Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 D 7 Ný ópera eftir Hauk Tómasson Sýnd í skipakví í Kaupmannahöfn „GUDRUNS 4. sang“, ný ópera eftir Hauk Tómasson tónskáld, verður frumflutt í Kaupmannahöfn í lok júlí á næsta ári í tengslum við mikla menningardagskrá í borj .nni, en Kaup- mar nahöfn verður menningarborg Evr- ópu árið 1996. „Það koma mun fleiri til með að heyra þetta verk en hin verk- in mín,“ segir Haukur en þetta er stærsta verkefnið sem hann hefur ráðist í til þessa. Óperan er í smíðum um þessar mundir og segir tónskáldið að verkinu miði vel áfram. CAPUT-hópurinn mun hljóðrita hluta tónlistarinnar síðar á þessu ári þannig að listafólkið í Danmörku geti hafið markvissar æfingar, en Haukur gerir ráð fyr- ir að leggja lokahönd á verkið í mars á næsta ári. Tónskáldið var ný- verið í Kaupmanna- höfn til skrafs og ráða- gerða með samstarfs- fólki sínu en það er leikfélagið Opera Nord sem setja mun óperuna á svið. Aðrir aðilar sem veita fé til verk- efnisins eru Kaupmannahafnar- borg, Norræni menn- ingarsjóðurinn, NO- MUS og danska menntamálaráðuneyt- ið auk einkaað- ila. Óperan er mikil að umfangi en hún verður sett á svið í gamalli skipakví á svæði sem danski her- inn hefur haft til um- ráða í Hólminum. Mun sú hugmynd vera runnin undan riijum leikmyndahönnuðar- ins, Luise Beck, en kvíin hefur ekki verið í notkun um áratuga- skeið. Átta söngvarar, sex leikarar, tuttugu manna kammer- hljómsveit og eitt hundrað statist- ar munu taka þátt í sýningunni en leikstjóri verður Lucy Bailey frá Bretlandi. Fyrirhugaðar eru yfir tuttugu sýningar á „Gudruns 4. sang“ ytra en Hauk- ur segir að engar ákvarðanir liggi fyrir um framhaldið. „Von- andi verður tónlistin gefin út á geisladiski og síðan væri auðvitað gaman að setja verkið á svið hér heima.“ Haukur Tómasson. Stærsta verkefni tónskáldsins Lista- hátíð í Lundi MIKIL menningarhátíð var haldin í Lundi fyrir skömmu, þar sem þátt tóku eingöngu listamenn frá staðnum. Sælkerar af öllum listgreinum fundu á dagskránni eitthvað við sitt hæfí. Boðið var upp á meðal annars dans, ljóð, tón-, leik- og myndlist, veggja- krot o.fl. Hér í Lundi býr fólk af 123 þjóðern- um, þar á meðal íslendingar. Margir íslending'anna koma hingað eingöngu til náms og dvelja aðeins í nokkur ár meðan aðrir koma til að dvelja í óákveðinn tíma% Nokkrir af Islendingunum tóku þátt í hátíðinni. fyrstan skal nefna Saga-kvartettinn, sem skipaður er Rut Bjarnadóttur, Magnúsi Ölafssyni, Friðberg Stefánssyni og Áslaugu Bimu Olafsdóttur, og flutti gömul og þekkt íslensk lög sem María Áma- dóttir leikkona kynnti á sænsku fyrir áheyrendur í Stadshallen. Svanhildur Kjartansdóttir, 10 ára, er í listadeild þallettskólans í Lundi og kom hún fram á tveimur sýning- um, bæði í Stadshallen og á útisviðinu sem byggt var á Stórtorginu. Sýndi deildin ballettinn „Mjallhvít og dverg- ana sjö“ og einnig aðra nýtísku dansa. Ljóðahluta hátíðarinnar sá ljóð- skáldið Helen Halldórsdóttir um. Hún skipulagði ljóðaupplestur