Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ1995 B 9 Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon STELPA í hópi aðdáenda sýnir leikni sína með „húlahopphring' Sigurður Hró- arsson lagði stund á ,jökla- hlaup“ í æsku. Sigurður Ó. Pálsson var góður í „skerja- skaki“. MorgunDlaöio/Porkell AUÐUR Ævarsdóttir, Soffía Þorsteinsdóttir og Sólveig Sigurjónsdóttir, leikskólakennarar. ingar í kringum útileikina. Þeir eru með þeirra bestu minningum. Einn- ig að leikir hafi mikið gildi. í gegn- um þá lærir maður að þekkja sjálf- an sig og efla þol. Leikir snerta hreyfiþroska, félagsþroska, sam- vinnu.og æfingu í að fara eftir regl- um. Það eru þrengsli í borginni og krakkarnir fá ekki það rými sem þarf til að njóta sín úti. Skipulagið er einum of mikið og reiknað er með að börnin þurfi að kaupa leik- föng, leikjanámskeið og greiða fyr- ir skemmtunina. Það er misskiln- ingur, að mati þeirra stallsystra, því börn verða aldrei ráðþrota og geta búið til leiki hvar sem er og hvenær sem er. HeD'ur leiksins voru persónur úr íslendingasögunum Sigurður Hróarsson, leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, ólst upp á Bifraust í Borgarfirði til fímm ára aldurs. Hann flutti svo með foreldr- um sínum' að Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu um 1960. Þar var barnaskóli, húsmæðraskóli og gagnfræðaskóli og góð íþrótta- aðstaða, sundlaug og íþróttavöllur. Laugar eru lítið þorp en fjölmennt á vetrum vegna nemendanna. Sigurður segir að íþróttir hafi verið mikið stundaðar þarna og hafi hann sjálfur æft og keppt í sundi. Krakkarnir á Laugum voru annars í stöðugum hasar. Þegar hann hugsar um leikina sem hann var í og þá sem hann sér í kringum sig núna hvarflar að honum að hann hafi verið uppi á annarri öld. Breytingin er orðin svo mikil. Sigurður á þriggja ára son og hetjurnar hans koma úr sjónvarps- og teiknimyndum. Þær eru með öðrum orðum útlenskar eins og hjá flestum nú til dags. En í sveit Sig- urðar milli 1960 og 70 voru hetjurn- ar úr Islendingasögunum. Ef til vill var það síðasti áratugur gömlu hetj- anna í hugarheimi íslenskra barna. Hetjuleikirnir fólust í því að skipt var í tvö lið og barist um víðan völl. Það voru aðallega strákar í þessum bardögum og léku þeir kappa eins og Gunnar á Hlíðar- enda, Skarphéðin og Gretti sterka. Það var líka eftirsóknarvert að vera skúrkurinn Mörður. Sigurði finnst skemmtilegt að hafa upplifað þess- ar hetjur áður en hann las bækurn- Útilegumannaleikur Mörkuð er borg, einn þátttakenda er útilegumaður. Aðrir grúfa sig í borg í tiltekinn tíma, sem útilegumaðurinn notar til að fela sig. Síðan fara allirað leita útilegumannsins og ef einhver sér hann hrópar sá “Útilegumaður fundinn!" Allir flýta sér þá í borg, en útilegumaðurinn reynir að klukka sem flesta áður en þeir komast þangað. Útilegumaður og allir sem hann nær verða þá útilegumenn í næstu umferð, en þeir sem ekki náðust grúfa sig 1 borg í annað sinn og þannig er haldið áfram uns enginn - eða einn - er eftir. Útilegumaður má fara úr felustað sinum og reyna að ná leitarmönnum hvenær sem hon- um sýnist og einnig má hann skipta um felustað. Ef útilegumað- ur getur laumast óseður að leitarmanni og klukkað hann er ekkert hrópað, enda er þá sá leitarmaður orðinn að útilegu- manni. Sá leitarmaður, sem siðast næst, verður útilegumaður í næstu umferð. Hlaupa í skarðið Börnin standa í hring og höndum haldið saman. Einn er utan við hringinn og hleypur hljódlega umhverfis hann, þar til allt í einu, að hann slær einhvem í bakið. Sá á að bregðast hart við og hlaupa í gagnstæða átt, og reyna að komast í skarð- ið sitt aftur. Sá, sem verður seinni, byrjar þá leikinn á ný. Japanskt klukk Einn þátttakenda er klukkari. Hann eltir hina og reynir að klukka þá. Hver sem er klukkaður verður klukkari. En hann verður að leggja vinstri hönd á blettinn, þar sem hann er klukk- aður, hvort sem það er bak, hné, olnbogi, ökli eða hvaða hluti líkamans sem er. Þar verður hann að halda höndinni, þangað til hann getur klukkað einhvem. Séu margir i leiknum, má hafa fleiri en einn klukkara. Fallin spýta Einn cr valinn til að bíða þjá spýtimni sem er stillt upp við vegg, tré eða eitthvað annað. Hann byrjar á því að telja upp að tuttugu. Allir hinir hlaupa í burtu og fela sig. Markmiðið er að finna alla sem földu sig. Ef hann sér einhvern, hleypur hann að spýtunni og kallar „fallin spýta fyrir Jóni/Gunnu, einn.tveir og þrir“ og þá er sá náður. Börain sem földu sig reyna að komast að spýtunni á undan þeim sem leitar og ef einhveijum tekst það kastar hann spýtunni upp i loftið og kallar „fallin spýta fyrir öllum“ og með því frelsar hann alla. Sídastaleikur Einn er valinn til að „verann“. Hann reynir að komast svo nálægt einhveijum að hann geti snert hann og sagt „síðasta“. Sá reynir að hlaupa einhvern uppi og „síðasta“ hann. Enginn þolir að vera „síðastaður*1 og maður verður að losna við það með því að „síðasta“ einhvern annan. Sumir era þó svo hugað- ir að læðast aftan að þeim sem „erann“ en við það skapast mikil spenna. Hork Hópur krakka kemur saman með krónur í vösum. Gert er strik á jörðina. Siðan er staðið í tjltekinni fjarlægð og reynt að hitta sem næst strikinu með krónupeningi. Sá sem hittir best fær að taka alla smápeningana og hrista þá í lokuðum lófum. Svo sleppir hann peningunum á jörðina og má halda öllum sem eru með skjaldamerkið upp. Sá sem var „næstnæst- ur“ má kasta næst og svo koll af kolli þar til allir peningarnir eru gengnir út. Þá hefst leikurinn á nýjan leik. ar. Hann man líka eftir því að hafa endilega viljað vera Njáll vegna þess að hann var skotinn í stelpu sem hét Bergþóra. Einnig voru not- uð nöfn úr norrænum goðsögnum eins og Þór og Óðinn. Leikreglurnar gátu vafíst fyrir strákunum og rif- ust þeir oft út af þeim, til dæmis hvenær maður væri dauður og hve- nær ekki. Sá sem var drepinn, átti að liggja sem dauður og telja upp á hundrað. Þá mátti hann lifna við á nýjan leik. Strákarnir smíðuðu vopnin sjálfir úr spýtum. Gerð voru spjót og skild- ir. Hestarnir voru prik. Það var tré- smíðaverkstæði á staðnum en pabbi Sigurðar var handavinnukennari við skólann og byggingarverktaki. Mikið var líka smíðað af bílum og bátum og kofum. Sumir bílamir voru meira að segja á fjöðrum gerð- um úr gúmmíi. Hættuleikurinn ,jöklahlaup“ Sigurður Hróarsson telur að leik- ir á þessum árum hafi reynt meira á ímyndunaraflið, því ekki voru keypt nein leikföng í búðum. Krakk- arnir höfðu bara vítt og mikið svæði til leikja og urðu að finna upp á leikjum. Blandaðir aldurshópar léku saman. Strákar léku þó mikið sam- an og stelpurnar voru í sínum leikj- um. Hann man að þegar kynin léku saman var farið í aðra leiki eins og „fallin spýta“, „yfír“, „kýló“ sem var einhverskonar hafnarbolti, „myndastyttuleik“ og ýmsa eltinga- leiki. Ekkert sjónvarp var þarna og fáir höfðu horft á kvikmyndir. Sigurður man líka eftir hættu- leikjum en í þeim þurfti að sanna hugrekkið. Einn leikurinn hét ,jöklahlaup“. Hann var stundaður í leysingum og vatnavöxtum í tjörn. Hún var ísilögð á veturna en þegar ísinn var að þiðna á vorin var hlaup- ið á honum og þótti það best ef hann brotnaði undan hveiju spori. Þetta var leikur sem foreldrarnir máttu ekki vita um, enda hættuleg- ur. Tík úr beitukóngsbobba gaut hvolpum úr klettadoppum. Sigurður Ó. Pálsson, héraðs- skjalavörður á Egilsstöðum, var al- inn upp í Breiðuvík (N-Múl) til 7 ára aldurs en fluttist þá að Geita- vík í Borgarfirði eystra. Bamaleik- irnir fram að þeim tíma voru bú- skaparleikir. Þá voru horn, kjálkar og skeljar sem húsdýr. Hann notaði beitukóngsbobba fyrir hunda og man sérstaklega eftir atviki þegar frændi hans sjö ára frá Seyðisfirði kom í heimsókn. Þeir fóru saman út á Breiðavíkursand og þar tíndi frændinn smákuðunga sem hétu klettadoppur án þess að Sigurður tæki eftir því og laumað þeim síðar í hundakofann hjá honum, sem var gjóta niður með steini hjá búinu. Næst þegar Sigurður fór í búið, dró frændinn heimsvani frá Seyðisfirði upp litlu kuðungana og munaði ekki miklu að honum tækist að sannfæra Sigurð um að tíkin í gjót- unni hefði gotið þeim. En einn beitukóngsbobbinn var náttúrlega tík. Geitavík í Borgarfírði er tvo kíló- metra frá Bakkagerði. Sigurður gekk í skóla þar og kynntist ýmsum nýjum leikjum. „Slagbolti“ var vin- sæll en hann heitir núna „kýló“. Boltinn var sleginn með spýtum, ein spýtan var kölluð drulluspaðinn af því hún var svo breið og auðvelt var að hitta en ekki langt. Annar algengur leikur var „þakbolti“ sem fólst í því að kasta upp á þak á húsi og kalla nafn á krakka sem átti að grípa hann á niðurleið. Ef hann greip ekki varð hann að skjóta í krakkahópinn og hitta einhvern. „Yfir“ var vinsælt og „stoð-frí“ sem er annað nafn yfir „sto“. Sigurður nefnir í lokin hættuleg- an leik sem var niðurlagður eftir að hann var orðinn kennari við grunnskólann á Borgarfirði. Leik- urinn hét „skeijaskak“ og var mik- ið iðkaður þegar hann var strákur. Rétt við fjöruna, neðan við kaupfé- lagið voru þijú sker og þegar brim var, þótti spennandi að hlaupa út í skerið á útsoginu og bíða af sér ölduna og hlaupa svo aftur í land. Einu sinni náði aldan strák og hann dróst út en bjargaðist með naum- indum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.