Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L L A N D S M A IN*r0tiiiIMbifeife 1995 LAUGARDAGUR 1.JULÍ BLAÐ E KORFUKNATTLEIKUR Júgó- slavar á leiðá toppinn JÚGÓSLAVAR hafa ekki þurft að leika af fullum krafti enn sem komið er í Evrópukeppninni í körfuknattleik sem fram fer í Aþenu, en eru þó taldir með besta liðið. I gær sigruðu þeir Frakka nokkuð örugglega í 8- liða úrslitum og mæta heima- mönnum í dag I undanúrslitum. Á myndinni má sjá Predrac Dan- ilovic skora gegn Thiery Gadou frá Frakklandi. Hið geysisterka lið Lithaa sigraði Rússa ðrugg- lega í gær og þar með er draum- ur Rússa um sæti á Ólympíuleik- unum í Atlanta á næsta ári úr sögunni — sem þjálfari þeirra lýsti sem meiriháttar áfalli fyrir Rússa. í öðrum leikjum gærdags- ins báru Króatar sigurorð af ítölum og Grikkir unnu Spán- verja. Lithaar og Króatar leika annars vegar í undanúrslitum í dag og hins vegar Júgóslavar og Grikkir, sem fyrr segir. Úrslita- leikurinn verður á morgun og er talið líklegast að þar mætist Júgóslavar og Króatar. GOLF Reuter Morceli með besta tíma árs- ins í 1.500 m NOUREDDINE Morceli, heimsmethafi í 1.500 metra hlaupi frá A lsír, náði í gær besta tíma árs- ins í greininni á móti í Pétursborg í Rússlandi. Morceli lújóp á þremur mínútum 32,45 sekúndum. Aðeins Morceli sjálfur hafði hlaupið hraðar á ár- inu, en hann f ór vegalcngdúia á 3.32,99 min. í Sevilla 3. juni. Hann sýndi svo ekki verður um villst að hann verður enn einu sinni sá þröskuldur sem menn verða að komast yfir, ætli þeir sér sig- ur, þegar kemur að heimsmeistaramótinu í Gauta- borg í næsta mánuði. Frjálsíþrótta- þjálfara HSK sagt upp FRJÁLSÍÞRÓTTANEFND Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK) hefur sagt Slapokas Vítmantas frá Litháen upp stðrfum en hann hafði starfað sem þjálfari frjálsfþróttafÓlks f héraðinu frá þvi i október. Að sðgn Valgerðar Auðunsdóttur, formanns frjálsfþróttanefndar HSK, var það erfið ákvörðun að segja þjáifaranum upp. „Það leikur enginn vafi á að hann kann ýmislegt fyrir sér varðandi þjálfun og uppbyggingu, enþegar kom að tækni- æfingum komu miklir tungumálaerf iðleikar f Ijós og þess vegna urðum við að láta hann fara. Þetta er stórt hérað og það er erfitt fyrir hann að ferð- ast um allt og vera hálf mállaus. Hann nær ekki til krakkanna og þau ekki tíl hans og krakkarnir missa þvi áhugann og hætta," sagði Vaigerður. Hún sagði að ekki væri búíð að fá eftírmann en reynt yrði að leita eftír hjálp hjá einhverju góðu fólki. Bæði Þórsliðin í 8-liða úrslit ÞÓR frá Akureyri, sem Ieikur í 2. deild, er eina félagið sem á tvö lið í 8-liða úrslitum bikarkeppn- innar í knattspyrnu. „Ég er að sjálfsðgðu afar ánægður með þann árangur sem við Þórsarar hðfum náð," sagði Nói Bjðrnsson þjálfari Þórs við Morgunblaðið eftír sigur ungmennaliðs f élagsins, 23 ára og yngri, gegn jaf nöldrunum úr f A á Akra- nesi f gærkvöldi. Ungmenmdið Þórs varð þar með siðast tíl að tryggja sér sætí í átfei liða úr slitunum. „Við crum með góðan tuttugu ogtveggja manna hóp hjá Þör og þessi úrslit komu mér ekkert sér- staklega