á fímm mis- munandi stöðum, frá klukkan tvö um daginn fram til klukkan ellefu um kvöldið. Sjálf las Helen ljóð sín í Lilla Teatem með gítarundirspili af Luis Cono. Önnur íslensk skáldkona las ljóð þennan dag, Hugrún Guðmunds- dóttir, einnig í Lilla Teatem. Fulltrúi íslenskrar myndlistar i SVANHILDUR Kjartansdóttir (t.v.) dansar í verkinu Mjallhvít og dvergarnir sjö. SÍGAUN AR tóku þátt með dansi og söng. Lundi var listakonan Rut Bjarnadótt- ir sem sýndi verk í útstillingarglugga SE-bankans í Lundi. Þessir fulltrúar íslands voru ekki einu íslendingarnir sem tóku þátt í hátíðinni því ófáir íslendingar lögðu leið sína í miðbæinn þennan dag til að hlusta, horfa og njóta þess sem SAGA-kvartetten syngur Ríðum, ríðum. hátíðin hafði upp á bjóða. Aldrei áður hafa jafn margir fulltrúar mismun- andi menningarheima lagst á eitt og gert hátíð sem þessa mögulega. Há- tíðin tókst svo vel að ráðgert er að endurtaka hana, hvenær er þó ekki ákveðið. Helen Halldórsdóttir, Lundi. Heimsfrægir í Færeyjum Söngferð Karlakórs Reykjavíkur til Færeyjá fyrir skömmu var mjög vel heppnuð, eins og Einar Orn Stefánsson lýsir ferðalaginu. SEXTÍU ár eru liðin frá fyrstu utanferð Karlakórs Reykja- víkur og þá voru Færeyjar fyrsti viðkomustaðurinn í ferð um Norð- urlönd. Það var því kominn tími til að sækja Færeyinga heim á ný og það gerði kórinn um hvíta- sunnuhelgina, dagana 1. til 4. júní sl. Karlakór Reykjavíkur hefur verið einskonar goðsögn í Færeyj- um þessi sextíu ár, enda var Stef- án Islandi einsöngvari með kórn- um í fyrstu ferðinni og valinn maður í hveiju rúmi. Það kom okkur kórfélögum þó í opna skjöldu að uppgötva hina fær- eysku „heimsfrægð“ okkar. Við höfðum satt að segja ekki áttað okkur almennilega á þessu fyrr en við komum til eyjanna. Fyrstu tónleikarnir voru í kirkj- unni í Klakksvík, sem er afar stór og tekur 1500 manns í sæti. Áheyrendur fylltu þessa stóru kirkju og tilkomumikið var að syngja þar. Færeyingar eru fastheldnir á forna siði og ekkert veraldlegt stúss er leyfilegt í guðshúsum þeirra, nema sem þáttur í kirkju- legri athöfn. Því var sóknarprest- urinn mættur í fullum skrúða og stýrði athöfninni, kirkjuklukkum var hringt og ekkert lófatak heyrð- ist. Á feijunni frá Klakksvík heyrði ég á tal tónleikagesta, sem sögðu að nær óbærilegt hefði verið að mega ekki klappa í kirkjunni. Tveir færeyskir kórar komu fram ásamt Karlakór Reykjavíkur á tónleikunum í Færeyjum, Tórs- havnar Manskór og Klakksvíkur Manskór. Á efnisskránni voru m.a. tvö færeysk lög, sem við sungum með færeysku kórunum. Ein- söngvari í ferðinni var Signý Sæ- mundsdóttir og systir hennar, Þóra Fríða, lék undir á píanó. í Þórshöfn hittum við Islendinga sem höfðu verið á ráðstefnu þar. Þeir sögðu að vart væri um annað talað í fjölmiðlum og manna á meðal en heimsókn Karlakórs Reykjavíkur. Þeir höfðu reynt að fá miða á tónleika kórsins í Norð- urlandahúsinu, en það var útilok- að, allt löngu uppselt. Tvennir tón- leikar voru fyrirhugaðir í Þórs- höfn, en