Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ N E W Y 0 R K Árum saman hafa menn beðið eftir því, að þýska myndlistarmanninum George Grosz yrði lyft á stall svo sem hann verðskuldaði og það gerðist með hinni miklu sýningu í Nýja Þjóðlistasafninu sem nú hefur verið flutt til Dusseldorf, þar sem hún stendur til 30. júlí nk., skrifar Bragi Ásgeirsson. Hann fjallar hér frekar um þennan mannfjandsamlega heimsbetr- unarsinna, sem vildi opinbera öllum að heimurinn væri afskræmdur, sjúklegur og ósannur. B E R L I HB EG HJÓ eftir því á dögunum, er ég var að fletta í þýskum uppsláttar- bókum, að á eftir nafninu George Grosz, kemur skýring á uppruna- lega hugtakinu „groteske", sem í orðabók- um er útlagt kynlegur, skrípalegur, rudda- legur. Einnig nær hugtakið yfir vissan þátt í myndlist Fom-Rómverja, sem lá oftar en ekki falin undir rústum bygginga og vísaði á það sem var undir yfirborði jarðar og er þá skylt hugtakinu hellir, „grotte“, og þótti jafnframt kynlegt, jafnvel furðulegt. Á veggjum undir rústunum uppgötvuðu menn í lok fimmtándu aldar myndskreyttar vistarverur með jurta- og dýraformum, Ijós- stikum, vösum, mann- verum og ýmissi virkt í húsagerð, ásamt margvíslegum skreyti: kenndum formum. í upphafi endurreisnar vöktu þessir fundir óskipta athygli fyrir svipmikil einkenni, því hér var dregin fram í dagsljósið stórmerk list fomaldar. Fimm hundrað áram seinna eru menn norðar í álfunni í óða önn að endurreisa listamenn frá fyrri hluta þessarar aldar, sem segja má að hið ruddalega og afbrigði- lega hafi einkennt. Vora gæddir miklu hugarflugi og höfðu fágæta tilfínningu fýr- ir hinu kynlega og furðulegum fommun- um, og eru hér einna fremstir Þjóðverjarnir Otto Dix og Gorge Grosz. Fyrir fáeinum áram (1991) var sett upp farandsýning á málverkum og teikningum Otto Dix í tilefni þess að hundrað ár vora frá fæðingu hans, og fór hún víða um Evrópu. Tókst mér að ná í skottið á henni í London vorið eftir og var það einkum mikil lifun að uppgötva hve frumverkin voru stórum hrifmeiri litprent- unum í bókum og málunartæknin einstæð. Lengi hafði mér verið ljóst, hve framúr- skarandi listamenn þetta voru og ástæðan til þess að þeir voru vanmetnir var fyrst og fremst listpólitísks eðlis. Bitist var um forystuna í listum í Evrópu, og svo voru Frakkar og Þjóðveijar lengstum svarnir fjandmenn og hætti til að gera lítið úr menningu hvor ann> ars. Berlín og París töldust meginásar í myndlist Evrópu og þar slógu púlsar há- menningarinnar hvað ákafast. Á Norðurlöndum vora menn hallir und- ir rökfræði Frakk- anna um hið „gró- teska“ og raddalega í list Þjóðveija og yf- irleitt mun hrifnari af ljóðrænni blíðunni og mýktinni í list lat- neskra þjóða, helst öllu sem kom frá Par- ísarborg. Arfurinn frá meistaranum frá Aix, Paul Cézanne, var svo afgerandi, að þeim tókst illa að sætta sig við hinn hráa tjákraft Þjóð- verjanna og þetta var ÉG mun öllu útrýma sem hindrar mig og takmarkar völd mín“. Túskteikning 1922. Princeton, N.J., Arfur frá Grosz. „SJÁLFSVÍG" 1916, olía á léreft. Tate Gallery, London. HINN ástsjúki 1916, olía á léreft. Listasafn Norðurrínar- Vestfalíu. hluti af listrænu uppeldi ungra á Norður- löndum og víða um heim langt fram eftir þessari öld. Að auki var ekki laust við að í Þýskalandi sjálfu ætti frönsk list sína áköfu fylgismenn. Straumhvörfum olli svo sýningin mikla París - Berlín á Pompidou- menningarmiðstöðinni seinni hluta áttunda áratugarins, er var önnur í röð fimm stór- sýninga, sem drógu upp mynd af víxlverk- unum áhrifa víða um heim, öðra fremur Parísarskólans, á heimslistina. EINKUM kom hún flatt upp á franska listrýnendur, er urðu að viður- kenna sjálfstæði og styrk Þýskrar listar, og sýningin kom giska öðruvísi út en þeir áttu von á. Hún jók svo um munaði á sjálfsvitund þýskra listamanna og mun óefað hafa átt sinn þátt í hinu mikla blómaskeiði og uppgangi þar í landi og ekki sér endann fyrir. Engir í Evrópu hafa verið jafn iðnir við að byggja yfir list- ina og mun þeim í Frans þykja nóg um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.