Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ1995 B 3 ég stuðað marga með þeim afleið- ingum að enn er ekki gróið um heilt. Það er þessi ósvífni að leyfa sér að koma inn í þessu helgu vé með nýj- ar hugsjónir." Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar gerðust hjónin í Kaldbak flokksbundin í sjálfstæðisfiokknum. „Það má eiginlega segja að störf mín að umhverfismálum hafi sann- fært mig um að afturhaldshugsjónir framsóknar- og alþýðubandalags- manna stæðu í veginum fyrir fram- þróun. Á þeim bæjum er frekar horft til fortíðar en framtíðar. Hall- dór Blöndal, núverandi samgöngu- ráðherra og fyrrum Iandbúnaðar- ráðherra, sem hefur verið núið því um nasir að vera í þessum títt- nefnda framsóknararmi, þorði t.d. að takast á við ný sjónarmið í land- búnaði og landgræðslu. Hann þorði að koma og hlusta á okkur og gerði eitthvað með það sem við skógrækt- aráhugamenn vorum að boða, þó svo að bændur stæðu í fyrstu bijál- aðir á móti. —------------------- Það kom mér líka þægi- íhaldssemi er lega á óvart hversu auð- hluti af eðli velt það virðist vera að Húsvíkinqa koma nýr inn í svo stóra stjórnmálahreyfingu. Eg hélt satt best að segja að sjálfstæð- isflokkurinn væri, eins og einhver orðaði það svo vel, stór eðla með heilann í halanum. Ég hef kynnst mörgu góðu fólki í sjálfstæðis- flokknum sem er ekki uppfullt af þessum kreddum, sem eru svo áber- andi annars staðar. Þetta er einfald- lega miklu víðsýnna fólk. Það er mín þröngsýni að hafa ekki uppgöt- vað þetta fyrr,“ segir Siguijón. Snædís segir að þau Siguijón hafi oftast fylgst að í pólitíkinni þó þau hafi í sjálfu sér getað lifað sjálf- stæðu pólitísku iífi innan heimilis og utan án mikilla afskipta frá hendi hvors annars. „Já, það er nokkuð rétt, en þú gleymir því, Snædís mín, að segja blaðakonunni frá einu framboði, sem þú tókst þátt í, en vilt ekki tala mikið um í dag. Þú varst nefni- lega í framboði fyrir Þjóðarflokkinn á sínum tíma, einum mesta fram- sóknarflokki í heimi. Ég studdi þig ekki þá og fór aldrei með þér á fundi,“ segir Siguijón með stríðnis- blik í augunum. „Rétt er það,“ svarar eiginkonan sallaróleg. „Það var fyrir einum átta árum og á fölskum forsendum. Ég hélt að ég væri að starfa með um- hverfisverndarsinnum, en stuttu eft- ir kosningar vaknaði ég upp af vond- um draumi og hætti allsnarlega af- skiptum mínum af þessari hreyf- ingu.“ Mörg ógæfusporln Þó svo að Siguijón sé af „góðum og gegnum“ framsóknarættum hef- ur hann aldrei komið nálægt fram- sóknarmennsku, enda leynir hann ekki þeirri skoðun sinni að fram- sóknarflokkurinn sé eitt mesta aft- urhaldsafl, sem fyrirfinnst í íslensku þjóðfélagi. Hann er sömuleiðis þeirr- ar skoðunar að það hafí verið ógæfuspor fyrir sjálfstæðisflokkinn að fara í ríkisstjórnarsamstarf með framsóknarflokknum að afloknum síðustu Alþingiskosningum, enda segist hann hafa lýst þeirri skoðun sinni tæpitungulaust þegar kom að flokkráðsfundi að sam- ___________ þykkja ríkisstjórnina. Eins og alkunna er, var mikill hiti í húsvískum þegar ákveðið var að auka hlutafé og selja hlut ....... bæjarins í helsta atvinnu- fyrirtæki Húsvíkinga, Fiskiðjusam- lagi Húsavíkur, á dögunum og heyrðist þá svo um munaði í Kald- baksbóndanum, sem fann þeim vinnubrögðum, sem viðhöfð voru í málinu, allt til foráttu, en það voru stóru sölusamtökin tvö, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og íslenskar sjávarafurðir, sem börðust um bit- ann, eins og rakið var ítarlega hér í blaðinu á sínum tíma. Tækifærlnu sleppt Málalyktir urðu þær nú á vormán- uðum að meirihluti bæjarstjórnar Húsavíkur ákvað að taka tilboði ÍS, sem hljóðaði upp á 75 milljónir í endanlegri mynd. Eignahlutur bæj- arins eftir kaupin fer því úr 54% í 40% og þar með missir bærinn lykil- aðstöðu, ÍS verður með um 34% hlut og kaupfélagið með um 17%. í ljósi þessara niðurstaðna segist Siguijón fyrst og fremst hafa áhyggjur af hag bæjarins og þar með