aukatónleikar voru haldn- ir til að koma til móts við þá mörgu sem ekki fengu miða á hina tvo. Færeyska sjónvarpið tók upp einn konsertinn í Norðurlandahús- inu í Þórshöfn, því fallega húsi þar sem gott er að syngja. Fyrri dag- inn sem kórinn söng þar var verið að opna í húsinu sýningu á verkum færeyska málarans Frimod Joens- en, sem er einn sérstæðasti lista- maður eyjanna, „fyrrverandi" naivisti sem hefur breytt nokkuð um stíl í áranna rás. Aðdáendur eltu kórinn á rönd- um eins og poppstjörnur væru á ferð og t.d. kom fjöldi fólks til Kirkjubæjar þegar við fórum þangað einn morguninn. Það hafði kvisast út að kórinn myndi syngja SUNGIÐ í „Múrnum“ í Kirkjubæ. Karlakór Reykjavikur vitjar: Kyndlr HarnW Pettrstn Fyrimyndarligur kor- sangur í Christianskirkjuni ■ IUma>> I W.L *,kU *» vhw h UadúvMII u (vjft msuhl udu. « uk h*v< Mmmm éWM« krf.ro, ..«* mn Mtak. *<h.v* w« aiiy>oq»«nl <u> H nl VMd* kfnott »A SwNrtiuvWiiVtiwiiri McUft «»kl IfBOnmif. ion <Aic kl- nokkur lög í „Múrnum“ eða Magn- úsarkirkjunni, sem stendur keik en þaklaus í Kirkjubæ, en þar söng kórinn líka fyrir 60 árum. Og út- varpið var mætt á staðinn til að taka sönginn upp. Gestrisni Færeyinga er einstök. Kórinn og fylgdarlið hans, nær 100 manns, gisti á heimilum fé- laga í Tórshavnar Manskór eða ættingja þeirra. Bæjarstjórinn í Þórshöfn bauð kórnum til mót- töku og lögmaður Færeyja einnig. Reyndar vildi svo til að öll fær- eyska heimastjórnin tók á móti okkur, því að hún sat á fundi er okkur bar að garði lögmanns og var gert fundarhlé meðan kórinn staldraði við. Það eru líklega ekki margir sem geta státað af því að heil ríkisstjórn taki á móti þeim á ferð í útlöndum! Það er margt sem við getum öfundað Færeyinga af. Þeir halda í margar gamlar en lifandi hefðir, sem við höfum löngu týnt niður: Dansana, danskvæðin, þjóðbún- ingana. Og hjallur er við hvert hús, þar sem skerpikjöt og fleira góðgæti er geymt. Gamli bærinn í Þórshöfn, svo snilldarvel varð- veittur, er djásn sem vekur hrifn- ingu ferðamanna, og ekki er ónýtt að geta virt fyrir sér kvist- gluggann sem William Heinesen sat við barnungur og horfði dreymnum augum út á höfnina. Í Kirkjubæ er nær níu hundruð ára víkingahús úr rekaviði, eitt elsta íveruhús á Norðurlöndum. Já, þeir slá okkur við í ýmsum greinum, frændur okkar í Færeyj- um. Eftir alla tónleikana var efnt til glæsilegs kvöldverðarboðs og dansleiks, og Ormurinn langi var dansaður langt fram á nótt. Á hvítasunnudag hafði Paul Mohr, forstjóri Slippsins og ræðismaður íslands, boð inni og sungið var úti á túni í blíðskaparveðri. „Besta ferð sem kórinn hefur farið,“ sögðu við heimkomuna menn sem lengi hafa sungið með Karlakór Reykjavíkur og víða far- ið. Gestrisni, stórhugur og frábær skipulagning karlakórsmanna í Þórshöfn verður lengi í minnum höfð. Og ekki spillti nýuppgötvuð heimsfrægð fyrir á leiðinni heim. Færeyjar eru bara byijunin. Höfundur er framkvæmdastjóri og félagi í Karlakór Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.