Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1995 B 7 MAIMIMLÍFSSTRAUMAR 1V1ATARLIST/Vanmetum vib laukinnf Bmgdlaukar MÓÐIR MÍN, Jóhanna Sveinsdóttir, lesendum blaðsins kunn sem Mat- krákan, lést af slysförum 8. maí síðastliðinn. Ég á mömmu minni svo margt að þakka. Það að búa mig til ásamt föður mínum. Það að hafa verið mér svo yndisleg móðir og það að hafa ætíð verið hennar stærsti sólargeisli í lífínu. Hún kenndi mér svo margt, þ.á m. að elda góðan mat, þó svo að ég komist ekki með tæmar þar sem hún hafði hælana í þeim efnum. Engu að síður ætla ég mér að gerast svo djörf að taka við Matkrákupistlum hennar og gera mitt besta til að þið, lesendur góðir, megið fræðast örlítið um hina fjölbreytilegu matargerð heimsins svo og um fæðuna sjálfa. Iþessum fyrsta pistli ætla ég að fjalla lítið eitt um laukinn sem er nú, a.m.k. hér heima á íslandi, ekki metinn að verðleik- um. Hér á eftir fylgir prósaljóð úr bók Ericu Jong, „Fruits and Vegetables“, í ör- lítið styttri þýð- ingu. Ég leyfi mér að nota það úr Matkrákupistli frá afmælisdegi mínum árið 1982: Nú hugsa ég enn um laukinn... Hvernig bleikbrúnt hýðið afhjúpar grænleita kúlu, snauða einsog dauða pláhnetu, hála sem gler og nær dýrslega lyktandi. Ég hugleiði hæfileika hans til að kalla fram tár, tilhneig- ingu hans til sjálfsskoðunar, með því að flá sig lag fyrir lag, í leit að hjartanu, sem er aðeins annað hðrundslag, en dýpra og grænna... Síðan hugsa ég um örvæntingu þegar laukurinn leitar sálar sinnar og finnur aðeins hvert hörundslagið af öðru... Hann er ekki sjálfumglaður einsog almúgakartafl- an. Né töfradís einsog eplið. Né grobbinn einsog bananinn. Heldur hógvært, ófram- færið grænmeti, spurult, innhverft, sem flær sjálft sig... Ég lít á laukinn sem eilífan utan- garðsmann, bamið í miðið, hugsuðinn hrygga í konungdæmi grænmetisins. Hyilt- ur í Frakklandi aðeins (annars þögull stuðn- ingsmaður súpu og kássu), lítt elskaður af eigin verðleikum - engin furða að hann kallar fram tár okkar! Þá hugsa ég aftur til þess hve hýðið líkist pappír, hvemig sál og hömnd renna saman í eitt, hvemig hvert lag afhjúpar hjarta sem síðan breytist í hörand... Þið ættuð að reyna að hugsa um laukinn í þessum anda næst þegar hann grætir ykkur. Laukur- inn, sem er yfírleitt ímynd hreysti og karlmennsku, getur nefnilega líka verið svo skelfíng viðkvæmn- islegur; og þótt nú á dögum fram- kalli hann yfirleitt tár þá var það þannig í gamla daga að fólk and- aði að sér hráum lauk til að endur- heimta gleði sína og hlæja af hjarta. í okkar „steikarþjóðfélagi" þekkjum við flest laukinn sem stuðningsfæðu, s.s. fylgihlut steika, í kássum eða hvers kyns salötum og fleiri dæmi mætti nefna. Hann er okkur samt sem áður ómissandi. Hvaða „pylsu- manneskja" gæti t.a.m. hugsað sér pylsu með öllu án lauks? Hins veg- ar á þessi aflgjafi frá örófi alda verðskuldaðan mun hærri sess í matargerð okkar en raun ber vitni. Laukurinn hefur sýnt það og sann- að að hann er mjög ákjósanleg fæðutegund. Bæði er hann mjög auðugur af A-, B- og C-vítamín- um, en einnig af kalsíum og fos- fór. Hvers kyns laukur er góður fyrir meltinguna og enskar rann- sóknir vilja meina að laukneysla minnki hættuna á blóðtappa. Hér á eftir fylgja tvær uppskriftir þar sem laukurinn er í aðalhlutverki og báðar eru þær mjög ódýrar (í anda lauksins). Engu að síður er laukurinn alltaf fyrirtak sem fylgi- fæða s.s. með steikum og öðrum þungum máltíðum. Neysla slíkra fíturíkra rétta hefur óhjákvæmi- lega í för með sér aukaálag fyrir meltingarkerfið og sé lauks neytt með slíkum réttum léttir hann álagið af maga og þörmum, því hann hefur góð áhrif á meltingar- ensímin. Farið nú út í búð og birg- ið ykkur upp af lauk (um 40 kr. pokinn) og grátið af gleði. Pizza alle cipolle Uppskrift miðuð við 400 g hveiti, 25 g ger, 2 msk olíu, salt. 250 g laukur smjör + olía salt og pipar (150ggrænarólífur) ef ekki ólífur, þó salvía, ný eða þurrkuð Skerið laukhringina í tvennt, léttsteikið þá í smjörinu og látið standa meðan deigið hefast. Setjið svo á pizzuna, hellið ólífuolíu yfir, saltið og piprið. Að lokum annað- hvort ólífusneiðar eða salvíu. Bakið við 250°C í u.