bæjarbúa á komandi árum, því ljóst sé að engra breytinga sé að vænta. Gamla góða stöðnunin verði eftir sem áður við lýði, sem hljóti að vera óskastaða þeirra, sem um valdataumana halda. Ljóst sé að óverulegt nýtt ijármagn komi inn í bæjarfélagið, atvinnulífinu til heilla, sem hljóti þó að hafa verið mark- mið allra hugsandi manna með öllu þessu brambolti. „Tækifærinu var sleppt og nú er ekkert til að selja lengur. Það vill enginn kaupa 40% hlut bæjarins gegn því að vera í minnihlutaað- stöðu. Það segir sig sjálft. Okkur veitti ekki af því nýja íjármagni inn í bæjarfélagið sem bauðst með SH- leiðinni, enda er skuldastaða bæjar- ------— ins ekki glæsileg sem stendur, þó vanskil séu reyndar engin ennþá. Húsavíkurbær, með um 2.500 íbúa, skuldar 486 milljónir kr., en heildar- Þetta var við- skiptaleg hryll ingssaga tekjur á síðasta ári námu 434 millj- ónum og um 70% af tekjum fara í beinan rekstur. Skuldirnar eru m.ö.o. orðnar hærri en tekjurnar, sem talin eru hættumörk. Fyrirsjá- anlegt er að skuldir bæjarfélagsins munu vaxa enn á næstu árum, því fyrir liggur að taka þurfi að láni 300 milljónir til viðbótar á næstu þremur árum fyrir óarðbærum framkvæmdum." Löglegt en slðlaust „Mínar skoðanir urðu undir í bæjarstjórn og það er bara stað- reynd, sem ég verð að sætta mig við. Maður er ekki alltaf sigurveg- ari í pólitík. í stuttu máli átti.sér stað viðskiptaleg hryllingssaga þar sem að vegið var að rótum lýðræðis- ins í þeirri verstu mynd, sem hugs- ast getur. Flokks- og einkahags- munir framsóknar- og alþýðubanda- lagsmanna réðu ferðinni og það mátti ekki fá óvilhalla aðila til þess að meta tilboðin vegna þess að önn- ur tilboð, en það sem kom frá ÍS, gátu verið það góð að ekki væri unnt að hafna þeim. Óneitanlega spyr maður sjálfan sig hvort fólki finnist málsmeðferðin bæði sjálf- sögð og eðlileg í ljósi þess að verið er að ráðskast með almannahags- muni bæjarbúa. Svo virðist sem hægt sé að sniðganga allar almenn- ar vinnureglur ef hagsmunir sumra eru of miklir. Ég hef skoðað það sérstaklega hvort þessi vinnumáti standist lög og komist að þeirri nið- urstöðu að um sé að ræða löglegt athæfí en siðlaust.“ Siguijón gagnrýnir sérstaklega bæjarstjóra og meirihluta bæjar- stjórnar Húsavíkur fyrir að hafa haldið minnihlutanum frá ÍS-mál- inu, eins og kostur hafi verið. Þar með hafi bæjarfulltrúar um 40% bæjarbúa verið sniðgengnir með öllu. „Sem dæmi get ég nefnt að minnihlutinn fékk ekki einu sinni að hafa fulltrúa í viðræðunefnd bæjarins við ÍS-hópinn og SH- mönnum var synjað um fund með bæjarstjórn. Þeir hittu aðeins bæj- ______ arstjórann að máli sem hafði ekkert með málið að gera, enda ekki póli- tískt kjörinn fulltrúi, heldur aðeins fram- ■ 1 kvæmdavald, sem á að fylgja eftir þeim ákvörð- unum, sem teknar eru í bæjarstjórn. Við vissum því aldrei hvað var að gerast nema í gegnum fjölmiðla. Bæjarstjórnin öll fékk aldrei að hitta þessa menn. Það var ekki fyrr en að ég, fyrir hönd minnihlutans, bað fulltrúa ÍS og fulltrúa SH um sér- stakan minnihlutafund, sem haldinn var við stofuborðið í Kaldbak, að við fengum að ræða við þá. Til sam- anburðar var málum þannig háttað á Akureyri, þegar bæði þessi sölu- samtök yoru að bítast um hlut bæj- arins í Útgerðarfélagi Akureyringa, að fulltrúar fyrirtækjanna funduðu með bæjarstjóminni allri allan tím- ann. Til þess að toppa dæmið, flutti ég tillögu um það, þegar ákveðið var að ganga að tilboði ÍS, að um staðgreiðsluviðskipti yrði að ræða, en sú tillaga var að vonum felld í bæjarstjóm allsnarlega. Það mátti ekki styggja vinina suður í Reykja- vík með því að láta þá staðgreiða." FyrlrgrelAslupólitík Siguijón segir að bæjarsjóður hafi með einum eða öðmm hætti tekið þátt í atvinnuuppbyggingu og farið flatt á ýmsu. Hinsvegar sé fyrirgreiðslupólitík bæjarstjórnar rannsóknarefni út af fyrir sig þegar kemur að útgerðarmálunum, einni helstu lífæð bæjarbúa, og í því sam- bandi séu til