óvart, ég þekki mbia menn. Við erum ailir að koma tíl þrátt fyrir hálf brösotta byrjun í annarri deildinni, en leiðin er tvímælalaust uppá við núna," sagði Nói. ¦ Þórsarar / E4 Slakt á Nordurlandamótinu Björgvin Sigurbergsson eini íslendingurinn sem lékaf eðlilegri getu íSvíþjóð Islensku landsliðin í golfi urðu í neðsta sæti, bæði karlar og kon- ur, á Norðurlandamótinu sem lauk í Svíþjóð í gær. Fyrir tveimur árum lék íslenska karlaliðið á 670 höggum og varð í þriðja sæti, nú leikur liðið á 37 höggum meira og endar í fimmta og síðasta sæti. Menn skulu þó ekki gefa upp alla von með golfið því nýverið voru tekin upp ný vinnu- brögð þar á bæ og snéru menn sér nokkuð að uppbyggingunní eins og Svíar hafa verið að gera og bjuggust fyrirfram við því að það tæki tíma, ein þrjú ár að skila sér, þannig að enn er von. „Við vorum nú að gera okkur von- ir um brons, jafnvel hjá báðum lið- um," sagði Ragnar Ólafsson lands- liðseinvaldur og þjálfari, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við erum því dálítið vonsvikin með þetta, en mun- urinn er samt ekki svo mikill hjá stelpunum. Mér sýnist að aðstöðu- leysi okkar heima hafi komið vel í ljós hér. Menn hafa ekki getað æft pútt af neinu viti vegna þess hvernig vellirnir koma undan vetri og því pútta menn ekki vel. Það setur slðan pressu á að menn geri betur í öðrum höggum og þannig leiðir þetta hvert af öðru. Þetta breytir því hins vegar ekki að við bjuggumst alls ekki við að tvö lið af þremur klikkuðu í fjórleiknum og fjórmenningnum. En ljósi punkt- urinn í þessu er að Bjðrgvin [Sigur- bergsson] er að spila vel, bæði fyrri daginn og einnig í höggleiknum í dag," sagði Ragnar. Björgvin og Birgir Leifur Hafþórs- son léku fjórieikinn á 68 höggum, þremur á eftir fyrstu mönnum en Þorkell Snorri Sigurðsson og Björn Knútsson léku á 76 höggum eins og Örn Arnarson og Sigurpáll Geir Sveinsson. I fjórmenningi léku Björg- vin og Birgir Leifur á 79 höggum, Örn og Sigurpáll á 84 og Þorkell Snorri og Björn á 86. Björgvin lék síðan á 74 höggum í gær, tveimur yfir pari og varð í 7. til 10. sæti. Þorkell Snorri var á 79 höggum, Sigurpáll á 80, Birgir Leifur á 81, Björn á 86 og Örn 88. Stelpurnar Jafnar Stúlkurnar voru mjög jafnar í höggleiknum í gær og léku allar á 80 höggum! í fjórleiknum léku Ólöf María Jónsdóttir og Herborg Arnars- dóttir á 73 höggum og Ragnhildur Sigurðardóttir og Karen Sævarsdótt- ir á 76. Dæmið snérist hins vegar við í fjórmenningnum en þá léku Ragnhildur og Karen á 78 höggum en Ólöf María og Herborg á 80. Stúlkurnar koma heim á morgun en í dag fara strákarnir til Belgíu þar sem þeir munu æfa á mánudag og þriðjudag fyrir Evrópumótið sem hefst á miðvikudaginn. Hjá stúlkunum sigruðu Danir á 365 höggum, Svíar urðu í öðru sæti á 371, Finnar á 374, Norðmenn á 378 og Island varð neðst á 391 höggi. Hjá körlunum sigruðu Svíar á 636 höggum en síðan koma Danmörk á 663, Noregur á 672, Finnland á 683 og loks ísland á 707. FRJÁLSÍÞRÓTTIR: EVRÓPUBIKARKEPPNINI FJÖLÞRAUT í LAUGARDAL / E3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.