætlun höfundar og setja verkið upp sem kómedíu nær leikstjórinn að kreista fram bros hjá áhorfendum þegar mest gengur á. En þessar brosviprur kosta það að þessir sömu áhorfend- ur fá sektarkennd þegar þeir gera sér grein fyrir að með því að hlæja að verkinu eru þeir að lýsa yfír samþykki sínu á þeim hugmynda- heimi sem það er fulltrúi fyrir. Auðvitað er einhvers konar femin- ísk túlkun ekki eini möguleikinn til að kljást við þetta verk, en sú að- ferð sem er notuð hér til að nálg- ast það veldur því að áhorfandinn kemur út jafn útkeyrður og, svo nærtækt dæmi sé tekið, út af mynd- inni Einu sinni stríðsmenn. Ofan á þessa slæmu líðan bætist svo sekt- arkenndin. Kannski er það þetta sem vakti fyrir leikstjóranum eftir allt saman. Énda hlýtur sú spurning að skjóta upp kollinum hvort hægt sé lengur að setja Sneglu tamda á svið án þess að sú umræða sem farið hefur fram á síðustu áratug- um hafi áhrif á túlkunina. Sögð orð verða ekki aftur tekin. Það er hægt að halda áfram í sama farveg og velta fyrir sér öðr- um verkum Shakespeares og hvern- ig uppsetningum á þeim er hagað nú á dögum. Hver getur sett upp Kaupmanninn í Feneyjum án þess að hugurinn hvarfli til gyðingaof- sókna fyrri tíma og aðeins hálfrar aldar gamallar helfarar? Jafnvel þegar Ótelló er settur á svið eru hugrenningatengslin öll við þá stað- reynd að hann er dökkur á hörund. Með þessum hugsunum fylgja sögu- legar staðreyndir eins og þrælahald og þrælaverslun, nýlendukúgun og frelsisbarátta blökkumanna í Bandaríkjunum. Þessi tengsl valda viðhorfum sem samtímamönnum Shakespeares væri ómögulejgt að skilja, enda viðhorf þeirra til Otellós mótað af þeirri vitneskju að hann er mári, þ.e. kominn af múhameðs- trúarmönnum. Svona mætti lengi áfram halda, en enginn getur haldið því fram að verk Shakespeares eigi ekki erindi í dag, enda þótt áhrif þeirra á áhorf- endur séu af öðrum toga en fyrst var til spunnið. Að njóta þessara verka í umhverfi sem minnir stöð- ugt á manninn Shakespeare og þann sögulega bakgrunn sem hann ~T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.