Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ1995 B 17 JLTVINMU Al JC^I Y^lhJC^AR Kranamaður óskast á Liebher-byggingarkrana sem fyrst. Gissur og Pálmi hf., símar 557 2265, 557 6904 og 852 1676. Borgarverkfræðing- urinn í Reykjavík f.h. umferðardeildar, auglýsir til umsóknar stöðu byggingaverkfræðings. Æskilegt er að umsækjendur hafi þekkingu og reynslu af umferðarmálum og í hönnun umferð- armannvirkja. Nánari upplýsingar um stafið gefur yfirverk- fræðingur umferðardeildar og/eða starfs- mannastjóri borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík. Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra eigi síðar en 15. júlí nk. £ y % / ^/GAtð,í' Starfsmenn Útfarastofa kirkjugarðanna óskar að ráða 2 starfsmenn til starfa í útfaraþjónustu nú þegar. Leitað er að snyrtilegum og reglusömum einstaklingum með góða almenna menntun og góða hæfileika til mannlegra samskipta. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs- ingar fást hjá Ráðningarþjónustu Guðna Jónssonar, Háteigsvegi 7, og skal umsókn- um skilað á sama stað fyrir 8. júlf. Qjðnt Tónsson RÁDGIÖF & RÁÐNINCARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22 Lausar stöður lækna við Heilsugæslustöðvarnar í Mjódd og Efra Breiðholti Lausar eru til umsóknar ný staða læknis við Heilsugæslustöðina í Mjódd og ný staða læknis við Heilsugæslustöðina í Efra Breið- holti. Stöðurnar veitast frá 1. október nk. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf, sendist stjórnsýslu Heilsugæslunnar í Reykjavík á þar til gerðum eyðublöðum, sem þar fást, eigi síðar en 4. ágúst nk. Æskilegt er að umsækjandi hafi sérfræðiviðurkenningu í heimilislækningum. Nánari upplýsingar veita yfirlæknar heilsu- gæslustöðvanna, Samúel J. Samúelsson, yf- irlæknir Heilsugæslustöðvarinnar í Mjódd, í síma 567 0440 og Þórður Ólafsson, yfirlækn- ir Heilsugæslustöðvarinnar í Efra Breiðholti í síma 567 0200. I.júlí 1995. Heilsugæslan í Reykjavík, stjórnsýsla. Barónsstíg 47, 101 Reykjavík. „Au pair“ - Noregur Hress „au pair“ óskast til aðstoðar á ís- lenskt heimili. Tvö börn, 5 og 7 ára. Bílpróf æskilegt. Áhugasamirsendi nafn og símanúmer, merkt: „M - 10890“, til afgreiðslu Mbl. fyrir 15. júlí. Kennarar Raufarhöfn Kennara vantar við grunnskólann á Raufar- höfn. Meðal kennslugreina almenn kennsla, íþróttir, raungreinar, listgreinar o.fl. Á Raufarhöfn búa ca 400 íbúar. Þar er mikið tónlistarlíf, tvær verslan- ir, hótel, krá og skyndibitastaður. Mikilir möguleikar í útivist og sport- veiði. Góð íþróttaaðstaða, 16 metra innisundlaug, nýtt, stórt íþrótta- hús, heilsurækt og sauna. Góð heilbrigðisþjónusta og leikskóli. Raufarhafnarhreppur greiðir flutningskostn- að, útvegar húsnæði og greiðir niður húsa- leigu um helming. Upplýsingar um starfið veita Líney Helga- dóttir, skólastjóri, í símum 465 1225 og 465 1241, og Hildur Harðardóttir, formaður skólanefndar, í síma 465 1339. Skriflegar umsóknir sendist skólastjóra. Hjúkrunarfræðingar athugið Sjúkrahús Akraness óskar að ráða hjúkrunar- fræðinga til starfa á eftirtöldum deildum frá lok ágúst eða eftir nánara samkomulagi: • Tvær stöður á lyflækningadeild. • Ein staða á handlækningadeild. Sjúkrahús Akraness er deildaskipt sjúkrahús með mjög fjölbreytta starfsemi. Þeir hjúkrunarfræðingar, sem hafa áhuga, eru velkomnir að koma og skoða stofnunina. Allar nánari upplýsingar um stöðurnar gefur hjúkrunarforstjóri, Steinunn Sigurðardóttir, í síma 431 2311 í vinnutíma og 431 2450 á kvöldin. VEGAGERÐIN Tölvunarfræðingur Vegagerðin óskar að ráða tölvunarfræðing eða aðila með sambærilega menntun. Starfið Hönnun, uppsetning og rekstur gagnabanka, forritun o.fl. Óskað er eftir aðila með kunnáttu á Oracle/Rdb, SQL, ODBC auk þess er æski- legt að viðkomandi hafi þekkingu á Visual Basic og Visual C++, Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir hjá Ráðgarði frá kl. 9-12. Ath.: Upplýsingar um starfið eru eingöngu veittar hjá Ráðgarði. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs, merktar: „Vegagerðin - tölvu- deild", fyrir 14. júlí nk. ATH.! Nýtt heimilisfang Ráðgarðs hf. frá 1. júlí er í Furugerði 5, 108 Reykjavík, sími 533 1800. RÁÐGARÐURhf SI]ÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF FURUGERÐI 5 I08 REYKJAVÍK ‘B‘533 I800 Leikskólakennarar Leikskólastjóri óskast til starfa við leikskól- ann Melbæ á Eskifirði sem fyrst. Upplýsingar gefur bæjarstjóri í síma 476 1170. Framhalds- skólakennarar Áhugaverð störf í skjóli jökla Auglýst er eftir kennurum næsta skólaár í eftirtaldar kennslugreinar: Stærðfræði (Yi), raungreinar ('A), uppeldis- fræði og saga (’AO.sérkennslaU/z) vélstjórnar- greinar til kennslu 1. stigs vélstjórnar (1/i staða). Áhugasamt fólk vinsamlega hafið samband við undirritaðan sem jafnframt gefur upplýs- ingar í síma 478 1176. Umsóknarfrestur er til 12. júlí nk. F.h. Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu, Zophonías Torfason, skólameistari. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk í neðangreinda leik- skóla: Bakkaborg v/Blöndubakka, s. 557 1240 Sæborg v/Starhaga, s. 562 3664 Þá vantar aðstoðarleikskólastjóra í leikskólann Sæborg v/Starhaga, s. 563 3664. Einnig vantar þroskaþjálfa til stuðningsstarfa í leikskólann Ægisborg v/Ægisíðu, s. 551 4810. Upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552-7277. Flugmálastjórn Lausar stöður á Egilsstaðaflugvelli Flugradíómenn Tvær stöður flugradíómanna eru lausar til umsóknar. Krafist er góðrar íslensku- og enskukunnáttu. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun á sviði rafeinda- og rafvirkjunnar. Flugvallareftirlitsmenn Tvær stöður flugvallareftirlitsmanna eru lausartil umsóknar. Krafist erréttinda meira- prófs bifreiðastjóra og réttindi í stjórn þunga- vinnuvéla. Störfin eru vaktavinnustörf. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri Flugmálastjórnar í síma 569 4100. Laun sam- kvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Með upplýsingar um umsóknir verður farið skv. ákvæðum laga nr. 38/1954, um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og stjórn- sýslulaga nr. 37/1993. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist samgöngu- ráðuneytinu fyrir 1. ágúst 1995.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.