fyrsta flokks borgarar og svo annars flokks borgarar. Sem dæmi um þetta nefnir hann að Fiskiðjusamlagið, Höfði og íshaf hafi alltaf getað hlaupið í vasa bæj- arbúa á meðan að erindum frá öðr- um hafi vart verið sinnt. „Bærinn hefur keypt hlutabréf fyrir 140 milljónir kr. í þessum þremur fyrir- tækjum, á nú inni 40 milljóna kr. lán hjá FH og 15 millj. kr. lán hjá Höfða. Auk þess stendur bærinn í ábyrgð fyrir tæpum 90 milljónum kr. hjá þessum þremur fyrirtækjum samanlagt." Framtíðarmöguleikar Þrátt fyrir þá harmsögu, eins og hann orðar það, sem á undan er gengin í viðskiptasögu Húsvíkinga, vill Siguijón vera jákvæður þegar talið berst að framtíðarmöguleikum bæjarfélagsins. Hann hefur tröllatrú á ferðaþjónustunni, eins og svo margir aðrir, hringinn í kringum Iandið. „Þeim möguleikum hefur náttúrulega ekki verið gefínn nógu mikill gaumur, en eftir svona 10-15 ár tel ég að hér verði einn falleg- asti ferðamannastaður á landinu, þegar þessi milljón tré, sem gróður- sett hafa verið, verða komin á legg. Við verðum að vera bjartsýn.“ Hann segir að endurnýjunar sé þörf í lykilstöðum bæjarfélagsins og hann lítur björtum augum til nokk- urra ungra manna, sem eru að hasla sér völl og gera góða hluti. „Hins- vegar verðurðu að átta þig á því að ég get ekki nefnt nein nöfn, því ef ég hrósa einhveijum, fer sá hinn sami rakleiðis á svartan lista hjá meirihlutanum." Siguijón tannlæknir er þekktur orðhákur. Hann vill halda eigin sannfæringu til streitu og gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. „Ég tel mig vera kosinn til þess, enda er ég ekki háður neinum fyrirtækj- um á neinn hátt. Hinsvegar tel ég mig ekki vera neinn friðarspilli. Ég held að ég hafi sýnt það og sannað í mínu félagsmálavafstri í gegnum tíðina. Ég hef starfað í tugum fé- laga og ég held hreinlega að ekkert þeirra hafi geispað golunni vegna minna afskipta," segir hann og hlær miklum hrossahlátri. Hugsandi fólk Þrátt fyrir nokkur afskipti af pólitík í gegnum tíðina segjast hjón- in í Kaldbak hvorugt ganga með þingmanninn i maganum. Þau hafi hinsvegar gaman af því að styðja gott fólk og vinna að góðum málefn- um. „Það skemmtilega við þetta er að finna til þess þegar fólk, sem ekki hefur hugsað í mörg ár, fer allt í einu að hugsa. Það þarf ekkert endilega að vera mér sammála, enda er ég sjálfur ekki alltaf sammála siðasta ræðumanni. Það þarf hins- vegar að færa rök fyrir máli sínu,“ segir tannlæknirinn. - Að lokum, saknið þið aldrei borgarlífsins? „Ef við gerum það, þá drífum við okkur bara suður og komum svo aftur heim fullsödd af menningu og borgarlífi. Það er ekkert flóknara en það. Við höfum svo sem prófað ýmislegt, m.a. farið til milljónaborg- arínnar Birmingham í Alabama í Bandaríkjunum tvisvar síðan við fluttum norður og dvalið þar eitt ár í senn til að hlaða batteríin. Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um það hvort við verðum hér alla okkar hundstíð. Það svo sem hvarfl- aði að okkur í öllum snjónum í vet- ur að yfirgefa staðinn, en við gleymdum auðvitað slíkum vanga- veltum um leið og birti og gróðurinn fór að vakna.“ 0PIÐ V1RKA DAGA KL.12-18 T^l ' LAUGARDAGA KL. 10-14 Jl1 lOFÍl} Suðurlandsbraut 52 í Bláu húsmiuni, sínii 588-5250. í þaki og veggjum er öryggisgler. Valkostur er gler, sem ver gegn ofhitun á sólardögum og hefur tvöfalt einangrunargildi tvöfalds glers. Burðarrammar úr áli eða viði. Glerjað er með állistum undir og yfir glerið. Seljum einnig glerið eftir máli. SÝNINGARHÚS Á STAÐNUM. TÆKNISALAN KIRKJULUNDI 13 v/VÍFILSSTAÐAVEG GARÐABÆ SÍMI 565 6900 - Opið í dag frá kl. 13-17. ngu Ný tdboð " í sal cíjlí heinisencli © Miðstærð af Supreme (fyrir 2) og brauðstangir: 1090,- o Þú kaupir stóra pizzu eða pizzu í fjölskyldustærð og færð sömu stærð af Margarita ókeypis með. Gildir frá sunnudegi til fimmtudags. Kllpptu ut hattinn og afhentu á Pizza Hut. 4lut “Hut “Hut

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.