þ.b. hálftíma. Spaghetti alla cipolla 1 laukur ó mann kjötsoð hvítvín smósletta af mjólk smjör + ólífuolía salt og pipar (parmesan) Skerið laukinn í hringi og létt- steikið í smjöri og olíu til helminga (u.þ.b. 10 mín.). Haldið heitu soði í potti og hellið smáslettu á lauk- inn, hrærið stöðugt í. Eftir u.þ.b. 4 mínútur er hvítvíni hellt út á, hrært, látið gufa upp; og þannig er soði og hvítvíni hellt yfir laukinn til skiptis. Alls tekur um 45 mínút- ur að gera þessa sósu og þarf að hræra nær stöðugt í henni. Lauk- urinn má ekki verða of meyr. Und- ir lokin er smá mjólk hellt út á, piprað — og parmesan settur út á ef vill (hver fyrir sig). eftir Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur Alþjóðlegt og öðruvísi kennaranám Det Nödvendige Seminarium í Öanmörku býður uppá nýja 4ra ára kennara- menntun sem er nútímalegt og framsýnt, bæði hvað varðar námskrá og kennsluaðferðir. 1. ár: Kennsla í m.a. dönsku, stærðfærði, kennslufræði, svo og námskeiðum án prófa í t.d. alþjóðarétti, lyfjafræði, framtíðarrannsóknum ... 2. ár: Alþjóðlegt námsefni ásamt 4 mánaða námsferð í langferðabíl til Asíu. Samfé lagsfræði, náttúrufræði, tónlist, íþróttir, svo og hagnýt list- og myndmennt. 3. ár: 4 mánaða starfsnám í skólum. Námsefni í uppeldisfræöi, sálarfræöi, dönsku. 4. ár: 8 mánaða starfsnám sem kennari i Afríu - á kennaraskóla eða barnastofnun. Sérnám í uppeldisfræði ásamt trúfræði. Að auki: Leiklist, portúgalska, matreiðsla, - þátttaka í atvinnulífi í Evrópu og fagið: Alþjóðlegt hjálparstarf. Byrjar 1. september. Hringið eða sendið símbréf og fáið bækling: Sími 00 45 43 99 55 44, símbréf 00 45 43 99 59 82. Kynningarfundur veröur 15. júlí í Borgarbókasafninu (lestrarsal) Þingholtsstræti 27, Reykjavík Det Ndvendige Seminarium, DK-6990 illfborg. Gleðilegt humar-sumar Vantar humarhala til kaups og útflutnings, ferska eða frosna í „lceland Prima" öskju. Vinsamlega hafið samband við Guðmund Ingason, hs. 562 1814 G. Ingason Seafood Seafood Export & Quality Control Fornubúðum 8, 220 Hafnarfirði, sími 565 3525, telex 3176 GING IS, símbréf 565 4044, bílasími 985-27020, GSM 989-27020. Rosenthal __ pcgíir 'þtí ^Il,r Glæsilegar gjafavörur cr> v Matar- og kaffistell /\OÚ€/lA\^A í sérflokki Laugavegi 52, sími 562 4244. Nytt nám í fiskiðnaði E< Hagnýt starfsmenntun - Góðir starfsmöguleikar Akveðið hefur verið að bjóða upp á nýtt nám á sviði fiskiðnaðar í húsakynnum Fiskvinnsluskólans í Hafnarfirði. Námið hefixr verið skipulagt í náinni samvinnu við atvinnulífið til að mæta sem best þörfum þess. Aðaláhersla verður lögð á matvælafræði er snýr að vinnslu sjávarfangs. Nemendur sem ljúka þessu námi verða færir um að sinna störfixm er krefjast sérþekkingar á framleiðsluferlum í fiskvinnsluíyrirtækjum. Helstu námsgreinar Verkiegt nám Sölu- og markaðsmál Framsögn og tjáning Viðskiptagreinar Birgðastjórn Tölvunaríræði Vinnuöryggi Innra eftirlit ____ Töifræði Verksmiðjuskipulagning Tveggja ára nám Námið stendur í tvö ár (fjórar annir og tvö sumur). Nemendum er skylt að sinna starfsþjálfun í fiskvinnslufyrirtækjum á sumrin meðan á skólavist stendur. Launuð starfsþjálfnn Mikilvægur hluci námsins er starfsþjálfun í fiskvinnslufyrirtækjum. Starfsþjálfunin verður skipulögð í samráði við fyrirtæki í atvinnugreininni. Nemendur fá greidd laun fyrir þann tíma sem starfsþjálfunin varir. Inntökuskilyrði Nemendur skulu hafa lokið 52 skilgreindum einingum úr framhaidsskóla æski þeir að hefja þetta nám. Inntökupróf Til að koma til móts við þá sem ekki hafa stundað nám í framhaldsskóla en hafa reynslu af vinnumarkaðnum verður stefnt að því að bjóða upp á stöðupróf. Prófað verður í þeim undirbúningsgrélnum sem gerðar eru kröfur um að nemendur hafi lokið við inngöngu. Á þessu misseri verða allar umsóknir skoðaðar sérstaklega í ljósi þess hversu skammur tími er til upphafs skólastarfsins. Framhaldsbraut til stúdentprófs í samvinnu við Flensborgarskólann í Hafnarfirði verður boðið upp á tveggja anna framhaldsnám til stúdentprófs fyrir þá nemendur er stefna að menntun á háskólastigi. Umsóknarfrestur um skólavist er til 1. ágúst 1995. Umsóknir eiga að berast til menntamálaráðuneytisins, Sölvbólsgötu 4, 150 Reykjavík. Upplýsingar í síma 560 9559. Marvælafræði Starfsmannastjórn Gæðastjórnun Vinnuvistfræði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.